Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Page 6
6
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
Fréttir
18 ára og tvísviptur ökuskírteini:
Sýslumaður neitar
um meiraprófið
- hrikaleg mismunun, segir skólastjóri ökuskólans
Sýslumaðurinn á isaflrði, Ólafur
Helgi Kjartansson, stoppar af rúm-
lega 18 ára mann sem er i skóla til
að öðlast aukin ökuréttindi sem al-
mennt kallast meirapróf ökumanna.
Sýslumaður telur að áreiðanleiki
mannsins sé ekki nægilegur til að
vera bílstjóri. Á stuttum ökuferli
hefur lögreglan neyðst til að hirða
af honum ökuskírteinið í tvígang,
vegna ölvunaraksturs og hraðakst-
urs. Ný reglugerð virðist þó ekki
endilega veita sýslumanni heimild
til afskipta af námi piltsins og skóla-
stjóri ökuskólans talar um vald-
níðslu hjá sýslumanni.
Lengi vel háttaði svo til að mönn-
um var „refsað" á þann hátt að þeir
komust ekki í skóla til að öðlast
aukin ökuréttindi öðruvísi en að
vera með hreint mannorð i 12 mán-
uði á undan, til dæmis ekki með
sviptingu ökuréttinda. Mörgum
þótti þetta óeðlilegt, þótti um að
ræða viðbótarrefsingu við þá sem
þeir höfðu tekið út. í ágúst í fyrra
var gerð reglugerðarbreyting sem
gengur út á það að viðkomandi skal
vera með allt í lagi þá stundina sem
hann sest á skólabekk og öðlast rétt-
indi. Hins vegar eiga sýslumenn og
lögreglustjórar að kanna feril
manna og áreiðanleika þeirra.
Óáræðanlegur
„Ég treysti mér einfaldlega ekki
til að líta svo á að ökumaður sem
ekki hefur náð 19 ára aldri en hefur
þegar verið án ökuskírteinis vegna
ölvunar og hraðaksturs og auk þess
fengið refsingar fyrir önnur umferð-
arlagabrot sé ekki áreiðanlegur, fer-
Ert þú aflögufær?
Gfróseðtar Uggja frammi í
öllum bönkum, sparisjóðum
og á pósthúsum. Sti
'mSSSÍM
Þú getur þakkað fyrir þitt hlutskipti
Gefum bágstöddum von
Þegar krafan
um gott sæti
er í fyrirrúmi
Skúlagötu 61 » S: 561 2987
illinn hlýtur að benda til
þess. Það fólk sem á við-
skipti við þá menn sem
hafa lokið svokölluðu
meiraprófi hlýtur að eiga
að geta treyst því að búið sé
að kanna að þeir séu bæði
góðir bílstjórar og ferill
þeirra áreiðanlegur. Auð-
vitað eiga kennarar strax i
upphafi að gæta að þessu,“
sagði Ólafur Helgi Kjart-
ansson.
„Þama er verið að mis-
muna mönnum hrikalega,"
sagði Sigurður Gíslason
skólastjóri sem annast um
ökuskólann sem veitir „aukin öku-
réttindi. „Sýslumaðurinn stoppar af
Olafur Helgi
Kjartansson
sýslumaður -
telur að unga
ökumanninum
sé ekki
treystandi.
þennan unga mann, hann
leggur hlutlægt mat á hann
og telur að áreiðanleiki
hans sé ekki nægilega mik-
ill, hann sé ekki nógu áreið-
anlegur bílstjóri vegna
sviptinganna sem hann fékk
á sig. Ég hef verið skóla-
stjóri skólans í sex ár og
kennt í tuttugu. Ég gerir
mér fulla grein fyrir því
þegar hrottalega er brotið á
fólki. Það er engin spurning
að þarna er verið að brjóta á
þessum unga manni,“ sagði
Sigurður.
Valdníðsla
Hann segir að það breyti engu
með sviptingarnar þó ljót saga sé.
Hjá öðram umdæmum lögreglunnar
sé farið eftir nýju reglugerðinni.
Sigurður fór með pappírana til
Reykjavíkur og taldi vist að allt
mundi ganga þar. Skarphéðinn
Njálsson frétti hins vegar af synjun
sýslumanns og sagðist ekki vilja
stimpla pappírana þar sem Ólafur
Helgi hefði neitað slíku.
„Lögmaðurinn minn segir þetta
vera valdníðslu hjá Ólafi Helga.
Hann segir að fjölmargir hafl farið í
gegnum prófið þrátt fyrir að vera
með sviptingar á bakinu. Sýslumað-
m- megi ekkert leggja huglægt mat á
hvað honum finnist um áreiðan-
leika eins eða neins," sagði Sigurð-
ur Gíslason á ísaflrði. -JBP
Hólmadrangur á Hólmavík og á Drangsnesi:
Stefnir í lokun
rækjuvinnslunnar
DV, Akureyri:
„Það segir sig auðvitað sjálft að ef
við missum um 20 störf í rækjunni
hér á Hólmavík og um 15 störf á
Drangsnesi þá er slíkt afar mikið áfall
fyrir ekki ijölmennari byggð," segir
Gunnlaugur Sighvatsson, íram-
kvæmdastjóri Hólmadrangs á Hólma-
vík, en fyrirtækið rekur rækju-
vinnslu þar og á Drangsnesi. Rækju-
vinnslan er mjög mikilvæg fyrir at-
vinnulífið á þessum stöðum, en allt
útlit er fyrir að til fækkunar starfs-
fólks komi á næstunni eða jafnvel að
loka þurfl alveg vegna hráeftiisskorts.
„Við höfum orðið mjög lítið hráeftii
og það stefnir því miður í hráefnis-
skort í þessum mánuði. Við höfum
haft nokkra innfjarðarrækju til
vinnslu að undanförnu en ég á ekki
von á öðru en það fari að draga úr
framboði á henni og hún standi ekki
undir því að halda vinnslunni uppi.
Við höfum ekki haldið uppi fullri
vinnslu að undanfómu og það þýðir
auðvitað lokun eftir einhvem tíma,“
segir Gunnlaugur.
Hann segir að í ekki stærri byggð,
íbúar á Hólmavík era um 450 og um
100 á Drangsnesi, sé rækjuvinnslan
Frá Hólmavík.
geysilega mikilvæg, og komi til lokun-
ar eins og ýmislegt bendir til sé það
mikið áfall.
„Við höfum ekki fækkað fólki enn
sem komið er en það stefhir í að það
gerist um jólin. Við höfúm verið með
tvo báta á veiðum en veiðin hefúr
gengið mjög illa. Við höfum ekki lagt
niður fyrir okkur hvort við getum far-
ið í einhverja aðra vinnslu en það
verður auðvitað skoðað. Þetta er mik-
ið leiðindaástand og það er ekki fyrr
en í vor að við sjáum fram á að fá
rækju til vinnslu annars staðar frá,
t.d. af Flæmska hattinum eða frá
Norðmönnum," segir Gunnlaugur.-gk
Framsókn í Reykjavík:
Lokað
prófkjör
- Arnþrúður vill 2. sætið
Lokað prófkjör, þar sem félags-
bundnir flokksmenn hafa einir rétt
til þátttöku, verður hjá framsóknar-
mönnum í Reykjavik fyrir kosning-
arnar í vor. Fulltrúaráð framsókn-
arfélaganna í borginni kemur sam-
an til fundar á morgun, fimmtudag.
Þar verður ákveðiö nánar um fyrir-
komulag prófkjörsins og prófkjörs-
reglur.
Finnur Ingólfsson, viðskipta- og
iðnaðarráðherra, sem nú skipar
efsta sætið mun að öllum líkindum
skipa það áfram að loknu prófkjör-
Finnur Ingólfsson. ólafur Örn Haralds-
son gefur kost á sér í
annað sætið.
Arnþrúður Karlsdótt-
ir keppir líklega um
annað sætið.
inu. Hins vegar er liklegt að Arn-
þrúður Karlsdóttir sem nú skipar
þriðja sætið, hyggist sækja að Ólafi
Haraldssyni í öðru sætinu. Arn-
þrúður vildi í gær ekki lýsa neinu
yfir í því efni. Hún kvaðst þó
myndu gefa kost á sér á listann en
ákveða fyrir áramótin eftir hvaða
sæti hún sæktist.
Ólafur Öm sagði í samtali við DV
að hann gæfl kost á sér í annað sæt-
ið áfram. Jafnframt kvaðst hann
styðja Finn Ingólfsson í fyrsta sæt-
ið. Ólafur gekk sem kunnugt er
gegn vilja flokksforystunnar í há-
lendismálinu svonefnda á Alþingi
fyrr í vetur og var í andstöðu við
þann hluta sveitarstjómarlagafrum-
varps samflokksmanns síns, Páls
Péturssonar, sem laut að því að
skipta hálendinu upp í reiti út frá
aðliggjandi hreppum. Þótt hann hafi
með andstöðu sinni veikt stöðu sina
gagnvart flokksforystunni, þá telja
margir hann hafa styrkt stöðu sína
meðal reykvískra framsóknar-
manna og kjósenda flokksins og eflt
fylgi sitt. -SÁ
Setkrókur
Kristinn H. Gunnarsson var
maður þriðjudagsins þegar hann
stimplaði sig formlega inn í Fram-
sóknarflokkinn og sagðist stefna á
fyrsta sætið þar sem
Gunnlaugur Sig-
mundsson er reyndar
fyrir. Umskipti Kristins
koma fæstum á óvart
þar sem sandkorn
gi-eindu frá því fyrir
löngu að þau stæðu
fyrir dyrum. Aftur á
móti mun ekki öllum
stuðningsmönnum
hans vera skemmt og óvíst er
um bakland vestur á fjörðum. Á Al-
þingi gengur gáta, tengd aðventu og
jólasveinum. Spurt er hvaða jóla-
sveinn hafi komið síðast til byggða.
Svarið er Setkrókur í gervi Kristins
H. sem loks hafi krækt sér í sæti...
Forstjóradraumur
Sameining ÍS og SH er mjög til um-
ræðu en óvíst hvað úr verður. Sam-
eining fyrirtækjanna er að sögn mjög
ofarlega í huga Axels Gíslasonar,
forstjóra Vátrygginga-
félags íslands. Axel
mun hafa hvatt til
þessarar sameiningar
og lagt sín lóð á vog-
arskálarnar í um-
ræðunum. Þeir sem
muna eftir Sam-
bandinu muna
einnig að Axel var oftar
en ekki nefndur sem einn af kandídöt-
unum þegar framtíðarskipan í for-
stjórastöðu hjá Sambandinu var til
umræðu hér áður fyrr. En Sambandið
lognaðist út af áður en af því gat orð-
ið. Gárangar segja Axel nú hafa
dustað rykið af þessum gamla draumi
og hann eygi loks von um að verða
forstjóri stærsta fyrirtækis landsins.
Betra er seint en aldrei - það er ef af
sameiningu verður...
r
A sama sviði
New York var flutt á Broadway sl.
laugardagskvöld. Á annað þúsund
manns mættu þangað til að hlusta á
Stórsveit Reykjavíkur
og Ragga Bjarna,
Andreu Gylfa og
Páli Óskar
Hjálmtýsson. Mesta
athygli vakti þó
meintur (ójvinur
homma, Árni
Johnsen, sem að
vísu féll ekki inn í neitt prógram en
fékk að koma fram fyrstur. Ekki varð
gestum óglatt undir söng þingmanns-
ins hreinlynda og var honum fagnað
mjög. Það sem vakti þó mesta spennu
var að þeir fjandvinir, Ámi og Páll
Óskar, skyldu vera undir sama þaki
og á sama sviði. Þeir sem væntu þess
að þeir tækju sáttalag saman urðu
fyrir vonbrigðum því það gerðist
ekki. Enginn veit þó hvað gerðist
milli þeirra í búningsherbergjum að
tjaldabaki...
Foringjaslagur
Vinstra framboð Græningja er á
fullri ferð og fundur þeirra um helg-
ina þykir vísbending um að meðbyr
sé talsverður. Framboðið lýtur for-
ystu alvörumanna á
borð við þá Ögmund
Jónasson, Stein-
grím J. Sigfússon
og Hjörleif Gutt-
ormsson sem hrökt-
ust undan veðri og
vindum út á vinstri
kantinn. Nú herma
heimildir sandkorna að Sósíalista
félagið sé gengið í heilu lagi í raöir
Ógmundar og Steingríms. Þar er að
vísu ekki um að ræða nema um 100
manns en það munar um allt. Síðan
er spurningin um Fylkinguna og
Marx-Lenínista. Þeir sem gleggst
þekkja til innviða Græningja spá því
að i uppsiglingu sé foringjaslagur
miEi Steingríms J. og Ögmundar
sem báðir ku hafa metnað til að
verða leiðtogar...
Umsjón Reynir Traustason
Netfang: sandkom ffiff. is