Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Síða 7
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
7
Fréttir
Rlkisstjórnin vill lagabreytingu vegna kvótadóms Hæstaréttar:
Alþingi ræður ferðinni
- forsætisráðherra segir ekki ástæðu til að hrófla við 1. greininni um sameign þjóðarinnar
„Það er ljóst að við þurfum að
breyta lögunum til samræmis við
dóm Hæstaréttar," sagði Þorsteinn
Pálsson sjávarútvegsráðherra eftir
ríkisstjórnarfund í gær þar sem
fjallaö var um kvótadóm Hæstarétt-
ar þar sem einróma úrskurður var
sá að sjávarútvegsráðuneytinu
hefði verið óheimilt að neita Valdi-
mari Jóhannessyni blaðamanni um
kvóta á grundvelli 5. greinar laga
um stjórn fiskveiða. Rétturinn
komst að þeirri niðurstöðu að af-
greiðsla ráðuneytisins stríddi gegn
stjórnarskrá. Málið allt hefur vald-
ið miklu íjaðrafoki og símbréf með
kvótaumsóknum streyma inn í
sjávarútvegsráðuneytið. Sérfræð-
inga greinir á um áhrif dómsins þar
sem sumir telja létt verk að breyta
lögum til samræmis- við stjórnar-
skrá á meðan aðrir telja kvótalögin
í heild sinni vera í uppnámi. Þor-
steinn vildi engu spá um það
hvenær ný lög verði samþykkt
vegna málsins.
„Það er auðvitað æskilegt að
ljúka málinu sem allra fyrst en
þingið hefur það auðvitað í hendi
sér hvað það tekur sér langan tíma
í málið,“ sagði Þorsteinn.
Davíð Oddsson forsætisráðherra
tók í sama streng og Þorsteinn.
Hann segir nauðsynlegt að laga lög-
in að niðurstöðu dómsins. Þegar DV
spurði hann hvort ástæða væri til
að breyta 1. grein laga um stjóm
fiskveiða þar sem kveðið er á um að
þjóðin eigi fískistofnana, svaraði
hann: „Hæstiréttur segir hvergi að
Davíð Oddsson hefur legið undir feld undanfarna daga til að leita leiða til að fella kvótalögin að stjórnarskránni. Tillögur
ríkisstjórnarinnar fóru til þingflokka stjórnarflokkanna í gær. Hér svarar Davíð spurningum fréttamanna. DV-mynd ÞÖK
1. greinin brjóti í bága við stjómar-
skrána," sagði Davíð.
Hann segir að ríkisstjórnin hafi
fjallað um málið með færastu sér-
ffæðingum þjóðarinnar á sviði lög:
fræði og einhugur hafi verið um til-
lögur.
„Það hvar hvorki lögfræðilegur
ágreiningur meðal sérfræðinganna
eða okkar. Við vinnum að því að
laga lögin að dómi Hæstaréttar
þannig að þau standist," segir Dav-
íð.
Hann vOdi engu spá um það
hvort skamman tíma tæki að af-
greiða lögin frá Alþingi. Ekki sé
endilega nauðsynlegt að afgreiða
málið fyrir jól.
„Það væri betra en er ekki nauð-
synlegt," segir Davíð.
-rt
< -1
Westpoint Stevens I
Rúmteppi/sett
MARTEX
Lök/1akasett
X
Dýnuhl ífar'””
(oddarI
Perfect FitI
Yfirdýnur
Viðskiptaverðlaunin 1998:
Maður og frumkvoðull ars-
ins útnefndir á þriðjudag
Viðskiptaverðlaunin 1998 verða
afhent við hátíðlega athöfn á Grand
Hotel í Reykjavík þriðjudaginn 15.
desember. Þetta verður í þriðja sinn
sem Viðskiptaverðlaunin verða
veitt. DV, Stöð 2 og Viðskiptablaðið
standa sameiginlega að verðlaunun-
um og skiptast þau í tvennt: Ann-
arsvegar er um að ræða verðlaunin
Maður ársins í íslensku viðskipta-
lífi. Hins vegar er veitt viðurkenn-
ingin Frumkvöðull ársins í íslensku
viðskiptalífi.
Viðskiptaverðlaunin í fyrra féllu
Finnboga Jónssyni framkvæmda-
stjóra Síldarvinnslunnar á Nes-
kaupstað í skaut, en hann var út-
nefndur maður ársins í íslensku
viðskiptalífi fyrir trausta og farsæla
stjóm 40 ára gamals sjávarútvegs-
fyrirtækis sem undir hans stjórn
hefur vaxið og dafnað jafnt og þétt
og verið laust við hvers kyns uppá-
komur í rekstri. „Við höfum sjálf-
sagt verið heppnir í ákvörðunum og
hitt á rétta hluti á hverjum tíma,“
sagði Finnbogi í samtali við DV þeg-
ar hann tók við verðlaununum.
Frumkvöðull ársins var Skúli Þor-
valdsson þáverandi hótelstjóri Hót-
Maður ársins í íslensku viðskiptalífi 1997, Finnbogi Jónsson, og frumkvöðull
ársins 1997, Skúli Þorvaldsson, við afhendingu viðskiptaverðlaunanna 1997.
el Holts. Skúli hlaut viðurkenning-
una fyrir brautryðjendastarf og
sókn á erlendan markað með ís-
lenskt vegamesti, en hann leiddi
hóp íslenskra fjárfesta sem keyptu
eina stærstu skyndibitakeðju í
Bandaríkjunum sem sérhæfð er í
fiskréttum. „Mér finnst ég ekkert
Santas lök
X
Santas 100%
bómúllarlök fyrir
þykkar dýnur, allt
að 40 cm. djúpar.
Allar amerískar stcerðir,
einnig Full XL (1.35x2m.)
og Tlvin XL (97x2m.)
( ) ; \ Unn. - Jos. O'hltt
V lMO I.an. 10-17 • Stm. I.M7
hafa afrekað, heldur einungis byrj-
að á verkefni sem ekki sér fyrir
endann á,“ sagði Skúli í samtali við
DV í tilefni af verðlaununum.
Viðskiptaverðlaunin voru fyrst
veitt árið 1996. Þá hlutu hjónin Þóra
Guðmundsdóttir og Arngrímur Jó-
hannsson hjá flugfélaginu Atlanta
verðlaunin sem menn ársins í ís-
lensku viðskiptalífi. Verðlaunin
hlutu þau fyrir þann árangur sem
þau höfðu náð með flugfélag sitt
sem þau stofnuðu við eldhúsborðið
heima hjá sér áratug fyrr. „Hefði
einhver sagt okkur að við ættum
eftir að reka 14 flugvélar með
nokkrum hundruðum starfsmanna
hefðum við vísað honum á dyr og
talið hann veikan á geði,“ sögðu
þau hjón um velgengni sína í sam-
tali við DV i tilefni af verðlaunun-
um. Frumkvöðull ársins 1996 var
dr. Kári Stefánsson forstjóri ís-
lenskrar erfðagreiningar*sem þá
var nýtekin til starfa. Kári sagði að
það kæmi sér spánskt fyrir sjónir
úr Fílabeinsturni háskólamannsins
að hljóta viðurkenningu sem frum-
kvöðull í viðskiptalífl, en hafa á
öðrum þræði gaman að því. -SÁ
Crosscill
H a n d k 1 æ ð i
Sturtuhengi
Rug Barn11
Værðarvoðir
100 % bómull
-r>
i j
MARTEX
Þykk baðhandklæði
margir litir
4.465 kr.
Stgr.
Thermoflex
hei1sukoddar
œrm
Mörkinni 4 • 108 Reykjavík
Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 • www.marco.is
Við styðjum við bakið á þér!