Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 25. NÖVEMBER 1998 UV i8 wenning «4. .. 1 . veikari, og seinni hluti bókarinnar er eftir því. Þetta er rammafrásögn, sögð af sögu- manni sem hefur að því er virðist komist til þess þroska að verða hamingjusamt meðal- menni. En við sjáum ekki hvemig hann varð það heldur er skilið við söguhetjuna á miðri leið. Lokahlutinn sem færir okkur aftur inn í nútímann þar sem sögumaður situr við skrift- ir er ekki vel heppnaður, lesandinn er löngu búinn að sjá fyrir þá uppgötvun sem sögumað- ur gerir þar um eigin fortíð. Rammafrásögnin verður þess vegna hálfvandræðaleg og varpar takmörkuðu ljósi á þá atburði sem sagan seg- ir frá. Það eru ágætir hlutir í þessari fyrstu skáld- sögu Árna, hann hefur húmor, og sérstaklega fyrsti hluti bókarinnar er ágætlega vel skrifað- ur. En hún hefur líka stóra galla, skemmtunin endist ekki og því miður mistekst að gera sögu aðalpersónunnar þannig úr garði að hún verði sérlega áhugavekjandi eða eftirtektarverð. Árni Sigurjónsson: Lúx. Mál og menning 1998. Kappar og kvenskörungar Bókaútgáfan Hólar hefur sent frá sér bókina Kappar og kvenskörungar - ævi- þætti fommanna eftir Gísla Jónsson, ís- lenskufræðing og kennara við Menntaskólann á Akureyri. í stuttum, kjarnmiklum og hnitmiðuðum texta dregur hann upp myndir af 49 kon- um og körlum úr fornum íslenskum bókmenntum og sögu, þeirra á meðal Ara fróða, Bergþóru Skarphéðinsdóttur, Agli ^ Skallagrímssyni, Eiríki rauða^ Gisla Súrssyni, Hallgerði langbrók,' Njáli og Gretti. í eftirmála eru tekin saman fleyg vísdómsorð fornmanna. Kristinn G. Jóhannsson teiknar myndir í bókina. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir Karlakór og drengjakór Fyrstu tónleikar Tónlistarfélags Borgar- fjarðar á þessu starfsári verða í Reykholts- kirkju á laugardaginn kl. 16. Þetta er í þriðja sinn sem Tónlistarfélagið, Borgarfjarðarpró- fastsdæmi og kirkjan i Reykholti standa sam- eiginlega að því að skapa kyrrðarstund með helgum blæ í byijun aðventu. Á tónleikun- um koma fram Karlakór Reykjavikur og Drengjakór Laugarneskirkju undir stjóm Friðriks S. Kristinssonar við undirleik Önnu Guðnýjar Guðmundsdóttur. Einsöngvari með þessum fríða hópi er Signý Sæmunds- dóttir. Stjóm Tónlistarfélags Borgarfjarðar hefur ákveðið að þetta starfsár verði einungis tvennir tónleikar á verkefna- skránni, aðventutónleik- arnir í Reykholti og Vín- artónleikar síðar í vetur. Með bættum samgöngum i og auknu tónlistarlifi í héraði hefur tónleik- um af ýmsu tagi og tilefni fjölgað töluvert á síðustu ámm og því þykir ástæða til að breyta nokkuð starfsháttum í samræmi við það, fækka tónleikum en hafa þessa tvenna umfangsmeiri en venja er. Heilsa og velferð Páll Sigurðsson, ráðuneytisstjóri heil- [ brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins frá stofnun þess til ársloka 1995, hefur skrifað bókina Heilsa og velferð. Þættir úr sögu heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins 1970-1995. Allar helstu ákvarð- anir í heilbrigðismálum þjóð- arinnar fóru um hendur Páls og hann gerir góða grein fyrir þeim stórstígu fram- j fórum sem urðu á þessum [ árum. Kaflaskipting bók- arinnar miðar við starfs- tíma einstakra ráðherra, en efnið er byggt á [ gögnum sem Páll safnaði sér og má skipta þeim í tvo flokka. Annars vegar eru hans eigin minnisblöð og hins vegar nefndarálit, greinargerðir, skýrslur og fleira sem aðrir tóku saman. Bókin er nauðsynleg handbók öllum sem [ tengjast heilbrigðis- og tryggingamálum. Mál og mynd gefur út. INáðuga frúin Laufey Einarsdóttir á að baki viðburða- ríka ævi. Hún ferðaöist um heiminn með rómuðum fimleikaflokki ÍR á unga aldri, var á Ólympíuleikunum í Berlín 1936 og hitti mannsefnið sitt, Tékkann Jan Jedlicka, á heimleið þaðan með Brúarfossi. Tveimur árum seinna hélt hún til Ruzomberok í Tékkóslóvakíu og giftist honum. Þegar heimsstyijöldin hófst réðust nasist- ar inn í hið nýja fósturland Laufeyjar; í sept- ember 1944 náðu skæruliðar kommúnista bænum hennar á sitt vald og Jan var meðal hundraða manna sem handteknir voru. Hans biðu grimm örlög. Laufey var sjálf handtekin og sett í fangabúðir eftir stríð og átti enga von um björgun þegar Ludvig Guðmundsson birtist, fulltrúi Rauða kross íslands, og islensk stjórnvöld fóru að vinna að frelsun hennar. Laufey er orðin 92 ára og aldrei viljað segja sögu sína fyrr en nú. Sá sem skráir hana er hinn ástsæli útvarpsmaður, Jónas Jónasson. Sagan sem þau segja er gefín út af bókaútgáf- unni Vexti og heitir Náðuga frúin frá Ruzomberok. Þroskasaga, gamansaga, háskólasaga. Þetta eru þær þrjár greinar sem mætast í fyrstu skáldsögu Árna Sigurjónssonar, Lúx. Hún sver sig i ætt við sögur vinsælla höf- unda eins og David Lodge, er í senn afskaplega menntuð og tiltölulega léttmelt og gaman- söm. Hér er vísað út og suður af miklu kappi, í bókmenntir, jafnt samtíma og fyrri tíma, málvísindi, heimspeki, bókmenntafræði og ekki síst merkingarfræði. Bókmenntir Jón Yngvi Jóhannsson Lúx lýsir stuttu timabili í lífi ungs íslend- ings sem les heimspeki við Kaupmannahafn- arháskóla, en lendir í nokkrum ævintýrum í kjölfar sumarvinnu sem honum býðst hjá ís- lenskum braskara í Lúxemborg. Sagan gerist við lok áttunda áratugarins og er því jafn- framt gamansöm lýsing á tískustraumum og pólitík þeirra tíma, ekki síst eins og hvort tveggja birtist í lífi íslenskra stúdenta erlendis. Lengi framan af er sagan skemmtileg aflestrar, sögumaður á það til að vera meinfyndinn, þótt bæði tónninn í frásögn- inni og sífellt tal um merkingarfræðinga og heimspekinga, lesna og ólesna geri að verkum að hann virki frem- ur yfirlætisfull- ur, án þess að hann hafi þó mikla inni- stæðu fyrir því. Vísan- irnar í fræðin verða því aldrei til þess að dýpka söguna heldur nýtast eingöngu í gamansemi, sem reyndar er oft ágætlega heppnuð. Þroskasagan er á hinn bóginn töluvert Matthías Johannessen gefur út hjá Vöku-Helgafelli smásagnasafn- ið Flugnasuð í farangrinum fyrir þessi jól. Framan við sögurnar stendur tilvitnun í Alice Munro sem er svolitið sérkennileg; „Ég reyni að skrifa sögurnar mínar þannig að þær virðist einfaldar og á yfirborðinu - og það svo mjög að lesandinn hugsi með sjálfum sér, Þetta hlýtur að byggjast á sjálfsævisögulegu efni. Þegar því marki hefur verið náð er þeim lok- ið.“ Vissulega dettur lesanda Flugnasuðs oftlega í hug að Matth- ías sé að rifja upp minningar sín- ar í sögunum, ekki síst þegar per- sónan „ungur blaöamaöur" stígur fram í þeim. En er það þá bara blekking? Skuggar í hellis- munna „Ég sagði við þig síðast þegar þú tókst við mig viðtal að ég hefði æ meiri áhuga á þjóðfélaginu inn- an hauskúpunnar," segir Matthías við þeirri spumingu. „Þar er mitt þjóðfélag. Það er mjög húman- istískt þjóðfélag en það er þjóðfé- lag draumsins, milli draums og veruleika. Ég held reyndar að á þeim mörkum verði meira og minna allur skáldskapur til. En ef ég ætti að svara þér núna myndi ég bæta við þetta að ef hausinn á mér er hellir þá era þessar sögur og persónur þeirra flöktandi hellismunnanum. Matthías Johannessen: Á mörkum draums og veruleika verður allur skáldskapur til. DV-mynd Hilmar Þór umhverfi mínu. Mörkin milli veru- leika og skáldskapar í þeim eru að vísu óljós en það er alltaf einhver handfesta og ég handlása mig eins og ég get að einhverju marki. Ég reyndi að skrifa þessar sögur eins og ég held að íslendingasög- urnar hafi verið skrifaðar,“ heldur Matthías áfram, „enda lít ég svo á að allur minn skáldskapur sé ann- að fólk. Ef það væri bara inni í hauskúpunni, bara mínar hug- myndir, rótlausar, þá væri ég alltaf að skrifa einhverjar fornaldarsög- Norðurlanda, og ég hef ekki áhuga á þvi. Ég vil að það sem ég skrifa sé rótfastara í veruleik- anum en arfínn sem fýk- ur um allt. En eftir því sem ég eldist geri ég minna úr frásögninni, úr efninu. Það er búið að skrifa um öll efni heimsins. Ég hef æ meiri áhuga á efninu í stílnum, efninu í listinni." - En þessi bók er einmitt svo efn- ismikil," andæfir blaðamaður, „og þarna er áþreifanlegur veruleiki - eins og samtalið sem blaðamað- urinn á við gamla sjó- manninn. Sjóarinn segir að blaðamaður- inn sé ungur og sterk- ur og eigi að fara á sjó- inn - leynist þarna undir einhver eftirsjá eftir öðru lífi? „Ég var um skeið á sjónum," svarar Matthías óbeint. „Þar kenndu þeir mér að stíga ölduna og ótalmargt skugga^ í hellismunnanum. sxaiasKdpur u>. L,v-my„u ™ mér að stíga ölduna og ótalmarg Ut fyrir hauskúpuna Þannig getum við skírskotað til gamallar grískrar heimspeki og velt fyrir okkur hvern- ig veröldin er utan við hauskúpuna. En ég hef farið út fyrir hauskúpuna í þessari bók meira en í öðrum bókum." - Meinandi að það sé meiri veruleiki í þess- ari bók en öðrum? „Meinandi að þessar sögur eru sprottnar úr Tvö skáld. í myndasafni DV er dýrmæt fjögurra mynda röð af Matthíasi Johannessen og Hannesi Pét- urssyni þar sem þeir fá sér í nefið saman á götu í bænum. Ekki er vitað hver tók þær, en hér eru tvær þeirra. Fáðu þér í nefið, lagsi... Ja, tak! fleira sem hefur fylgt mér alla tíð. Sem ungur blaðamaður sóttist ég eftir að tala við sjómenn og lagði mig eftir tungutaki þeirra. Ég get ekki hugsað mér fallegra tungutak en sumir sjó- menn hafa haft.“ - Var þessi setning sögð við þig? „Það held ég ekki. Þessi saga á rætur í gömlum samtölum en svo er blómið bara eins og ég vil hafa það. Þú tekur líflð, veru- leikann í kringum þig, byggir hann inn í draum sem verður nýr veruleiki. Það er skáldskapur." - Hvernig settirðu þessa bók saman? Varð hún til einmitt svona, með löngum sögum og stuttum á milli? „Já. Hún hefur búið með mér árum sam- an,“ segir Matthías. „En þegar ég var búinn að eignast forlag sem vildi gefa út bækurnar mínar þá ákvað ég að klára hana og hrein- skrifaði hana í samfellu eins og skáldsögu - eða ljóð, þvi ég var í ljóðrænum stellingum þegar ég skrifaði hana. Undanfara sinn á hún í ýmsum verkum um utangarðsmenn, leikrit inu um spákonuna og sjóarann til þar sem reynt var að rækta sama tungu- takið. En ég er ekki eini utangarðsmað- urinn í landinu, þú veist það. Við urðum öll utangarðs á því andartaki sem forsjón- in rak okkur út úr Eden.“ Menntaður húmor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.