Dagblaðið Vísir - DV - 23.11.1998, Qupperneq 48
i
Vmningstölur laugardagii
Jókertölur
vikumiar:
Vinningar Fjöldi vinninga Vinnings- upphæð
1. 5af 5 1 3.485.480
2. 4 af 5*&. 2 166.540
3. 4 af 5 61 9.410
4. 3 af 5 2.120 630
FRETTASKOTIÐ
m SÍMIHM SEM ALDREI SEFUR
Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt,
hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert
fréttaskot, sem birtist eöa er notað ! DV,
greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö
í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar
er gætt. Viö tökum við fréttaskotum allan
sólarhringinn.
550 5555
MÁNUDAGUR 23. NÓVEMBER 1998
Margrét ekki fram í Reykjavík:
Vonbrigði
- segir Össur Skarphéðinsson
Margrét Frímannsdóttir, formaður
Alþýðubandalagsins, hefur ákveðið að
.fara ekki fram í Reykjavík í næstu al-
þingiskosningum.
Össur Skarphéðins-
son, þingmaður Al-
þýðuflokksins, seg-
ir að ákvörðun
Margrétar valdi
vonbrigðum. „Ég
hafði vonast til að
fá að keppa við
hana í opnu próf- „
kjöri sem hún hafði *®ur
ekki útilokað i íjöl- Skarpheömsson.
miðlum þannig að þetta eru mér von-
brigði. Það hefði orðið nokkur styrk-
ur hafa hana á listanum í Reykjavík.
Það er hins vegar ánægjuiegt að hún
hefur tekið frumkvæði um möguieika
, á opnu prófkjöri í Reykjavík." -hb
Sverrir Hermannsson:
Fýrir neðan
beltisstað
«
Sverrir Hermannsson, fyrrv.
bankastjóri, segir það rugl hjá
Bárði Halldórssyni, formanni Sam-
taka um þjóðareign, að hann væri
vanhæfur til að skipa formannssæti
í Frjálslynda
flokknum vegna
Landsbanka-
málsins. „Málið
hefúr fyrir löngu
síðan verið gert
upp. Við gerðum
með okkur skrif-
legan samning
þar sem fram Sverrir
kom að hvorug- Hermannsson.
ur aðili ætti
kröfu á hinn. Undir þennan samn-
ing skrifar m.a. lögfræðingur
Landsbankans." Sverrir segir að
Bárði hafi orðið nokkuð á í mess-
unni. „Þessum dreng verður á að
slá fyrir neðan belti til að ná for-
mannssætinu. En eins og allir sjá,
þá gera menn ekki svoleiðis lagað,“
sagði Sverrir. -hb
Kerlingarskarð:
Ónýtur eftir veltu
Jeppi er talinn ónýtur eftir að hafa
farið út af og oltið í hvassviðri og
hálku í Hjarðarfellsbrekku i sunnan-
verðu Kerlingarskarði í gærkvöld.
Jeppinn endaði á hvolfi fyrir utan
veg þannig að toppurinn lagðist nær
saman. Mennirnir tveir náðu þó að
skríða út og kalla eftir aðstoð. Öku-
maður og farþegi voru fluttir til að-
hlynningar í Borgamesi eftir slysið.
Annar kvartaði yfir eymslum í hálsi
og baki. Lögregla segir marga hafa
lent í vandræðum vegna mikils
i 'W hvassviðris og ofankomu á Snæfells-
nesi um helgina. -Ótt
„Mér líður stórkostlega, konunni finnst ég unglegur, sléttur og fallegur og synirnir eru hrifnir en ég veit ekki alveg um dótturina," sagði Hrafnkell Marinós-
son, formaður Sundfélags Hafnarfjarðar, sem lagði hár sitt að veði fyrir Bikarmót íslands í sundi sem haldið var um helgina. Árangur Hafnfirðinga var svo
stórkostlegur að hár Hrafnkels fauk eins og sést á myndinni. „Það sýndu allir sitt besta og breiddin hjá félaginu er gífurleg. Ég segi: samvinna er sigur,“
sagði Hrafnkell. Sjá nánar á bls. 32. DV-mynd Pjetur
Jeppi fór fram af brekkubrún og endaði niðri í ísi lagðri Hrútafjarðará:
Héldum að við
myndum drukkna
- segir ökumaðurinn sem slapp ótrúlega vel ásamt þremur samferðamönnum
Bíllinn með framendann niðri í Hrútafjarðará. DV-mynd Óli
„Bíllinn fór fram af og niður í ís
í ánni. Ég vissi ekkert hvort við
færum bara í gegnum ísinn, ofan í
ána og drukknuðum eða hvað. Það
var lítill tími til að hugsa. Maður
fékk ekki sjokkið fyrr en klukku-
tíma síðar. Síðan var erfiðast að
komast aftur upp á veginn í
svartamyrkri," sagði ökumaður
bílaleigubíls, jeppa, sem fór út í ísi
lagða Hrútafjarðará aðfaranótt
sunnudagsins.
Fjórir menn voru í bílnum sem
var á leiðinni úr Eyjafirði til
Reykjavíkur. Litlu munaði að
jeppinn færi alveg á kaf með ófyr-
irséðum afleiðingum. Hann stóð
nánast lóðréttur á syllu með fram-
endan í ánni.
„Áður en við komum að brúnni
yfir Hrútafjarðará kom beygja sem
ég átti ekki von á. Ég hemlaði um
leið og ég sá beygjuna því þá var
vegurinn enn auður. Þegar hálkan
kom sleppti ég bremsunni og ætl-
aði að skipta niður. En bíllinn
vildi ekki fara í lægri gír. Síðan
byrjaði hann að skrika, fór fram af
og ofan í ána að framanverðu, það
var einhver smásylla sem bjargaði
okkur,“ sagði ökumaðurinn. Hann
telur að beygjan eigi bæði að vera
betur merkt og vegrið vera þar
sem bíllinn fór fram af.
Fjórmenningamir voru allir í
bílbeltum. Þeir náðu að komast út
þrátt fyrir að bíllinn stæði nánast
lóðréttur. Aðeins einn þeirra
blotnaði. Mennirnir komust síðan
inn í Brúarskála sem var skammt
frá. Þar tók ræstingakona á móti
þeim. „Hún var alveg yndisleg og
vildi allt fyrir okkur gera,“ sagði
maðurinn. „Hún bjargaði okkur.“
Lögreglan á Hólmavík telur alveg
Ijóst að bílbeltin hafi komið í veg
fyrir að mennirnir slösuðust illa.
-Ótt
Veðrið á morgun:
Þurrt norð-
anlands
Á morgun er gert ráð fyrir
stinningskalda eða allhvössum
vindi. Skúrir eða slydduél verða
um sunnanvert landið en aust-
ankaldi og þurrt að mestu norð-
anlands.
Veðrið í dag er á bls. 53.
SYLVANIA
Sj
9
O
§
Toburoni
Vátindur
ánægjumwr