Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Qupperneq 11
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 ’ * ★ ienning 11 Saga tveggja heima Ormstunga gefur út fyrstu skáld- sögu Sveins Einarssonar, leikstjóra og leikskálds, fyrir fullorðna. Hún heitir því óvenjulega nafni Raf- magnsmaðurinn og enn þá óvenju- legri er hún innan spjalda því þar eru nærri því eintóm bréf írá fyrsta fimmtungi aldarinnar: Bréf frá bami til foreldra, foreldrum til bams, milli bræðra og vina og svo framvegis. Blaðamanni verður fyrst fyrir að spyrja: Er hún sönn þessi saga? „Hvað er satt?“ svarar Sveinn að bragði. „Það er hægt að segja sann- leikann á ótalmarga vegu en er mað- ur nokkum tima nær honum? Þarna er sums staðar sagt frá sömu atburð- um á þrjá ólíka vegu; í bréfi sem er. kannski frá söguhetju til foreldra sinna, i bréfi sem hann skrifar ein- hverjum vini sínum sem hefur allt annan tón og loks kannski í smá- sagnaformi." - Hver talar í þessum smásögum sem fmna má á stöku stað innan um bréfin? „Það veit enginn! Það er búið að ráða leynilögregluþjón til að komast að því en ekkert gengur. Þær fundust á sama stað og bréfin en leyndust lengur!" Skaftfellsk saga - Þá er eiginlega komið að því að Sveinn þú segir væntanlegum lesendum frá því hvers konar bók Rafmagnsmað- urinn er. “Þetta er eins konar heimildaskáldsaga eða lykilskáldsaga en um leið er hún náttúrlega uppdigtuð og óáreiðanleg. Ég hef alltaf verið heillaður af bréfum. Þau fara svo oft skemmti- lega inn i hugarfylgsnin. Hins vegar þýðir ekki að taka þau eins og þau eru - nema mað- ur sé að vinna vísindalega. Ég nota þau til að segja sögu stráks sem fer út í heim að læra til rafmagns af því hann vill leiða birtuna inn i Einarsson - heillaður af bréfasögum. býlin lágu, sem skáldið kvað um. Foreldrar hans nánast selja ofan af sér svo að hann geti lært og komið aftur heim. Hluti af sjálfstæðis- baráttu aldamótakynslóðarinnar, með sitt stolt og sína miklu trú á franifarir, var að mennta börnin sín í nýrri tækni. Svo verður þetta saga tveggja heima, íslands og útlanda. Kveikjan var að ég fann bréfasafn," heldur Sveinn áfram, „og mér fannst sagan sem ég las úr þeim afskaplega heillandi. En mér varð líka ljóst jafnskjótt að það yrði að forma efnið og til að ná valdi á því las ég útlend- ar bréfasögur og varð mér úti um fleiri bréfasöfn! Ég gerði allt sem ég gat til að ná blæ þessa tíma, lýsa honum öðruvísi en aðrir hafa gert. Þetta er skaft- fellsk saga, pilturinn vex upp þar; tungutakið er skaftfellskt; ég orðtók skaft- fellskar bækur til að ná fram réttum blæ og sæmi- lega litriku máli.“ - En heldurðu að sögu- þráðurinn drepist ekki of mikið á dreif í svona bréfa- sögu? „Það held ég ekki, því það er rauður þráður í bók- inni. Saga um pilt sem vill læra og hvemig það tekst. Hann er ekki byggður á einni fyrirmynd held- ur samansettur úr tveimur persónum sem báðar em úr bréfasöfnum sem ég las.“ Að lokum, Sveinn: Hvað viltu segja við lesanda sem er að opna Rafmagns- manninn á þessari stundu? DV-mynd GVA „Að gefast ekki upp á fyrstu blaðsíðunni! Ég held að þessi saga eigi erindi við nútímann, til dæmis í sambandi við atgervisflótta og stöðu íslands í samfélagi þjóða. Við fylgjumst með ungum manni verða heimsmaður í erlendri stórborg og fjarlægjast uppruna sinn. Og viö kynnumst ekki honum einum heldur bróður hans og vinum, og sjáum hvernig íslendingar flæktust um allan heim jafnvel á þessum árum. Það eru margar sögur í þessari bók.“ Veisla í upphafi aðventu Þríeykið í Englunum Einar Már Guðmundsson hefur nú lagt lokahönd á kvik- myndahandritiö að Englum alheimsins. Tökur hefjast eftir ára- mót og búið er að ráða í helstu hlutverk. Frið- rik Þór er sjálfur við stjómvölinn. Ef þjóðin yrði spurð í almennri könnun hver ætti að leika Pál, sögumann og sögu- hetju Englanna, lífs og liðinn, kæmu lík- lega 83 af hverjum hundrað með rétt svar. Já, það er einmitt Ingvar E. Sigurðsson. En frést hefur að hann sé ekki einn þar í ráð- um heldur séu félagar hans úr Listaverk- inu báðir með í myndinni, Baltasar Kor- mákur og Hilmir Snær. Það verður góð veisla. Áætlað er að frumsýna Engla alheimsins strax næsta haust. Ofjarlinn Annað kvöld kl. 20 verður annar leiklest- ur á sígildum ljóðleikjum í Borgarleikhús- inu; þá verður lesið leikritið Ofjarlinn (Le Cid) eftir Frakkann Pierre Corneille i þýð- ingu Helga Hálfdanarsonar. Pierre Comeille (1606-1684) er eitt höfuðleikskálda Frakka og lagði grunninn að sígildri leikritun Frakka ásamt Racine og Moliére. Þótt hann hafi einkum samið hai-mleiki þá skrifaði hann einnig gamanleiki og varð afar vinsæll leikritahöfundur í lifanda lífí. Ofjarlinn er langþekktast af öllum 33 hannleikjum hans. Þátttakendur í leiklestrinum eru Björn Ingi Hilmarsson, Halldór Gylfason, Halldóra Geirharðsdóttir, Hjalti Rögnvalds- son, Jón Hjartarson, Margrét Ólafsdóttir, Rósa Guðný Þórsdóttir, Valgerður Dan, Þór- hallur Gunnarsson og Þorsteinn Gunnars- son. Sívirk auðlind Ragnar Ai-nalds hefur gefið út deiluritiö Sjálfstæðið er sívirk auðlind til að örva um- ræðu um stöðu íslands meðal þjóða heims- ins. Að meginhluta fjallar bókin um sjálf- stæði íslands og Evrópusam- SJálfstíeSfo «Vírk*auoiind Sinfóníuhljómsveit Norðurlands bauð aðventustemninguna velkomna með tónleikum í Akureyrarkirkju síðastliðinn sunnudag. Úti var kalt Akureyrarlogn en inni þéttsetinn bekkur af eftirvæntingarfullum tón- leikagestum, reiðubúnum að fá „kikk“ út úr almennilegri músík. Á efnisskránni voru þrjú verk: Sú fræga Svíta Bachs í D-dúr, Hörpu- konsert Hándels og Þrjú Botticelli málverk eftir Ottorino Respighi. Bach var iðinn við að skrifa ver- aldlega músík fyrir ýmis hljóðfæri eða hljómsveit þegar hann var i þjón- ustu Leopolds prins af Anhalt - Köthen. Prinsinn var sjálfur ágætis músíkant, söngvinn, spilaði á fiðlu, gömbu og hljómborð og hélt 18 manna hljómsveit sem Bach stjöm- aði. Fyrir þessa hljómsveit samdi Bach m.a. fjórar svítur og er D-dúr svítan þeirra vinsælust. Auk strengj- anna er hún fyrir 3 trompetta, 2 óbó, pákur og sembal. Tónlist ívar Aðalsteinsson Upphaf forleiksins er tignarleg músík sem var þokkalega framreidd af hljómsveitinni. Trompettarnir vora samt of sterkir, hvort sem það er útsetningu Bachs að kenna eður ei, og fiðlurnar hefðu þurft að vera eilítið hreinni. Hraður og fúgeraður miðhluti forleiksins var sæmilega leikinn, þó að fiðlusólóið hafi reynd- ar ekki verið hnökralaust og fiðlu- sveitin almennt ekki komin í gott stuð. Næsti kafli svítunnar „air“-ið ljúfsára er viðkvæm og falleg strengjamúsík en það náði tæplega að svífa hátt og hrífa. I líflegum frönsku dönsun- um fór landið hins vegar smám saman að rísa og fiðlurnar að lyfta sér á kreik. Lokadansinn, enskættað „djiggið" í 6/8, var góður í meðför- um hljómsveitarinnar og „swingaði" vel. Marion Herrera hörpuleikari - sýndi meistaratakta. Mynd Anton Brink Hansen Hörpukonsert Hándels mun upphaflega haft það hlutverk að vera skemmtiefni milli þátta í einni af óratoríum tónjöfursins, en nú er þessi geðþekki konsert eitt vinsælasta konsertstykki sem til er fyrir hörpu og hljóm- sveit. Á tónleikunum lék ungur franskur hörpuleikari, Marion Herrera, einleikshlut- verkið. Marion lék á köflum glæsilega og var í góðu sambandi við hljóm- sveitina sem fór vel með ein- faldan strengjapartinn allt fram að lokakaflanum. í hæga kaflanum sýndi Marion meist- aratakta í sólókadensunni sem hljómaði ákaflega vel eins og reyndar allur kaflinn i heild. Verk Ottorino Respighi heyr- ast ekki á hverjum degi þó að mörg þeirra séu eymasælgæti, ekki síst Botticelli-málverkin. Þetta eru eiginlega þrjú stutt tónaljóð og er hvert þeirra öðr- um þræði tónlýsing á málverki eftir ítalska endurreisnarmál- arann Sandro Botticelli. Þetta er í heild litbrigðaríkt hljóm- sveitarverk með finheitum eins og celestu og pianói. „Vorið“ er glaðleg fantasía með trillum, veiðimannahljóðum úr horni, og áberandi tréblæstri. Hljóm- sveitin skilaði því til til áheyr- enda af mikilli smekkvísi í lif- andi flutningi. „Aðdáun vitr- inganna" er tær hljómsveitar- vefur sem byggir mikið á sólóum og samleik tré- blásaranna. Er skemmst frá því að segja að þeir stóðu sig allir hver öðrum betur. Fágottleikarinn Brjánn Ingason var sannast sagna alveg meiriháttar og sam- leikur hans og strengjanna undir lok kaflans vel útfærð- ur. í „Fæðingu Venusar" spila strengimir eða píanóið sífellur sem minna á ölduhreyf- ingu meðfram hægri melódíu í mögnuðum stíganda. Áheyr- andinn skynjar hughrif þess sem er frá sér numinn eða verður vitni að einhverju stór- kostlegu. Allt þetta komst vel til skila í leik hljómsveitarinnar sem var í fmu formi í þess- um kafla. Að flutningnum loknum klöppuðu áheyr- endur vel og lengi, ánægðir með þessa músík- veislu í upphafi aðventu. II bandið og leitast m.a. við að svara eftirfarandi spurning- um: Er sjálfstæði þjóðarinn- ar úrelt markmiö? Eigum við að ganga í Evrópusam- bandið eða standa utan við það? Hver hefðu áhrifm orðið ef við hefðum geng- i ið í Efnahagsbandalag I Evrópu fyrir 30 árum? Er * Evrópusambandið bandalag sjálfstæðra rikja eða vísir að stórríki? Er stjómkerfi þess lýðræðislegt? Hver verða áhrif sameig- inlegrar myntar? Var og er vörn í varnarlið- inu? Hefur andstaðan við hersetuna skilað einhverjum árangri? Og hver er framtíð her- stöðvanna á íslandi? Ragnar hefur haft afskipti af stjórnmálum síðan um tvítugt og var kosinn á þing aðeins 24 ára. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðar- störfum fyrir Alþýðubandalagið og verið tví- vegis ráðherra. Hann hefur á síðari árum samið nokkur leikrit sem hafa vakið athygli. Eitt þeirra, Solveig, er nú á fjölum Þjóðleik- hússins. Háskólaútgáfan gefur bók hans út. Gefðu mér veröldina aftur Bókmenntafræðistofnun og Háskólaútgáf- an hafa gefið út bókina Gefðu mér veröldina aftur. Um sjálfsævisöguleg skrif íslendinga á átjándu og nítjándu öld með hliðsjón af hug- myndum Michels Foucault. Höfundur er Ei- ríkur Guðmundsson, gagnrýnandi og útvarpsmaður. í bókinni er fjallað um ólík við- horf til sjálfs og heims eins og þau birtast í íslenskum sjálfsævisögum og bréfum á 18. og 19. öld. Túlkun manneskjunnar á sjálfri sér tekur róttækum breytingum á þeim fáu áratugum sem skilja að meinlæti Jóns Steingrímssonar og nístandi efa Konráðs Gíslason- ar, og lif Fjölnismanna ein- kennist fremur af grun en vissu - eins og eitthvað hafi glatast eða orðið úti. Bók Eiríks er 55. bindi í ritröðinni Studia Islandica; ritstjóri er Vésteinn Óiason. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.