Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Síða 28
36
*
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
-t
*
Mengun slævir
kynlöngun fugla
Mengunin í andrúmsloftinu
er á góðri leið með að leggja
kynlíf nokkurra fuglategunda í
rúst.
Tímaritið New Scientist seg-
ir ffá finnskum vísindamönn-
um sem komust að því við
rannsóknir á fuglategund einni
að loftmengunin getur drepið
grænar lirfur sem innihalda
nauðsynleg litarefni fyrir fjaðr-
ir fuglanna. En skærir litir
fjaðranna eru einmitt lykillinn
að kynþokka fugla þessara.
Tapio Eeva frá háskólanum í
Turku segir í viðtali við New
Scientist að minnst hafl verið
um lirfur á menguðustu svæð-
unum. Það hafi síðan áhrif á
bæði þyngd og lit fuglanna.
Rannsakaðir voru fuglar í
500 hreiðrum nærri kopar-
bræðslu við bæinn Harjavalta í
suðvesturhluta Finnlands.
Salmonella
berst með
appelsínusafa
Appelsínusafi er ekki of súr
fyrir salmonellubakteriur,
öfugt við það sem margir
höfðu talið fram að þessu. Að
sögn vísindamanna sýna ná-
kvæmar rannsóknir að 62
manneskjur fengu matareitrun
af völdum salmonellu í Disney
World skemmtigarðinum í Or-
lando árið 1995. Ógerilsneydd-
um appelsínusafa er kennt um.
Vísindamennirnir gátu með
rannsóknum sínum rakið upp-
runa salmonellusýkingarinnar
til halakartna sem eru við
verksmiðjuna þar sem safinn
var unninn. Vitað er að skrið-
dýr og ffoskdýr bera salmon-
ellubakteríur.
Aðeins er tilkynnt um lítinn
hluta matareitrunartilfella og
því telja vísindamennimir aö
tilvikin hljóti að hafa verið
miklu fleiri.
Pillan veldur ekki
heilablóðfalli
Hættan á heilablóðfalli eykst
ekki marktækt hjá flestum
þeim konum sem taka nýja teg-
imd getnaðarvamarpillunnar.
í tímaritinu Stroke, sem
bandarísku hjartasamtökin gefa
út, segir að hættan á heilablæð-
ingu aukist um ellefu prósent.
Þá eykst hættan á svokallaðri
blóðþurrð af völdum hjartaá-
falls aðeins um níu prósent.
„Okkur finnst að í báðum
tilvikum feli aukningin ekki í
sér tölfræðilega mikilvægan
mun,“ segir Stephen Schwartz
við Washington háskóla í
Seattle.
Reyndar segir Schwartz að
sumar konur á pillunni eigi
síður á hættu en aðrar konur
að fá heilablóðfall. Hann bætir
þó við að það kuni að stafa af
því að læknar hafi frekar til-
hneigingu til að láta heilbrigð-
ar konur fá pilluna.
Clinton Bandaríkjaforseti hefði getað bjargað sár úr klípunni með Monicu:
Tímabundið minnisleysi er
stundum fylgifiskur samfara
Bill Clinton Bandaríkjaforseti
hefði betur verið betur að sér í
læknisfræði. Þá hefði hann kannski
ekki lent i þessum bannsettu vand-
ræðum vegna hennar Monicu
Lewinsky.
Þannig er mál með vexti að lítt
þekktur kvilli veldur tímabundnu
minnisleysi vegna þrýstings sem
verður við kynlífsiðkan eða annað
erfiði. Yflrlýsing Clintons um að
hann hefði ekki haft kynmök við
Monicu hefði staðist ef hann hefði
þjáðst af minnisleysiskvilla þessum.
Læknar frá Johns Hopkins
sjúkrahúsinu í Bandaríkjunum
segja frá kvillanum í nýlegu hefti
læknisfræðiritsins Lancet. Hann
veldur algjöru tímabundnu minnis-
leysi í sex til fimmtán klukkustund-
ir. Þeir sem verða fyrir þessum
ósköpum eru með fullri meðvitund,
en átta sig hvorki á stað né stund og
muna ekki það sem gerðist. Tíðni
kvilla þessa er um tíu tilvik á tíu
þúsund manns.
„Ef forsetinn hefði fengið
Valsalva á meðan hann framdi ný-
leg strákapör sín hefði hann á lög-
legan hátt getað sagst ekkert muna,
rétt eins og sjúklingar okkar sem
mundu ekki hver væri núverandi
Bandaríkjaforseti,“ segir Chi Van
Dang í bréfi til læknaritsins.
Dang og annar blóðmeinafræðing-
ur, Lawrence Gardner, segja frá til-
fellum tveggja karla, 72 og 75 ára,
sem fengu Valsalva skömmu eftir
kynmök. Mennimir komu báðir til
meðferðar á sjúkrahús um það bil
hálftíma eftir að þeir töpuðu áttum
í kjölfar kynmaka. Ekki var 'annað
að sjá en þeir væru heilbrigðir og
þeir sýndu engin merki um tauga-
Jarðarbúar niðurlútir fyrir margt löngu:
Enginn tók eftir langbjörtustu
sprengingunni fyrir 700 árum
Eitthvað hafa íbúar heimsins ver-
ið niðurlútir fyrir svona sjö hund-
ruð árum. Að minnsta kosti fmnast
ekki neinar skriflegar heimildir um
stærstu og björtustu sprengingu
sem orðið hefur í stjörnuþoku okk-
ar og stjameðlisfræðingar fundu ný-
lega leifarnar af.
í tveimur greinum í nýlegu hefti
vísindaritsins Nature er greint frá
þvi að fundist hafi brot úr þeirri
sprengistjömu sem næst okkur er.
Það er vísindamönnum eins og
Bemd Aschenbach við Max Planck
geimeðlisfræðistofnunina í
Garching í Þýskalandi nokkur ráð-
gáta hvers vegna enginn varð
sprengingarinnar var og sagði frá
henni.
„Sprengistjömur eiga að vera
mjög bjartar. Birtan frá henni hefði
átt að vera skærari en allt annað á
himninum," segir Aschenbach.
Leifar af sprengistjömu hafa ekki
fundist nær jörðu í stjörnuþoku
okkar í tvö þúsund ár. Aschenbach
sprengistjömuleifarnar fyrir tilstilli
röntgengeislanna sem þær sendu
frá sér.
í annarri grein í Nature segja
Anatoli Iyudin og aðrir stjarneðlis-
fræðingar við stofnunina frá því að
þeir hafi fúndið sprengistjömuna og
aldursgreint hana á gammageislun-
um sem hún sendir frá sér.
„Við áætlum að hún sé um sjö
hundrað ára gömul. Þetta hefur því
gerst einhvern tíma á árabilinu 1200
til 1300 eftir Krist. Aðeins er vitað
um leifar af tveimur eða þremur
yngri sprengistjömum í stjörnu-
þoku okkar,“ segir Aschenbach.
Þó svo að um eitt hundrað millj-
arðar stjama séu í Vetrarbrautinni,
stjörnuþokunni okkar, hefur enginn
orðið sjónarvottur að sprengi-
stjömu í um fjögur hundruð ár. Að-
eins um tvö hundruð leifar sprengi-
stjama hafa fundist og sex eru yngri
en eitt þúsund ára gamlar.
Sprengistjarna, sem getur orðið
allt að hundrað milljón sinnum
bjartari en sólin, er síðasta ævi-
skeið stjömu sem verður allt að
milljarðs ára gömul. Stjarnan lifir á
kjarnaklofningi en þegar engir
kjamar eru lengur til að kljúfa fell-
ur hún saman og springur.
* %
0 %
1 Ife •
p * *
m © *
# # %
sjúkdóma. Báðir náðu áttum eftir
tólf til fimmtán klukkustudir.
Kvillinn einskorðast ekki við
gamalt fólk heldur getur fólk sem er
ekki nema rúmlega fertugt orðið
fyrir barðinum á honum, að sögn
Dangs. Clinton er því á góðum aldri
að þessu leytinu.
Valscdva er alla jafna tengt athæfi
þar sem þrýstingur getur orðið mik-
ill, svo sem við bamsburð, lyftingar
eða samfarir. Dang segir að þetta
geti einnig komið yfir menn við
munnmök.
Þrýstingurinn veldur því að blóð-
flæði minnkar til þess hluta heilans
sem stjómar minninu og minnis-
leysi fylgir í kjölfarið. En þótt Clint-
on hefði getað skýlt sér á bak við
þennan dularfulla kvilla, hefði hann
þó dugað skammt til að skýra sæð-
isblettinn fræga á kjól Monicu.
„Þaö er erfitt að bera á móti
áþreifanlegum sönnunum," segir
Chi Van Dang.
Bandarískir
indíánar líklega
frá Síberíu
Nokkur orð í einhverju
fáheyrðasta tungumáli heimsins
kann að renna stoðum undir þá
kenningu að bandarískir indián-
ar hcifi flutt frá Asíu til Norður-
Ameríku i nokkrum áfongum.
Málvísindamaðurinn Merritt
Ruhlen við Stanford háskóla
hefur uppgötvað ótrúleg sameig-
inleg einkenni kets, tungumáls
sem aðeins 500 manns tala í af-
skekktum hluta Siberíu, og na-
denes sem er fjölskylda tirngu-
mála bandarískra indíána.
Merritt tekur dæmi af 36
orðum sem era mjög svipuð í
tungumálafj ölskyldunum tveim-
ur. Þar á meðal eru orð fyrir
birkitré, börk, böm og kanínu.
Ket tilheyrir tungumálafjöl-
skyldu sem kallast jeníseian. Öll
önnur mál í þessari fjölskyldu
dóu út á 19. öldinni. Na-dene
skiptist í fjórar greinar, tvö mál
sem töluð era í Kanada vestan-
verðu og í Alaska og mál Navajo
og Apache indíána.
„Svo virðist að þeir sem sem
töluðu na-dene og jeníseian
hljóti að hafa tilheyrt sama
hópnum," segir Ruhlen í grein
sinni.
Eitt af grandvallartækjum
málvísindamanna er að bera
saman orð. Sá samanburður get-
ur varpað ljósi á skyldleika
timgumálanna og hópanna sem
tala þau. Enska og íslenska era
til dæmis indó-evópsk mál, ein
þeirra málafjölskylda sem kem-
ur af gamla indverska málinu
sanskrít.
Oft er auðvelt að sjá skyld-
leika orðanna. Þannig er þýska
orðið „Mutter" greinilega skylt
þvi íslenska „móðir" og hinu
enska „mother“.
Ruhlen var að bera saman orð
úr öðrum tungumálum þegar
honum hugkvæmdist að bera
saman jeniseian og na-dene. Og
komst að því að þar var margt
likt.
Töluverðar vísbendingar era
um aö bandarískir indíánar hafi
farið á landi milli Síberíu og
Ameríku þar sem nú er Ber-
ingsundið.