Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Side 20
24 ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 r Sanna sig i Reykjavík Unglingasíðan hitti þrjá hressa krakka sem komnir voru til Hafnar- fjarðar á mótið alla leið frá Akur- eyri. Þeir voru fyrir sunnan til að keppa á mótinu sem og einnig var landsæfing á föstudeginum sem þeim hafði verið boðið á. Þrátt fyrir að það sé kostnaður og fyrirhöfn að koma suður telja þeir það nauðsyn- legt til að geta sannað sig fyrir landsliðsþjálfurunum. Krakkarnir eru á myndinni fyrir neðan, frá vinstri: Margrét Eiríks- dóttir, Ester Bjömsdóttir og Pétur B. Árnason. Verðlaunahafar í einliðaleik hnokka og tátna. Frá vinstri: Þorgerður Jóhannsdóttir Keflavík, Snjólaug Jóhannsdóttir TBR, Bjarki Stefánsson TBR og Arnar Ólafsson TBR. Búnaðarbankamót í Badminton í Hafnarfirði Verðlaunahafar í einliðaleik bæði hjá piltum og stúlkum. svipmyndir frá mótinu sem fram fór á dögunum Helgina 21. til 22. nóv- ember fór fram Búnaðar- bankamótið í badminton eða hniti eins og það heit- ir á íslensku. Mótið var á vegum BH og dró að fjölda þátttakenda frá mörgum félögum. Þannig komu keppendur frá Ak- ureyri og Keflavík auk þeirra af höfuðborgar- svæðinu. Það var því mik- ið líf og fjör í Kaplakrika um þegar mótið fór fram. Unglingasíðan kom þar við seinni daginn og þá voru úrslitaleikirnir í fullum gangi. Badminton telst til litlu íþróttagreinanna á íslandi en það ætti samt ekki að hindra þá í að vekja mun meiri athygli á því sem er að gerast. Það var ætlunin að hirta úrslitin frá þessu móti er lauk fyrir rúmri viku en þrátt fyrir loforð hafa þau ekki borist og er það að mörgu leyti leiðin- legt fyrir þá sem þetta allt snýst um, nefnilega krakkana sjálfa. Er vonandi að BH bæti sig næst. Hér að ofan eru verðlaunahafar í tvenndarleik pilta og stúlkna. Frá vinstri: Birgir Björnsson og Tinna Helgadóttir (1. sæti) og Fann- ey Jónsdóttir og Baldur Gunnars- son (2. sæti) Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir voru sigursæl og mjög ánægð með árangur þessa helgi. ■imjyi'o. Þrjár stelpur sem komu frá Keflavík til að keppa á mótinu. Þær heita Flóra Karitas Buenano, Heiða R. Guðmundsdóttir og Þorgerður Jóhannsdóttir. Sigurvegarar í tvenndarleik hnokka og hnátna: Hér til hægri og alveg skælbrosandi eru sigurvegararnir í tvenndarleik hnokka og hnátna, Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir. Þau koma bæði úr TBR eða Tennis- og Badmintonfélagi Reykjavíkur. Snjólaug vann allt sem var í boði á mótinu og Atli var í verðlaunasætum hnokka og voru þau því mjög áberandi á mótinu og ánægð með sinn árangur. Þau æfa ekki saman en hafa oft keppt saman og er því eina æfingin í samspili á mótum. Bæði segjast þau koma frá miklum badmintoníjölskyldum þar sem allir: pabbi, mamma, afi og systkini, eru á fullu með spaðann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.