Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1998, Page 21
ÞRIÐJUDAGUR 1. DESEMBER 1998 25 Stjörnubíó - Can't Hardly Wait Get alveg beðið ★a Þessi unglingamynd sver sig i ætt við gleðimyndir á borð við Grease að því leyti sem hún fjallar um út- skriftarárgang menntaskóla, paranir og afparanir. Nema í þetta sinn fylgjum við ekki hópnum eftir á einu ári heldur hittum hann allan fyrir í sjálfu lokapartíinu. Þar er helsta fréttin sú að aðalgæinn, fótboltahetjan, hafi hætt með aðalpiunni, sjáifri balldrottningunni. Þessar tvær persónur gefa strax tóninn um persónusköpunina en þama er raðað upp öllum klisjunum sem gengið hafa aftur og aftur í gegnum svona myndir. Utan um þessi tvö er sex manna vinahópur (sbr. Grease), þrjár stelpur og þrir strákar og þau mynda þrjú (gagnkynhneigð) pör. Síðan höfum við ríku stelpuna sem heldur geimið, nörda, gangsta töffara og gáfuðu stelpuna og bókmennta- hneigða strákinn, sem enginn hefur nokkum tímann tekiö eftir. Síðustu tvö eru aðalhetjur myndarinnar en ekki aðalparið eins og í Grease og er sú nýbreytni reynd- ar farin að þreytast líka. En nú er best að hætta þessari neikvæðni og draga að- eins fram það jákvæða. Þama var nefnilega á feröinni mjög greinileg tilraun tú að vinna með þetta menntaskólalokaballs-form, þvi þessi markvissa kynning kimnuglegra persóna var mjög meðvituð; líkt og með unglingahrollvekjuna sem varð öll póstmódernísk, hefur unglinga-partí- myndin líka gerst nútímaleg og sjálfsvísandi (tO að und- irstrika þetta er ein nýja hrollvekjuleikkonan hér í aðal- hlutverki). Þannig eru týpumar allar mjög ýktar og kynntar á ýktan hátt til sögunnar, með tilheyrandi ýkt- um sögulokatextum (hann varð síðar...). En þessi sjáifs- meðvitund gengur því miður ekki nógu langt og klisjumar hlaðast æ hraöar upp eftir þvi sem líður á myndina, temum úr Breakfast Club skaut óvænt upp og allt skundaði þetta einhvern veginn niður á við. Eins og aðrir jafnaldrar mínb- þá er ég alin upp við þennan bandaríska unglinga-vörtúalveruleika og kom aldrei til hugar að taka hann alvarlega, leit á þetta sem hverja aðra vitleysu og tilbúning. Mikil var undrun mín þegar ég kynntist bandariskri smábæjarstúlku sem sagði mér að svona gengi þetta nú mikið til fyrir sig. Þetta hefur orðið til þess að ég sé þessar myndir alltaf sem hálfgerðar traged- iur. Leikstjórar og handritshöfundar: Harry Elfont og Deborah Kaplan. Kvikmyndataka: Uoyd Ahern. Tónlist: David Kitay og Matthew Sweet. Aðalhlut- verk: Ethan Embry, Charlie Korsmo, Lauren Ambrose og Jennifer Love Hewitt. Úlfhildur Dagsdóttir Kvikmynda GAGNRÝNI Háskólabíó - Taxi: Klessubflaleikur iriri Luc Besson er frægastur franskra kvikmyndagerðarmanna nú og frægð hans sést best á því að stanslaust hefur nafni hans veriö haldið á lofti i auglýsingaherferð fyr- ir Taxi. Þetta er að mörgu leyti skilj- anlegt, Besson er handritshöfundur og framleiðandi. Leikstjóri er aftur á móti gamall félagi hans, Gerard Pires, og er honum margt til lista lagt. Hann fetar dyggilega í spor Bessons hvað varðar hraöa en vantar frumleika sem einkennir leik- stjóm Bessons. Á móti kemur að Pires virðist hafa mun meiri húmor heldur en Besson og er Taxi best lýst sem spennufarsa þar sem farið er út fyrir allt raunsæi í atburðarásinni en um leið tekst að halda uppi vissri spennu sem aðallega felst i hraðakstri um götur Parísar. Aðalpersónan, Daniel, hefur i sex ár beðið eftir því að fá leyfi til að starfa sem leigubílstjóri. í millitíð- inni hefur hann starfað sem pitsu- sendiU og á öll hraðamet í þeirri stétt. Daniel er haldinn ólæknandi bUadellu og hefur nánast gert leigu- bU sinn að kraftmiklum kappakst- ursbU. í einu fyndnasta atriði mynd- arinnar kemur hann taugastrekktmn viðskipavini út á flugvöU á mettíma. Hinn misheppnaði lögreglumaður EmUien, sem sér aðeins eitt ráð tU aö koma sér í mjúkinn hjá forkunn- arfagurri lögreglukonu, það er að hafa uppi á bankaræningjum sem hreUa íbúa MarseUles, nær óvænt tangarhaldi á Daniel og hyggur gott tU glóðarinnar í eltingaleiknum við bankaræningj ana. Taxi er þrátt fyrir aUan bUaelt- ingaleikinn og klessubílaatriðin, þar sem fyrirmyndin er amerisk, mjög svo evrópsk og á húmorinn, sem er nokkuð sérstakur, stóran þátt í því. Það er ekki oft sem tekst að ná upp jafn skemmtUegri stemningu og ein- kennir Taxi, sérstaklega fyrri hluta myndarinnar, og þótt samtöl virki stundum sem eintómur ruglingur þá er Taxi skemmtUeg tUbreyting frá Kvikmyn^da GAGNRÝNI amerísku hasarmyndaflórunni sem viö þurfum að lifa við. Leikstjóri: Gerard Pires. Handrit: Luc Besson. Aðalleikarar: Samy Nacéri, Frederic Diefenthal, Marion Cotillard og Emma Sjöberg. Það borgar sig ekki að reykja Á undan Taxi er sýnd ný íslensk stuttmynd, Á blindflugi eftir Gunnar B. Guðmundsson. FjaUar myndin um ungan og staurblankan mann sem Hilmir Snær Guðnason leikur. Hann getur ekki gert upp við sig hvort hann eigi að hætta að reykja eða ekki. Þeg- ar freistingin verður skynseminni yf- irsterkari má segja að hann fari á brún hengiUugs í orðsins fyUstu merk- ingu. Á blindflugi er láUaus í fram- sögn og ágæUega gerð tæknUega séð en sagan er nokkuð fyrirsjáanleg, en þótt endaatriðið sé samkvæmt bókinni þá er það gott og grátbroslegt. Hilmar Karlsson Regnboginn - Smoke Signals (Reykmerki): Grónar götur ★Reykmerki er afurð skrýthmar skepnu; stefnu í banda- riskri kvikmyndagerð sem virðist vera hvorki né. Að nafninu tU flokkast hún undir „óháðar myndir" (independents), það er myndir sem gerðar eru utan stóru HoUywood-myndveranna og viðfangsefni hennar er hlut- skipti indíána eða innfæddra Ameríkana eins og þeir vUja réttUega láta kaUa sig. Sögur úr þeirra umhverfi eru fáséðar í meginstraumsmyndum Bandaríkjamanna en séu þær geröar þá er sjónarhornið yfirleitt hvíta manns- ins sem annaðhvort viU þeim vel eða fær einhvers konar innsýn í lif þeirra og iðrast gjarnan gjörða forfeðra sinna. Dæmi um slíka kvikmyndagerð, sem í flestum tilfeUum er afskaplega patróníserandi, er hin tUgerðarlega Dansar við úlfa, afspymu vond kvikmynd sem stýrt var af manni sem telst þokkalegur leikari en hefur því miður enga kvikmyndalega sýn. Hin „óháða" kvikmyndagerð Bandaríkjamanna hefur tekið vafasama stefnu á síðari árum. Þökk sé velgengni nokkmra mynda sem hlotið hafa verðlaun á Sundance- hátíðinni (Reykmerki hlaut þar áhorfendaverðlaunin í byrjun ársins), hefur hún breyst úr vettvangi tilrauna og framsækni í umsóknareyðublað fyrir HoUywood. Höf- undar myndanna halda sig enn að mestu í einhvers kon- ar jaðarmenningu en pólitísk rétthugsun brenglar í aUtof mörgum tilfeUum listrænar kröfur. Þessar myndir fara fram á forgjöf, okkur á að líka við þær vegna þess að hjartað slær á réttum stað (svipuð röksemdafærsla er stundum notuð um íslenskar bíómyndir). Þannig hefur tU dæmis verið gert nokkuð úr þeirri staðreynd að Reyk- merki er fyrsta myndin sem gerð er af innfæddum Ám- eríkönum og frá þeirra sjónarhóli. AUt er það nú gott og blessað en ekki nóg. Sagan fjaUar um tvo unga pUta sem vitja um látinn foður annars þeirra. Faðirinn hafði yfirgefið fjölskyldu sína löngu áður og kann sonurinn honum liUar þakkir. Hinn á hins vegar fóðurnum líf sitt að launa og ber tU hans hlýjan hug. Dramað liggur í upp- gjöri sonar og fóður, tekst syninum að fyr- irgefa foður sínum og þannig lyfta af sér oki haturs og sjálfsvor- kunnar? Því miður var mér hjartanlega sama. Handritið er stútfuUt af ódýrum lausnum og gamal- kunnum klisjum, leik- urinn er undir meðal- lagi og leikstjórinn hefur ekkert merki- legt fram að færa. Að öUu jöfnu hefði maður búist við að sjá svona verk á ein- hverri sjónvarpsstöðinni og ekki á besta tíma. TUgangur- inn með myndum sem gerðar eru utan færibandanna í draumafabrikkunni hlýtur að vera að bjóða upp á annars konar sýn, aðrar leiðir í nálgim. Þær gegna hlutverki brautryðjenda í menningunni. Hér skakklappast menn upp grónar götur, engum tU gagns eða gamans. Það er ekki nóg að vera mikið niðri fyrir. Það er heldur ekki nóg að hafa góðan málstað. Menn verða að hafa vUja og getu tU að segja vel frá. Engu slíku er tU að dreifa hér, það er greinUega ekki aðeins á íslandi sem kvikmynda- höfundar faUa of oft í þá gryfju að telja göfugan tUgang helga iUa bruggað meðal. Eini ljósi punkturinn var stutt hmkoma Elaine MUes og Cynthiu Geary, sem léku MarUyn og SheUy i Northern Exposure (Á norðurslóðum), einhverjum bestu sjónvarpsþáttum sem Bandarikjamenn hafa nokkru sinni framleitt. Návist þeirra gerði mér kleift að hugsa um eitt- hvað skemmtUegt meðan þessi meðal- mennska stóð yfir. Ásgrímur Sverrisson Kvikmynda GAGNRÝNI íf ; ^J ÍjP J|j í Bandaríkjunum - absókn dagana 27. tll 29. nóvember. Tekjur í mllljónum dollara og heildartekjur Tími teiknimyndanna Þar sem þakkargjörðardagurinn var siðastliöinn fimmtudag í Bandaríkjun- um voru nýju myndirnarfrumsýndar á fimmtudegi í staö föstudags. Sjötíu prósent af öllum þeim sem fóru í bíó í Bandarikjunum þessa fjóra daga sáu þær fimm myndir sem eru efstar á listanum og langflestir fóru aö sjá tölvu- geröu teiknimyndina A Bug's Life sem kemur úr smiöju Disneys og viröist þaö engin áhrif hafa haft á aösóknina að Antz haföi gert þaö gott í nokkr- ar vikur en þær fjalia báöur um skordýr. A Bug's Life var ekki eina myndin sem frumsýnd var sem ætluð er fyrir alla fjölskylduna. Babe: Pig in the City er framhald hinnar vinsælu Babe þar sem söguhetjan er svín sem hefur mikinn metnaö. Svíniö gjörtapaöi baráttunni fyrir skordýrunum og er þetta önnur rándýra kvikmyndin í röö frá Universal sem víst þykir aö tap veröi á, hin er Meet Joe Black, sem enn er í sæmilegri aösókn, en nær aldrei upp í þær 100 milljónir dollara sem hún er talin hafa kostaö. Athyglisvert er aö þær þrjár kvikmyndir sem mesta aösókn hafa aö jafnaöi þessa dagana, A Bug's Life, The Rugrats: The Movie og Enemy of the State koma allar frá Walt Disney. - HK Tekjur Heildartekjur l(-) A Bug's Life 33.258 46.111 2(1) The Rugrats Movie 21.010 57.851 3(2) Enemy of the State 18.114 49.311 4(3) The Waterboy 13.601 122.210 5 (-) Babe: Pig in the City 6.162 8.200 6(4) Meet Joe Black 5.786 35.769 7(5) 1 Still Know What You Did Last Summer 4.461 33.501 8 (-) Home Fries 3.784 5.313 9(13) Elizabeth 3.391 6.958 10(-) Ringmaster 3.344 5.002 11 (-) Very Bad Thing 3.245 4.657 12 (6) The Siege 2.498 36.203 13 (7) l'll Be Home for Christmas 1.678 9.427 14 (9) Pleasantville 1.204 36.720 15 (10) Celebrity 1.026 3.311 16 (12) American History X 0.989 4.001 17 (8) Antz 0.952 85.659 18 (17) Life Is Beautiful 0.871 5.248 19 (18) There's Something about Mary 0.659 172.343 20 (21) Everest 0.643 52.743 „sjúkrarúm flffl með nuddi‘ Gæðarúm á góðu verði á RB-rúmi Ragnar Björnsson Dalshrauni 6, Hafnarflrði • Súni 555 0397 o

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.