Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 Fréttir Samvinnuháskólinn: Tvær umsóknir um starf rektors DV, Vestnrlandi: Tvær umsóknir bárust um starf rektors Samvinnuháskólans á Bif- röst, frá Runólfi Ágústssyni og Þorsteini Þorsteinssyni. Runólfur er starfandi aðstoðarrektor Sam- vinnuháskólans og hefur starfað við skólann frá 1992, lengst af sem lektor í hlutastarfi. Hann gegndi á sama tíma starfi fulltrúa sýslu- manns í Borgamesi. Þá var hann um tíma framkvæmdastjóri Stúd- entaráðs Háskóla íslands og leik- húsritari Leikfélags Reykjavíkur. Runólfur lauk embættisprófi í lög- fræði frá Háskóla íslands vorið 1992. Hann er 35 ára gamall. Þorsteinn hefur verið markaðs- stjóri Ríkisútvarpsins frá 1997. Hann var áður umboðsaðili sænska fyrirtækisins Hags á ís- landi og starfaði sem ráðgjafi á sviði stjórnunar og markaðssetn- ingar, bæði erlendis og hér á landi. Þorsteinn lauk Master of Science in Business Ad- ministration-prófi frá Háskólanum í Lundi vorið 1997. Hann er 38 ára gamall. Núverandi rektor Samvinnuhá- skólans á Bifröst er Jónas Guð- mundsson. Hann hyggst taka sér tveggja ára launalaust leyfi frá Runóifur Ágústsson, aðstoðarrekt- or Samvinnuháskólans á Bifröst, annar af umsækjendum um stöðu rektors Samvinnuháskólans á Bif- röst. DV-mynd Daníel störfum frá og með næsta hausti þegar nýr rektor tekur við störf- um. Þá hefur hann starfað um tíu ára skeið við Samvinnuháskólann, án hlés, í nokkrum hlutverkum. -DVÓ Seyðisfjörður: Vaxandi verkefni hjá netagerðarmönnum DV, Seyðisfiröi: Fjarðamet flutti athafnasvæði sitt af Búðareyri inn í Fjarðarhöfii í fyrra- haust. Þetta er vaxandi fyrirtæki að sögn Jóhanns Hanssonar fram- kvæmdastjóra. Var stofnað í október 1984 - fyrstu árin við mjög erfiðar að- stæður við ytri höfhina á Seyðisfirði en flutti inn í Fjarðarhöfn í september 1997. „Hér er miklu betra að vera og öll aðstaða utandyra og innan rúmbetri og þægilegri. Það er að sjálfsögðu mikill ávinningur að geta nú sinnt viðameiri verkefnum en áður. Reynd- ar var orðin knýjandi þörf á því. Sam- tímis því að veiðiskipin stækka stöðugt nýta þau stærri veiðarfæri og vinnurými verkstæðanna verður því að aukast til þess að hægt sé að bjóða hæfilega þjónustu," sagði Jóhann. Starfsmenn Fjarðamets era venju- lega tíu. Sé sérstaklega mikið um að vera koma íhlaupamenn til aðstoðar. Veiðiskipum hggur ávallt mikið á að komast á veiðislóðina og er því reynt að hafa alla þjónustu eins fljótvirka og öragga sem mögulegt er. Verkefiii era næg fram undan og ekki annars að vænta meðan veiði á uppsjávar- fiski gengur svo vel sem undanfarin misseri. Nú orðið eiga nótaveiðiskipin yfir- leitt þrenns konar nætur, sUdar- og loðnunætur auk grunnnótar, sem oft era nauðsynlegar við síldveiðar hér eystra. Þetta eykur þjónustuþörf skip- anna. Sú breyting er nú að þessar veiðar era stundaðar mikinn hluta ársins. Veiðiskipin eru öflugri og kolmunnaveiðin bættist við. Auðvitað treystir þetta starfsgrundvöll neta- verkstæðanna. -JJ Flubber .490,- Flubber Töfraheimur Disney svíkur engan í Flubber. Flubber smýgur, rennur, iðar, svífur, hoppar og skoppar, og útkoman er bráðfyndið ævintýri fyrir fólk á öllum aldri. íslenskur texti. HAGKAUP @ W í SI r. i www.visir.is Tilboðin standa til kl. 23.59 fimmtudagskvöldið 26. nóvember. Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó — Þorvaldur Þorsteinsson Höfundur Skilaboðaskjóðunnar lætur aftur að sér kveða. Efni bókarinnar hefur hlotið einstaka ritdóma og þykir hin mesta perla. Þá er efnið hugljúfara en við eigum að venjast, rödd sögumanns er hlý og umhyggjusöm og það er næstum eins og hann hvísli sögunni í eyru lesandans. . 1.495,- Húsmæðragarðurinn — Nýdönsk 5 árum eftir að hljómsveitin Nýdönsk gaf út hljómplötuna Hunang lítur gæðagripurinn Húsmæðragarðurinn dagsins ljós. Það er samdóma álit gagnrýnenda að þetta sé með betri plötum hljómsveitarinnar og að biðin hafi verið fyllilega þess virði. Húsmæðragarðurinn . 2.199,- Kauptu jóla- gjafirnar heima í stofu fyrir þessi jól Þægilegasta búð landsins er heima hjá þér. Þú situr í mestu makindum við tölvuna lest kafla úr bókum, hlustar á höfunda lesa úr bókum sínum, lest gagnrýni eða umfjöllun DV og Dags um bækur, myndbönd eða geisladiska og svo getur þú keypt gripina sem fjallað er um á frábæru verði. Til að komast í netverslunina HAGKAUP@VÍSIR.IS þarftu að fara inn á Internetið, slá inn slóðina www.visir.is og velja HAGKAUP@VfSIR.IS. Allar vörur sem keyptar eru á HAGKAUP@VfSIR.IS eru sendar heim til kaupandans af Póstinum. f flestum tilvikum kemur sendingin tii viðtakanda innan 18 tíma frá pöntun. Enginn flutningskostnaður leggst á verð vörunnar, en afgreiðslugjald er kr. 165 kr. á hverja pöntun, án tillits til magns. POSTURINN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.