Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Qupperneq 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 Móðurástin sterkust Tengsl móöur og barns eru sterk og móöurástin er talin sú sterkasta. Þau bönd fœr enginn slitið. Mörg nú- tímakonan þarf hins vegar aöfela umsjá þessarar dýrmætu veru í annarra manna hendur í marga klukkutíma á dag þegar lögbundnu sex mánaöa fæöingarorlofi lýkur. Það eru klukkustundir sem mörgum konum finnst erf- iöar. Mörg móöirin myndi frekar vilja vera heima hjá kornabarninu. Hæfur staðgengill nauðsynlegur „Nýbakaðar mæður hafa haft á orði við mig að þær kvíði fyrir að fara að vinna sex mánuðum eftir fæðingu bama sinna. Ef þær ætfu þess hins vegar kost myndu þær vera lengur hjá bömunum. Það hlýtur að vera æskilegra. Fyrstu mán- uðimir í lífi bams em mikilvægir og samband við einn aðila skapar þá grundvallaröryggiskennd bamsins sem skiptir máli,“ segir Anna Valdimars- dóttir sálfræðingur. „Þegar kona eignast sitt fyrsta bam er allt breytt. Hún er ekki lengur hús- bóndi yfir sínum tíma og þegar rann- „Nýbakaðar mæður hafa stundum haft á orði við mig að þær kvíði fyrir að fara að vinna sex mánuðum eftir fæð- ingu barna sinna," segir Anna Valdi- marsdóttir sálfræðingur. sökuð em áhrif streitu á fólk þá kemur í Ijós að ein erfiðasta streitan stafar af því að fólk hefur ekki vaid á atburðum. Ungabam er besta dæmið um streitu- vald sem ekki er hægt að stjóma. Það er ekki hægt að ráða því hvort það sofi á nóttunni, hvenær það verður veikt og hvort það veikist þegar það er mest áríðandi fyrir móðurina að standa sig vel i vinnunni.“ Þótt móðirin standi sig vel í starfi getur hún haft samviskubit yfir að vera ekki hjá baminu og hún getur haf áhyggjur af hvernig því líði. Togstreita er því ekki ókunnug þessum konum. Ofþreyta getur háð þeim konum sem eiga böm sem sofa illa á nóttunni. Næg- ur svefn er homsteinn andlegrar vellíð- unar og vítahringurinn getur endað i þunglyndi. „Þegar manneskja er mjög þreytt og finnur að hún hefur ekki næg- an kraft til að gera það sem hún vill gera þá býður sjálfsmynd hennar oft hnekki. Hún hefur kannski áður verið kraftmikil og ffamtaksöm en nú fmnur hún fyrir óánægju með sjálfa sig þar sem hún getur ekki gert það sem hún er vön að gera. Aðstæðumar geta líka haft áhrif á samband hennar og makans þannig að þetta vefur upp á sig á marg- an hátt.“ Anna segir að það skipti miklu máli á hvaða hátt faðir bamsins lítur á sína ábyrgð í umönnun bamsins. „Konum gengur betur að takast á við þessa streitu ef skilningur makans er fyrir hendi.“ Það er nauðsynlegt að staðgengill móðurinnar, eða dagmóðirin ef sú leið er valin, sé hæfur. „Það er mikilvægt að hún myndi góð tengsl við bamið og að hún sýni því athygli og hlýju.“ Þá finnur bamið fyrir öryggistilfmningu sem er nauðsynleg. -SJ Hrædd um að dótturinni yrði rænt Klara Lind Jónsdóttir, sem vinnur hjá Frjálsri fjölmiðl- un, á rúmlega eins og hálfs árs gamla dóttur, Elvu Mist Jónas- dóttur. Klara tók lögbundið sex mánaða fæðingarorlof og áður en hún hóf störf á ný kveið hún fyrir að fara að vinna aftur allan daginn. Klara Lind og Elva Mist. „Ég reyndi að komast hjá því að iáta Elvu Mist sofa úti í vagni þvi ég var hrædd um að henni yrði rænt.“ „Ýmsar hugsanir flugu um hug- ann.“ Tvær dagmæður tóku að sér að sjá um Elvu Mist á daginn en þær gættu náttúrlega líka fleiri bama. Klara segir að fyrstu dagana i vinnunni hafi hún verið með hugann annars stað- ar. „Ég var örugglega mjög þreytandi því fyrst í stað hringdi ég mikið í dagmæðurnar til að spyrja um Elvu Mist. Ég var með mikið samvisku- bit. Ég reyndi að komast hjá því að láta hana sofa úti í vagni því ég var hrædd um að henni yröi rænt. Ég kom með þá afsök- un að hún væri kvefuð, sem hún reyndar var. Dagmæð- umar sáu hins vegar í gegn- um þetta og létu hana sofa úti. Þær eru náttúrlega v öllu vanar. Ég er mjög heppin með dagmæð- ur.“ Elva Mist er ánægð hjá dag- , mæðrunum. „Ég hef aldrei þurft að skilja við hana grátandi. Stundum vill hún ekki fara heim því henni finnst svo gaman. Hún vill þá aö ég komi og leiki mér með henni og hinum bömunum sem em hjá dagmæðrunum." Klara leggur mikla áherslu á að nýta frístundimar vel og verja þær með Mist. „Ég er með henni allan tím- ann sem hún er vakandi og ég fer nær aldrei út nema hún sé sofnuð." SJ \ w Sagði upp vinnunni Eydís Eyjólfsdóttir, hár- greiðslumeistari og danskenn- ari, á rúmlega eins og hálfs árs gamla dóttur sem heitir Tanja Líf Davíðsdóttir. „Ég var búin að ákveða að fara aftur út að vinna þegar hún yrði sex mánaða. En ég sagði upp þegar hún var fjögurra mánaða. Þegar hún var komin í heiminn sá ég að þetta var allt öðra- vísi en ég hafði haldið. Mér fannst hún of ung til að fara frá henni all- an daginn. Við bemm ábyrgð á upp- eldi bamanna okkar og mér fmnst skipta miklu máli að við séum mik- ið með þeim þegar þau era svona lítil.“ Eydis fór að vinna þrjá daga í viku þegar Tanja Líf var tíu mánaða auk þess sem hún kennir dans tvö kvöld í viku. Tanja Líf er hjá dag- mömmu á meðan Eydís vinnur á hárgreiðslustofunni. „Við vorum báðar tilbúnar þegar hún var tíu mánaða. Það er líka góð tilbreyting fyrir hana að hitta önnur böm.“ Eydísi frnnst þær mæðgur enn vera of lítið saman. „Ég ætla að hætta í hárgreiðslunni eftir jól og ætla að einbeita mér að danskennsl- unni. Hins vegar ætla ég að kenna fleiri kvöld.“ Á meðan mun bamapía passa Tönju Líf þar sem heimilisfaðirinn er sjómaður. Mæðg- urnar Eydís og Tanja Líf. „Þegar hún var komin í heim- inn sá ég að þetta var allt öðruvísi en ég hafði haldið," segir Eydís.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.