Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 28.11.1998, Blaðsíða 56
68 LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 1998 Haustlandsmót Bandaríkjanna 1998: Bráðfalleg slemma Cohen og Berkowitz Þegar þetta er skrifað er haust- landsmót Bandaríkjanna tæplega hálfnað og árangur íslendinganna í meðallagi. Sveit Gerard Sössler með Aðalstein Jörgensen og Sigurð Sverrisson innanborðs hafhaði í 18. sæti í opnu Bam-sveitakeppninni, meðan sveit sem Magnús Magnús- son spilaði í hafnaði í 23. sæti. Hjör- dís Eyþórsdóttir náði hins vegar 3. sæti í kvennaflokki sem er ágætis- árangur. Nú er verið að spila Blue Ribbon- tvímenningskeppni en ekki er vitað um árangur íslendinganna. Nánar um það 1 næsta þætti. Eitt af bestu pörum Bandaríkj- anna eru Larry Cohen og David Berkowitz. Það er varla spiluð sú tvímenningskeppni að þeir séu ekki í annaðhvort fyrsta eða öðru sæti. Skemmst er að minnast heims- meistara keppninnar í Lille í haust en þá höfnuðu þeir í öðru sæti. Saman hafa þeir unnið 30 Banda- ríkjatitla. Við skulum skoða eitt spil frá opnu Bam-sveitakeppninni, þar sem þeir náðu hráðfallegri slemmu sem fá önnur pör hefðu náð. A/A-V * G9 * G7 * K109542 * KDG * K10873 „ÁK62 «6» G3 ÍÁ2 * 52 »95 4 ÁD76 * 109865 * ÁD64 » D10843 * 8 * 743 Með Cohen og Berkowitz í n-s gengu sagnir á þessa leið: Austur Suður Vestur Norður Pass pass pass 1 4 Pass 2 ** pass 2 4» Pass 4 ♦** pass 5 * Pass Pass 6 4 pass pass ** Drury - góð spaðaundirtekt ♦** Splinter og hjartasamlega Það er ótrúlega gott að ná slemmu með aðeins 23 hápunkta, én þegar maður sér sagnseriu þeirra þá virðist þetta eðlilegasti hlutur. Engin vandræði voru að vinna slemmuna og auðvitað vannst spilið í samanburðinum við hitt borðið. Islandsmót kvenna í tvímenn- ingskeppni var haldið um sl. helgi og sigruðu Borgnesingarnir Alda Guðnadóttir og Dóra Axelsdóttir eftir harða keppni. Þær náðu snemma forystunni og héldu Umsjón henni allan timann þótt stutt væri í næstu sæti. Helstu keppinautar þeirra um titilinn voru Ljósbrá Baldursdóttir og Esther Jakobs- dóttir sem höfnuðu í öðru sæti og Anna ívarsdóttir og Guðrún Ósk- arsdóttir sem fengu bronsið. Skúli Skúlason og Stefán G. Stef- ánsson frá Bridgefélagi Akureyrar náðu þeim frábæra árangri að vinna norrænu tvímennings- keppnina 1998, þar sem 320 pör frá Norðurlöndunum tóku þátt. Var Netið notað við úrvinnslu og þótti takast mjög vel. í öðru sæti var finnskt par en í næstu sætum sænsk pör. Samhliða var spilaður Landstvímenningur og efstir i n-s voru Sveinn Aðalgeirsson og Guð- mundur Halldórsson frá Húsavík, en í a-v Skúli og Stefán. Þær eru fáar stangaveiðibækumar um þessi jól. Við höfúm aðeins heyrt af Stangaveiðiárbókinni og einni annarri bók. En það er bók sem Eirík- ur St. Eiríksson blaðamaður er að skrifa og kemur út hjá Fróða fyrir jól- in. Þessi bók íjallar um laxveiðiár og söguna kringum þær þar sem nokkr- ir góðir veiðimenn fara á kostum. Það er kannski ekki beint hægt að segja að Fuglabók þeirra Ævars Pet- ersens og Jóns Hlíðbergs sé veiðibók. En veiðimönnum mun ekki leiðast að lesa gripinn því hann er glæsilegur með afbrigðum. Og fyrir veiðimenn er ekki verra að þekkja fúglana sem er að flnna við hvert fótmál í veiðiferð- unum. Veiðidellan er ótrúleg Veiðidellan er ótrúleg, svo að ekki sé meira sagt. Við fréttum af einum sem fór á rjúpu fyrir fáum dögum og með honum tveir aðrir. Ekki hafði fé- laginn mikinn áhuga á skotveiði held- ur stangaveiði, þar sem tímabilið var nú reyndar búið. Félaginn hafði reyndar „gleymt" að taka stöngina úr skottinu á bílnum. Ekki það að hann ætlaði að reyna að veiða núna. Þeir félagar komu seint í hús og um morg- uninn voru félagamir famir til rjúpna en ætluðu að koma í hádegis- mat. Stangaveiðimaðurinn átti að elda. Hann fer nú að undirbúa hádeg- ismatinn og hefur hann tilbúinn. En ekkert sést til félagana í rjúpnaveiö- inni svo vinurinn heldur út úr veiði- húsinu. En þar rétt hjá rennur lax- veiðiá rétt fram hjá, tær og falleg. Vin- urinn stóðst ekki freistinguna og labb- aði út að ánni. Það fyrsta sem hann sá var fiskur að stökkva neðst í hylnum. Hann tók kipp og hljóp upp í bíl og náði í stöngina og kastaði. I fyrsta kasti tók lax, silfurtær. Skömmu seinna komu rjúpnaveiðimennirnir en laxinn var löngu kominn í hylinn aftur, frír og frjáls. Og næstu daga ætlaði hann að taka aftur kast i hyl- inn. Nei, smágrín. Eggert ennþá á veiðislóðum Sporðaköst Eggerts Skúlasonar á Stöð tvö hafa stytt biðina eftir að lax- veiðin byrji aftur á vetrnna. Ekki er vitað með vissu hvort þessir þættir verði teknir upp næsta sumar. Það í Garðalundi í Garðabæ. Þar hafa fluguhnýtingar verið kenndar og farið til veiða í næsta nágrenni Garðabæj- ar. Fyrir fáum dögum var stofnaður Veiði- og fluguhnýtingarklúbbur í Grunnskólanum á Blönduósi og skráðu sig nokkrir áhugasamir veiði- menn í hann. Þó dýmsta veiðiár landsins séu í nágrenni Blönduóss er þó alla vega hægt að renna fyrir fisk annars staðar, í mörgum góðum vötn- um, fyrir lítið verð. Og veiðin er oft ótrúlega góð. Laxveiðin: Maðkahollin að syngja sitt síðasta - verða þau aflögð? mál er í skoðun, höfúm við frétt. En Eggert er ekki hættur að mynda veiði- menn, við fréttum að hann hefði ver- ið vestur í Dölum fyrir fáum dögum að mynda rjúpnaveiðimenn við veiði og í haust austur á Höfn í Homafirði að mynda gæsaveiðimenn. Rjúpna- þættimir vom teknir vestur á Barða- strönd og gekk veiðiskapurinn ágæt- lega. Lítið hefur frést af veiði- myndum Pálma Gunnarssonar og Samvers sem hann hefur dundað sér við síðustu árin. Ríkissjónvarpið ætlaði að kaupa þættina fyrir tveimur árum en hætti við en núna á víst að sýna þá í vetur. Verður fróðlegt að sjá hvemig til tekst en víða var víst farið til veiða. Til dæmis á urriðasvæðið ofan brúa í Þingeyjarsýslu, í laxveiði í Laxá í Að- aldal, veiðiskap í Vatnsdalsá, stór- bleikju í Hafralónsá og sjóbirtings- veiði fyrir austan Kirkjubæjarklaust- ur. Mikill áhugi á veiðiskap Áhugi á stangaveiði er ótrúlega mikill meðal ungra veiðimanna víða um land en hátt verð á veiðileyfúm fælir reyndar frá. í skólum landsins era til fluguhnýtingarklúbbar og í einhverjum félagsmiðstöðvum eins og Það má segja að veiðiheimurinn hafi þroskast tvö þrjú síðustu ár. Veiðimenn eru ekki eins ákafir og þeir vom. Færri fiskar og veiði- menn eru farnir að sleppa fisknum meira. Sem allir telja nú reyndar ekki þroska heldur eitthvað allt annað. Græðgin sem var stundum í veiðiskapnum var alltof mikil. Menn þurftu ekki allan þenn- an afla sem þeir veiddu. Fullar frystikistur af fiski sem enginn þurfti með. „Veiðiskapur- inn hefur breyst hin seinni árin, áður fyrr gat maður veitt og selt aflann en núna er það alveg von- laust. Maður fær lítið fyrir fisk- inn,“ sagði veiðimaður sem man tfmana tvenna í stangaveiðinni og hann bætir við: „Veiðiheimurinn hefur breyst, menn þurfa ekki þessa mokveiði lengur . Einn og einn lax dugir alveg núna. Fleiri og fleiri veiðimenn veiða bara ein- göngu með flugunni." En það er ekki nóg að veiðimenn breyti um aðferð, þeir sem selja veiðileyfm verða að breytast líka. Til þess er leikurinn gerður. Maðkahollin verður að leggja af núna. Annars er til lítils að standa í þessu. G. Bender
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.