Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 58
70 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 TY\7' afmæli Til hamingju með afmæ ið 28. nóvember 95 ára Sigþrúður Friðriksdóttir, Gili, Bólstaðarhlíðarhreppi. 90 ára Ósk Snorradóttir, Skólavegi 3, Vestmannaeyjum. 85 ára Kristín Þórðardóttir, hjúkrunarheimilinu Eir, Gagnvegi, Reykjavík. 75 ára Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Seljabraut 18, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Gunnþór Guðjónsson. Þau eru að heiman. Sólborg Bjarnadóttir, Hólavegi 10, Sauðárkróki. 70 ára Anna Tyrfingsdóttir, Hólastekk 8, Reykjavík. Garðar Karlsson, Lyngbergi 4, Þorlákshöfh. 60 ára Sigurveig Jakobsdóttir, Kleppsvegi 16, Reykjavík. Valgerður Helgadóttir, Fífumóa 3d, Njarðvík. Sólrún Þorvarðardóttir, Núpsdalstungu, Hvammstanga. 50 ára Guðmundur H. Einarsson, Brautarási 8, Reykjavik. Björg Yrsa Bjarnadóttir, Hæðarbyggð 17, Garðabæ. Steinunn Eiríksdóttir, Langeyrarvegi 18, Hafnarfirði. Halldór Guðmundsson, Esjuvöllum 11, Akranesi. Sigurlaug Steingrímsdóttir, Hárlaugsstöðum II, Ásahreppi. 40 ára Örn Sævar Rósinkransson, Langholtsvegi 208, Reykjavík. De Nhi Tran, Reynimel 90, Reykjavík. ívar Erlendsson, Stakkhömrum 20, Reykjavík. Jakob Ólafsson, Hraunbraut 39, Kópavogi. Gunnþórunn I. Gunnarsdóttir, Klausturhvammi 40, Hafnarfirði. Hörður Jónsson, Grundargötu 41, Grundarfirði. Hallvarður E. Aspelund, Urðarvegi 80, ísafirði. Anna Linda Hallsdóttir, Kirkjugötu 15, Hofsósi. Vigdís Heiða Guðnadóttir, Borgarhrauni 2, Hveragerði. Ólafur Sölvi B. Andersen, Vestmannabraut 48a, Vestmanneyjum. Olafur Olafsson Ólafur Ólafsson landlæknir, Grenimel 38, Reykjavík, varð sjö- tugur þann 11.11. sl. Starfsferill Ólafur fæddist í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1948, emb- ættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1957, stundaði framhaldsnám í Kaup- mannahöfn, Stokkhólmi London, lauk sænsku embættisprófi í Uppsöl- um 1961, öðlaðist almennt lækninga- leyfi á íslandi 1962, lauk diploma- prófi í faraldsfræði og tölfræði við London School of Hygiene and Tropical Medicine og við National Heart Hospital 1966, er viðurkennd- ur sérfræðingur í lyflækningum á ís- landi frá 1962 og í Svíþjóð 1965, við- urkenndur sérfræðingur í hjarta- sjúkdómum í Svíþjóð 1966 og á ís- landi 1967, sérfræðingur í embættis- lækningum á íslandi 1972 og kynnti sér meðferð nýrnasjúklinga í Stokk- hólmi 1963. Ólafur var deildarlæknir við Karolinska sjukhuset í Stokkhólmi 1961, aðstoðarlæknir við Landspítal- ann 1962-64, aukakennari við lækna- deild HÍ 1963-64, stundaði rannsókn- ir í Eskilstuna 1964-65, var aðstoðar- yfirlæknir við Karolinska sjukhuset 1965-67, yfirlæknir Rannsóknar- stöðvar Hjartaverndar 1967-72, Landlæknir íslands frá 1972, lektor í félagslækningum 1977, hefur verið héraðs- og heilsugæslulæknir i ýms- um héruðum um styttri tíma 1971-93, settur yfirlæknir við Hudd- inge háskólasjúkrahúsið í Svíþjóð um skeið 1975, 1978 og 1981 og ráð- gjafi við Alþjóða heilbrigðismála- stofnunina í Kaupmannahöfn 1984-85. Ólafur sat í stjórn Félags lækna- nema 1954, Félags íslenskra hjarta- lækna 1968-72, var formaður Félags í umferðarslysafræðum og Mannfræð- istofnunar HÍ 1979, í almannavarna- ráði frá 1972, í fullnustunefnd frá 1979, er fastafulltrúi íslands á fund- um WHO í Genf frá 1973, í Nordisk Socialpolitisk kommité frá 1973, í Traffic Medicine-nefnd Norður- landanna frá 1978, í nefnd WHO um lyfjaneyslu frá 1974, formaður Heilbrigðis- ráðs íslands 1974-84, for- maður Læknaráðs frá 1972 og stöðunefndar frá 1974, í slysanefnd WHO frá 1980, stjórnarformaður Hjúkrun- arskóla Islands 1974-86 og formaður Slysaráðs íslands 1991 og Landssamtaka um beinvernd. Ólafur hefur setið í og veitt forstöðu miklum fjölda opinberra nefnda er m.a. hafa fjallað um heilbrigðisþjónustu, fóstureyðingar, um varnir gegn kyn- sjúkdómum, ónæmisaðgerðir, lyfja- fræðinga, lyfjalög, um málefni aldr- aðra, um flokkun sjúkrahúsa, skipu- lag kennslu í félagslækningum, heimilislækningum og heilbrigðis- fræði, tölvuskráningu á sjúkrahús- um, um heilbrigðisráð, héraðslækna og heilsugæslulækna, um landskönnun á brjóstakrabbameini, um læknalög, um sveigjanlegan eft- irlaunaaldur og um skilmerki dauða. Ólafur hefur skrifað mikinn fjölda greina í innlend og erlend læknarit og samið fjölmörg rit Hjartavemdar um niðurstöður faraldsfræðilegra rannsókna auk ýmissa fylgirita með Heilbrigðisskýrslum auk þess sem hann situr í ritnefndum erlendra tímarita. Ólafur var sæmdur riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar 1984, gull- merki International Traffic Med- icine 1984, gullmerki Umferðarráðs 1988, er heiðursdoktor við lækna- deild HÍ og var kjörinn heiðursfélagi Læknafélags íslands 1998. Fjölskylda Ólafur kvæntist 8.2. 1960 Ingu Marianne Ólafsson, f. Falck 20.12. 1936, skólahjúkrun- arfræðingi. Hún er dóttir Gunnars Falck, f. 6.5. 1912, forstjóra í Hudd- ingsvall í Sviþjóð, og Ölmu Falck, f. 17.1. 1916, hús- mæðrakennara. Börn Ólafs og Ingu Marianne eru Ásta Sólveig, f. 19.2. 1960, hjúkrun- arfræðingur í Reykjavík en mað- ur hennar er Ágúst Kárason mat- reiðslumaður og eiga þau tvö börn; Ingibjörg, f. 26.5. 1964, hjúkrunar- fræðingur og forstöðukona í Reykjavík, gift Birni Ingimarssyni framkvæmdastjóra og eiga þau tvö börn; Bjarni, f. 15.8. 1965, lögreglu- fulltrúi í Reykjavík; Páll, f. 29.3. 1968, laganemi í Reykjavík, kvænt- ur Sigríði Dóru Gísladóttur kenn- ara og eiga þau tvö börn; Gunnar Alexander, f. 12.12.1969, viðskipta- fræðinemi í Reykjavík en kona hans er Ingibjörg Ómarsdóttir há- skólanemi. Synir Ólafs frá því áður eru Svavar Lárus, f. 15.9.1955, forstjóri í Reykjavík, kvæntur Kötlu Valdi- marsdóttur gjaldkera og eiga þau tvö böm; Ólafur, f. 5.5. 1957, hér- aðsdómari á Akureyri og á hann einn son. Systkini Ólafs: Bjarni, f. 26.4. 1926, d. 11.1. 1948, þingvörður; Ingi- björg, f. 24.7. 1927, hjúkrunarfræð- ingur; Páll, f. 16.3.1930, búfræðing- ur og fyrrv. hreppstjóri í Brautar- holti á Kjalarnesi; Jón, f. 26.4.1932, oddviti í Brautarholti. Foreldrar Ólafs voru Ólafur Bjarnason, f. 19.9. 1891, d. 13.2. 1970, hreppstjóri í Brautarholti og k.h., Ásta Ólafsdóttir, f. 16.3. 1892, d. 8.4.1985, húsfreyja. Ætt Meðal systkina Ólafs var Ingi- björg, kona Jónasar Rafnar yfir- læknis. Ólafur var sonur Bjama, prófasts í Steinnesi Pálssonar, dbrm. á Akri í Þingi Ólafssonar, bróður, samfeðra, þeirra Guðmund- ar, langafa Jóhannesar Nordals og Frímanns afa Valtýs Stefánssonar ritstjóra. Móðir Páls var Steinunn, systir Bjarna landlæknis. Steinunn var dóttir Páls, pr. á Undirfelli Bjarnasonar og Guðrúnar Bjama- dóttur, systur Agnesar, langömmu Ágústar H. Bjamason heimspek- ings, afa Ágústar Valfells verkfræð- ings. Systir Guðrúnar var Sigþrúð- ur, langamma Friðriks, föður Sturlu erfðafræðings. Meðal systkina Ástu voru Páll, faðir Ólafar myndhöggvara og Jens mannfræðings; Jón læknir, faðir Hilmars Foss; Kristín læknir, kona Vilmundar landlæknis, amma Þor- steins heimspekings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds hagfræðings, og Guðrún, móðir Ólafs Bjömsson- ar, hagfræðings. Ásta var dóttir Ólafs, prófasts í Hjarðarholti Ólafs- sonar. Móðir Ólafs var Metta Ólafs- dóttir, systir Maríu langömmu Guð- rúnar Agnarsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags íslands. Móðir Ástu var Ingibjörg Pálsdóttir, pr. í Arnarbæli Mathiesen Jónssonar, pr. í Arnarbæli Matthíassonar, stúdents á Eyri Þórðarsonar, ætt- fóður Vigurættar Ólafssonar, ætt- föður Eyrarættar Jónssonar, langafa Jóns forseta. Móðir Páls var Ingibjörg Pálsdóttir, systir Gríms, langafa Ásgeirs Ásgeirsson- ar forseta, og systir Margrétar, langömmu Margrétar, móður Ólafs Thors forsætisráðherra. Móðir Ingi- bjargar var Guðlaug Þorsteinsdótt- ir, systir Agnesar, langömmu Egg- erts Haukdal og Guðrúnar, móður Þórhildar Þorleifsdóttur leikhús- stjóra. Sigrún Úsk Ingadóttir Sigrún Ósk Ingadóttir, stjómar- formaður Vogabæjar ehf., Voga- gerði 8, Vogum, er fimmtug í dag. Starfsferill Sigrún fæddist í Fagradal í Mýr- dal og ólst upp í Fagradal, í Vík í Mýrdal og í Vestmannaeyjum. Sigrún lauk gagnfræðaprófi frá Héraðsskólanum að Skógum, stund- aði nám við Iðnskólann í Vest- mannaeyjum og lauk þaðan prófum, lauk sveinsprófi í hárgreiðslu í Keflavík og öðlaðist síðan meistara- réttindi í þeirri grein. Þá stundaði hún söngnám við Tónlistarskólann í Keflavík og lauk þaðan burtfarar- prófi 8. stigs í söng. Sigrún stundaði verslunarstörf í Kaupfélagi Skaftfellinga í Vik í Mýrdal, fisk- vinnslu hjá ísfélaginu í Vestmannaeyjum og verslunarstörf í Vest- mannaeyjum. Sigrún var hár- greiðslumeistari við Tjarnargötu í Keflavík en flutti í Vogana 1976 þar sem hún starfrækti verslunina Vogabæ til 1985. Hún starfrækir nú matvælafyrirtækið Vogabæ ehf. sem fram- leiðir Voga-ídýfur og EF-sósur. Sigrún söng með kirkjukór Vík- urkirkju frá fermingaraldri, söng síðar með kirkjukór Keflavíkur- kirkju og Kálfatjarnarkirkju og syngur nú með Kvennakór Suður- nesja. Þá starfar hún með félags- skap kvenna í Reykjavík sem nefn- ist Samskiptanet kvenna - eða Net- ið. Fjölskylda Sigrún giftist 7.9. 1968 Guðmundi Sigurðssyni, f. 1.1. 1945, fram- kvæmdastjóra Vogabæjar ehf. Hann er sonur Sigurðar R. Guðmundsson- ar og Ingibjargar Ólafsdóttur. Börn Sigrúnar og Guðmundar eru Guðmundur, f. 10.11.1969, verk- stjóri Vogabæjar ehf.; Sigurður Ragnar, f. 27.3. 1972, nemi í sálfræði við HÍ; Ingi Guðni, f. 28.6. 1975, sjómaður í vélvirkja- námi, búsettur i Reykjavík en sambýlis- kona hans er María Sig- ríður Þórðardóttir, f. 2.2. 1971, háskólanemi og er dóttir þeirra Ár- dís Marín, f. 20.5. 1998. Systkini Sigrúnar eru Ingi Stefán Ingason, f. 15.5.1950, kennari við FS og skólastjóri á Litla-Hrauni, búsettur á Stokkseyri en kona hans er Katrín Andrésdóttir kennari og eiga þau tvö böm; Stefán Erlendsson, f. 5.9. 1965, netagerðarmaður í Vest- mannaeyjum; Ólafur Erlendsson, f. 5.9. 1965, netagerðarmaður í Eyjum en kona hans er Gunnhildur og eiga þau tvo syni; Kjartan Erlendsson, f. 21.1.1967, háskólanemi í Árósum en unnusta hans er Rike, af dönsum ættum. Foreldrar Sigrúnar: Ingi Gunnar Stefánsson, f. 7.8. 1918, d. 1950, sjó- maður, og Guðfinna Kjartania Ólafsdóttir, f. 16.9. 1923, húsmóðir og garðyrkjukona. Seinni maður Guðfinnu var mágur hennar, Erlendur Stefáns- sson, netagerðarmaður í Eyjum. Sigrún og Guðmundur eru í út- löndum með sínum bestu vinum. Sigrún Ósk Ingadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.