Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Side 42
50 MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998 Afmæli Hjalti Kristjánsson Hjalti Kristjánsson, heilsugæslu- læknir á Heilsugæslustöðinni í Vestmannaeyjum, Helgafellsbraut 20, Vestmannaeyjum, er fertugur í dag. Starfsferill Hjalti fæddist í Ly Sekil í Sviþjóð og ólst upp í Svíþjóð til 1961, á Pat- reksfirði 1961-66, í Reykjavík til 1971 en átti heima í Keflavík 1971-74 og í Reykjavík 1974-85. Hjalti lauk stúdentsprófi frá MH 1977, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1984, stundað sérfræðinám í Vásterás í Svíþjóð frá 1986 og er sér- fræðingur í heimilislækningum frá 1990. Þá hefur hann lokið B-stigs þjálfaramenntun á vegum KSÍ. Á námsárunum var Hjalti í sum- arvinnu hjá Dráttarbraut Keflavík- ur við netagerð í Njarðvík. Hann starfaði við læknadeild Trygginga- stofnunar ríkisins í nokkur sumur þar sem hann fékkst við rannsóknir á vinnuslysum. Þá var hann afleys- ingalæknir við tólf heilsugæslu- stöðvar á námsárunum, starfaði við Heilsugæslustöðina i Vestmanna- eyjum 1985-86, starfaði með fram- haldsnámi í Svíþjóð 1986-90, hefur starfað við Heilsugæslustöðina í Vestmannaeyjum frá 1990 og var þar yfirlæknir 1991-94. Hjalti stofnaði þunglyndishóp við Heilsugæslustöðina í Vestmanna- eyjum 1991 og er nú að koma á fót hópi einstaklinga með vefjagikt og öðrum hópi einstaklinga sem eiga við offitu að stríða. Hann hefur ver- ið læknir ÍBV öðru hvoru og læknir landsliðsins spyrnu. Hjalti hefur verið þjálf- ari Amors, Framherja og KFS í 3. deild knatt- spyrnu og hefur stýrt get- raunastarfsemi Fram- herja og KFS frá 1994. Hann hefur skrifað grein- ar um læknisfræðileg efni í innlend og erlend tímarit. Fjölskylda Hjalti kvæntist 25.8. 1979 Veru Björk Einarsdóttur, f. 12.4. 1958, skólahjúkrunarfræðingi við Ham- arsskóla í Vestmannaeyjum. Hún er dóttir Einars Sigurðssonar og Ragn- heiðar Kristjánsdóttur. Börn Hjalta og Veru Bjarkar eru Trausti, f. 7.9. 1982, nemi við Fjöl- brautaskólann í Vestmannaeyjum; Tryggvi, f. 9.8.1986, nemi við Barna- skóla Vestmannaeyja; Ámi Garðar, f. 4.4. 1988, lést af slysforam 28.7. 1992; Ragnheiður Perla, f. 29.11. 1993. Systkini Hjalta eru Hildur, f. 14.10. 1950, ljósmóðir og hjúkrunar- fræðingur, nú við Heilsugæslustöð- ina í Hafnarfirði, gift Ingibimi Tómasi Hafsteinssyni kaupmanni; Halldór, f. 29.5. 1952, rafmagnsverk- fræðingur, starfrækir tölvu- og verkfræðiþjónustu og tölvuskóla og er forseti Lionshreyfingarinnar á ís- landi, kvæntur Jenný Ágústsdóttur tannlækni; Sigurður, f. 23.2. 1955, sérfræðingur við Landsspítalann í ónæmissjúkdómum barna, kvæntur Önnu Daníelsdóttur tannlækni; Guðrún Þura, f. 28.1. 1966, sjúkraþjálf- ari í Reykjavík. Foreldrar Hjalta: Krist- ján S. Sigurðsson, f. 14.11. 1924, d. 9.11. 1997, fyrrv. yfirlæknir við Sjúkra- húsið í Keflavík, og k.h., Valgerður G. Halldórs- dóttir, f. 20.4. 1929, hús- móðir. Ætt Kristján var bróðir rithöfundanna Jakobína og Fríðu. Kristján var son- ur Sigurðar, b. í Hælavík og síðar símstöðvarstjóri á Hesteyri, Sigurðs- sonar, b. á Læk, Friðrikssonar, b. í Rekavík bak Höfn, Einarssonar, b. á Homi, Sigurðssonar, b. á Horni, Pálssonar, ættföður Pálsættar, Bjömssonar. Móðir Sigurðar Sig- urðssonar var Kristín Arnórsdóttir, b. í Rekavík, Ebenezerssonar, b. á Dynjanda, Ebenezerssonar, b. í Efri- Miðvík, Jónssonar, bróður, sam- mæðra, Gríms Thorkelíns, leyndar- skjalavarðar og prófessors. Móðir Kristjáns var Stefanía, systir Ingibjargar, móður Þórleifs Bjamasonar, námsstjóra og rithöf- undar. Stefanína var dóttir Guðna, b. í Hælavík, Kjartanssonar, b. á Atlastöðum, Ólafssonar. Móðir Kjartans var Soffia Jónsdóttir, b. á Steinólfsstöðum, Einarssonar, og Guðrúnar Lárentínusardóttur, b. á Hóli í Bolungarvík, Erlendssonar, sýslumanns á Hóli, Ólafssonar, bróður Jóns fomfræðings. Valgerður er dóttir Halldórs, b. í Garði í Mývatnssveit, bróður Þura, skálds í Garði, og Jóns, læknis á Kópaskeri, afa Ólafs Jóhanns Ólafs- sonar, rithöfundar og forstjóra. Annar bróðir Halldórs var Björg- vin, faðir Þorgrims Starra í Garði. Halldór var sonur Áma, b. í Garði við Mývatn, bróður Amfríðar, langömmu Kristinar Halldórsdóttur alþm. Árni var sonur Jóns, b. í Garði, Jónssonar, b. í Garði, Mart- einssonar, b. í Garði, Þorgrímsson- ar, b. í Baldursheimi, Marteinsson- ar. Móðir Jóns Jónssonar í Garði var Helga Jónsdóttir, b. á Gautlönd- um, Marteinssonar, bróður Jóns í Garði. Móðir Áma var Guðrún, systir Jóns, langafa Kristjáns Eld- jáms forseta, föður Þórarins Eld- jáms rithöfundar. Guðrún var dótt- ir Þorgríms, b. í Hraunkoti í Aðal- dal, Marteinssonar, bróður Jóns í Garði. Móðir Guðrúnar var Vigdís Hallgrímsdóttir, ættföður Hraun- kotsættar Helgasonar. Móðir Hall- dórs Ámasonar var Guðbjörg Stef- ánsdóttir, b. í Haganesi við Mývatn, Gamalíelssonar og Bjargar Helga- dóttur, ættföður Skútustaðaættar, Ásmundssonar, b. i Baldursheimi, Helgasonar, bróður Hallgríms í Hraunkoti. Móðir Sigmundar var Kristveig Marteinsdóttir, systir Þor- gríms í Baldursheimi. Móðir Helgu var Steinvör Guðmundsdóttir, syst- ir Ásu, ömmu Jóns Þorstéinssonar, ættföður Reykjahlíðarættar. Móðir Valgerðar Guðrúnar var Sigriður Jónsdóttir, b. á Vatnsleysu í Skagafirði Kristvinssonar. Vilt þú vinna O með oldruðum ■ Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar leitar að áreiðanlegu og traustu starfsfólki til starfa við félagslega heimaþjónustu 67 ára og eldri að Lindargötu 59. Laun skv. kjarasamningi Starfsmannafélagsins Sóknar og Reykjavíkurborgar. Nánari upplýsingar veitir Helga Jörgensen deildarstjóri félagslegrar heimaþjónustu, í síma 561 -0300, eða á staðnum. Til sýnis og sölu Eigum til sölu örfáa iítið notaða og vel með farna Daihatsu Terios 4x4 bílaleigubíla, árg '98, á einstaklega hagstæðu verði. Búnaður m.a.: Vökvastýri, 15“ álfelgur, 2 loftpúðar, samlæsing, rafdrifnar rúður að framan, tregðulæsing, útvarp, segulband o.m.fl. BRIM Faxafeni 8 • Sim Opið laugardag sunnudag kl. Ragna E. Guðmundsdóttir Ragna Efemía Guð- mundsdóttir, Bergþóru- götu 9, Reykjavfk, er sex- tug í dag. Starfsferill Ragna fæddist í Sölva- nesi í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði og ólst upp hjá foreldram sínum til sextán ára aldurs. Hún var siðan einn vetur við fiskvinnslustörf á Akra- nesi. Ragna giftist átján ára og hófu þau hjónin búskap á Sauð- árkróki en fluttu síðan til Akureyr- ar þar sem þau bjuggu í sex ár. Þau hófu búskap í Sölvanesi 1965 og fluttu aö Steinsstaðabyggð í sama hreppi 1972. Þar bjuggu þau í tíu ár en Ragna starfaði þá við mötuneyti Steinsstaðaskóla. Þau fluttu svo til Reykjavíkur 1982 og slitu samvist- um um svipað leyti. I Reykjavík starfaði Ragna í þvottahúsinu Fönn um sex ára skeið, var ráðskona við eldhúsbíl í háfjallaferðum á vegum Úlfars Jac- obsens i níu sumur og starfaði við mötuneytið að Nesjavöllum í Þing- vallasveit 1988-98. UPPBOÐ Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálf- um sem hér segir: Skólavörðustígur 18, 16,66% ehl. í 3. hæð í norðurhluta merkt 0302, þingl. eig. Elvar Hallgrímsson, gerðarbeiðandi Toll- stjóraskrifstofa, föstudaginn 27. nóvem- ber 1998 kl. 13.30. Spítalastígur 10, 78,20 fm 3ja-4ra herb. íbúð á 1. hæð, þingl. eig. Gústaf Adolf Gústafsson, gerðarbeiðandi Byggingar- sjóður ríkisins, föstudaginn 27. nóvember 1998 kl. 14. Tryggvagata 4, Hamarshúsið, íbúð 3. hæð merkt 03-05, þingl. eig. Vatnsiðjan Lón ehfi, Reykjavík, gerðarbeiðandi Toll- stjóraskrifstofa, föstudaginn 27. nóvem- ber 1998 kl. 14.30.____________ SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK. Fjölskylda Fyrrverandi maður Rögnu er Pétur Símon Viglundsson, f. 28.8. 1937, járnsmiður að Varma- hlíð í Skagafirði. Hann er sonur Víglundar Péturs- sonar úr Svarfaðardal, bróður Jóhanns Svarf- dælings, og Margrétar Jónsdóttur frá Kambakoti í Húnavatns- sýslu. Börn Rögnu og Péturs eru Guðmundur Svanberg, f. 1956, rafmagnstæknifræðingur hjá Landsvirkjun, búsettur í Reykjavík, kvæntur Elísabetu Guðmundsdótt- ur hjúkrunarfræðingi og á hann fjögur böm; Margrét Björg, f. 1957, hárgreiðslumeistari á Sauðárkróki, gift Björgvin Guðmundssyni raf- virkja og eiga þau fjögur börn; Víglundur Rúnar, f. 1959, jámsmið- ur í Varmahlíð, kvæntur Hafdísi Stefánsdóttur nuddara og eiga þau tvö böm; Sólborg Alda, f. 1962, kenn- ari og námsráðgjafi í Varmahlíð, gift Hallgrími Gunnarssyni hag- fræðingi og eiga þau eina dóttur; Ragnar Pétur, f. 1971, bílstjóri hjá Sorpu, kvæntur Dóra Valgarðsdótt- ur sjúkraliða og eiga þau eina dótt- ur. Sambýlismaður Rögnu er Sigurð- ur Steindórsson, f. 10.1. 1938, skip- stjóri. Systkini Rögnu era Hjálmar Ind- riði, f. 1937, bóndi að Komá í Skaga- firði; Rósa Sigurbjörg, f. 1940, hús- freyja að Goðdölum í Skagafirði; Birna Gunnhildur, f. 1941, húsfreyja að Krithóli í Skagafirði; Snorri, f. 1942, bifvélavirki á Akureyri; Svein- bjöm Ólafur, f. 1942, járnsmiður á Sauðárkróki. Foreldrar Rögnu: Guðmundur Sveinbjömsson, f. 1914, fyrrv. bóndi, búsettur á Sauðárkróki, og k.h„ Sól- borg Hjálmarsdóttir, fi 1905, d. 1984, ljósmóðir. Ætt Föðurforeldrar Rögnu voru Sveinbjörn Sveinsson frá Mælifellsá í Skagafirði og Ragnhildur Jónsdótt- ir frá Bakkakoti í Skagafirði. Móðurforeldrar Rögnu voru Hjálmar Pétursson og Rósa Björns- dóttir frá Breið í Skagafirði. Ragna Efemia Guðmundsdóttir. Til hamingju með afmælið 23. nóvember 90 ára Ingimundur Jónsson, Brekku, Öxarfjarðarhreppi. 85 ára Bjami Bentsson, fyrrv. yfirverkstjóri hjá Flug- málastjóm, Digranesvegi 80, Kópavogi. Eiginkona hans er Unnur Jakohsdóttir húsmóðir. Þau eru að heiman. Sigvaldi Dagsson, Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigríður Guðmundsdóttir, Klifagötu 8, Kópaskeri. 80 ára Sofíia Guðmundsdóttir, Eyrarvegi 27, Akureyri. 75 ára Kristján Hjörtur Gislason, Fannborg 8, Kópavogi. Sveinbjöm Kristjánsson, Móaflöt 18, Garðabæ. Páll Jónsson, Hamrahlíð 32, Vopnafirði. 70 ára Kristín Ólafsdóttir, Birkimel 8, Reykjavík. Jón Bryntýr Magnússon, Álftamýri 58, Reykjavík. Aldís Albertsdóttir, Krókatúni 8, Akranesi. Laufey Pálmadóttir, Hjallalundi 20, Akureyri. 60 ára Guðrún Böðvarsdóttir, Grenilundi 6, Garöabæ. Erla María Andrésdóttir, Tjarnargötu 40, Keflavík. Auðiu- H. Hagalín, Siifúrgötu 6, ísafirði. 50 ára Jakobína Óskarsdóttir, Miklubraut 86, Reykjavík. Sæmundur Rögnvaldsson, Frostaskjóli 57, Reykjavík. Gylfi Þ. Gunnarsson, Sólbrekku, Grímsey. 40 ára Anna Bjömsdóttir, Þingaseli 8, Reykjavík. Baldvin Reynisson, Vesturási 15, Reykjavík. Hanna Lóa Kristinsdóttir, Spóahólum 2, Reykjavík. Már Þorvarðarson, Álfatúni 9, Kópavogi. Magnús Már Kristinsson, Bakkasmára 9, Kópavogi. Kristín Þorvaldsdóttir, Birkibergi 38, Hafnaifirði. Ólafur Þór Jónsson, Hríshóli, Innri-Akranes- hreppi. Ómar Már Gunnarsson, Háarifi 49, Rifi. Ragnhildur L. Vilhjálmsdóttir, Sunnuvegi 14, Selfossi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.