Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.1998, Blaðsíða 8
8 Húsfriðiinarsj óður Húsfriðunarnefnd ríkisins auglýsir eftir lunsóknum til Húsfriðunarsjóðs, sbr. ákvæði í þjóðminjalögum. Veittir eru styrkir til að greiða hluta kostnaðar vegna: - undirbúnings framkvæmda, áædanagerð og tækndegrar ráðgjafar og til framkvæmda vegna viðhalds og endurbóta á friðuðum húsum og húsum sem hafa menningarsögulegt og listrænt gddi. - hyggingasögulegra rannsókna og útgáfu þeirra. Að gefnu tilefni er hlutaðeigendum bent á að leita eftir áliti Húsfriðunarnefndar ríkisins og sækja um styrk áður en framkvæmdir hefjast. Umsóknir skulu berast eigi síðar en 1. febrúar 1999 til Húsfriðunarnefndar rikisins, Lyngási 7, 210 Garðabæ, á umsóknareyðublöðum sem þar fást. Eyðublöðin verða póstlögð til þeirra sem þess óska. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 530 2260 milii kl. 10.30 og 12 virka daga. Húsfriðunarnefnd ríkisins ják LYFjAVERSLUN ÍSLANDS HF. HLUTHAFAFUNDUR LYFJAVERSLUNAR ÍSLANDS HF. VERÐUR HALDINN AÐ BORGARTÚNI 6, 4. HÆÐ (RÚGBRAUÐSGERÐIN) MIÐVIKUDAGINN 9. DESEMBER, KL. 16.00 Dagskrá: 1. Tillaga um staðfestingu á sölu á framleiöslu- og þróunardeildar félagsins til Delta hf. 2. Tillaga stjómar um að félaginu sé heimilt að kaupa allt að 10% eigin hluti samkvæmt 55. grein laga um hlutafélög. Dagskrá og endanlegar tillögur munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir hluthafafund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins Borgartúni 7, á 2 hæb, dagana 2.- 8. desember kl. 9-16. Hluthöfum er vinsamlegast bent á að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 16. þriðjudaginn 8. desember. Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf. Utlönd MIÐVIKUDAGUR 25. NÓVEMBER 1998 Stuttar fréttir i>v Þingkona jöröuö í Rússlandi: Morðingjar hræða ekki Þúsundir Rússa fylgdu frjáls- lyndu þingkonunni Galínu Starovojtovu, sem var myrt á fostu- dagskvöld, til grafar í Pétursborg í gær. Samherjar hennar í stjómmál- um hétu því að láta morðingjana ekki hræða sig til aö gefa umbóta- stefnuna upp á bátinn. Forsætisráðherramir fyrrver- andi, þeir Viktor Tsjemomyrdín, Jegor Gaídar og Sergei Kíríjenkó, stóðu þungir á brún við opna kistu þingkonunnar í Marmarasal mann- fræðisafnsins í Pétursborg. Óbreyttir borgarar létu fimb- ulkulda ekki aftra sér frá því að votta hinni 52 ára gömlu baráttu- konu hinstu virðingu sína. Mikinn óhug sló að Rússum við morðið á þingkonunni og em þeir þó vanir alls kyns launmorðum. Ekki sama landiö Írína Khakamada, einn leiðtoga öjálslyndra í Rússlandi, sagði eftir- farandi um morguninn eftir morðið á Starovojtovu: „Landið var ekki samt og áður þegar ég vaknaði." Biðraðir fólksins sem vildi ganga fram hjá kistu þingkonunnar vom svo langar að þriggja klukkustunda töf varð á jaröarforinni. Starovojtova var jarðsett í Alexand- er Nevskí klaustrinu þar sem stór- menni á borð við rithöfundinn Fjodor Dostojevskí hvíla. „Þeir em að drepa félaga okkar og vini. Vilja þeir stöðva okkm'? Vilja þeir hræða okkur? Þeim tekst það ekki. Engum mun takast það,“ sagði hinn frjálslyndi Anatólí Tsjúbaís, fyrrum fjármálaráðherra Rússlands og andkommúnisti. „Við getum sagt það hátt og skýrt yfir gröf látins félaga okkar. Hver svo sem reynir að stöðva þaö sem við höfúm fengið áorkað mun ekki verða kápan úr því klæðinu," sagði Tsjúbaís allt að því grátklökkur. Skotið á alla Tsjemomyrdín hvatti lýðræðis- öflin í landinu, sem em ákaflega sundrað, að snúa nú bökum saman. „Þessum skotum var skotið að okkur öllum,“ sagði Tsjemomyrdín. Starovojtova sat i Dúmunni, neðri deild þingsins, þar sem hún gagnrýndi harðlega kommúnista og þjóðemissinna sem þar era í meiri- hluta. Fjölmiðlar hafa lýst morði hennar sem fyrsta pólitíska morð- inu á frammámanni í stjómmálum frá falli Sovétríkjanna 1991. Þúsundir venjulegra Rússa kvöddu þingkonuna Galínu Starovojtovu hinstu kveöju í gær. Galína var myrt fyrir utan heimili sitt á föstudagskvöld. Fluttir nauðugir Útvarp ísraelska hersins til- kynnti í gær að nú gætu ísraelar flutt inn í hús á svæði Palestínu- manna í Jerúsalem þar sem Palestínumennimir sem vom fyrir hafl verið fluttir nauðugir á brott. Dani málar Karl Danski listmálarinn Thomas Kluge hefúr verið beðinn um að mála mynd af Karli Breta- prinsi. Myndin er gjöf til prins- ins í tilefni þess að 10 ár em liðin síðan sjóður hans til styrktar ungu fólki var stofnaður. Thomas Klu- ge, sem er 29 ára, málaði fyrir þremm- árum mynd af Margréti Þórhildi Danadrottningu. Sú mynd var brúðkaupsgjöf til Jóakims prins og Alexöndm prinsessu. Vantrauststillaga Tyrkneskir þingmenn greiða í dag atkvæði um vantraust á stjóm Mesuts Yilmaz forsætis- ráðherra. Yilmaz hefur verið sak- aður um samstarf við mafíósa. Varaðir við Viagra Matvæla- og lyfjaeftirlit Banda- ríkjanna varar menn með hjarta- kvúla og háan blóðþrýsting við að taka rislyfið Viagra. Kennedy iðraðist John F. Kennedy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, iðraðist mjög ákvörðunar sinnar um að hvetja til valdaránsins í S-Ví- etnam 1963. Þetta kemur fram af segulbandsupptökum sem gerðar hafa verið opinberar. ESB styður Ítalíu Evrópusambandið, ESB, lýsti í gær yfir stuðningi við afstöðu ítala í máh Kúr- daleiðtogans Abdullahs Öcal- ans. Hótaði ESB Tyrkjum refsi- aðgerðum tækju þeir formlega ákvörðun um að sniðganga ítölsk fyrirtæki. Sagði ESB slíka ákvörð- im bijóta í bága við tollasam- komulag sem gert hefði verið 1995. ítalir hafa neitað aö framselja Öcalan til Tyrklands þar sem dauðarefsing er í gildi. Kuldabylgja í Evrópu Alls er nú vitað um 130 dauðs- foll af völdum kuldabylgjunnar sem gengið hefur yfir Evrópu. { Rúmeniu hafa 60 látist úr kulda undanfama daga. Tugir hafa einnig orðið kuldanum að bráð í Póllandi og Rússlandi. Óvenjukalt hefur verið í Frakklandi, Hollandi og Belgíu miðað við nóvember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.