Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Blaðsíða 6
6
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
Fréttir
Hjónin I Straumnesi á Skagaströnd fá reglulegar heimsóknir á veturna:
Fálki fær heitan
mat nær daglega
- húsfreyjan setur hrossakjöt í örbylgjuofninn og gefur síðan „Friðriki fálka‘
„Komdu héma, Friðrik minn,“
segir Inga Þorvaldsdóttir, húsfreyja
í Straumnesi á Skagaströnd, nær
daglega þegar hún opnar eldhús-
gluggann og hendir heitum kjötbita
til fálka sem hefúr gert sig heima-
kominn við húsið síðastliðna átta
vetur.
„Hann er héma í fæði, það er
ekkert flóknara en það. Þegar hann
kemur sest hann oftast á rekaviðar-
hnyðju skammt frá húsinu. Konan
stingur þá gjaman hrossakjöti í ör-
bylgjuofhinn og hendir svo bitanum
út um gluggann. Síðan fer fálkinn
ofan af hnyðjunni og vappar nær
glugganum að bitanum og sækir
hann,“ sagði Birgir Ámason, hús-
bóndinn í Straumnesi, við DV.
Birgir sagði að fyrir þremur
ámm hefði annar fálki komið að
húsinu með „Friðrik". „Hann rak
hinn þá i burtu, hann vill sitja einn
að þessu hjá okkur. Hann fær ekk-
ert verra en folaldakjöt og nautalif-
ur og annað sem við fáum sem úr-
gang úr kjötvinnslunni. Og alltaf er
það heitt úr örbylgjuofninum,"
sagði Birgir.
Skammdegis-
Ijójsið
Skammdegisþreyta og þung-
lyndi geta valdið almennu
áhugaleysi, leti og óeðlilegri
þreytu.
Ein besta lækningin við
skammdegisdoðanum er birta
og enginn vafi leikur á því að
dagsljós hefur mjög góð áhrif
á almenna líðan okkar.
BrightLight
lampinn
ersvarvið
skammdeginu
Bright Light lampinn frá Philips
gefur birtu samsvarandi náttúru-
legu dagsljósi.
Flöktfrítt Ijósið minnkar
þreytu og eykur orku hjá
þeim sem nota það reglulega.
Bright Light lampinn er nettur
og auðvelt að taka með sér
hvert sem er.
Verð: 39.900 kr.
Friðrik fálki situr á rekaviðarhnyðj-
unni fyrir utan Straumnes á Skaga-
strönd. Stór fugl, mjög hvítur og með
gular lappir sem bendir til að hann sé
fulloröinn. DV-mynd Finnur Sturluson
Fálkinn kom í fyrsta skiptið í
Straumnes á þessum vetri um síð-
ustu helgi.
Veiddum saman rjúpu
„Yfirleitt kemur fálkinn til okkar
um miðjan október," segir Birgir.
„Einu sinni hitti ég hann þegar ég
var á rjúpnaveiðum úti á Skaga í
október. Við vorum þá báðir að
veiða rjúpu, vinimir. Hann hafði þá
ekkert komið til okkar þann vetur.
Ég var alveg viss um að þetta væri
fálkinn okkar. Ég þekkti fuglinn
þegar hann flaug rétt hjá mér - stór,
mjög hvítur með gular lappir. Hann
sveif yfir mér í marga hringi en sett-
ist svo niður hjá bílnum mínum.
Hann hefur örugglega þekkt hæði
mig og bílinn.
Daginn eftir var hann svo mættur
heim i Straumnes.
Einu sinni sá konan mín fálkann
sitja á ljósastaur. Hún gekk að hon-
um og talaði við hann. Fálkinn
hreyfði sig ekki. Honum er líka al-
Ekki ljóst hvað olli matareitrun 42 ríkisstarfsmanna:
Farið yfir faralds-
fræðileg gögn
Heimilistæki hf
SÆTÚN 8 SÍMI 569 1500
www.ht.is
„Við vitum ekki hvað gerðist ná-
kvæmlega en það er Ijóst að eitthvað
fór úrskeiðis í mötuneytinu. Það
beinist ekki grunur að matvælum
sem komu utan úr bæ. Það var salat-
har og lítils háttar matargerð i þessu
mötuneyti. Við höfum verið að fara
yfir faraldsfræðileg gögn sem við
söfnuðum saman á mánudag og
þriðjudag. Við vitum ekki á þessari
stundu hvað þetta er en það verður
farið yfir þetta með sérfræðingum,"
segir Rögnvaldur IngóLfsson, sviðs-
stjóri matvælasviðs hjá Heilbrigðis-
eftirliti Reykjavíkur, aðspurður um
rannsókn á matareitrun sem talin er
hafa ollið veikindum um 50 starfs-
manna nokkurra ríkisstofnana.
Grtmm- um matareitrunina kom í
framhaldi af veikindum starfsmann-
anna í síðustu viku. Þeir borðuðu
allir í mötuneytinu að Borgartúni 7 í
síðustu viku. Mötuneytinu var lokað
á mánudagsmorgun þegar rannsókn
hófst.
„Eftir því sem ég best veit var eng-
inn umræddra starfsmanna í hættu.
Einkenni voru í flestum tilfellum
uppköst og niðurgangur og um helm-
ingur þeirra fékk hita. Ég veit ekki
betur en allir séu orðnir frískir
núna,“ segir Rögnvaldur. -RR
veg sama þótt við séum í eldhús-
glugganum þegar hann kemur að
éta. Kettimir okkar tveir vilja líka
gjaman fá að fylgjast með fálkanum.
En honum líkar það greinilega ekki
að kettimir séu að skoða hann.“
Eitt sinn fór hann fjórar ferðir
Birgir segir að Friðrik fálki komi
að jafnaði einu sinni á dag í Straum-
nes. Stundum tvisvar og þegar hann
er mjög svangur komi hann jafiivel
þrisvar á dag. Síðan geti liðið dagur
og dagur án þess að hann komi.
„Einu sinni gaf ég fálkanum rjúp-
ur. Ég lét þá fjóra fugla út. Hann tók
þá einn í kjaftinn og flaug i burtu.
Síðan kom hann aftur og tók aðra
ijúpu. Áður en yfír lauk var hann
búinn að fara fjórar ferðir. Svo kom
hann ekki í þrjá daga.
Þá var „karlinn“ i fínu fæði.
Skemmtilegast finnst mér þegar
fálkinn tekur bita, flýgur með hann
af stað, sleppir honum og lætur
hann detta. Síðan steypir hann sér
niður á eftir bitanum og gripur
hann á lofti. Þá er hann að ná betra
taki með klónum."
Birgir segir aö fálkinn fljúgi oftast
út að Spákonuhöfða, skammt frá
Skagaströnd, til að éta það sem hon-
um hefúr verið gefið í Straumnesi.
Þó að fuglinn sé nefndur Friðrik tel-
ur Birgir ekki óliklegt að þegar öllu
sé á botninn hvolft sé hér um kven-
fúgi að ræða - Friðriku. Ástæðan sé
sú að fúglinn hverfi gjaman stuttu
fyrir varptímann.
Mjög merkileg samskipti, seg-
ir fuglafræðingur
Ólafur Níelsen, fuglafræðingur
hjá Náttúrufræðistoftiun íslands,
sagði við DV að í ljósi þess hve
„Straumnesfálkinn“ er stór sé lík-
legt að hann sé kvenfúgl. „Kerling-
amar em mun stærri en karlamir.
Þetta era mjög merkileg sam-
skipti sem hafa þróast þama á
Skagaströnd," sagði Ólafur. „Einu
dæmin sem ég veit um þetta vora í
nágrenni Reykjavíkur þegar Sigurð-
irn Klemenzson, kjúklingabóndi á
Alftanesi, sem lést í janúar síðastlið-
inn, var með nokkra fálka í fæði.
Það stóð yfir í um tvo áratugi. Sig-
urður var með fimm fálka þegar
mest var. Ég veit annars ekki um
hliðstæð dæmi þar sem fólk er með
villta fálka á fóðrum,“ sagði Ólafúr.
-Ótt
Umdeildur salur
Hinar illvígu deilur innan hins óstoöiaða
Frjálslynda flokks taka á sig hinar skenunti-
legustu myndir. Sverrir Hermannsson, sem
telst vera sveifarásinn í hinu nýja en ófyrir-
sjáanlega framboði, hefur
ekki sparað lýsingarorðin
um þá Bárð Halldórsson og
Valdimar Jóhannesson
sem hann telur vega að sér.
Sverrismenn sögðu Bárð og
félaga ekki hafa neitt for-
ræði yfir fundarsalnum í
Rúgbrauðsgerðinni við
Borgartún þar sem landsfundur-
inn á að fara fram í sumar. Veitingamaðurinn
Elías V. Einarsson staðfesti við Stöð 2 að
Margrét Sverrisdóttir og faðir hennar hefðu
salinn á leigu i eigin nafhi. Elías kom nokkuð
við sögu í bankamáli Sverris þar sem hann
staðfesti að hafa skotist eftir brennivíni fyrir
bankastjórann fallna. Ekki eru andófsmenn
hressir með málið og segja Margréti hafa
hringt úr síma Samtaka um þjóðareign til að
panta salinn á meðan hún var starfsmaður
þar. Því má búast við flöri um helgina þegar
tekist verður á um það hverjir megi koma inn
á fundinn...
Rétt flokksskírteini
Stjarna prófkjörs sjálfstæðismanna á
Reykjanesi, Þorgerður Gunnarsdóttir,
starfar sem yfirmaður dægurmálaútvarps
Rásar 2. Ráðning hennar á sínum tíma var
mjög umdeild vegna flokks-
skirteinisins sem talið var
lykillinn að þvi að hún fengi
starfið. Sem sönnum fjöl-
miðlamanni sæmir hafa
pólitískar skoðanir hennar
ekki haft áhrif á starf
hennar sem hún hefur
skilað með miklum sóma.
Mörgum þykir þó skondið að þegar
hún er örugg með að setjast á þing skuli hún
sitja áfram í stöðu sinni sem hún mun gegna
til áramóta. Ekki eru miklar vangaveltur inn-
anhúss á RÚV um arftakann, enda talið víst
aö ráðinn verði nýr maöur utan stofnunarinn-
ar og ekki þýði að sækja mn í skjóli reynslu
og menntunar. Dr. Hannes H. Gissurarson
mun, að mati starfsmanna, ákveða hver verði
arftakinn. Skilyrðin fyrir ráðningu eru sögð
þau ein að flokksskírteinið sé af hinum eina
sanna bláa lit...
Framboðsraunir
Enn er óvíst með hvaða hætti valið verður
á lista Samfylkingar í ReyKjavík og á Reykja-
nesi. Á Reykjanesi er staðan snúin þvi þar er
látið í veðri vaka að fólki sé sama hvort verði
prófkjör eða uppstilling.
Rannveig Guðmundsdóttir
alþingismaöur er talin tii-
tölulega örugg um fyrsta
sætið í prófkjöri og eðli
málsins samkvæmt yrði
hún efst í uppstillingu. Nú
heyrist hvislað í kjördæm-
inu að Guðmundur Árni
Stefánsson, sem laut i gras fýrir
Rannveigu á sinum tima, vilji ákveðið að
gripið verði til uppstillingar. Það fylgir sög-
unni að þessi afstaða þingmannsins eigi sér
ákveðnar forsendur. Ágúst Einarsson, þing-
maður Þjóðvaka, er sagður hafa unnið hylli
margra þrátt fyrir að Þjóðvaki sé horfmn.
Guðmundur Ámi er sagður óttast að Ágúst
skjótist upp fyrir hann og því sé farsælla að
nota handaflið við röðun á lista. Þá er annar
afturgenginn Þjóðvaki, Jóhanna Sigurðar-
dóttir, búin að lýsa yfir að hún sækist eftir
fyrsta sætinu í Reykjavík í samkeppni við
Össur Skarphéðinsson. Því gæti komið upp
sú staða að Þjóðvaki næði efstu sætunum hjá
krötum i tveimur stærstu kjördæmunum þó
ekki séu líkumar miklar...
Kallaður á þing
Sandkorn sagði frá þvi á mánudag að Hall-
dór Blöndal samgönguráðherra hefði rokið í
fússi út af fundi i Sjálfstæðisflokknum þar
sem fjarskiptamál voru til umræðu. Halldór
mun hafa neyðst til að yfir-
gefa fundinn þar sem kallaö
hafði verið í hann vegna at-
kvæðagreiðslu i þinginu
hvað sem leið móralnum á
fundinum. En fyrst Hall-
dór er á dagskrá má ekki
láta hjá líða að segja frá _
sterkum orðrómi þess efhis
að hann þyki einna líklegastur til að erfa for-
setastól Alþingis eftir Ólaf G. Einarsson sem
haldið hefur styrkri hendi um stjóm þingsins.
Talið er að þá reyni á hversu mikil manna-
sættir og diplómat Halldór reynist...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom @ff. is