Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 Fréttir Stuttar fréttir jdv Flugfreyjur hafa miklar áhyggjur af auknu ofbeldi farþega: Berserkir í háloftunum - þrjú tilvik hjá Flugleiðum á árinu. Handjárn og ólar nauðsynleg um borð Þrjú alvarleg tilvik hafa komið upp í Flugleiðavélum síðan um áramót þar sem farþegar hafa tryllst. Flugáhafnir hafa af þessu miklar áhyggjur. Tekið skal fram að myndin tengist ekki oft>eldi um borð í flugvélum. „Vaxandi ofbeldi og yfirgangur farþega í flugvélum er orðið mjög mikið áhyggjuefni hjá áhafnarmeð- limum hér heima sem og erlendis. Flugþjónar og flugfreyjur eru því miður illa sett ef farþegar ganga berserksgsmg í háloftunum. Þetta er gríðarlegt öryggisatriði því þetta varðar öryggi allra farþega sem eru um borð í flugvélum. Ef ekkert verður að gert þá gæti þetta endað með ófyrirsjáanlegum afleiðingum," segir Þóra Sen, skrifstofustjóri hjá Flugfreyjufélagi íslands. Þrjú alvarleg atvik Á þessu ári hafa átt sér stað a.m.k. þrjú alvarleg atvik um borð í Flugleiðavélum þar sem farþegar hafa ógnað öryggi allra um borð. í mars sl. gekk Bandaríkjamaður ber- serksgang á leið frá Keflavík til Baltimore. Hann óð um flugvélina með hótunum og látum og braut upp hurðina að flugstjómarklefan- um. Hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar. I september tryllt- ist Afríkumaður um borð í Flug- leiðavél á leið til Bandaríkjanna. Hann byrjaði á því að reyna að reykja um borð í vélinni. Þegar flug- freyjur stöðvuðu manninn tók hann upp á því að kasta koddum og síðan að hrækja á aðra farþega. Loks trylltist hann algerlega og áhöfn vél- arinnar þurfti að binda hendur hans með hátalarasnúrum og setja teppi yfír höfuð hans. Nú síðast í nóvember gekk íslensk kona ber- serksgang á leið frá Keflavík til Minneapolis og lét skammir og sví- virðingar dynja á áhafnarmeðlim- um og farþegum. Þá réöst hún á far- þega. Hún var handtekin á flugvell- inum í Minneapolis. Lögreglumenn frá Keflavíkurflugvelli sóttu konuna til Bandaríkjanna og fylgdu henni heim. Skar flugfreyju Ofbeldi og yfirgangur farþega hef- ur færst talsvert í vöxt erlendis og er mikið áhyggjuefhi þar sem og hér á landi. Alvarleg dæmi hafa gerst nýlega. Flugfreyja hjá breska flugfé- laginu Airbus veu'ö fyrir árás tryllts farþega í október. Farþeginn réðst á flugfreyjuna og skar hana með brot- inni flösku. Flugþjónn hjá United Airlines rak matarvagn í sæti hjá farþega í flugvél á leið frá Frankfurt til Chicaco. Farþeginn brjálaðist hreinlega og réðst á flugþjóninn. Hann lét höggin dynja á honum þar til farþegar komu flugþjóninum til hjálpar. I rannsóknum sem tvö bandarísk flugvélög létu gera kem- ur fram að ofbeldi og slæm hegðun farþega hefur aukist mjög. Annað flugfélagiö hafði skráð 836 atvik um slæma hegðun farþega árið 1996 á móti 296 atvikum 1995. Hitt flugfé- lagið skráði 404 atvik 1996 á móti 226 árið á undan. Handjárn um borð Þóra sótti málþing Alþjóðasam- taka flugfreyja og flugþjóna í sumar þar sem þessi mál um ofbeldi og áreiti farþega voru tekin fyrir. Þóra segir að þar hafi komið fram að mörg erlend flugfélög séu farin að setja búnað í vélar sínar til að hefta farþega sem ekki verður tjónkað við. í þeim búnaði eru m.a. límbönd og ólar og í sumum tilvikum eru handjám meðal búnaðarins. Is- lenskar flugfreyjin' sem DV hefúr rætt við segja að nauðsynlegt sé að fá slíkan búnað um borð í íslenskar vélar til að geta yfirbugað farþega sem tryllast í flugi. Þóra segir að nokkur flugfélög erlendis séu farin aö taka mjög alvarlega á þessum málum, m.a. British Airways og KLM sem setja farþega á bannlista ef þeir haga sér ósæmilega um borð i flugvélum. Ef þessir farþegar lenda á bannlista hjá flugfélögunum fá þeir aldrei að ferðast með þeim aftur. I Bandaríkjunum eru árásir og slæm hegðun farþega álitinn mjög alvarlegur glæpur. Ef farþegar em fundnir sekir um slíkt geta þeir átt yfir höfði sér allt að 20 ára fang- elsisdóma og mjög háar fjársektir. Endurunnið loft Erlendis hefur það verið m.a. rætt að loftið inni í nútímaflugvél- um sé meira endumnnið sem þýðir að það er ekki eins ferskt og áður. Það hafi verri áhrif á líðan sums fólks og geti aukið spennu og streitu. Stefnt er að því að rannsaka þennan þátt betur, m.a. í Bandaríkj- unum. „Á málþinginu kom fram að óhóf- leg áfengisdrykkja spilar stóra rullu í ósæmilegri hegðun farþega. Dæmi eru um að farþegar fari í eigin áfengi fríhafnartolls ef þeir fái ekki fleiri drykki hjá flugfreyjum um borð. Það era einnig til dæmi þess að fólk sem neytir lyfja drekkur síð- an áfengi sem er auðvitað af hinu slæma. Það var einnig mikiö rætt um að streita og spenna komi við sögu. Það kom einnig fram á málþing- inu að virkja þarf betur flugvallar- starfsmenn og láta þá fylgjast betur með farþegum á flugvöllum. Ef þeir sjái einhveija farþega sem haga sér undarlega þá séu þeir frekar kyrr- settir en að þeim sé hleypt upp í flugvélar," segir Þóra. -RR Misskilinn forseti Nokkuð fjaðrafok hefur orðið að undan- fömu vegna misskiln- ings sem varð til vegna ummæla sem forseti ís- lands átti að hafa látið falla í Svíþjóðarheim- sókn sinni. Ekki það að forseti Islands hafi sagt eitthvað sem hann mátti ekki segja, held- ur hvað hann hefði ekki átt að segja um það sem hann á að segja i krafti embættis síns. Um það má auðvitað alltaf deila og Morgun- blaöið hefur haldið því fram að forseti íslands hafi ekki umboð til að segja hvað sem er, vegna þess að hann hafi ekki farið fram á það í kosningabaráttunni, þegar hann var kosinn. Forsetinn heldur því aftur á móti fram að hann hafi víst haft umboð til að segja það sem hann sagði, þótt hann hafi að vísu ekki sagt það, vegna þess að sænska blaðakonan hafi misskilið það sem hann sagði. Nú eða þá ekki skilið það og jœss vegna sé það misskilningur hjá Morgunblaðinu og öðrum að leggja út af þessum misskilningi. • Morgunblaðið segir hins vegar að þetta sé misskilningur. Forsetinn misskilur það sem blaðið er að segja og það er ekki að leggja út af þeim misskilningi sem sænska pressan hafði eft- ir forsetanum, heldur er Morgunblaðið að leggja út af þeim misskilningi að misskilningur forsetans sé sá að hann geti sagt hvað sem er. Misskilningur í erlendu blöðum, sem hafður er eftir forseta Islands, er sem sagt orðinn að misskilningi á því hvert umboð forseta Islands er um það sem hann má segja og ekki segja. Forsetinn heldur að hann megi segja það sem hann segir. En þetta er misskilningur hjá for- setanum eftir því sem Morgunblaðið segir og forsetinn segir þetta aftur misskilning hjá Mogga, án þess að ágreiningur sé um það leng- ur að það sem forsetinn sagði, hafi farið út fyr- ir umboð hans um það hvað hann megi segja. Ekki síst vegna þess að það sem forsetinn sagði var misskilningur sem hefur verið leiðréttur. Nú er enginn beint að halda því fram að for- setinn hafi verið kjörinn vegna misskilnings, en hitt er allt eins líklegt að forsetinn hafi gef- ið kost á sér fyrir misskilning, vegna þess að hann hafi haldið að hann mætti segja það sem honum sýnist, sem er misskilningur eins og fram hefur komið, vegna þess að forsetinn má ekki misskilja hlutverk sitt með því að halda að hann hafi málfrelsi eftir að hann er orðinn for- seti. Forseti íslands er eini íslendingurinn sem ekki getur sagt það sem hann vill og allra síst í útlöndmn við blaðamenn sem ekki skilja hann eða misskilja það sem hann segir. Þetta verður forseti íslands að skilja ef hann vill ekki vera misskilinn forseti, án þess þó hann hafi í sjálfu sér sagt eitthvað sem hann má ekki segja. Því heldur ekki nokkur maður fram. Dagfari Kvarta yfir þjónustu Magnús Gunnarsson, bæjar- stjóri Hafnarfjarðar, boðaði í gær á sinn fund slökkviliðsstjóra bæjarins og for- mann brana- málanefndar. Á fundinum vora ræddar kvartan- ir sem komu fram í bréfi frá forsvarsmönnum íslenska álvers- ins frá því fyrir helgi en þeir kvarta yfir þjónustu slökkviliðs- ins þegar eldur kom upp í steypu- skála álversins. Ríkisútvarpið greindi frá. Undirbúa ráðstafanir Ríkisútvarpið greindi frá því að geislavamir ríkisins undirbúi nú ráðstafanir til að fylgjast með út- breiðslu geislavirka efnisins teknitíns á miðunum norðan við land en talið er víst að þaö berist frá Sellafield-endurvinnslustöð- inni þangað strax eftir aldamót. Hlutfallið hefur aukist Bókasamband íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem birtust í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 1998. Heildarfjöldi bókartitla er 453 en var 439 í fyrra. Könnunin sýnir að hlutfall prentunar í út- löndum hefur aukist og er nú 36,2% en var 33,7% í fyrra. Afstaða lögreglunnar Ríkisútvarpið greindi frá því að borgarráö hafi samþykkt að óska eftir afstöðu lögreglunnar í Reykjavík til þess hvort rann- sóknir á skattskilum vinveitinga- húsa og mögulegri svartri at- vinnustarfsemi gefi tilefni til sviptingar vinveitingaleyfis. Bullandi framkvæmdir Héraðsfréttablaðið Vestri segir að mikil umskipti séu í bygging- ariðnaði í ísafjarðarbæ og að þar séu i gangi bullandi framkvæmd- ir upp á hundrað milljóna. Annað eins ku ekki hafa sést í áraraðir þar í bæ. I mörg ár þóttu það stór- tíðindi ef einhver réöst í húsbygg- ingu. Læsi fullorðinna Svanfríður Jónasdóttir og Þór- unn H. Sveinbjömsdóttir, þing- flokki jafhaðar- manna, hafa lagt fram á Al- I þingi tillögu um x:-~, . I að læsi fullorð- jk > I inna íslendinga ^flk^kk f verði ■u Miðað er við að könnunin verði undirbúin og fari fram á árunum 1999 og 2000 og taki til aldurs- hópanna 18 til 67 ára. Breytt yfirstjórn ÍE Á síðasta stjómarfundi ís- lenskrar erfðagreiningar var ákveðið að gera þær breytingar á yfirstjóm fyrirtækisins að Hann- es Smárason taki við starfi að- stoðarforstjóra, Axel Nielsen verði framkvæmdastjóri íjármála- sviðs og Jón Gunnar Bergs verði framkvæmdastjóri þróunarsviðs. Sameiginlegir hagsmunir Magnús L. Sveinsson, fomaður VR, segir í VR-blaðinu að meðal hinna sameigin- legu hagsmuna Fjölmiðlasam- bandsins séu til dæmis vinnu- umhverfíð, starfsmanna- stefnan, ýmis tæknimál, or- lofsmál, heilsuvernd, endur- menntxm og kjarascunningar að hluta. SJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.