Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 LJÓS í miklu úrvali! SKEPFUNN117 * lOSRETKJAIffK SfWI SS1-451S * FAX58T-45TB Þegar krafan um gott sæti er i fyrirrúmi Skúlagötu 61 » S: 561 2987 ELFA P LEMMENS HITABLÁSARAR Fyrir verslanir - iðnað - lagera Afköst 10 - 150 kw Öflugustu blásararnir á markaðnum, búnir miðflóttaaflviftum og ryksíum. Betri hitadreifing - minni uppsetningarkostnaður, lægri rekstrarkostnaður. Hagstætt verð M£M£ Einar Mit Farestveit & Co.hf. Boniartúni 2S g 562 2901 ot 562 2900 Fréttir Ótíö vikum saman setur mark sitt á loðnuvertíðina: Fer að verða vafamál hvort næst að veiða kvótann DV, Akureyri: Loðnuveiðamar hafa gengið af- leitlega að undanfomu. Ástæðan er fyrst og fremst sú að nær stans- laus ótíð hefur verið síðan haust- vertíðin hófst 1. október og varla hægt að tala um að gott veður hafl verið. á miðunum nema í sárafáa daga sem telja má á fingrum ann- arrar handar. „Menn voru búnir að finna nokkuð af loðnu bæði norðaustur af Langanesi og einnig nokkm vestar en það var bara aldrei hægt að eiga neitt við þetta vegna óveð- urs,“ segir Sverrir Leósson, útgerð- armaður á Akureyri. Sverrir er annar eigenda Súlimnar EA og sem dæmi um ótíðina á haustver- tiðinni segir Sverrir að þeir á Súl- unni hafi kastað 43 sinnum á ver- tíðinni, en aðeins eitt þessara kasta hafi verið í sæmilegu veðri, hin öll í hálfgerðri brælu. Byggingarfulltrúi Kópavogs hef- ur stöðvað byggingarframkvæmd- ir á einbýlishúsinu að Hólahjalla 7 í bænum. Ástæðan er sú að húsið er byggt skakkt. Aðrar nýbygging- ar í hverfmu era hins vegar allar í lagi. „Það er rétt að byggingarfram- Bjarni Bjarnason, skipstjóri á Súl- unni, og hans menn hafa eins og aðrir mátt glíma við stanslausa ótíð í vetur. kvæmdir á þessu húsi hafa verið stöðvaðar. Það liggur fyrir að hús- ið stendur skakkt. Þegar við komumst á snoðir um það létum við að sjálfsögðu stöðva fram- kvæmdir. Þetta er mjög óvenjulegt tilfelli. Þetta er til málsferðar hjá byggingamefnd bæjarins og það er „Mér flnnst það reyndar mjög gott hvað menn hafa þó náð að veiða,“ segir Sverrir, en sam- kvæmt upplýsingum .Samtaka fisk- vinnslustöðva nú í vikunni voru íslensku skipin búin að veiða rúm- lega 280 þúsund tonn á sumar- og haustvertíð. Sumarvertíðin stóð frá 1. júlí til 15. ágúst og veiðar gengu þá þokkalega, en eftir að haustvertíðin hófst 1. október hef- ur stanslaus ótíð gert mönnum erfitt fyrir. Útgefinn kvóti fyrir íslensku skipin á sumar- og haustvertíð er 688 þúsund tonn en reiknað er með að heildarkvótinn að vetrarvertíð meðtalinni geti numið allt að millj- ón tonnum. „Ég er ekki hissa þótt menn séu famir að ókyrrast og það verður mikil vinna ef okkur á að takast að veiða cdlan kvótann að þessu sinni. Þó tel ég það mögulegt, en forsend- an verður óneitanlega að vera sú engin niðurstaða komin ennþá. Verið er að skoða af hverju þetta gerðist og hvert framhaldið verð- ur. Ég get ekki tjáð mig nánar um málið meðan það er í athugun," segir Gísli Nordal, byggingarfull- trúi Kópav'ogsbæjar, aðspurður um málið. -RR að við fáum þannig veður nú fram til jóla og síðan eftir áramótin að það verði hægt að vera við þessar veiðar," segir Sverrir Leósson út- gerðarmaður. -gk Minni lán- tökur Akranes- kaupstaðar DV, Akranesi: Fjárhagsáætlun Akraneskaup- staðar fyrir 1999 var lögð fram til fyrri umræðu í bæjarstjóm Akra- ness 17. nóvember. Síðari um- ræða verður 8. desember." Áætl- að er að tekjur hækki um tæp 5% og verði 867 milljónir króna. Heildarrekstrargjöld á næsta ári eru áætluð 748,7 m.kr. Af rekstr- arliðum taka skólamálin mest til sín, 323,7 m.kr. eða 43,2% af rekstrargjöldum. Félagsþjónusta 135,0 m.kr. eða 18,0% og æsku- lýðs- og íþróttamál 69,7 m.kr. eða 9,3% . Mjúku málaflokkamir taka því til sin samtals 528,4 m.kr. eða 70,5% af rekstrarútgjöldum," sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri við DV. „Samanburður rekstrargjalda milli ára er að svo stöddu erfiður m.a. vegna uppgjörs á starfsmati á síðasta ári og nokkurra ann- arra atriða, en ljóst er að laun og launatengd gjöld nema um 63% af rekstrarkostnaði. Þeir liðir hækka um 4% strax 1. janúar nk. Þegar rekstrargjöld hafa verið dregin frá tekjum eru um 118 m.kr. eftir til ráðstöfunar eða um 13% af tekjum og eftir að greidd- ir hafa verið vextir og afborganir standa eftir um 26,9 m.kr. Þegar búið er að taka tillit til gjald- færðrar og eignfærðrar fjárfest- ingar er áætluð lántaka 53,4 m.kr. sem er umtalsvert lægra en nokk- ur undanfarin ár. Það hefur í för með sér niðurgreiðslu lána um 33,7 m.kr. Óvissa er varðandi rekstrar- framlag til Dvalarheimilisins Höfða en verið er að vinna að áætlun fyrir heimilið. Stærsta íramkvæmdin á næsta ári er áframhaldandi undirbún- ingur við grannskólana vegna einsetningar og lagningar slitlags á Leynisbraut, Stillholt og Hafn- arbraut," sagði Gísli. -DVÓ Byggingarframkvæmdir hafa verið stöðvaðar á einbýlishúsinu að Hólahjalla 7 í Kópavogi. Húsið hefur nefnilega ver- ið byggt skakkt. DV-mynd Hilmar Þór Byggingarframkvæmdir stöðvaðar í Hólahjalla 7 í Kópavogi: Húsid stendur skakkt - segir byggingarfiilltmi Kópavogs - málið í athugun hjá bæjaryfírvöldum Samfylkingin á Norðurlandi eystra: Opið prófkjör og auglýsingar bannaðar - Kvennalisti fær ekki tryggingu fyrir einu af þremur efstu sætunum DV, Akureyri: Samfylkingaraðilar í Norður- landskjördæmi eystra hafa ákveð- ið að viðhafa prófkjör varðandi efstu sætin á framboðslista sinum fyrir kosningarnar í vor. Prófkjör- ið verður haldið síðari hluta janú- armánuðar og verður opið öllum stuðningsmönnum framboðsins. Að sögn Finns Birgisson, sem átti sæti í undirbúningshópi vegna framboðsmálanna fyrir hönd krata, verða einhverjar „girðing- ar“ í prófkjörinu til að skapa eitt- hvert jafnvægi gagnvart þeim aðil- um sem að samfylkingunni standa. Hann segir hins vegar ljóst að ekki verði gengið að kröfu Kvennalistans um að fá eitt af þremur efstu sætunum fái fulltrúi þess ekki til þess fylgi en senni- lega verði miðað við að allir aðil- amir eigi frambjóðanda í einum af fjórum efstu sætunum. Annars er nánari útfærsla óákveðin en leitað verður til „sérfræðinga" um þá út- færslu. Það vekur óneitanlega athygli að væntanlegum frambjóðendum verður óheimilt að auglýsa sig í prófkjörsbaráttunni en samfylk- ingin sem slík mun sjá um að kynna þá sem taka þátt í prófkjör- inu og um aðrar auglýsingar. Einungis tveir aðilar hafa þegar lýst yfir ákveðið að þeir muni taka þátt í prófkjörinu, Svanfríður Jón- asdóttir, þingmaður jafnaðar- manna, og Örlygur Hnefill Jóns- son, lögmaður og alþýðubanda- lagsmaður á Húsavík. Þá hefur nafn Finns Birgissonar á Akureyri verið nefnt og hann segist ekki úti- loka að hann gefi kost á sér þó hann hafi ekki tekið um það ákvörðun enn. „Það getur vel verið að ég taki þátt í þessu prófkjöri og þá myndi ég stefna á 1. eða 2. sætið, ég færi ekki í þessa baráttu til annars en að vera ofarlega og hafa áhrif,“ segir Aðalsteinn Baldursson, for- maður Verkalýðsfélags Húsavík- ur. Hann er alþýðubandalagsmað- ur sem hefur verið fylgismaður Steingríms J. Sigfússonar. Aðal- steinn hefur verið orðaður við sæti á lista Steingríms en segir slikt úr sögunni, enda muni Stein- grimur skipa efsta sæti þess lista sjálfur og hann verði með Akur- eyring í 2. sæti. Sá Akureyringur verður nær öragglega Árni Stein- ar Jóhannsson, umhverfisstjóri á Akureyri og varaþingmaður Stein- gríms J. -gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.