Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 35 I I J 1 j I Það er slæmt ef löggan í West Hartford nappar mann fyrir umferöarlagabrot. Þá er nafn manns birt á Netinu og saumaklúbbar bæjarins hafa eitthvað að spjalla um þá vikuna. Löggan tekur Netið í þjónustu sína: Birtir nöfn umferðarlagabrjota Nú þurfa umferðarlagabrjótar hafa hægt um sig, að minnsta kosti þeir sem búa í bænum West Hart- ford í Connecticut í Bandaríkjun- um. Lögreglan þar í bæ er farin að nota heimasíðu bæjarins til að berj- ast gegn þeim sem keyra of hratt, virða ekki stöðvunarskyldu og öðr- um slíkum þrjótum. Á heimasíö- unni eru birt nöfn þeirra sem kærð- ir eru fyrir umferðarlagabrot. „Við getum svo sem gefrð út sekt- armiða þangað til við verðum bláir í framan, en það bara hreinlega hef- ur engin áhrif nú á tímum,“ segir lögreglustjóri bæjarins. í staðinn fyrir að skipta litum ákvað lögregl- an þvi að taka nýjustu tæknina í þjónustu sína. Eins og búast mátti við hafa þó ýmsir orðið til að gagnrýna þessi vinnubrögð. Forsvarsmaður mann- réttindasamtaka í Connecticut segir að samfélagið hagnist ails ekki á framferði lögreglunnar. í staðinn segir hann að þau einu sem hafi af þessu gagn séu Gróa á Leiti og skó- sveinar hennar. Spurningin er nú hvort þessar starfsaðferðir muni breiðast út til fleiri borga og bæja í Bandaríkjun- um. Ef af því yrði er aldrei að vita nema við íslendingar myndum kynnast þessu einhvern tímann. Þá væri mögulegt að höfundi lesenda- bréfs hér í DV fyrir skömmu yrði að ósk sinni um að myndir frá eftirlits- myndavélum í miðborginni yrðu sendar beint út á Netinu. Myndbandaskólinn: Kennt á Word og Excel með margmiðlun Um þessar mundir er að koma á , markaðinn gagnvirk kennsla á for- ritin Word 97 og Excel 97 á marg- miðlunardiskum. Word er án efa I algengasta ritvinnsluforrit í heimi og Excel hefur álíka stööu meðal töflureikna. Það er Myndbandaskólinn sem gefur námskeiðið út, en um er að ræða fjóra geisladiska, tvo fyrir hvort forrit. Skólinn hefur áður geflð út námskeið á myndböndum fyrir tölvuáhugafólk. Að mati for- ystumanna fyrirtækisins er tölvu- kennsla á geisladiskum hins vegar einhver sú alþægilegasta og fljót- | legasta leið sem þekkist til að kenna fólki notkun þessara for- rita. Námskeiðin eru byggð upp á ► I I I I ) ) I > ) ) I f > í sfðustu viku var hin árlega Comdex-ráöstefna haldin í Las Vegas. Á ráð- stefnunni kynna ýmis tölvufyrirtæki nýjustu framleiðslu sína væntanlegum samstarfs- og samkeppnisaðilum. Almenn niðurstaða þeirra sem fylgdust með var að tæki búin tölvutækni verða almennt smærri, sérhæfðari og með- færilegri í framtíðinni. Áætlað var að nærri 230.000 manns hefðu sótt ráð- stefnuna. Word er algengasta ritvinnsluforrit í heimi og því fagnaðarefni að komið sé á markaðinn margmiðlunarefni sem einfaldar almenningi notkun forritsins. þann hátt að einfalt er að nota þau og auðvelt er að fara á milli kafla og velja það sem hver og einn hef- ur mesta þörf fyrir. Þannig getur notandinn ráðið hraða og áhersl- um náms síns og sniðið að eigin þörfum. Fyrirkomulag námskeiðsins er ekki með þeim hætti að fólk verði að hafa kynnt sér ítarlega allt efni geisladiskanna áður en hafist er handa við að nota forritin. Frekar er gert ráð fyrir því að notendur diskanna séu að vinna að verkefn- um í Word og Excel samhliða þvi að læra af diskunum. Þannig er hægt að nýta kennsludiskana sem uppflettirit til að finna lausnir á þeim vanda sem glímt er við hverju sinni. Til að auðvelda þetta er kennsluefninu skipt upp í marga kafla svo auðvelt sé að finna umfjöllun um einstök mál- efni. Námskeiðin verða til í öllum helstu tölvuverslunum auk þess sem Myndbandaskólinn mun kynna þau fyrir fyrirtækjum. jólapósturinn Rétt póstfang skiptir öllu máli Það vill enginn missa af jólakveðjum frá ættingjum og vinum. Þess vegna brýnum við fyrir fólki að hafa rétta áritun á jólakveðjunum sínum. annars er hætta á að þær komist ekki til skila eða að þeim seinki. Eins er mikilvægt að merkja hús. póstkassa og bréfalúgur greinilega. Póstnúmeraskrá fæst afhent í næsta pósthúsi og eins eru upplýsingar á bls. 681

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.