Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 31
Arnaldur Arnarson og Alicia Alcalay. Arnaldo! Amaldo! Hvar er Arn- aldo? Hann hlýtur að vera í skólan- um. Eða heima? Er hann veikur? Það er Arnaldur Arnarson gítarleikari sem heitir bara Arnaldo þegar spurt er eftir honum í Luthier-hljóðfæra- versluninni í Barcelona. Þetta er sérverslun með gítara við Balmes-götu, steinsnar frá miðborg- inni - og að auki er þarna stærsta safn Spánar af nótum fyrir gítarleik- ara. Hingað koma þeir sem hafa vit á gítörum og hér ráða þau hjónin Am- aldur og Alicia Alcalay rikjum. Við hittrun Arnald í versluninni. Hann skýst þangað úr tónlistarskólan- um sem þau hjón reka líka. Þau eru áberandi fólk i tónlistarlífl borgarinn- ar. Dóttirin byrjuð líka Að utan lætur verslunin lítið yfir sér, bara glerhurð og grænt skilti fyr- ir ofan. Þegar inn er komið opnast heill heimur af gítörum, nokkrir af ódýrari gerðinni fremst en innar eru dýrgripirnir, bæði gamlir og nýir. Og lítill tónleikasalur innst með sannarlegum forngripum úr gítarsögunni á veggjunum. Allt snýst um gítara þótt líka sé hægt að fá lútur og selló hjá Arn- aldi. Jafnvel smáselló eins og það sem Anna Guðrún Arnaldsdóttir- Alcalay, dóttir Amaldar og Aliciu', sækir í að leika sér með, aðeins rúmlega tveggja ára. „Hún er ótrúlega hrifin af selló- inu,“ segir Arnaldur. Litlu neðar í götunni er skólinn. Þar er Alicia, kona Arnaldar, skólastjóri en hann er sjálfur með- al kennaranna. Gítarkennsla og tónleikahald er atvinna Arnaldar. Gítarverslunin er eins konar auka- geta við hliðina á skólanum sem hefur rnn 400 nemendm- og 35 kennara. Líka nótnasafnið sem Arnaldur getur með stolti kallað það stærsta sinnar tegundar á Spáni. Það er nú komið í hendur starfsmanna í versl- uninni. Arnaldur segist hafa ákveðið að byggja upp þetta safn vegna þess að hann minnist þess frá námsárum sín- um hve erfitt gat verið að nálgast gít- amótur. Efaðist aldrei alvarlega Arnaldur er Eyfirðingur í báðar ættir þótt hann sé fæddur og uppalinn á Seltjarnarnesinu. Það var þó í Umeá í Svíþjóð sem gítarinn hafnaði í hönd- unum á Arnaldi og vegna þessa hljóð- færis er hann nú kominn með um- fangsmikinn skóla- og verslunarrekst- ur í Barcelona á Spáni. Það þurfa að koma saman margar tilviljanir og einnig ákvarðanir áður en það gerist. Ástæðan fyrir að Umeá kemur við sögu er að þar stundaði faðir Arnald- ar framhaldsnám í læknisfræði. For- eldrar hans eru Örn Smári Arnalds- son, nú forstöðumaður myndgreining- ar- og rannsóknarsviðs á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, og Rósa Hjaltadóttir húsmóðir. „Ég efaðist aldrei alvarlega um að ég væri á réttri braut þegar ég ákvað að leggja gítarleik fyrir mig,“ segir Arnaldur. Hann valdi gitarinn upp- haflega í tónlistarskólanum í Umeá vegna þess að honum þótti hljóðfærið fallegt og hljómurinn í því faUegur. Engar gítarhetjur úr rokktónlistinni réðu þarna ferðinni eins og þegar krakkar völdu sér hljóðfæri á tímum bítlatónlistarinnar. „Það hefur aldrei freistað mín að spila rokk- eða popptónlist á gítarinn. Ég get ekki einu sinni blúsað á þetta hljóðfæri,“ segir Arnaldur og hlær. Hann rifjar upp að Jakob Magnússon fékk hann eitt sinn ásamt fleirum á ís- lenska gítarhátíð í London og inni á milli var djammað á gitarana. . „Það var settur rafmagnsgítar i fangið á mér og mér sagt að blúsa eins og hinum. Ég gat ekkert, alls ekkert og var langverstur í hópnum," segir Arnaldur um þessa einu tilraun sína til að leika á rafmagngítar. „Ég hef aldrei haft tilfinningu fyrir rafmagnsgítamum. Klassiski gítarinn er mitt hljóðfæri," segir hann með sannfæringu. Hann neitar því hins vegar ekki að honum hafi þótt gaman að hlusta á gítarhetjur unglingsár- anna, menn eins og Jimmy Hendrix og Eric Clapton. En sjálfum hefur honum aldrei dottið í hug að blanda saman rokki og klassískum gitarleik. Tvær ólíkar hefðir „Þetta eru tvær ólíkar hefðir,“ seg- ir Arnaldur til útskýringar. En að ís- lendingur kenni Spánverjum klassísk- an gítarleik? Er það ekki eins og að Spánverji ætli að kenna Þingeyingum að kveða rímur? „Nei,“ svarar Arnaldur, ákveðinn. „Spánverjar líta í það minnsta ekki svo á. í augum Spánverja er gítarinn alþjóðlegt hljóðfæri og það þykir ekk- ert undarlegt þótt útlendingur kenni á gítar - ekki frekar en áð kenna á hvaða annað hljóðfæri sem er.“ Gítarhefðin er hins vegar sterk á Spáni og frægasti gítarsnillingur allra tíma er Spánverjinn Andrés Segovia. Arnaldur telur að frægð hans valdi miklu um að margir telja gítarinn sér- stakt spánskt hljóðfæri. „Spánverjum þykir undarlegt ef út- lendingar ætla að tileinka sér fla- mencóleik. Flamencó er sérstök spænsk þjóðlagahefð sem útlendingar ná ekki valdi á af sömu tilfinningu og Spánverjar og þá sérstaklega Andalús- íumenn," segir Arnaldur og nefnir sérstaklega að Japanir eru mjög hrifn- ir af flamencó en geta ekki allir leikið hann af svo mikilli innlifún að Spán- verjum líki. Frá Japan hafa þó komið verðlaunaðir flamencóleikarar Arnaldur hefur getið sér gott orð sem gítarleikari í hinum spænsku- mælandi heimi. Hann hefur farið í tónleikaferðir til Suður-Ameríku og leikið víða á Spáni. „Eftir að Anna Guðrún fæddist hef ég meira haldið mig hér í Barcelóna og nágrenni," segir Arnaldur um þá breytingu sem stofnun fjölskyldu hef- ur haft í för með sér. í Barcelona kem- ur hann oft fram með strengjakvar- tett. Skrapp til Barcelona „Ég lít bæði á mig sem konsertgít- arleikara og gítarkennara. Mér finnst gaman að kenna og vildi hvorugu sleppa," segir Arnaldur. Hann á að baki nám í klassískum gítar- leik heima f Tónskóla Sigur- sveins D. Kristinssonar þar sem Gunnar H. Jónsson var kennari hans. Síðar fór Arnaldur til framhaldsnáms í Manchester á Englandi og þaðan lauk hann mastersgráðu i gítarleik. Fyrir rúmum fimmtán árum - eftir eitt ár við kennslu heima á íslandi - fór hann til Alicante á Spáni í nám hjá einkakennara þar. Frá Alicante skrapp hann til Barcelóna á námskeið skipu- lagt af þekktum gítarleikara og kennara. Það var Alicia Alcalay og Arnaldur hefur eiginlega ekki komist heim af námskeið- inu. Arnaldur viðurkennir fúslega að það er vegna áhuga á gítar- leik að hann er staddur þar sem hann er nú. Hann gat valið ann- að en gerði það ekki. Hefði annars orðið læknir „Eftir að ég lauk menntaskólanum velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera. Mig langaði að halda áfram að læra á gítar og hugsaði sem svo að ég gæti alltaf snúið mér að öðru námi síðar þótt ég héldi áfram tónlistar- náminu. Hins vegar er erfitt að byrja aftur á tónlistarnámi eftir hlé,“ segir hann telur helst að læknisfræði hefði orðið fyrir valinu ef gítarinn hefði ekki komið fyrst. „Ég hugsaði þetta aldrei út frá fjár- hagslegu sjónarmiði. Ég þurfti aldrei að hafa áhyggjur af afkomunni á námsárunum, tók námslán og velti tekjumöguleikum síðar ekkert fyrir mér,“ segir hann og bætir við að val- ið hafi í raun og veru aldrei verið erfitt. Hann ætlaði sér að verða gítar- leikari. Hann hefur hins vegar aldrei ákveðið hvar hann ætlar að búa. Hann er í Barcelóna og kallar aðstöðu sína þar „áhugaverða". Hér er mikið mn að vera í tónlistarlífinu og við tón- leikahald og við rekstur skólans kynnist hann nýjum tónlistarmönn- um en hann hefur aldrei ákveðið að búa í Barcelóna. Þetta er bara svona. „Stundum finnst mér stórborgin þreytandi. Barcelóna er ein þéttbyggð- asta borg í heimi og hér heyrist borg- amiðurinn allan sólarhringinn," seg- ir Arnaldur. Þau hjón búa mitt í öll- um ysnum rétt hjá tónlistarskólanum og versluninni. „Það er nauðsynlegt að komast burt frá öllu þessu af og til,“ segir Amald- ur og þau hjón eru öU sumur á íslandi og á veturna reyna þau sem oftast að komast út úr borginni. „Kosturinn viðað búa hér er að hér er mikið að gerast. Hingað koma fræg- ir tónlistarmenn, virtar hljómsveitir og dýrar óperusýningar sem ekki er hægt að fá til íslands," segir Amald- ur. Gróskan í íslensku tónlistarlífi finnst honum þó alltaf jafnspennandi og segir að það sé að mörgu leyti auð- veldara fyrir almenning á íslandi en i Barcelóna að fylgjast með því sem er að gerast. Illa við síestuna í Barcelóna hefur Arnaldur samið sig að lífsmunstri heimamanna. Vinnudagurinn skiptist í tvennt því um miðjan daginn varir „síestan" í tvo tU þrjá tíma. Höfuðmáltíð dagsins er seint um kvöld og Arnaldur segir að þetta fyrirkomulag sé í raun og veru úrelt og óþarft í borgarmenn- ingu. „Ég kann betur við að hafa sam- felldan vinnudag og fara snemma heim. Síestan er ekkert annað en arf- ur úr sveitamenningunni. Það var úti- lokað að vinna úti á ökrunum í hitan- um um hádaginn en í borgunum á þetta minni rétt á sér,“ segir Amald- ur. íslenska matarins saknar Arnaldur síður enda hefur hann ekki borðað kjöt í 18 ár og er sama þótt ekki séu svið og hangikjöt á borðum. Þó hefur fjölskyldan með sér flatkökur að heiman og skyr og bakar rúgbrauð. „Það kemur fyrir að ég sakna stemningarinnar við matborðið á ís- landi,“ segir Arnaldur og minnist sumranna sem hann var í sveit í Eyja- firðinum. Alltaf hádegismatur, síðasta lag fyrir fréttir í útvarpinu og svo fréttirnar. Það var reyndar ekki svo fjarlæg hugmynd að verða bóndi. Og hestamaður var hann í Eyjafirðinum, greip í gítarinn af og til og þótti gam- an í heyskapnum. Heim á tónleika Núna er næst á dagskrá að fara heim til íslands og halda tónleika á Myrkum músíkdögum í janúar. Þar ætlar Arnaldur m.a. að flytja verk Jóns Leifs; upphaflega fiðluverk sem Arnaldur hefur sjálfur umskrifað yfir gítar og einnig verk eftir Karólínu Ei- ríksdóttur og Jón Ásgeirsson. Þá ætl- ar hann aö frumflytja verk eftir John Speight. Þetta er efnisskrá sem hann er að æfa núna með öðrum verkum. Á heimili Arnaldar og Aliciu snýst allt um tónlist. Þau hjón eru bæði git- arleikarar, dóttirin Anna Guðrún er byrjuð að leika sér með selló og fóst- ursynirnir tveir, synir Aliciu af fyrra hjónabandi, eru báðir tónlistarmenn, hvor á sinn hátt. Daniel Alonso, sá eldri, stillir píanó en Guillem Alonso er atvinnumaður í steppi - og raunar fyrrum heimsmeistari í greininni. Og ekki minnkar fjölbreytnin þegar kemur að samræðum á heimilinu. Alicia talar katalónsku við börn sín, Amaldur og Alicia tala spænsku sín í milli og Arnaldur og Anna Guðrún tala saman á íslensku. Sú litla verður því jafnvíg á þrjú tungumál; kata- lónsku, spænsku og íslensku. Gísli Kristjánsson Ásamt dótturinni Önnu Guðrúnu Arnaldsdóttur- Alcalay.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.