Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 68

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 68
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá f sfma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notað í DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 Tryggingamið- stöðin og Trygg- ing sameinast Samkomulag hefur náðst um að Tryggingamiðstöðin hf. og Trygging Jjf. sameinist. Stjómir félaganna tveggja stefna að hlutabréfaskiptum þannig að hluthaf- ar í Tryggingu hf. fái hlutabréf í Tryggingamiðstöðinni hf. fyrir hluti sína og hefla með því samvinnu um rekstur félaganna. í fréttatilkynningu segir að tilgang- urinn með þessu samkomulagi sé að að auka hagkvæmni í rekstri, auka áhættudreifingu með stærri og fjöl- breyttari vátryggingastofni og efla samkeppnisaðstöðu sameinaðs félags. Samkomulagið verður lagt fyrir hlut- hafafundi á næstunni. Samanlagðar iðngjaldatekjur félaganna á síðasta ári voru 3,6 milljarðar króna. Saman- lagt bókfært fé félaganna í árslok 1997- var 1,7 milljaðar króna. -RR --------------------------- Forsetaheimsóknin: Konur áttu ekki heimangengt Glöggskyggnt fólk hefur tekið eftir að í opinberri heimsókn forseta ís- lands til Svíþjóðar er hlutur kvenna frá íslandi nánast enginn. En það á sér skýringar. „Af sér- stökum ástæðum gat ekki farið utan '^ineð manni mínum að þessu sinni, ég er í vinnu og á ekki alltaf heimangengt. Og þar sem ég gat ekki farið fór kona ráðuneytisstjóra ekki heldur," sagði Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona Halldórs Ásgrimssonar, í gærkvöld þegar hún var spurð um málið. Ætlunin var að konurnar yrðu með í fór eins og í Italíuferðinni og farmið- ar munu hafa verið tilbúnir en af því varð ekki eins og fyrr greinir, auk þess sem hvorug dætra Ólafs Ragnars, Tinna eða Dalla gat farið. -JBP Sigurjóna Sig- uröardóttir. , íj '-•fkt «0 ‘lCálindur ánægjunnar SYLVANIA John Fowler, 25 ára íri, segist vera meö fimm Breta „í vinnu“ hér á landi: Fylgdarmannaþjónusta sem býður m.a. kynlíf - getur reynt á hjá þeim fylgdarmönnum sem eru í sambúö, segir John Fowler „Þessi fylgdarmannafyrirtæki hafa verið starfrækt í Bretlandi í 5 ár og einnig í Noregi. Ég var beðinn um að koma þessari þjónustu af stað hér. Það eru funm Bretar með mér í þessu, allir búsettir hér á landi. Við erum þegar búnir að fá nokkra við- skiptavini en þeir eru ekki margir enn sem komið er. Það eru aðeins tvær vikur siðan ég kom til landsins. Við munum auglýsa þetta betur. Fram að þessu höfum við valið kven- mannsnöfn af handahófi úr síma- skránni og sent viðkomandi bréf heim,“ sagði John Fowler, 25 ára íri, í samtali við DV en hann hefúr verið búsettur lengi í Noregi en einnig í Bretlandi. Allmargar konur á höfuðborgar- svæðinu hafa þegar fengið send heim bréf frá Time Escort Agency sem John segist vera talsmaður fyrir hér á landi. Þar segir m.a.: „Time Escort Agency er fyrirtæki þar sem konur á öllum aldri geta leigt sér karlmann til ýmiss konar þjón- ustu. í dag eiga margar konur við kynlífsvandamál að stríða með kærustum sínum eða eiginmönnum. Sumar konur langar líka að prófa eitt- hvað nýtt og aðrar eru aðeins að leita að ævintýrum . . . einnig eiga konur erfitt með að finna sér félaga eða vilja fá einhvem út með sér.“ í bréfinu er greint frá því að „sex“ kosti 5.000 króntu- á klukkustund. Borðfélagi í mat kostar 3.000 krónur á tímann og sama verð er tekið fyrir ef farið er í bíó, á diskótek og svo fram- vegis. Þegar John er spurður hvort bresku karlmennimir séu að selja ís- lenskum konum líkama sinn segir hann: „Já, en það fer alveg eftir því hvort karlmanninum finnst kröfur konunnar sanngjarnar. Við leggjum ríka áherslu á trúnað við viðskipta- vinina. Aðspurður um hagi þeirra karl- manna sem í þessu standa sagði John: Við höfum þegar fengiö nokkra viöskiptavini, segir John Fowler. „Sumir eru hér með konuna sína og böm. Þetta getur því verið erfitt fyrir sambönd þeirra. En þetta er auð- vitað undir þeim komið. Vissulega getur það reynt á þegar karlmaðurinn kemur seint heim á nóttunni eða und- ir morgun." John segir að Bretamir séu flestir í annarri vinnu. Fylgdarþjónustan sé aðeins aukavinna sem oftast fari fram á kvöldin og á nóttunni. í bréfi fylgdarmannaþjónustunnar, sem auglýsir GSM-númer Johns, er greint frá þvi að „fylgdarmanninum" sé heimilt að yfirgefa viðskiptavininn eftir 30 mínútur af „kynningartíma" án þess að þurfa að gefa nokkrar skýr- ingar á því. „Aðalatriðið er að karlmanninum finnist kröfur konunnar sanngjarnar og að hann sé sáttur við viðskiptin," sagði John. Tekið er fram að öll þjón- usta karlanna skuli staðgreidd. -Ótt Alusuisse og VIAG: Styrkir stöðu okkar „Ég á ekki von að sameiningin hafi i fór með sér stórfelldar breyt- ingar á starfsemi ÍSAL, að minnsta kosti ekki í bráð en kannski i lengd, og eftir sameininguna verði um að ræða sterkara fyrirtæki en þau vom hvort um sig. Að því leyti verði staða okkar sterkari í þeim harða heimi sem við berjumst í,“ sagði Einar Guðmundsson, aðstoð- arforstjóri ÍSAL, um sameiningu Alusuisse, aðaleiganda ÍSAL og þýska fjárfestingarfélagsins VIAG. VLAG er að sögn Einars eignar- haldsfélag sem hefur verið ráðandi í orkuframleiðslu í S-Þýskalandi, auk þess að eiga hlut í síma- og fjar- skiptafyrirtækjum af mörgu tagi og álframleiðslufyrirtækjum. -SÁ Veðriö á morgun: Él á Norðausturlandi Á morgun, sunnudag, verður suðaustangola eða kaldi og víðast úr- komulaust um vestanvert landið en norðan- og norðvestankaldi eða stinn- ingskaldi austanlands og dálítil él á Norðausturlandi. Veðriö á mánudag: Súld eða rigning suðvestanlands Á mánudag verður suðvestangola eða kcddi um sunnanvert landið en norðaustémgola eða kaldi norðanlands. Dálítil súld eða rigning verður suðvestanlands en él norðvestanlands, þurrt að mestu og víða léttskýjað áustan til á landinu. Veöriö í dag er á bls. 73.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.