Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 53
LAUGARDAGUR 28. NOVEMBER 1998 y ból&kafli 65 Kanadískir hermenn f skotgröfum fyrri heimsstyrjaldarinnar. Vitað er með vissu um 1245 íslendinga sem börðust í herjum Kanada og Bandaríkjanna í styrjöldinni en sennilega hafa þeir verið ennþá fleiri. Stríðið rauf samband- ið við ísland og eftir það dró mjög úr vesturferðunum. í stríðinu breyttist einnig sjálfsmynd „landa" í Vesturheimi - þeir hættu að vera „Vestur-íslend- ingar“ og urðu smám saman „lcelandic Canadians" - Kanadamenn af ís- lenskum uppruna. Frá vinstri: Einar Sigurður Anderson, Aðalsteinn Janus Sigurðsson, Gústaf I.. Magnússon og Hjáimar Stephaníus Sigurðsson, fjórir af þeim sem féllu í orr- ustunni löngu við Somme sumarið 1916. Eftir því sem næst verður komist féllu 144 Vestur-íslendingar í strfðinu og 207 særðust f bardögum fyrir hina nýju fósturjörð - Kanada eða Bandarfkin. Hún setur jaíhan hátíðina og hefur með sér tvær hirðmeyjar sem tákna Kanada og Bandaríkin. Árið 1932 var Winnipeghátíðin færð til Gimli og hana sækja nú tugir þúsunda manna. Somme I átökunum um fallega dalinn sem áin Somme rennur um fengu margir Vestur-íslendingar sína eldskím. Sumarið 1916 höfðu stríðandi fylk- ingar grafið sig þar niður í skotgraf- ir hvor gegnt annarri með margra kílómetra löngum rangölum. Á miUi þeirra var einskismannsland, yfir- leitt nokkur hundruð metra breitt. Það var hinn eiginlegi stríðsvöllur, sundurtættur af sprengjuregni. Fyrri heimsstyrjöldin var einkum háð í límkenndri gráleitri leðju þegar rigndi og í rykmekki þegar þurrt var. Bardaginn hófst í byrjun júlí en í lok ágúst 1916 komu kanadískir her- flokkar til Somme-héraðs til þess að leysa af hólmi það sem eftir var af áströlskum og nýsjálenskum sveit- um. í þessum hópi voru fjölmargir Vestur-íslendingar. Þeir voru komn- ir til að undirbúa mikla árás sem átti að hefja 15. september með þátttöku fiölda herfylkja bandamanna. Þá um morguninn, tuttugu mínút- ur yfir sex, var hleypt af stóm byss- unum, mennimir klifruðu upp úr gryfjum sínum og hlupu yfir einskis- mannslandið. Þeir réðust ofan í skot- grafir Þjóðverja með handsprengjur, rifila og byssustingi, drápu allt kvikt og komu sér fyrir. Sumir komust þó ekki alla leið. Einar Sigurður Ander- son, þrítugur bóndi sem fæddist á Hólshúsum í Borgarfirði eystra, kom ekki aftur úr þessari fyrstu árás. Undir kvöld var aftur skipað til árás- ar. Enn rigndi sprengikúlum yfir Þjóðverja og aftur hlupu vestur-is- lensku hermennimir með félögum sínum upp á opið svæði og náðu nokkur hundrað metrum til viðbótar af blóði drifinni leðju. Það rigndi látlaust. Dagar liðu. Sumir herflokkanna vora örmagna. Byssumar virkuðu ekki, allt var gegnblautt og mennimir úrvinda, særðir og sjúkir. Aðrir gátu haldið áfram og rekið fleyga í víglínu Þjóð- verja. En alltaf tóku við nýjar og nýj- ar skotgrafir óvinarins og alltaf virt- ist hann geta svarað skothríðinni. Eins og jafnan i stríði stóðu hers- höfðingjar í öraggi-i fjarlæð og færðu nýja vígstöðu jafnharðan inn á landa- kortið. Að tíu dögum liðnum varð ljóst að ef árangur ætti að nást i or- ustmmi yrði að hrekja Þjóðverja úr mikilvægri skotgröf sem kölluð var Regina. Skipun kom til tveggja kanadískra herfylkja: Þau skyldu vera í víglínunni þar til Regina væri unnin. Þetta var vonlaust verk hvemig sem á það var litið. En það var reynt. Nokkur hundruð menn ruddust skyndilega upp úr gröfum sínum og hlupu skjótandi í átt að Þjóðverjum. Þeir komust ekki áfram fyrir gadda- vírsflækjum og á hlaupunum til baka voru þeir brytjaðir niður. Þá var aft- ur reynt. Nú fóra menn með góðar gaddavírsklippur og náðu að komast í gegn. Sá hópur var drepinn allur í heild sinni. Enn var safnað liði og sendur af stað nýr hópur manna sem hljóta að hafa verið viti sínu fjær af hræðslu. Einhverjir komust alla leið ofan í hina eftirsóttu þýsku skotgröf, en þeir vora fáir og þegar þeir höfðu kastað handsprengjunum sem þeir höfðu meðferðis og tæmt rifila sína - þá snera Þjóðverjar aftur. Þeim varð ekki bjargað. Á nokkrum vikum fórast í þessum bardaga og öðram ámóta við Somme um 20 þúsund kanadískir hermenn og mikill fjöldi særðist. Þama vora nokkrir tugir pilta af íslenskum ætt- um og lifðu flestir. Þó ekki allir. Ámi Valdimarsson féll 21. september, Að- alsteinn Janus Sigurösson lést 26. september, Hjáimar Stepbaníus Sig- urðsson særðist þrisvar, síðast til ólífis 27. september. Svo voru þeir fjölmörgu sem fórast án þess að mönnum tækist að ná líkum þeirra upp úr leðjunni. Þar á meðal hafa lík- lega verið John Johnson, sem fór sjö ára með foreldram sínum, Pétri Jó- hannssyni og Jóhönnu Jónsdóttur, úr Skagafirðinum vestur um haf. Hann tók þátt í þessum áhlaupum og var að þeim loknum sagður horfinn í hermálaskýrslunni. Gústaf I. Magn- ússon var fæddur í Manitoba, sonur Ingimars Magnússonar af Barða- strönd og Júlíu Jóhannesdóttur frá Hallormsstað. Hann var aðeins sext- án ára þegar hann gekk í herinn árið 1915 og eftir æfmgar í Kanada og Bretlandi var hann sendur til Frakk- lands. Vegna þess að hann var aðeins sautján ára stóð honum til boða sum- arið 1916 að verða eftir en hann kaus að fara með félögum sínum í her- flokknum til Somme. Þar beið hann bana í einu af hinum vonlausu áhlaupum og spurðist aldrei til hans meir. KRAKKAR! MUNIÐ EFTIR OKKUR TANNIOGTÚPA Öll Lionsdagatöl eru merkt: Þeim fylgir límmiði með Tanna og Túpu og tannkremstúpa. Allur hagnaður rennur til líknarmála. >
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.