Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Side 30
50
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
Fólk í fréttum
Orn Arnarson
Öm Arnarson, hinn ungi og
frækni sundkappi, setti glæsilegt ís-
landsmet í 100 metra baksundi og
auk þess íslandsmet í 100 metra
skriðsundi í Sundhöllinni í Reykja-
vík á sunnudaginn var er félagið
hans, Sundfélag Hafnaríjarðar,
vann bikartitilinn í sundi fjórða ár-
ið í röð.
Starfsferill
Öm fæddist i Reykjavík 31.8.1981
en ólst upp í Hafnarfírði. Hann var
í Víðistaðaskóla og stundar nú nám
við Flensborgarskóla.
Öm var leiðbeinandi á leikjanám-
skeiöum á vegum Flensborgarskóla
sl. sumar.
Öm varð syntur tveggja og hálfs
árs en hann hóf að æfa sund hjá SH
fimm ára og hefur æft og keppt með
liðinu síðan.
Öm á íslandsmet í tuttugu og
fimm metra laug i 50,100, 200, og 400
m skriðsundi, í 50, 100, og 200 m
baksundi og í 100 og 200 m fjór-
sundi. Hann á íslandsmet í fimmtíu
metra laug í 200 m skriðsundi, 100
og 200 m baksundi og í 200 m fjór-
sundi. Þá á hann öll pilta-
met í skriðsundi frá 50 og
upp í 1500 m og öll í
baksundi, flugsundi og
öllum fjórsundunum.
Öm varð sextándi í 200
m baksundi á Evrópu-
meistaramóti fullorðinna
í Sevilla á Spáni sumarið
1997 og tuttugasti í 200 m
baksundi á heimsmeist-
aramóti fúllorðinna í
Perth i Ástralíu í janúar
1998. Hann vann gull-
verðlaun i öllum þremur greinun-
um sem hann keppti í, 100 m
baksundi, 200 m baksundi og 100 m
skriðsundi, á Norðurlandamóti ung-
linga í desember 1997 og vann silfur-
verðlaun í 200 m skriösundi og 200
m baksundi á Evrópumeistaramóti
unglinga i Antwerpen í Belgíu sum-
arið 1998.
Fjölskylda
Unnusta Amar er Lára Hrund
Bjargardóttir, f. 1981, sundkona í
SH.
Systur Amar era Ólöf Ema, f.
Örn Arnarson.
24.12. 1974, fyrrv. sund-
kona og nemi í hjúkran-
arfræði við HÍ en unnusti
henna er Kristján Sig-
urösson; Erla, f. 2.3. 1990,
sundkona og nemi.
Foreldrar Amar era Öm
Ólafsson, f. 1.6. 1956, vél-
stjóri í Hafnarfirði og
fyrrv. unglingamethafi og
unglingameistari í sundi,
og k.h., Kristin Jensdótt-
ir, f. 29.8. 1954, húsmóðir.
Ætt
Meðal systkina Amar: Guðmund-
ur, margfaldur íslandsmeistari og
landsliðsmaður í sundi; Ingibjörg,
er keppti í sundi fyrir SH, móðir
Evu Dísar og Heiðrúnar sem báðar
hafa keppti í sundi fyrir SH; Frið-
rik, fyrrv. sundkeppandi fyrir SH og
formaður ÍBH, faðir Ómars, íslands-
meistara og landsliðsmanns í sundi,
og Kolbrún er keppti með SH í
sundi. Öm er sonur Ólafs, íslands-
meistara og landsliðsmanns í simdi,
bróður Kolbrúnar er keppti í sundi
fyrir SH, móður Sesselju Ámadótt-
ur, formanns Sundsambands ís-
lands. Önnur systir Ólafs er Hrafn-
hOdur, hin fræga sunddrottning,
móðir Islandsmeistaranna og ís-
landsmethafanna Bryndísar, Hug-
rúnar og Amars Freys Ólafsbama.
Ólafur er sonur Guðmundar Ólafs-
sonar húsgagnasmiðs í Reykjavík,
og Sesselju Einarsdóttur húsmóður.
Móðir Arnar er Unnur Ágústs-
dóttir, dóttir Friðriks Ágústs Hjör-
leifssonar, stýrimanns í Hafnarfirði,
og Ingibjargar Einarsdóttur hús-
móður.
Bróðir Kristínar er Júlíus Bess,
lyftingamaður og íslandsmeistari
öldunga, faðir Magnúsar Bess, ís-
landsmeistara í vaxtarrækt. Kristín
er dóttir Jens, vélstjóra í Hafnar-
firði Eyjólfssonar, bókbindara í Bol-
ungarvík Guðmundssonar. Móðir
Jens var Valgerður Ólöf Amórsdótt-
ir. Móðir Kristínar er Jóhanna
Loftsdóttir, sjómanns í Hafnarfirði
Sigfussonar. Móðir Jóhönnu er
Kristín Jónína Salómonsdóttir.
Afmæli
Sigurdór Sigurdórsson
Sigurdór Sigurdórsson, blaða-
maður á Degi, Hraunbæ 66 Reykja-
vik, er sextugur í dag.
Starfsferill
Sigurdór fæddist á Akranesi og
ólst þar upp. Hann lauk gagnfræða-
skólaprófi frá Hérðasskólanum í
Reykholti 1954 og sveinsprófi í
prentiðn 1960.
Sigurdór var prentari í ísafoldar-
prentsmiðju 1960-61, í Prentsmiðj-
unni Eddu 1962-71, var íþróttablaða-
maður á Þjóðviljanum 1967-77 og
jafnframt almennur blaðamaður
þar 1971-86, blaðamaður við DV
1986-97 og fréttastjóri þar um skeið
og hefur verið blaðamaður við Dag
frá 1997.
Sigurdór var söngvari með dans-
hljómsveitum á árunum 1958-66 en
hann söng m.a. KK-sextettinum og
Hljómsveit Svavars Gests. Þá var
hann fararstjóri á Spáni fyrir Ferða-
skrifstofuna Útsýn sumrin 1977-87
og hefur gegnt fararstjóm síðan.
Sigurdór skrifaði bækumar Til
fiskiveiða fóra, afmælisbók um Har-
ald Böðvarsson & Co, útg. 1977;
Spaugsami spörfuglinn, æviminn-
ingar Þrastar Sigtryggssonar skip-
herra, útg. 1987; Það var rosalegt,
æviminningar Hákonar Aðalsteins-
sonar.
Sigurdór sat í stjóm Blaðamanna-
félagsins um skeið frá 1987.
Fjölskylda
Sigurdór kvæntist 5.2. 1961 Sig-
rúnu Gissurardóttur, f. 18.10. 1942,
auglýsingastjóra. Hún er dóttir
Gissurar Þorsteinssonar, f. 8.4.1903,
d. 26.2. 1975, bónda í Akurey í Vest-
ur-Landeyjum, og k.h., Halldóra
Gestsdóttur, f. 1.9. 1912, d. 11.10.
1943, húsfreyju.
Dætur Sigurdórs eru Halldóra
Guðrún, f. 18.8. 1961, blaðamaður í
Reykjavík, gift Heiðari Jóni Hann-
essyni, eðlisfræðingi hjá eigin ráð-
gjafarfyrirtæki og era böm þeirra
Höður, f. 1990, og Höm, f. 1993;
Nanna Dröfn, f. 29.5. 1965, áfengis-
ráðgjafi hjá SÁÁ og er dóttir henn-
ar Salka Einarsdóttir, f. 1994.
Alsystir Sigurdórs er Jónína Sig-
urdórsdóttir, f. 8.12.1942, starfsmað-
ur við sundlaug í Reykjavík.
Hálfsystur Sigurdórs, sammæðra:
Kristin Lúðvíksdóttir, f. 28.8. 1927,
d. 1983, húsmóðir og starfsstúlka viö
Sjúkrahúss Akraness; Vilhelmína
Lúðvíksdóttir, f. 30.8. 1930, bóndi á
Hólum í Homafirði.
Hálfsystur Sigurdórs, samfeðra:
Ólafia, f. 21.8. 1917, d. 1997, húsmóð-
ir á Akranesi; Halldóra, f. 17.7.1919,
d. 1969, húsmóðir á Akranesi; Stella,
f. 7.9. 1924, húsmóðir á Akranesi.
Foreldrar Sigurdórs vora Sigur-
dór Sigurðsson, f. 11.11. 1895, d.
13.10. 1963, netagerðarmaður á
Akranesi, og k.h., Guðrún Tómas-
dóttir, f. 14.5. 1909, d. 5.5.
1951, húsmóðir.
Ætt
Sigurdór var sonur Sig-
urðar, verkamanns á Mel
á Akranesi, bróður Jóns,
langafa Jóns Böðvarsson-
ar, ritstjóra Iðnsögu ís-
lands. Sigurður var sonur
Sigurðar, b. á Bakka á
Kjalamesi Pálssonar.
Móðir Sigurðar var Sól-
veig Sigurðardóttir, systir
Magnúsar, langafa Guð-
rúnar, móður Bjama Benediktsson-
ar forsætisráðherra, foður Bjöms
menntamálaráðherra. Bróðir Sól-
veigar var Ámi, langafi Sæmundar,
afa Sighvats Björgvinssonar, alþm.
og formanns Alþýðuflokksins.
Móðir Sigurdórs Sigurðssonar
var Halldóra Erlendsdóttir, b. í
Mávahlíð í Lundarreykjadal Magn-
ússonar, b. í Neðri-Hrepp í Skorra-
dal Gíslasonar. Móðir Magnúsar
var Þuríður, systir Arndísar,
langömmu Finnboga, föður Vigdís-
ar Finnbogadóttur, og langömmu
Jóns, langafa Jóhönnu Sigþórsdótt-
ur, blaðamanns á DV. Loks var Am-
dís langamma Haralds, afa Halldórs
Blöndals samgönguráðherra. Þuríð-
ur var dóttir Teits, vefara í Reykja-
vik Sveinssonar.
Guðrún var dóttir Tómasar, fast-
eignasala í Reykjavík
Skúlasonar, b. á Ytra-
Vatni í Skagafirði Jóns-
sonar, b. í Brekkukoti
Ólafssonar. Móðir Jóns
var Sigurbjörg Tómas-
dóttir, systir Ólafs, föður
Gísla, langafa Pálma
Gíslasonar. Móðir
Tómasar var Guðrún
Tómasdóttir, b. í Tungu-
hálsi Tómassonar og
Ingu Jónsdóttur, b. á Haf-
grímsstöðum Þorláks-
sonar, bróður Þorbjarg-
ar, langömmu Valtýs Stefánssonar
Morgunblaðsritstjóra.
Móðir Guðrúnar var Vilhelmína
Guðmundsdóttir, b. á Ytra-Vallholti
í Skagafirði, bróður Gísla, afa Gísla
Sigurbjömssonar, forstjóra Grund-
ar. Guðmundur var sonur Sigurðar,
b. á Mið-Grand Gíslasonar, b. á
Kálfsstöðum, bróður Guðrúnar,
langömmu Áslaugar, langömmu
Friðriks Sophussonar. Gísli var
sonur Ásgríms, b. í Ásgeirsbrekku
Þorlákssonar, bróður Hcilldóra,
langömmu Péturs, langafa Her-
manns Jónassonar forsætisráð-
herra, föður Steingríms, fyrrv. for-
sætisráðherra.
Sigurdór og Sigrún era í útlönd-
um um þessar mundir.
Sigurdór
Sigurdórsson.
Einar Guðni Jónasson
Einar Guðni Jónasson
múrarameistari, Strýtu-
seli 16, Reykjavík, varð
sextugur í gær.
Starfsferill
Einar fæddist í Vest-
mannaeyjum og ólst þar
upp. Hann lauk hinu
minna vélstjóraprófi
1958, sveinsprófi í múr-
verki í Reykjavík 1969 og
öðlaðist síðar meistara-
réttindi.
Einar sat i stjóm
Hvítasunnukirkjunnar í Vesmanna-
eyjum 1963-67, og Hvítsunnukirkj-
unnar Filadelfiu í Reykjavík
1983-90, var fulltrúi í trúboðanefnd
Hvítasunnukirkjunnar á íslandi,
gjaldkeri kristniboðsjóðs
Hvítasunnukirkjunnar í
Vestmannaeyjum 1949-63,
er félagi í Gideonfélaginu
frá 1991, kapellán frá 1993
og tengiliður í landssam-
bandsstjóm frá 1998, fé-
lagi í Hinu íslenska Bibl-
íufélagi, elsta starfandi fé-
lagi landsins, frá 1991,
söng í Kór Hvítasunnu-
kirkjunnar Fíladelfiu
1969-89, var gjaldkeri
Kristniboðssjóðs hvíta-
sunnumanna 1978-83, sat í
stjóm bamaheimilis-
nefndar Kotmúla í Fljótshlíð 1972-73
og sat í stjóm blaða- og bókaútgáf-
unnar 1983-89.
Fjölskylda
Einar kvæntist 26.8. 1961 Hall-
dóra Traustadóttir, f. 28.6.1939, ljós-
móður. Hún er dóttir Trausta Guð-
jónssonar trésmíöameistara og
Ragnheiðar Jónsdóttur saumakona.
Þau bjuggu lengst af í Vestmanna-
eyjum.
Synir Einars Guðna era Trausti
Ragnar, 25.5. 1962, bifvélavirkja-
meistari og múrarameistari i
Reykjavík, kvæntur Susanne And-
erson og eiga þau eina dóttur,
Tinnu Lindu; Gunnar Jónas, 2.5.
1966, matreiðslumeistari í Reykja-
vik, kvæntin- Þóru Amardóttur og
er sonur þeirra Amar Ingi auk þess
sem Gunnar á son af fyrra hjóna-
bandi Elí Þór; Fjalar Freyr, f. 4.7.
1971, sölumaður, búsettur á Húsa-
vík, kvæntur Dögg Harðardóttur og
er sonur þeirra Einar Aron; Sindri
Reyr, f. 8.1.1980, nemi.
Systkini Einars era Jóhanna, f.
15.7.1931, d. 2.10.1938; Jóhann Hiím-
ar, f. 14.4. 1934, bifreiðastjóri í
Reykjavík; Sigurbjörg, f. 7.2. 1942,
húsmóðir í Vestmannaeyjum; Jó-
hann, f. 5.2. 1940, bæjarstarfsmaöur
í Vestmannaeyjum; Magnús Þór, f.
4.2. 1947. forstjóri í Vestmannaeyj-
um.
Foreldrar Einars vora Jónas Guð-
mundsson, f. 1886, d. 1979, verka-
maður í Vestmannaeyjum, og Guð-
rún Magnúsdóttir, f. 1906, d. 1987,
húsmóðir.
Hann er að heiman um þessar
mundir.
Einar Guðni
Jónasson.
Tll hamingju
með afmælið
25. nóvember
90 ára
Eiríkur A. Guðjónsson,
Hlíf, Torfnesi, ísafirði.
Aðalbjörg Guðmundsdóttir,
Hlíðarendavegi 6 B, Eskifirði.
75 ára
Anna Þórhallsdóttir,
Hæðargarði 33, Reykjavík.
Sigurjón R. Kjartansson,
Asparfelli 4, Reykjavík.
Sigurlaug Þóra
Sophusdóttir,
Kirkjulundi 8, Garðabæ.
Elín Sumarliðadóttir,
Skarðshlíð 12 C, Akureyri.
70 ára
Haukur Bjarni Óskarsson,
Eyjabakka 28, Reykjavik.
Hrefna Maríasdóttir,
Melgerði 38, Kópavogi.
Elisa M. Kwaszenko,
Nýbýlavegi 42, Kópavogi.
Karl Finnbogason,
Eyrarholti 1, Hafriarfirði.
Auðbjörg Ámundadóttir,
Brávöllum 1, Egilsstöðum.
60 ára
Björg Helgadóttir,
Miðleiti 12, Reykjavík.
Sveindis Helgadóttir,
Akurgerði 27, Reykjavík.
Einar Wemer Ipsen,
Hörðalandi 6, Reykjavík.
Tómas Tómasson,
Gyðufelli 12, Reykjavík.
Guðbjörg R.
Sigurjónsdóttir,
Háteigi 5, Keflavík.
Ásmundur Ólafsson,
Jörandarholti 114, Akranesi.
Aðalheiður Ragnarsdóttir,
Vitabraut 11, Hólmavík.
Hrafh Ragnarsson,
Aðalgötu 26, Ólafsfirði.
Lilja Jóhannsdóttir,
Kirkjubraut 26, Höfn.
50 ára
Nanna Teitsdóttir,
Ofanleiti 7, Reykjavík.
Hjördis Guðmundsdóttir,
Amartanga 44, Mosfellsbæ.
Sigurður Ingólfsson,
Áslandi 14, Mosfellsbæ.
Kristján Ragnarsson,
Svínaskálahlíð 7, Eskifirði.
Hilmar Jónsson,
Hömrum 14, Djúpavogi.
40 ára
Valgerður Bjarnadóttir,
Álfheimum 44, Reykjavík.
Agnar Hannesson Johnson,
Aflagranda 34, Reykjavík.
Þórhildur Ragna
Geirsdóttir,
Marklandi 16, Reykjavik.
Svanhildur Jensdóttir,
Blöndubakka 6, Reykjavík.
Jónina Sigurðardóttir,
Reykási 45, Reykjavík.
Haraldiu- Hreinsson,
Hamraborg 36, Kópavogi.
Pétur Andrésson,
Kjarrmóum 24, Garðabæ.
Ingveldur Thorarensen,
Hjallabraut 5, Hafnarfirði.
Bjargey Magnúsdóttir,
Grenigrund 33, Akranesi.
Þröstur Harðarson,
Kvemgrjóti, Saurbæjarhreppi.
Anna Rósa Jóhannsdóttir,
Hafiiarbraut 25, Dalvík.
Sigríður Jónsdóttir,
Stórhóli 7, Húsavík.