Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Side 17
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 ★ —*■ •k ★ wnnmg 17 Rómantískt náttúiuskáld Það fer vel á því í nýjabrumi bóka- flóðsins að Bókmenntafræðistofnun Há- skóla íslands skuli stuðla að kynningu eldri skáldskapar. Nú er komið út í rit- röðinni íslensk rit úrval ljóða Þorsteins Valdimarssonar og er Þorsteinn yngst þeirra skálda sem kynnt hefur verið með þessum hætti. Það hefur verið heldur hljótt um ljóð Þorsteins á undanfómum árum og má það líklegast rekja til þess að liðin er tíð þeirrar sérstæðu hug- myndafræðiblöndu þjóðlegrar rómantík- m- og og alþjóðahyggju sem einkenndi skáldskap róttækra skálda um og uppúr miðbiki aldarinnar. Bókmenntir Geirlaugur Magnússon í ágætum inngangi Ey- steins Þorvaldsonar er þess getið að Þorsteinn hafl ekki verið eitt þeirra skálda sem aufúsugestir era í bók menntasögunni, ekki er ólíklegt að hann gjaldi þess að hafa verið álitinn full- trúi hefðarinnar á einu mesta formbyltingarskeiði ís- lenskrar ljóðagerðar. Það er þó nokkuð að ósekju, vissulega orti Þorsteinn mest að hefðbundnum hætti, var í senn mikill brag- og rímsnillingur, en hann kom einnig fram með nýjungar; breytti háttum og kynnti nýja, til dæmis limruna sem mikilla vinsælda hefur notið. Formtilraunir Þorsteins náðu svo langt að hann yrkir á fuglamáli í þeirri frábæru Þorsteinn Valdimarsson: Myndvíst og málhagt skáld. limra „Krummafrétt". Formsnilli Þorsteins era gerð ágæt skil í áðumefndum inngangi. Þorsteinn Valdimarsson var fyrst og fremst rómantískt náttúraskáld og að því leyti skyld- ari Jónasi Hallgrímssyni og Steingrími Thor- steinssyni en siðrómantíkeram nítjándu ald- ar. Af samtímaskáldum á hann einna mest sameiginlegt með Snorra Hjartarsyni, Jóhannesi úr Kötlum, Ólafi Jóhanni Sigurðssyni og Einari Braga. Mörg nátt- úruljóða Þorsteins era hreinustu perl- ur, svo sem „Leiðsla" úr Hrafnamálum, „Dýjamosi" úr Heiðnuvötnum, „Regn- gæla“ úr Fiðrildadansi, „Spóavell" úr Yrkjum og „Bláklukknahljóð" úr Smala- vísum. Rýmis vegna er aðeins nefnt eitt ljóð úr helstu bókum Þorsteins en væri hægt að telja upp dálklangt. Náttúran er Þorsteini tónaflóð, ein allsheijar hljómkviða sem ómar og klingir, það er auðheyrt og auðséð I ljóðum hans að hann var einnig tónlist- armaður og tónskáld. En hann var einnig skáld myndvíst og málhagt sem ekki má falla í gleymsku. Það er því mikill fengur að þessari bók þó ég geti ekki leynt því að ég hefði talið eðlilegra að gefa út heildarsafn ljóða Þorsteins fremur en úrval. Það ber þó ekki svo að skilja að úrvalið hafi tekist illa en baga- legt er þegar í inngangi er oftsinnis vitnað til ljóða sem ekki er að finna í úrvalinu. Stutt hlytu Ijóöskáld aó lifa, ef þau lifóu á því sem þau skrifa. En þau lifa' ekki á því, - þau lifa í því; það er Ijóöió - í því sem þau skrifa. Þorsteinn Valdimarsson: Ljóð Eysteinn Þorvaldsson bjó til prentunar 09 ritar inngang íslensk rit 12. Ritstjórar : Ásdís Egilsdóttir og Helga Kress Bókmenntafræðistofnun Háskóla íslands 1998. Kona verður tröll I Brotasögu segir Bjöm Th. Björnsson frá sérstæðri konu sem lifði við kröpp kjör. Sú hét Anna Guðrún Sveinsdóttir, á seinni árum nefnd Anna í Björgvin, þá búsett í Vest- mannaeyjum. Þessi „mikla og úfna kona“ varð minnisstæð litlum Eyjapeyjum sem stór- eygir horfðu á hana reyta lunda og rúlla sér sígarettur undir húsveggnum í Björgvin. Einn þessara drengja var Bjöm Th. Björnsson sem nú hefur sett á bók það sem hönd á festir um lífsgöngu Önnu. Með stuðningi af rituðum og munnlegum heimildum - einkum kirkjubókum og frásögnum aíkom- enda og samtíðarmanna Önnu - er hér sögð saga um eftirminnilega konu sem átti hlýtt þel og stórt hjarta, en einnig skapsmuni og vilja- styrk svo mikinn, að jafiivel hún sjálf og það sem henni var kærast varð undan að láta. Hún fæddist hórbam, ólst upp ómagi í vist hjá vandalausum en varð síðar sauma- kona í Reykjavík. Þaðan lá leið hennar til Hull og loks Vestmannaeyja sem urðu síðasti viðkomustaður. Þar sem heimildir þrýtur er víða skáldað í skörðin og með því móti tekst höfundi að draga upp heillega (þó ekki óbrotna) mynd af skapmikilli konu sem í upp- hafi vegferðar átti ekkert og hafði við lok hennar misst svo að segja allt. Þetta er saga um tröll - náttúruafl sem fátt fær við ráðið og fæstir skilja; saga konu sem fetar harðan stig og verður með timanum grómtekin á sálinni af óblíðum glímutökum við líf- ið. Jafnhliða er varpað Ijósi á lífskjör margra þeirra íslendinga sem lifðu undir lok síðustu aldar og upphaf þeirrar sem nú er að líða. Titill bókarinnar minnir óþægilega á nýlegt verk eftir Þórarin Eldjám. Engu að síður ber hún nafn með réttu, því þó að höfundur spinni inn í eyður þar sem heimildir skortir, er myndin ekki alveg heil. Víða verða hugarflug og innsæi lesenda sjálfra að koma til sögunnar. Þetta er undirstrikaö með forsíðumyndinni sem sýnir ótalmörg spegil- brot sem raðað er heillega saman. Nafn bók- arinnar er einnig táknrænt í öðrum skilningi, því segja má að í sögunni sé „brotið á“ og „brjóti" auk þess „á“ ýmsum og ýmsu. Bjöm Th. Bjömsson er orðinn einna mest- ur kunnáttumaður íslenskur um sögulega skáldsagnaritun. Haustskip, Virkisvetur, Falsarinn og Solka era allt þekktar bæk- ur og vel metnar að verðleikum. í Brota- sögu gefur að líta flest af aðalsmerkjum höfundar. Hér er lipur og kjarnyrtur stíll, næmt eyra fyrir sérkennum máls og stór- karlalegur húmor ofinn hlýju. Hinu er ekki Bókmenntir Ólína Þorvarðardóttir að leyna, að Brotasaga er veigaminni bók en „stærstu" verk Bjöms Th. Bjömssonar. En þó hún sé ekki sambærileg við það merkasta sem Bjöm hefur gert er enginn svikinn af lestri hennar. Björn Th. Björnsson: Brotasaga. Mál og menning 1998. Lífslyst og lífslist Tæpri hálfri annarri öld eftir að Þjóðsögur Jóns Ámasonar urðu ein áhrifamest bók ís- lenskrar bókmentasögu slógu Þjóðsögur nafna hans Jóns Múla í gegn. Hvers vegna? Höfuðorsökin er eflaust Jón Múli sjálfur, ást- mögur þjóðarinnar í útvarpinu áratugum saman. í Þjóðsögunum sýnir hann á sér hlið sem þjóðin hafði lítið séð en lengi haft óljósan grun um og reyndist vera afbragðs sagnamað- ur. Bókmenntir Ármann Jakobsson Fyrra bindi Þjóðsagnanna var safn þátta sem undantekningalitið voru skemmtilegir og undantekningsdaust var frásagnargleðin mögnuð og kæruleysislegur töffaratónn Jóns Múla aðlaðandi. Þó var eins og ekki tækist að binda frásögnina saman í heild sem væri jafn kraftmikil og einstakir hlutar hennar. í þessu síðara bindi tekst betur að þessu leyti. Þráð- urinn er að vísu stundum mjór en dregur þó lesandann gegnum bókina, frá píanósögu til Rússlands og heim aftur í gegnum Danmarks Radio í ríkisútvarpið og tónlistina, norður til Grænavatns og suður í heim jazzins og til Ameríku og aftur heim til tónlistarinnar og MÍR og að lokum á sild á Mugg VE. Óneitan- lega hefði verið gagn að nafnaskrá en kannski kemur hún með 3. bindi. Þessi sérstæða byggingaraðferð rís hæst í Homungs & Moll- erfantasíunni í tíu þáttum þar sem gamalt píanó verður eins konar leiðarminni um hin og þessi atvik úr lífi Jóns Múla og fjölskyldu. í þeirri frásögn fara saman gleði og gaman, djúp alvara, mikil frásagn- argleði, áhugaverö mannlífsmynd og vitaskuld tónlistin sem er alstað- ar í lífi þularins okkar og skapar þá kennd að líf í tónlist sé þess virði að lifa því. Hvert sem Jón Múli fer í frásögn sinni koma orðin lífslist og lífslyst í hugann. Hann er sem kunnugt er ennþá aðdáandi Sovétríkj- anna en hjá Jóni Múla temprar húmorinn jafnan stjórnmálasannfæringuna. Frásögn hans af fór þangað er bráðskemmtileg, ekki síst þegar stjarnfræðikenningar prófessors Goyles eða alla svilana í Georgíu ber á góma og þegar virðuleg miðaldra kommúnistafrú á dökkbláum upphlut vill heyra „Famílísjúmal- inn, þetta yndislega lag“ leikið á Rauðatorg- inu 1. maí. Jón Múli er einkum þekktur á ís- landi fyrir að vera kommúnisti og djassisti og „harðlínumaður" í hvoru- tveggja. Fyrir ást sina á djassinum var hann kallaður geirfugl af þeim sem voru á „hinum æðri plönum" en uppreisnarmaðurinn Jón Múli lætur ekki kúgast og skeytir lítt um skoðanir annarra. Sagan um kynni hans af þessari „afvega- leiddu hfjómlist" er ekki síðri ást- arsaga en hver önnur. Sögumenn sækja iðulega í sig veðrið. Þaö er Jón Múli líka að gera. Nú er bara að vona að hann haldi áfram að segja þjóð sinni þjóðsögur. Þjóðsögur Jóns Múla Árnasonar II. Mál og menning 1998. Haustmáltíð Ásdís Óladóttir hefur gefið út aðra ljóðabók sína, Haustmáltíð. Fyrri ljóðabók hennar kom út vorið 1995 og nefnist Birta nætur. í nýju bókinni eru 34 Jjóð sem lýsa innra lífi, draumum og kvenlegum tillfinningum. Mörg vefa saman í mjúkum litum náttúrumyndir og tilfinningalíf, en stundum kemur skemmtilega óvæntur litur í vefinn eins og í þessu ónefnda ljóði: í bifreiö innan um ótal drauma fimrn naktar konur á leiö í heimsferö meö viðkomu á rauöu Ijósi tœlandi, trylltar meö löng innkaupanet. Andblær gefur bókina út. Ráðstefna í Edinborg Norræn samstarfsnefnd um Norðurlanda- fræðslu erlendis gengst fyrir ráðstefnu í Edin- borgarháskóla 26.-28. nóvember og býður þang- að háskólakennurum í norrænum tungumál- um á Bretlandseyjum. Stofnun Sigurðar Nor- dals tekur þátt í undirbúningi ráöstefnunnar. Þar verður fjallað um Norðurlandatungur, nor- rænar bókmenntir, menningarlandafræði og sögu. Sérstaklega veröur rætt um tungumála- kennslu. Meðal fyrirlesara eru dr. Andrew Wawn, dr. Uffe Gstergárd og dr. Bergljót Krist- jánsdóttir, dósent við Háskóla íslands og fyrr- verandi sendikennari í Kaupmannahöfn, sem ræðir starf sendikennara að menningarkynn- ingu. Stríðið á Suðurlandi Guðmundur Kristinssonn, fyrrverandi bankagjaldkeri, hefur skrifað bókina Styrjald- arárin á Suðurlandi. Þar fjallar hann um her- nám og hemaðarumsvif Breta, Bandarikja- manna og Kanadamanna á Suðurlandi á ánm- um 1940-45, en þar voru á þeim árum um 40 herstöðvai-. Bókin byggir á viðtölum við fjölda Sunnlendinga, breska og bandaríska hermenn sem dvöldu á Suðurlandi í stríðinu, flugmann úr 269. flugsveit RAF í Kaldaðamesi og yfir- mann þýskrar flugsveitar í Noregi. Þá er mik- ill fróðleikur sóttur í ritaðar heimildir og skjöl hinna erlendu herja á söfnum í Bretlandi og Bandaríkjunum. í bókinni er meðal annars sagt frá vamarstöðvum í Ölfusi, vörnum Sel- foss og Ölfusárbrúar, baráttunni viö kafbátana og hertöku kafbátsins U- 570, njósnaflugi Þjóöverja og loft- árásunum á Selfoss og Homafjörð og litríkin sambúð hersins og hér- aðsbúa. Loks er sagt frá örlögum hermannanna efth' að þeir fóru Tiéðan til að taka þátt í bardögum á meg- inlandi Evrópu. 212 ljósmyndir eru í bókinni og 22 uppdrætt- ir af herstöövum á Suðurlandi. Útgefandi er Ámesútgáfan. Sléttuúlfurinn Ormstunga hefur gefið út hina frægu skáld- sögu Sléttuúlfinn, Der Steppenwolf, eftir þýska nóbelsskáldið Hermann Hesse. Fá þýsk skáld- verk hafa hlotið aðra eins útbreiðslu og hún síðan hún kom fyrst út árið 1927. Þá vakti hún blöndu af hneykslun og hrifningu en á tíma blómabarnanna á 7. og 8. áratug aldarinnar varð hún eins konar trúarrit ungs fólks sem sá í henni tvo mikilvæga þætti lífs- sýnar sinnar, andúð á borgara- legu kerfi og áherslu á könnun sjálfsins. Og enn era nýjar kynslóðir að uppgötva töfra Sléttuúlfsins. Elísa Björg Þorsteinsdóttir vann það þarfa verk að koma heimslist á íslensku. þessari Gott og grænt Hin matarlega bók Gott og grænt eftir Ing- Mari Roug geymir rúmlega 60 uppskriftir að ljúffengum og girnilegum réttum þar sem grænmeti er í aðalhlutverki en kjöt og fiskur fremur haft með sem meðlæti. Þær byggjast á matargerðarlist frá ýmsum löndum og sýna hvað hollt, gómsætt, spennandi og lit- ríkt hráefni fer listavel saman. Fjöldi litljósmynda er í bókinni sem Wolf- gang Kleinschmidt tók. íslensk þýð- ing er eftir Helgu Guðmundsdóttur. Ing-Mari hefur veriö kokkur á skipi og veitingahúsum í Kaup- mannahöfn og London og skrifað um mat í lausamennsku lengi. Auk þess er móðir henn- ar heimilisfræðikennari í þriðju kynslóð og lét dóttur sinni ýmislegan fróðleik í té.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.