Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 26 íungt fólk ama helvítis ruglið • Mikael Torfason, höfundur bókar- innar Falskur fugl, sendir nú frá sér nýja bók sem heitir Saga af stúlku. Hann er kominn með fínni útgef- anda en vill þó ekki meina að bókin sé finni fyrir vikið. DV spurði yfir- lýsingaglaða ungskáldið nokkurra spuminga og í ljós kom að hann er ekki sáttur við jólabækumar í ár. Er sami sóðakjafturinn á þér í nýju bókinni og var í Fölskum fugli? „Nei,“ svarar Mikael. „Það er ekkert líkt með Sögu af stúlku og Fölskum fugli annað en að ég skrif- aði báðar bækurnar. Fuglinn var fantasía um réttlæti og þar af leið- andi mjög hörð og gróf. Saga af stúlku fjallar um ranglæti og er fyr- ir vikið harðari og grófari án þess þó að þaö sé eins mikið um ofbeldi og dóp í henni.“ Þú skrifar bókina í fyrstu per- sónu og svo ert þú líka sögupersóna í henni? „Já, og öll fjölskyldan mín. Bókin fjallar um bamapíuna mína, hana Auði Ögn Amarsdóttur, en hún býr í Breiðholti þar sem ég bjó um tíma. Ég fékk nóg af því þegar ég var að kynna Falskan fugl að ég þurfti sí- fellt að vera að afneita bókinni. Segja í viðtölum að hún fjaUaði alls ekki um mig og væri hreinn skáld- skapur. Sem er náttúrlega lygi þar sem ég þurfti að gera allt sem Am- aldur í Fuglinum gerði. Ég var bú- inn að lifa hans lifi í marga mánuði þegar ég ákvað að koma honum í bókahillur og þá var hann allt í einu orðið eitthvað sem mín persóna kom ekkert nálægt. Saga af stúlku er einmitt andstæðan við þetta. Hún fær einlæga höfundarrödd vegna þess að ég er sögumaðurinn og per- sóna í bókinni." Kikk lesandans Ertu jafngagnrýninn í þessari bók og þeirri fyrri? „Já. En á aðeins lúmskari hátt. Söguefnið krefst þess að gagnrýnin sé ekki eins beinskeytt. Það er litið um blammeringar í þessari bók. Hún er bara keyrð áfram á litlu frá- viki í samfélaginu. Ungri stúlku sem getur ekki fótað sig í þessu lífi og leitar allra leiða til að finna ein- hvem tilgang. Svo spinnst margt annað inn í. Hún fer að fá bréf frá gæja í Ameríku sem er að áreita hana. En bréfin era einmitt skrifuð af Ragnari Bragasyni kvikmynda- gerðarmanni sem sendi mér þau út til Portúgals þar sem ég skrifaði bókina. Ég vissi ekkert um hvað þau vom heldur var ég bara búinn að skipa fyrir um hvenær ég vildi fá hvert bréf. Ég svaraði síðan áreit- inu fyrir Auði um leið og hún fékk þau. Bréfin fá hana út úr skápnum og láta hana gera upp ýmislegt úr fortíðinni. Það veldur síðan spreng- ingu hjá stúlkunni og til að rústa ekki kikk lesandans þá segi ég ekki rneira." Höfundar þora ekki að skera sig úr Hvað finnst þér um jólabókaflóð- ið í ár? „Mér sýnist það vera svipaö og í fyrra,“ segir Mikael og brosir dauft. „Þetta er sama helvítis ruglið nema að Einar Kára er með períódu í staðinn fyrir Einar Má í fyrra. Það er síðan ekki verið að segja neitt í þeim bókum sem gerast í samtíman- um. Höfundar í dag skrifa fyrir les- endur næsta árþúsunds. Því sam- kvæmt Guðbergi - sem er aftur með minningabók í ár - sannast ekki hvort um alvörubók er að ræða fyrr en fimmtíu árum eftir að höfundur- inn drepst. Sem gefur lesendunum og gagnrýnendunum undanþágu frá því að taka afstöðu til verksins. Það fær enginn að vita hvort þessi eða hin bókin eigi erindi við samtímann fyrr en eftir X mörg ár. Og þetta ger- ir það að verkum að bækumar verða bara ómeðvituð lygi höfund- arins um það sem hann heldur að verði ofsalega sniðugt einhvern tima í framtíðinni. En við lifum í núinu. Það er hvorki til fortíð né framtíð og það er til skammar að horfa upp á íslenska rithöfunda míga yfir samtímann." En era engar undantekningar á þessum fullyrðingum? „Jú, jú. En þetta er heildarmynd- in. í fyrra var til dæmis sífellt veriö að spyrja mig hvort ég hefði ekki áhyggjur af því að bókin mín myndi deyja vegna þess hversu raunvera- lega hún lýsti samtímanum. Það virðist sem fólk sé alið upp við þá lygi að það eigi að skrifa fyrir ófædda lesendur. Þetta er náttúr- lega rugl og ég veit að Laxness og Þórbergur vora til dæmis ekki að skrifa fyrir menntaskólanema árið 1998. Þeir vora að skrifa fyrir sam- tímann og kröfðu hann til að dæma sig og taka afstöðu. En nú eru allir höfundar svo hræddir við aö tekin verði afstaða til þeirra að þeir skrifa ekki fyrir samtimann. Þess vegna er reglan að bækur komi bara út fyrir jólin. Höfundar þora ekki að skera sig úr og vilja því hafa tækifæri til aö hverfa i jólabókaflóð- inu.“ Af hverju gefurðu þá út fyrir jól- in? „Ég var bara akkúrat tilbúinn með bók núna og vildi ekki biða. Svo var ég að fá nýjan útgefanda og mig langar að sýna honum að ég kunni stafrófið áður en ég fer að fá hann til að gefa mig út um mitt ár. En þetta er eitthvað sem ég mun gera, annaðhvort á næsta ári eða þamæsta." -ILK Kynorar * ungUngs Guðrún Eva Mínervudóttir. Sadómasókismi var henni ofarlega í huga þegar hún skrifaði bókina. DV-mynd ÞÖK • Guðrún Eva Mínervudóttir hefur nýlega gefið út smásagnasafnið Á meðan hann horfir á þig ertu María mey. Hún er yngst ungskáldanna svokölluðu en segist þó vera búin að fá nóg af ungskáldaumræðunni. Hún segist frekar vilja tilheyra hópi rithöfunda og vera metin að verð- leikum en að vera skipað á bekk einhvers unglingalandsliðs sem fjöl- miðlar hafa búið tiL Þér hefur þá ekki dottið i hug að bíða þar til þú yrðir eldri? „Það era mörg ár síðan ég fór að skrifa af fúlustu alvöra en samt bjóst ég ekki við því aö ég fengi út- gefið strax. Ég hélt ég þyrfti að reyna í langan tíma og að það yrði erfiðara að koma sér á framfæri. Það kom flatt upp á mig hvað ég fékk fljótt útgefið og einnig þessi at- hygli og ágætu móttökur sem ég hef fengið." Hvenær byrjaðirðu að skrifa bók- ina? „Ég byrjaði að skrifa hana eftir áramót og það er því tæpt ár síðan. En hún er Util, þessi bók, og það var einkum vorið og sumarið sem fóru í að klára hana. Ég var aö skrifa skáldsögu sem ég hef veriö að vinna að í tvö ár en gerði hlé á henni á meðan ég skrifaði smásögumar. Nú eftir áramót er ég á leið til Amster- dam til þess að endurskrifa hana.“ Þegar Guðrún Eva er spurð nán- ar út í innihald þeirrar sögu verður fátt um svör og hún segir að aldrei sé hægt að segja frá því um hvað saga fjalli nema innihaldið virki þá léttvægt. „Þaö hefur einhvem veginn verið þannig i mínum skáldskap að sögu- þráðurinn hefur ekki verið aðalat- riðið heldur einhvers konar stemn- ingar. Smásögumar í safninu era þó tvimælalaust heilar sögur, þær fara alveg hring og enda nákvæm- lega þar sem þær eiga að enda og hvergi annars staðar. Ég held að flestir upplifi þær þannig en ég hef þó heyrt nokkra kvarta yfir því að þær séu snubbóttar, vanti upphaf, miðju og endi og séu frekar eins og litlar svipmyndir en sögxu-." Hvernig líst þér annars á dómana sem þú hefur fengið? „Mér þykja dómar í seinni tíð orðnir frekar hlutlausir. Það vantar fyrirsagnir eins og Loksins, loksins! og Kynórar unglings. Mér finnst það samt vera þreytt að segja að mér hafi þótt dómar vera loðnir og ég hafi ekki séð hvað ritdómaranum fannst en hins vegar hafði ég gaman af dómunum, sérstaklega hjá Þresti Helgasyni í Mogganum, en hann fletti skemmtilega ofan af mér með öllu þessu tali um sadómasókis- mann sem var mér einmitt ofarlega í huga þegar ég skrifaði bókina. Ég bjóst ekki við því að neinn kæmi auga á það, aðrir en mínir nánustu vinir.“ Þú verður að vara þig á bók- menntafræðingunum. „Ég veit ekki hvernig það er hægt. Rithöfundurinn er berskjald- aður fyrir viðbrögðum annarra og veröur að vera það. Maður getur að- eins orðið meðalrithöfundur ef mað- ur ætlar alltaf að vera að vara sig á einhverjum, eins og almúganum eða bókmenntafræðingunum, en það er ekki hægt aö verða framúr- skarandi nema renna blint í sjóinn með það sem maður er að gera.“ En ætlarðu að bjarga heiminum? „Nei, ef ég ætlaði að reyna það þá myndi ég bara fara út í pólitík. Skáldskapur er að mínu viti gagns- laus í þeirri baráttu. Hann er frekar til þess fallinn að auðga mannlífið og láta okkur finnast við vera meiri manneskjur. Góður skáldskapur gerir heiminn lika bærilegri þótt hann bjargi honum ekki.“ Ætlarðu að halda áfram? „Það er erfitt að venja sig af svona vitleysu þegar maður er einu sinni byrjaður. Mér finnst ég ekki hafa neitt val. Allt sem ég geri er til þess að ég geti skrifaö betri og meiri texta. Þetta er bara það sem ég geri og allt mitt líf mun miðast við að skapa mér betri skilyrði til þess að skrifa." -þhs L. í prófíl Fullt nafn: Margrét Sigurðardóttir. Fæðingardagur og ár: 25. 04.1973. Maki: Enginn. Böm: Engin. Starf: Sjónvarpskona. Skemmtilegast: Að sprella með vinunum. Leiðinlegast: Peningamál og fót- bolti. Uppáhaldsmatur: Grjónagrautur með kanil. Uppáhaldsdrykkur: Kakómalt. Fallegasta manneskjan (fyrir utan maka): Mamma. Fallegasta röddin: Jeff Buckley átti fallegustu rödd sem ég hef heyrt. Uppáhaldslíkamshluti: Ég tek alltaf fyrst eftir tönnunum. Minn? Vinstri höndin er svona slétt og mjúk (þessi hægri eins og hún hafi stundað þvotta og skúringar í 20 ár). Hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ríkis- stjóminni: Andvíg. Með hvaða teiknimyndapersónu myndir þú vilja eyða nótt: Pétri Pan ef ég ætla að vaka > alla nóttina en Simba til að kúra með. Uppáhaldsleikari: Robert DeNiro, Leonardo DiCaprio, Hilmir Snær og Helga Braga - get ekki valið. Uppáhaldstónlistarmaður: Hjálmar H. Ragnars. Sætasti stjómmálamaðurinn: Össur er algjört krútt. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Kol- krabbinn auðvitað. Leiðinlegasta auglýsingin: Banka- og verðbréfaauglýsingar eins og þær leggja sig eru hundleið- inlegar. Leiðinlegasta kvikmyndin: Flest- ar myndir sem heita eitthvað Highschool Romance, Love at the Prom o.s.frv. Sætasti sjónvarpsmaðurinn: Ég get nú bara ekki gert upp á milli Krabbastrákanna, þeir eru allir svo hrikalega sætir. Uppáhaldsskemmtistaður: Þaö etj bara þar sem vinimir og skemmtij legt fólk er hverju sinni. Ég á eng an bar sem er minn samastaðu mánudagsþynnku eða þar sem é| fer fram fyrir röðina og fæ afslátt í | fatahenginu. Besta „pikköpp“-línan: Veistu að 1 þú ert með alveg eins augu og guU-! fiskurinn sem ég á heima. Viltu 1 kikja á hann? Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór: Leikkona eða læknir. Eltthvað að lokum? Ne, nei - jú, lifi ljósið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.