Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 12
: %ðtal LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 Náttúran er bæði grimm og siðlaus DV-mynd E.ÓI. Samkvœmt oröabók Menningarsjóðs er vargur „skaörœöisdýr sem leggst á hrœ“. Tœpast á það við um alla varga sem Sigfús Bjartmarsson skrifar um í Vargatali sínu sem nýver- iö kom út hjá Bjarti. Sjálf- ur segir Sigfús að honum þyki sú skilgreining frem- ur þröng og aö í mœltu máli sé merking orðsins mun víöari. Til dœmis noti menn orð eins og sauð- vargur yfir kindur sem leggjast á gróður landsins. Sigfús er þá spurður hvort orð eins og kvenvargur sé honum tamt og hvort slík- ir vargar fái um sig kafla í bókinni. Hann neitar því, en segist þó reyndar hafa frétt af nokkrum sem andi léttar þessa dagana. „Ég hef gert nokkrar atrennur að því að skrifa þessa bók,“ segir Sig- fús þegar hann er inntur eftir til- drögum verksins. „í fyrstu var ég bara með nokkra varga. Svo vafði verkefnið utan á sig og fór að taka á sig mynd. Bókin átti síðan að koma út í fyrra en ég var svo upptekinn við brauðstrit að það fórst fyrir.“ Sigfús Bjartmarsson rithöfundur. Hann hefur nú nýverið gefið út bókina Vargatal, hjá bókaforlaginu Bjarti. Hálfgerður vísinda- skáluskapur „Hér áður lifði þjóðin af landinu og var í samkeppni við hin rándýr- in. Hagkvæmast þótti því að maður- inn væri eina rándýrið og hinum væri útrýmt. Menn skiptu náttúr- unni upp samkvæmt tvihyggju. Hagkvæm góð dýr og ónauðsynleg vond dýr. Það var til dæmis stofnað vargafélag viö Breiðafjörð sem fór mjög nærri því að útrýma erninum. Þorra fólks þótti það hið besta mál. Þetta var vondur fugl. Þaö sem mig langaði að gera var að fara aftur fyrir þá sjm á náttúr- una sem okkur er töm þó að hún sé mestanpart ekki eldri en rómantík- in. Það er að líta á náttúruna sem fegurð og síðan ánægjulegt myndefni. Að landslag sé fallegt út af fyrir sig er sem sagt ung hug- mynd. Fyrir þann tíma þýðir, svo dæmi sé tekið, „landið er fagurt og frítt“ búsæld, eitthvað matargott. Hrikaleiki í náttúrunni var hins vegar uggvænlegur, skelfilegur, fjandsamlegur, auðnir ömurlegar. Þetta má sjá glöggt í ýmsum göml- um ferðabókum sem ég las þegar ég var að undirbúa þessa bók. 1 þeim höfðu menn allt aðra sýn sem grundvallast á hagsmunum og nota- gildi og hún hentaði þessari bók bet- ur, auk þess finnst mér hún sögu- lega sannari en hin, byggir allavega á mun lengri hefð.“ Þó að í hverjum þætti sé fjallað um einn varg þá er náttúran aðal- persónan, séð með mismunandi augum, oft barnsaugum. Sigfús seg- ir aö skynjunin sé í bland hans bemskuskynjun en fleira í textan- um sé þó sett þannig upp en minn- ingar hans. Því fari fjarri að hann sé sögumaðurinn. En það er engu að treysta. Það sem lítur út eins og skáldskapur getur allt eins verið minning og öfugt. „Ég er líka að gera þama ákveðn- ar tilraunir til að sýna heiminn út frá þekkingu náttúruvísindanna á því hvemig svona dýr skynja um- hverfi sitt. En þar sem skynjun skepna er frekar lítið rannsökuð og þekkingin gloppótt þá var nóg pláss fyrir hugarflugið eftir því sem mér skildist á mér fróðari mönnum og því er sá þáttur í þessu hálfgerður vísindaskáldskapur, helvítis bölvuð lygi, eins og maðurinn sagði, en mikið til í henni," segir Sigfús. Um skilianleg Ijóð og óskiljanleg Þetta hefur aldrei átt að vera ljóðabálkur sem hefur svo sprengt utan af sér formið? „Nei, en hins vegar vom fyrstu drögin smátextar sem bólgnuðu út, eins og allt sem ég geri, þaö bólgnar upp og skreppur saman á víxl, þar til ég er orðinn sáttur við það. Ég hef líka alltaf verið spenntur fyrir skáldskap sem er utan flokka, ef svo má segja, eða á jöðrunum, þar er meira rými til að skapa, ég upplifi fyrir ram gefín form sem fangelsi og fjötra." Heldurðu að þú öðlist nýjan les- endahóp með þessari bók þar sem hún er frábragðin því sem þú hefur áður gert? „Þar ertu farin að nálgast við- tökufræði sem ég held að sé ekkert sniðugt að hugsa mikið um, og ban- eitrað meðan maður er að skrifa, maður reynir bara að gera eitthvað sem manni fmnst gott eða skipti einhverju máli og svo verður bara að ráðast hvort öðram finnst það líka. Auðvitað byrjar allt á hug- mynd sem þróunin eyðir svo kannski, grefur jafnvel í gleymsku, eða þetta er svona hugarmynd sem erfitt er að festa á hendur, svo mót- ast eitthvað með tímanum, eða fæð- ist allt í einu.“ Þú ert nú ekki skiljanlegasta skáldið nú á dögum. Hefur enginn sagt það við þig áður? „Hvað segirðu? Mér finnst þetta allt svo auðskiljanlegt! Jú, auðvitað kannast ég viö þetta og einhverjir hafa kvartað yfir því að það þurfi að hafa of mikið fyrir ljóðunum mín- um. Þau eru líka svolítiö öðravísi en meginstraumur íslenskrar ljóð- listar og myndu trúlega virka mun auðlæsilegri á marga erlenda les- endur. Þar er hefð fyrir einhverju sem sótt er í svipaða aðferðafræði og fólk hefur þá að því einhverja lykla og kannast betur við sig. Ég held að mín ljóð séu hvorki fjarska- lega tyrfin né erfið heldur séu þau umfram allt fólki framandleg. Ef við væram ekki leidd í gegnum gamlan íslenskan kveðskap í skóla væri sá kveðskapur miklu erfiðari aflestrar en hann virkar fyrir okkur í dag. Fólk hefur hins vegar aldrei veriö leitt í gegnum þá aðferðafræði sem ég hef verið að nota.“ Á maður sem sagt að þurfa að hafa fyrir ljóðum? „Ég lít ekki á það sem neinn gæðastimpil. En hluti af besta skáldskap heims er þannig saman- settur að það þarf að hafa fyrir því að komast verulega ofan í hann. Það er eins ef þú ætlar að komast ofan í heimspeki; þú þarft að hugsa. Þú ferð ekkert hugsunarlaust að neinu gagni í gegnum heimspekikenningu og þú ferð ekkert áfram í vísindum nema brjóta heilann. Ef þú ert að gera þá kröfu að allt verði auðskilj- anlegt ertu að gera þá kröfu að höf- undurinn einfaldi og banalíseri bók- menntimar og geri þær ómerki- legri. Það er dálítið háskaleg krafa. Á hinn bóginn hef ég ekkert á móti auðskiljanlegum bókmenntum sem hægt er að skauta yfir, en að gera þá kröfu til allra bókmennta er krafa um afturfór. En Vargatalið ætti hins vegar ekki að þvælast fyr- ir neinum, það er án efa auðlæsileg- asta bók sem ég hef sett saman.“ Verð fljótt saddur á veiðum Þú verður að segja mér frá síð- asta kaflanum. Af hverju hefurðu manninn með vörgunum? „Maðurinn er yfirvargur. Hann er langhættulegasti og afkastamesti vargur jarðarinnar, enda langt kom- inn með það að eyða lífríkinu. Kafl- inn um veiðimanninn er þó aöallega nokkur orð til skilningsauka, smá- andóf gegn almennum fordómum skinhelgra morðnauta sláturhús- anna og garðyrkjubænda, tilraun til að varpa ljósi, þó lítið sé, á hvað liggur að baki veiðimentalítetinu. Það hefur lengi verið vinsælt að líta á náttúruna sem eitthvað fallegt og saklaust. En að sjálfsögðu er hún bæði grimm og siðlaus. í samræmi við það er lítil viðkvæmni í þessari bók, náttúran gengur út á að hver étur annan eftir bestu getu, það er svo einfalt. En þar með er ekki nærri öll sagan sögð, fyrir mér er dýrarikið bæði heillandi fallegt og fullt af skemmtilegheitum sem ég vona að komist þama að einhverju leyti til skila.“ Nú ert þú veiðimaður. Finnst þér gaman að drepa? „Mér þykir ekki gaman að drepa en mér þykir gaman að veiða, botna örlítið meira í náttúrunni ár frá ári, átta mig betur á atferli dýra, greina hljóö o.s.frv. Maðurinn er lélegt rán- dýr aö öðra leyti en því að hann hef- ur skynsemina og námshæfileikana. Veiðar era fyrir mér lífstíðarstúdía í ákveðnum hliðum náttúrannar og svo þarf vitaskuld að ná ákveðinni fæmi á veiðitækið en það er minna mál.“ Hvað skýturðu helst? „Ég skýt yfirleitt bara nokkrar gæsir sem ég ét og verð mjög fljótt saddur á veiðum. Þótt ég fengi enda- laust flug væri mér ómögulegt að skjóta i kerruna eins og sumir. Ég eyði líka miklu meiri tíma í að verja vörp, sem er í eðli sínu skít- verk, en það þarf einhver að sinna því. Þetta er liður í náttúravemd þar sem mannfélagið hér er búið að raska náttúranni, einkum hvað varðar máfastofna. Hér fyrr á öld- um féll þessi fugl í stóram stíl und- ir vor og náttúran hélt jafnvægi. En núna situr máfurinn að kjötkötlmn úti á miðum og viö frystihúsin og haugana svo ekkert drepst af hon- um af náttúrulegum orsökum. Svo kippir náttúran í hann á vorin og hann fer að ræna eggjum og ungum. Fjöldinn er of mikill til að margir aðrir stofnar þyldu það, væri ekkert að gert.“ Maðurinn er ekki eðli- legt dýr í umræðu um ýmsa varga og nýja minkagildru sem „leiftursnöggt molar hausa“ segir Sigfús að mink- urinn sé eina dýrið sem honum væri sama um að yrði útrýmt. „Minkurinn er aðskotadýr, sem flutt var inn til loðdýraræktar fyrr á öldinni, en slapp síðan úr búrum. Svo komust menn að því að þetta var geðbiluð skepna og forskrúfuð í henni forðasöfnunarhvötin, drap bara og drap eins og geðbilaður fjöldamoröingi. Minkurinn er ekki eðlilegt dýr þó að nú séu þeir farnir að halda því fram að hann sé eitt- hvað að lagast á geði og náttúran að aðlagast honum.“ En maðurinn? „Siðlegir veiðimenn era þokka- lega eðlileg dýr en maðurinn sem tegund er ekki eðlilegt dýr á meðan hann heldur áfram að eyðileggja umhverfi sitt og annarra. Hér á landi kemur mannfæðin að vísu náttúrunni enn til góða en þó hafa mörg hervirkin verið unnin, á vot- lendinu til dæmis, í miklu meira mæli en þörf var á undir tún. „ Hvað þykir þér þá um væntanleg- ar virkjanaframkvæmdir? „Þegar ráðamenn fara að tala um álver hugsa ég alltaf um það hvað þessi þjóð er komin stutt frá úr- ræðaleysinu sem hún sökk í á mið- öldum. Mér finnst þessi áform byggjast á vanþróuðum hugsunar- hætti og Eyjabakkar eru engin smá- fóm. Og þá fer maður að hugsa dapur til þess að hin hliðin á mál- inu er sú að það er enn algengt að hugvit, framleiki og snilli mæti hjá ráða- og peningamönnum sömu tor- tryggni, tregðu og vantrú, ef ekki fjandskap, og í gamla bændasamfé- laginu. Það er nefnilega allt fullt af möguleikum í þessu landi sem eru bæði mann- og vistvænni en stór- iðja. Það þarf hins vegar að veita hæfasta fólkinu bæði tíma og fé til þess að þróa þá.“ -þhs „Maðurinn er yfirvargur. Hann er langhættuleg- asti og afkastamesti vargur jarðarinnar, enda langt kominn með það að eyða lífríkinu."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.