Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 6
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 6 * lönd Fyrrverandi lífvöröur Jeltsíns: Berezovskíj á bak við morð á þingkonu Auðjöfurinn Borís Berezovskíj kúgar Borís Jeltsín Rússlandsfor- seta. Þetta fullyrðir Alexander Korzjakov, fyrrverandi lífvörður og náinn samstarfsmaður forsetans. Berezovskíj vísar fullyrðingunum á bug og kallar þær óráðshjal. Korzjakov gefur einnig í skyn að Berezovskíj sé maðurinn á bak við tvö morð, á sjónvarpsmanninum Vladislav Listjev og þingkonunni Galinu Storovojtovu. Fullyrðir Korzjakov að dóttir Jeltsíns, Tatjana Djatsjenko, og Naina konan hans líti á Berezovskij sem martröð sem þær vilji gleyma. Berezovskíj á að hafa hótað þeim og sagt að geri þær honum eitthvað op- inberi hann öll skjöl um forsetafjöl- skylduna. Korzjakov heldur því fram að samband sé á milli morðanna á sjónvarpsmanninum og þingkon- unni. Á fundi með fréttamönnum sýndi hann myndbandsupptöku sem hann sagði vera gerða daginn eftir morðið á sjónvarpsmanninum í mars 1995. Á myndbandinu segir Berezovskíj við Jeltsín að morðið sé ögrun gegn forsetanum og honum sjálfum. Ekki þykir ljóst hvað myndbandið sannar. í gær kvaðst fyrrverandi yfirmað- ur rússnesku öryggislögreglunnar, Nikolai Kovaljov, ætla að höfða mál gegn Berezovskíj vegna ásakana um aö öryggislögreglan hafi ætlað að myrða hann. Kovaljov, sem var rekinn úr emb- ætti í júlí síðastliðnum, sagði að öll gagnrýni á öryggislögregluna á sjónvarpsstöðinni ORT, sem Ber- ezovskíj er meðeigandi að, rýrði traust almennings á framkvæmd laga. Berezovskíj kom ásökunum sin- um fyrst á framfæri í bréfi til eftir- manns Kovaljovs, Vladimirs Putins. Á fréttamannafundi í síðustu viku greindu grímuklæddir menn, sem sögðust vera í öryggislögreglunni, frá því að þeim hefði verið skipað að myröa auðjöfurinn. Putin segir ekkert hafa sannað ásakanimar. Vertíðin hjá jólasveinunum í New York hófst í gær. Tóku þeir sér stöðu á götuhornum og hringdu bjöllum sínum um leið og þeir báðu borgarbúa um framlög til góðgerðarmála. Símamynd Reuter Utanríkisráöherra Chile til Bretlands til bjargar Pinochet: Neyddist sjálfur í útlegð stuttar fréttir Slæmt efnahagsástand Ástandið í efnahagsmálum í Asíu er verra en talið var fyrir hálfú ári samkvæmt nýrri spá asíska þróunarbankans. Flýtti sér heim Forsætisráðherra ísraels, Benja- min Netanyahu, flýtti sér heim úr Evrópuferð í gær vegna sprengju- árása gegn ísra- elskum hermönn- um á hernáms- svæði ísraela í Lí- banon. Sakaði Net- anyahu líbönsku stjómina um að bera ábyrgð á árásum Hizbollahskæruliða. Sjö ísraelskir hermenn hafa fallið á svæðinu undanfama ellefu daga. Átök á Kúbu Átök urðu milli stjórnarand- stæðinga og stjómarsinna við dómhús í Havana á Kúbu í gær er réttarhöld hófust yfir blaðamanni úr röðum andófsmanna. Blaða- maðurinn er sakaöur um að hafa móðgað embættismann. Sannleiksnefnd Göran Persson, forsætisráð- herra Svíþjóðar, ætlar að láta sannleiksnefnd eftir norskri fyrir- mynd rannsaka störf leyniþjón- ustu hersins. Hótar fangelsi Forseti Argentínu, Carlos Menem, hótaöi í gær að stinga stjómmálaandstæðingum sínum í fangelsi fyrir ærumeiðingu sök- uðu þeir hann um spillingu. Gjafmildir um jólin Bandaríkjamenn munu kaupa þrisvar til fimm sinnum fleiri gjaf- ir en Evrópubúar um jólin. Banda- ríkjamenn munu hins vegar kaupa ódýrari gjafir samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þjóðverjar neita Gerhard Schröder, kanslari í Þýskalandi, neitaði í gær að fara fram á framsal Kúrdaleiðtogans Abdullahs Öcalans ffá Ítalíu. Þýsk yf- irvöld óttast átök milli Tyrkja og Kúrda í Þýska- landi komi Öcalan j til Þýskalands. 2,2 milljónir Tyrkja 5 og hálf miiijón Kúrda era í Þýska- | landi. Hvatti Schröder til að réttað ' yrði yfir Öcalan fyrir alþjóðlegum j dómstól. Fleiri lík fundin ; Björgunarmenn fundu í gær í fleiri lík í lestarvögnunum á Ind- | landi sem hraðlest ók á á fimmtu- í daginn. ígær var tala látinna \ komin í 148. 260 eru slasaðir og er | ástand 30 þeirra alvarlegt. 16 I vagnar eyðilögðust í lestarslysinu. Olíurisar sameinast Forsvarsmenn olíufélaganna Exxon og Mobil hafa verið í viðræð- um um að sameinast. Hvort af sam- einingu verður skýrist eftir helgina að sögn Reuters-fréttastofunnar og Financial Times. Félögin Exxon og Mobil voru stofnuð í upphafi aldarinnar af þá- verandi eigendum risafyrirtækisins Standard Oil. Tilgangurinn með stofmm félaganna var að dreifa ört vaxandi starfsemi Standard Oil á fleiri hendur í því skyni að ganga ekki í berhögg við lög sem þá höfðu verið sett um hringamyndun. Exxon er nú stærsta almennings- hlutafélag heims og Mobil er annað stærsta olíufélagið í Bandaríkjun- um þannig að með sameiningu verð- ur til risavaxið fyrirtæki með yfir- burðastöðu á oliumarkaði heimsins. Heimildamenn Reuters segja að boðað verði til blaðamannafundar um sameininguna í New York á mánudag eða þriðjudag þar sem sameiningin verði tilkynnt þar sem hún sé á lokastigi. Sameiningarvið- ræður hafa farið mjög leynt og hafa óstaðfestar ffegnir af þeim komið mjög á óvart í olíuheiminum. -SÁ José Miguel Insulza, utanríkis- ráðherra Chile, sem í gær hélt til Bretlands til þess að reyna að fá Augusto Pinochet látinn lausan, neyddist sjálfur til að flýja land í stjórnartíð Pinochets. „Ég held ekki til London til þess að verja Pinochet. En ég ver þær grandvallarreglur sem stjómvöld í Chile hafa í heiðri," sagði Insulza. Hann flúði frá Chile þegar herinn tók völdin og dvaldi samtals 11 ár í Mexíkó og Ítalíu. Innanríkisráðherra Bretlands, Jack Straw, fékk í gær 9 daga frest, eða þar tU 11. desember, til að ákveða hvort framselja eigi Pin- ochet til Spánar. Robin Cook, utan- ríkisráðherra Bretlands, hafnaði í gær beiðni Insulza um að láta Pin- ochet lausan. Chilemenn í Svíþjóð kunna að hafa undir höndum sönnunargögn sem fellt geta Pinochet fyrir morð, aö því er sænskur lögmaður telur. Luis Villalobos, sem nú er sextugur, varð vitni að því er átta manns voru pyntaðir á grimmilegan hátt og síð- an skotnir til bana. 1990 sneri hann aftur til Chile og tókst að finna fjöldagröf með líkum 25 samfanga sinna. Luis fullyrðir að þeir hafi verið teknir af lífi samkvæmt skip- unum Pinochets. Kennsl vora borin á 13 fómar- lambanna. Luis tók myndir af fjöldagröfinni. Nú vonast hann til að geta borið vitni gegn Pinochet. Kauphallir og vöruverð erlendis New York London Frankfurt 7500 7000f®M ■ N aBjMacKMfj 240 wm $/t a ÍAJ | 160 * : Vl 150 , 140 j | */t A S 0 N Hong Kong 10742,11 20000! 15000 j 10000* 5000 HangSeng Hráolía 10,85 Dauðsföllum af völdum al- næmis fækkar í Evrópu Dánartíðni af völdum alnæmis | hefur minnkað um 80 prósent í i: Evrópu á fjórum árum, eða allt frá því farið var að gefa sjúkling- um blöndu nokkurra lyfja tU að berjast við sjúkdóminn. Að sögn vísindamanna er ekki | hægt að skýra fækkun dauðs- falla með öðru en tilkomu nýju I lyfjanna. Alnæmi er helsta orsök ótíma- I bærs dauða í heiminum og til- I fellum fer fjölgandi í flestum j löndum. Þeir sem hafa efni á | hinum nýju lyfjakokkteUum •j geta átt von á þvi að lifa lengur. Meira en 33 mUljónir manna eru smitaðar af HlV-veirunni I sem veldur alnæmi, flestir í Afr- 1 íku sunnan Sahara og í Asíu. Svíar dugleg- astir að hætta reykingum j Svíar eru fyrsta þjóðin 1 heim- | inum sem tekst að ná því tak- ; marki Alþjóða heUbrigðisstofn- ; unarinnar að reykingamenn verði undir 20 prósentum fyrir J árið 2000. Svíar náðu takmark- j inu í fyrra en þá kváðust 19,3 jj prósent fuUorðinna Svía reykja s daglega. ÍSamkvæmt rannsókn, sem gerð var í Svíþjóð, hefur heUdar- neysla sígarettna og annars reyktóbaks minnkað aUs staðar | á Norðurlöndum á árunum I 1970-1997.1 Svíþjóð og Finnlandi I hefur neyslan minnkað um 40 | prósent en rúmlega 25 prósent í I Noregi og Danmörku. í Svíþjóð reyktu karlkyns inn- | flytjendur nær tvöfalt á við ; sænska karla, eða 25 prósent. 30 prósent innflytjendakvenna | reykja á móti 21 prósenti I sænskra kvenna. Stjórnmála- menn og löggur | í klámklúbbum 1 48 stjómmálamenn og nokkrii' ; lögreglumenn eru meðal skráðra S gesta tveggja klámklúbba í I Stokkhólmi. Hafa gestimir greitt I miUjónir króna fyrir nudd, dans- | sýningar og böð í heitum pottum | með ungum stúlkum, að því er j fram kemur í sænskum fjölmiðl- I um. !; Einn stjórnmálamannanna ; hafði greitt fyrir þjónustuna með krítarkorti flokks síns. Nokkrir höfðu boðið viðskiptavinum sín- | um í klúbbana en aðrir voru þar 1 í einkaerindum. Enginn stjórn- k málamannanna situr á þingi. I Þeir eiga sæti í aUs kyns nefhd- j; um sveitarfelaga sinna, þar á | meðal kirkjuráðum. Stjómmála- mennirnir era úr öUum flokkum | nema Vinstriflokknum. Skattalögreglan fékk í hendur krítarkortsnótur gestanna við rannsókn sína á starfsemi | klúbbanna. Hönd og fætur grædd á mann ;í DV.Ósló: Læknar í Ósló gera sér vonir um að maður, sem missti báöa fætur og aðra höndina í vinnu- I slysi, nái bata eftir að limirnir ■ voru græddir á hann. Maðurinn | og limirnir voru fluttir í skyndi | á sjúkrahús og aUt saumað sam- 1 an. í Hinn slasaði er fangi í Ila-hér- ; aðsfangelsinu skammt vestan Óslóar. Hann vann við skurð á 3 stálplötum og lenti í skurðarvél- j inni en ekki er vitað með vissu | hvemig slysið bar annars að 1 höndum. -GK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.