Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 59

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 59
JL>V LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 71 Til hamingju með afmæ ið 29. nóvember 90 ára Jóhannes H. Jóhannesson, fyrrv. bóndi á Vindheimum á Þelamörk og kirkjuorganisti um árabil, nú til heimilis að Hlíðargötu 7, Akureyri. Hann heldur upp á afmælið í Lóni, félagsheimili Karlakórs Akur- eyrar-Geysis, sunnud. 29.11. kl. 15.00 Og 19.00. Agnes Stefánsdóttir, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi. 85 áxa Magnús Sigurðsson, Hjallaseli 45, Reykjavík. Hann tekur á móti gestum í salnum í Seljahlíð á afmælis- daginn frá kl. 18.00. Bjarnheiður Gissurardóttir, Stórási 9, Garðabæ. 75 ára Ásta Guðvarðardóttir, Krummahólum 10, Reykjavík. Ásgeir Sigurðsson, Sefgörðum 6, Seltjamamesi. Kristín Þorleifsdóttir, Þverá, Eyja- og Miklaholtshr. Bjöm Eysteinn Jóhannesson, Stokkhólma, Skagafirði. Magnús Anton Jónsson vélstjóri, Aðalbraut 41B, Raufarhöfn. 70 ára Svanfríður Jónasdóttir, Reynimel 84, Reykjavík. Vilhelmína Adolfsdóttir, Heiðargerði 76, Reykjavík. Inga Valborg Einarsdóttir, Gullsmára 5, Kópavogi. Gunnlaugur Gunnlaugsson, Hóli, Kópaskeri. Jón Kristjánsson, Fossheiði 48, Selfossi. Oddsteinn Kristjánsson, Hvammi, Skaftárhreppi. 60 ára Gunnþórunn Aðalsteinsdóttir, Furugnmd 32, Akranesi. Reynir Hallgrímsson, Kringlu, Blönduósi. 50 ára Guðfinna A. Hjálmarsdóttir kaupmaður, Bollagörðum 20, Seltjai'namesi, verður fimmtug á mánudag. Maður hennar er Grímur Ingólfsson. Þau taka á móti ættingjum og vinum á heimili sinu laugard. 28.11. frá kl. 20.00. HaUdór Gunnarsson, Geitlandi 31, Reykjavík. Unnur B. Gísladóttir, Leimbakka 22, Reykjavík. Ásdis Einarsson, Tjamarmýri 16, Seltjamarn. Magnús Óskarsson, Hamratungu, Gnúpverjahr. 40 ára María F. Bjarnadóttir, Svalbarði 10, Hafnarfirði. Lilja Jónína Héðinsdóttir, Traðarbergi 19, Hafnarfirði. SigurUn Högnadóttir, Borgarvegi 31, Njarðvík. Danuta Wasyl, Víkurtúni 11, Hólmavík. Grétar Carlsson, Júllatúni 9, Höfn. Bjamdís Kristin Axelsdóttir, Kirkjubraut 59, Höfn. ______________%fmælí Leifur Guðmundur Pálsson Leifur Guðmundur Pálsson, skip- stjóri og stýrimaður, Skólavegi 13, Hnífsdal, er áttræður í dag. Starfsferill Leifur fæddist í Hnífsdal, ólst þar upp og hefur átt þar heima mestan hluta ævinnar. Hann lauk hinu meira fiskimannaprófi frá Sjó- mannaskólanum í Reykjavík 1949. Leifur var stýrimaður og skip- stjóri á ýmsum fiskiskipum til 1972 og starfrækti síðan fyrirtækið Vír hf. á ísafirði ásamt öðrum til 1986. Leifur hefur verið virkur félagi í Stangveiðifélagi ísafjarðar um ára- bil og er heiðursfélagi slysavarna- deildarinnar í Hnífsdal frá 1984. Fjölskylda Leifur kvæntist 10.7. 1958 Ingu Þórhildi Jónsdóttur, f. 12.10. 1929, skrifstofumanni. Hún er dóttir Jóns Gríms- sonar, f. 18.12. 1887, d. 25.9. 1977, málafærslu- manns á ísafirði, og Ásu Finnsdóttur Thordarson, f. 18.5. 1892, d. 15.5. 1971, hús- móður. Börn Leifs og Ingu Þórhildar era Guðbjörg Leifsdóttir, f. 16.9. 1958, píanókennari og hús- móðir í Reykjavík, en maður hennar er Óskar Jóhann Sigurðsson, f. 7.6.1962, húsa- smíðameistari, og eiga þau þrjár dætur; Páll Skúli Leifsson, f. 10.8. 1960, lektor við Konunglega dýra- lækninga- og landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn, kvæntur Júlíönu Guðrúnu Reynisdóttur, f. 16.7. 1960, skrifstofumanni, og eiga þau tvö böm;Jón Atli Leifsson, f. 30.10. 1966, efnaverkfræðingur hjá VSÓ, búsettur í Reykja- vík, kvæntur Sigríði Ingu Sigurðardóttur, f. 17.7. 1971, háskólanema. Systkini Leifs; Páll Pálsson, f. 1.4. 1914, d. 19.12.1994, siðast búsett- ur í Reykjavík, faðir Kristjáns alþm. og Ólafs Karvels fiskifræðings; Jóakim Pálsson, f. 20.6. 1915, d. 8.9. 1996, útgerðarmaður í Hnifsdal; Halldór Pálsson, f. 4.8. 1916, d. 6.6. 1917; Helga Pálsdóttir, f. 19.9. 1917, búsett á ísafirði; Kristján Pálsson, f. 25.5. 1920, d. 1.12. 1941; Halldór Gunnar Pálsson, f. 5.11. 1921, verkstjóri í Hafnarfirði. Foreldrar Leifs voru Páll Pálsson, f. 10.7. 1983, d. 26.3. 1975, útvegsb. í Heimabæ í Hnífsdal, og k.h., Guð- rún Guðríður Guðleifsdóttir, f. 4.7. 1895, d. 3.3. 1923, húsmóðir. Ætt Páll var bróðir Halldórs, föður Páls, organista í Hallgrímskirkju. Páll var sonur Páls, útvegsb. í Gili í Bolungarvík, Halldórssonar, og Helgu Jóakimsdóttur frá Árbót í Að- aldal í Suður-Þingeyjarsýslu. Guðrún var dóttir Guðleifs frá Hlöðuvík ísleifssonar, bróður Hjálmfríðar, ömmu rithöfundanna, Jakobínu og Fríðu Sigurðardætra. Móðir Guðrúnar var Guðbjörg Jóns- dóttir frá Kirkjubóli, systir Guð- bjarts, afa Harðar Helgasonar sendi- herra. Leifur Guðmundur Pálsson. Guðmundur Jóelsson Guðmundur Jóelsson, löggiltur endurskoðandi, Hlíðarhjalla 54, Kópavogi, verður fimmtugur á mánudaginn. Starfsferill Guðmundur fæddist í Reykjavík en ólst upp í Garði og Sandgerði. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagn- fræðaskóla Austurbæjar 1965, stundaði nám við Samvinnuskólann að Bifröst og lauk þaðan prófum 1967, hóf nám í endurskoðun haust- ið 1969 hjá Geir Geirssyni, lögg. end- urskoðanda, og hlaut löggildingu sem endurskoðandi vorið 1975. Guðmundur var skrifstofumaður hjá Olíufélaginu hf. 1967-68, skrif- stofumaður hjá Ríkisábyrgðasjóði 1969, starfaði á endurskoðunarskrif- stofu SÍS 1969-74 og var við bók- halds- og endurskoðunarstörf hjá Bókhaldsþjónustunni Bergi hf. á Eg- ilsstöðum 1975. Guðmundur hóf rekstur eigin endurskoðunarskrifstofu í október 1975. Hann er nú einn af eigendum endurskoðunarskrifstofunnar BÓK- UN sf., Hamraborg 1, í Kópavogi. Guðmundur átti heima í Garði og Sandgerði til 1967, í Reykjavík 1967-74, á Egilsstöðum 1975 en hefur búið í Kópavogi frá haustinu 1975. Fjölskylda Guðmundur kvæntist 11.11. 1978 Önnu Margréti Gunnarsdóttur, f. 20.4. 1950, kennara. Hún er dóttir Gunnars Þ. Þorsteinssonar, f. 11.5. 1918, rennismiðs frá Litluhlíð á Barðaströnd, og Ástu S. Sigmunds- dóttur, f. 22.8.1917, verslunarmanns og húsmóður frá isafirði. Böm Guðmundar og Önnu Mar- grétar eru Gunnhildur Ásta, f. 30.6. 1978, nemi í VÍ; Erla Dögg, f. 24.8. 1981, nemi í MK; Aldís, f. 18.12.1985, grunnskólanemi. Fósturbróðir Guðmundar er Axel Jónsson, f. 5.3.1950, veitingamaður í Keflavík. Hálfsystkini Guðmundar eru Vignir Jónsson, f. 5.5. 1956, kennari í Reykjavík; Þorsteinn Jónsson, f. 4.1. 1958, þjónn og listamaður í Keflavík; íris Jónsdóttir, f. 25.3. 1963, myndlistarmaður í Keflavík. Foreldi'ar Guðmund- ar: Jóel Örn Ingimars- son, f. 15.8. 1926, húsgagnabólstrari í Reykjavík, og Bergþóra Þorbergsdóttir, f. 1.5. 1925, húsmóðir í Kefla- vík. Fósturfaðir Guð- mundar frá því Guð- mundur var fimm ára er Jón Axelsson, f. 14.6. 1922, kaupmaður í Sand- gerði og Keflavík. Ætt Foreldrar Jóels Arnar vora Guð- jón Ingimar Jónsson frá Drangs- nesi, oft kenndur við Bólsturgerðina í Reykjavík, og k.h., Elín Jóelsdóttir frá Stóra-Fljóti í Biskupstungum. Foreldrar Guðjóns Ingimars vora Jón Jónsson, barnakennari frá Tumakoti í Vogum á Vatnsleysu- strönd og k.h., Anna Sigríður Árna- dóttir, ættuð úr Strandasýslu. For- eldrar Elínar voru Jóel Jóhannesson frá Múla og k.h., Pálína Þórann Guðmundsdóttir frá Stóra-Fljóti. Foreldrar Bergþóru voru Þorbergur Guð- mundsson frá Valda- stöðum í Kjós, skip- stjóri og útgerðarmaður í Garðimun (gjarnan nefhdur Bergur á Jaðri) og kona hans, Ingibjörg Katrín Guðmundsdóttir frá Hvammsvík í Kjós. Foreldrar Þorbergs voru Guðmund- ur Sveinbjörnsson frá Bygggarði á Seltjarnarnesi, bóndi á Valdastöð- um í Kjós, og kona hans, Katrín Jakobsdóttir frá Valdastöðum i Kjós. Foreldrar Ingibjargar Katrín- ar voru Guðmundur Guðmundsson frá Hvítanesi í Kjós og kona hans, Jakobína Jakobsdóttir frá Valda- stöðum í Kjós. Afmælisbamið tekur á móti gest- um í Glaðheimum, sal Hestamanna- félagsins Gusts að Álalind 3 í Kópa- vogi, fostudaginn 4.12. eftir kl. 20.00. Guðmundur Jóelsson. tilkynningar Jólahátíð í Laugardalnum Sunnudaginn 29. nóv. hefst jóladag- skrá Fjölskyldu- og húsdýragarðsins með pompi og prakt. Hér gefur að líta dagskrána yfir daginn: Kl. 13, ungir fé- lagar úr Harmónikufélagi Reykjavíkur spila. Kl. 14, jólasaga, Brúðuleikhúsið Tíu fingur. Kl. 15, Sigríður Beinteins- dóttir kveikir á jólaljósum og Kammerkór Langholtskirkju syngur. Kl. 15.30 syngur Sigga Beinteins nokk- ur lög af nýju plötunni Flikk Flakk. Ferðafálag íslands Sunnudagsganga 29. nóv. kl. 14. Að- ventuganga frá Mörkinni 6, um 2 klst. létt ganga í Elliðaárdal, frítt. Kvöld- vaka um Færeyingasögu verður mið- vikudagskvöldið 9. des. Munið ára- mótaferðina í Þórsmörk 30/12-2/1. Jólafundur verður haldinn fóstud. 4. des. kl. 20 i Kirkjubæ. Mætið með hatta, jólapakkaskipti, happdrætti og fleira. Konur láti vita í sima 553 7839 hjá Svanhildi eða 554 0409 hjá Ester fýrh mvd. 2. des. Gjábakki Eins og undanfarin ár verður „laufabrauðsdagur" í Gjábakka, sem er félagsheimili eldri borgara í Kópa- vogi í Fannborg 8. Byrjað verður kl. 13.30 og eru þeir sem eiga skurðbretti og áhöld til laufabrauðskurðar beðnir að taka slíkt með sér. Eldri borgarar í Kópavogi eru hvattir til að mæta með gesti og eru litlir fmgur sérstaklega boðnir velkomnir í fylgd reyndra handa. Heitt á könnunni og heimabak- að meðlæti selt á vægu verði. Jóla- handverksmarkaðurinn í Gjábakka verður svo 1. des. Félag eldrí borgara í Reykjavík og nagrenni Dagskrá Félags eldri borgara í Ás- garði: Félagsvist kl. 13.30 í dag, allir velkomnir. Dansað kl. 20 í kvöld. Mánudag, bridge kl. 13. Skák alla þriðjudaga kl. 13. Fyrirhuguð ferð 11. des., jólahlaðborð í Básnum i Ölfusi ef næg þátttaka fæst. Kvenfélag Kópavogs Jólabasarinn verður sunnudaginn 29. nóv. kl. 14 í Hamraborg 10. Bækur og bíó Fjölskyldudagur í Háskólabíói á morgun, sunnudaginn 29. nóv., kl. 13-17. Þá verður boðið í bíó og bóka- kynningu i Háskólabíói. Sýningar á vinsælum bamamyndum hefjast á hálftímafresti milli kl. 13 og 17 og lesið verður úr nýjum bamabókum fyrir hverja sýningu. Á göngum og í and- dyri verður ýmislegt um að vera. Glæsileg bókaverðlaun verða í lauf- léttri getraun. Allar útgáfubækur Máls og menningar og Forlagsins verða þar til sýnis fyrir böm og fullorðna. Basar Kvenfélag Háteigskirkju verður með basar sunnudaginn 29. nóv í safnaðar- heimilinu eftir messu. Jólabasar KFUK Hinn árlegi jólabasar KFUK verður haldinn í félagshúsi KFUK og KFUM á Holtavegi 28 laugardaginn 28. nóv. kl. 14. Seldir verða fallegir munir, handa- vinna og kökur. Á basamum verður jafnframt selt kaffi og vöfflur. Kvikmyndir fyrir böm Sunnudaginn 29. nóv. kl. 14. Jóla- myndin Reisen til julestjemen er sýnd í Norræna húsinu. Þetta er norsk fjöl- skyldumynd um prinsessuna Gullin- toppu sem grimmur greifi lokkar út í skóg á jólanótt. Norskt tal er í mynd- inni og sýningartíminn er 92 min. Breiðfirðingafélagid Félagsvist verður spiluð sunnudag- inn 29. nóv. kl. 14 í Breiðftrðingabúð, Faxafeni 14. Kaffiveitingar. Allir vel- komnir. Kvenfélag Kópavogs Kvenfélag Kópavogs heldur basar sunnudaginn 29. nóv. kl. 14 í húsnæði félagsins, Hamraborg 10, 2. hæð til hægri. Tekið verður á móti basarmun- um og kökum frá kl. 17-19 á laugardag og fyrir hádegi á sunnudag. andlát Páll Pálsson, Þormóðsgötu 21, Siglufiröi, lést í Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar að morgni 26. nóvember. Magnús Guðlaugsson, Hjalla- brekku 3, Ólafsfirði, nú til heimilis að Lautarsmára 3, Kópavogi, lést í Sjúkrahúsi Reykjavikur 27. nóvem- ber. Einar Ernst Einarsson frá Siglu- firði lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur 8. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Rós Níelsdóttir, Dalbakka 9, Seyðisfirði, lést 26. nóvember á Norðfjarðarspítala. jarðarfarír Útfor Magnúsar Ólafssonar frá Vestur-Botni fer fram frá Sauð- lauksdalskirkju á morgun, laugar- dag, kl. 14. Ólöf Þórarinsdóttir, Blómstur- völlum 4, Grindavík, verður jarð- sungin frá Grindavíkurkirkju laug- ardaginn 28. nóvember kl. 13.30. Rannveig Valdimarsdóttir, Hlíf, ísafirði, verður jarðsungin frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00. Ragnheiður Pálína Jónsdóttir, sem lést 21. nóvember, verður jarð- sett að Barði í Fljótum laugardag- inn 28. nóvember. Minningarathöfn fer fram í Siglufjarðarkirkju kl. 11 sama dag. Útfór Ingólfs Guðjónssonar frá Oddsstöðum fer fram frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum laugar- daginn 28. nóvember kl. 14.00. Þórarinn Vigfússon, Marar- braut 11, Húsavík, lést 19. nóvem- ber. Útfórin fer fram frá Húsavíkur- kirkju laugardaginn 28. nóvember kl. 14.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.