Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998
_ m leið inn á ^
Internetið
Nýr heimur þjónustu, skemmtunar,
upplýsinga og frétta er rétt handan
við hornið á Internetinu.
TILBOÐ A
I Olt' lclldlll'.i fclpil<lc llí
lijóótj /iócl* i|(lr}/inuiM
l lV f I aitO&liciMl’qfii:
fiáliosi I /or ó n ci >( ccsf* •<(« i •jixjMijl' il /tjiM Tr I
sslilt ti l'Tly!* p Ijin OilrM | »il»»* '([iMpal [ »ö»
Vícif 1*5 piieii^n f« «M* *» pf fi !&l 11 <(( i ci'tsMrMiliJM • fjf
|ijMM(iQlM * »* j I-ii »1» nil>ar il?» I s^i »*■tcln.'ir »1* rsi»c i«»csO olll i
ItolöTu li:iMl'rt|»jMM'ic|ti K y|r)u a þpfil
TILBOÐ B
Fréttir
Seyðisíjöröur:
Heitt og kalt vatn
fannst víöa
DV, Seycðisfirði:
Undanfamar vikur hefur veriö
unnið viö leit á heitu vatni í bæjar-
landinu og borað á 9 stööum. Verk-
ið annaðist verktakafyrirtækið Al-
varr. Eftirlitsmaður af háflu heima-
manna er Magnús Guðmundson
jarðeðlisfræðingur og hann sagði í
samtali við DV:
„Boraðar hafa verið 9 holur og er
óhætt að segja að hitastigull þeirra
hafi gefið býsna góðar vonir um að
á meira dýpi sé um nýtanlegan hita
að ræða. Það hefur því verið ákveð-
ið að hefjast handa við þetta næsta
vor af fullum krafti. í bænum er
fjarvarmaveita þar sem RARIK
hitar upp vatnið og dælir í húsin.
Það yrði því mikill fjárhagslegur
ávinningm- og menningarlegt atriði
að veita heitu uppsprettuvatni um
bæinn. Að sjálfsögðu er mikið starf
óunnið. Árið 2000 er hugsanlegur
möguleiki að fá heitt uppsprettu-
vatn um bæinn láti menn hendur
standa fram úr ermum.“
Einnig hefur verið borað eftir
köldu vatni og hefur það fundist í
verulegum mæli beggja vegna kaup-
staðarins. Fyrstu athuganir benda
til þess að þarna sé nægjanlegt
vatnsmagn tíl þess að fullnægja
þörfum staðarins. Til þess horfa
bæjarbúar björtmn vonaraugum því
að vatnsmálin hafa verið í mjög
miklum ólestri og íbúum til ama og
leiðinda árum saman. Magnús segir
að virkjun kalda vatnsins geti orðið
veruleiki strax á næsta ári. Það yrði
Seyðfirðingum vissulega mikið
fagnaðarefni. -JJ
Sólveig Halldórsdóttir.
DV-mynd Guðfinnur
Hólmavík:
Hótel Matthildur hættir
./ i o» iirri -j i O cfjrtpri r i
f rá ^ j i r l* ra * I ca»j =»
•u !í£ IG lauyarclsy0
Pöntunarsíminn er
cóa i ii ich * jat i I ari'lcTrnnl'ans
i cirno r, n r , CZ'i'Jf*
www
I .irifi'.hiiMl' i l'.I-Mifl:
DV, Hólmavík:
„Ég er búin að auglýsa síðan í
september í fyrra. Auk þess hef ég
rætt við ýmsa sem ég taldi líklega
en það hefm enn engan árangm
borið og ég hef þvi ákveðið að loka
fyrri hluta næsta mánaðar," segir
Sólveig Halldórsdóttir, hótelstýra á
Hólmavík.
Hún hóf rekstur Hótel Matthildar
á Hólmavík fyrir liðlega níu árum
og segir þann tíma nægilega langan
fyrir sig með 24 stunda vakt á sólar-
hring. Byggingin sem hýsir hótelið
var oftast nefnt Steinhúsið áðm en
götuheiti og húsnúmer voru tekin
upp og var samkvæmt nokkuð
glöggum heimildum reist árið 1913.
Þar var rekin verslun af þeim
Jakobinu Thorarensen og Kristni
Benediktssyni allt til ársins 1960.
Frá 196,2 þegar þvi var breytt til að
sinna hlutverki gistihúss með
greiðasölu, hefrn þar verið hótel-
rekstur utan einn vetm.
Sólveig segir að ekki verði um
auðugan garð að gresja hvað veit-
ingasölu áhrærir þegar Hótel Matt-
hildm lokar því hinn vinsæli vet-
ingastaðm Café Riis hefur lokað
yfir vetrartímann nema um helgar.
Hún gefm ekki upp hvaö hún
hyggst taka sér fyrir hendur eftir að
hótelrekstri lýkm en segist alltaf
vera aö læra. Sé nú á þriðju önn í
fjarnámi við Verkmenntaskólann á
Akureyri. Hún á fjögur böm. Eigin-
maðm hennar er Jóhann Björn
Arngrímsson, framkvæmdastjóri
sjúkrahúss og heilsugæslustöðvar.
-Guðflnnur
Flugsamgöngur við Patreksfjörð:
Lokatilraun flugfélagsins
DV, ísafiröi:
Flugfélagið Jórvík, sem hóf áætl-
unarflug til Patreksfjarðar fyrir einu
ári, íhugar nú að hætta fluginu 10.
janúar. Að sögn Jóns Grétars Sig-
mðssonar framkvæmdastjóra er
búið að senda út dreifibréf á Patreks-
firði þar sem reynt er að taka loka-
hnykkinn á að fjölga farþegum með
félaginu um Patreksíjarðarflugvöll.
„Við erum ekki nógu ánægðir með
útkomuna eftir árið- ætlum því að
taka lokahnykkinn á þetta og sjá
hvort fólk taki við sér. Okkur finnst
nýtingin ekki nógu góð á leiðinni, en
við höfum verið með 7 flug í viku.
Við erum búnir að setja upp áætlun
núna með flug sex sinnum í viku til
10. janúar. Ef það verður engin vera-
leg breyting á nýtingunni hættum
við 10. janúar. Okkm finnst menn
ekki alveg hafa staðið með okkm í
þessu. Við reyndum að fá að flytja
póstinn á þessari leið, en það hefm
ekki gengið. Viö höfum engra per-
sónulegra hagsmuna að gæta með
flugi á Patreksfjörð, en höfum þó
áhuga á að sinna því. Það verðm
samt að vera sterkari grundvöllm en
nú er,“ sagði Jón Grétar Sigmðsson,
framkvæmdastjóri Jórvíkm. -HKr.