Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 10
10
enning
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
Samið um Bjart
„Á myndinni eram við að af-
henda menntamálaráðherra
þær íslendingasögur sem hafa
komið út á hljóðbók á þessu
ári,“ segir Gísli Helgason hjá
Hljóðbókaklúbbnum. „Það
voru sex sögur: Eyrbyggja
saga, lesin af Þorsteini frá
Hamri, Svarfdæla saga sem Jó-
hann Sigurðarson les, Ljós-
vetningasaga og Valla-Ljóts
saga sem era saman í hljóð-
bók, lesnar af Vésteini Ólasyni
og Sigrúnu Eddu Björnsdóttur,
Víglundar saga og Króka-Refs
saga sem líka eru saman, lesn-
ar af Helgu E. Jónsdóttur og
Erni Ámasyni. Þá er ráðherra
búinn að fá einar 26 íslend-
ingasögur á hljóðbókum og
ekkert eftir nema Brennu-
Njáls saga og Egla,“ segir Gísli
stoltur, en einhver hefði
kannski bætt við „ekkert eftir
nema allt“!
íslendingasögur era ekki það eina sem
Hljóðbókaklúbburinn gefur út á tíu ára af-
mæli útgáfu sinnar á almennan markað.
Meðal útgáfuhljóðbóka eru líka splunkuný
verk: Norðurljós Einars Kárasonar sem höf-
undur les sjálfur, Borgin bak við orðin eftir
Bjama Bjarnason sem Hjalti Rögnvaldsson
les og jafnvel frumútgáfa á barnabók, Kötu
mannabarni og stelpu sem ekki sést eftir
Kjartan Árnason. Einnig koma Kristrún í
Hamravík í lestri höfundar, Guðmundar G.
Á myndinni þakkar menntamálaráðherra, Björn Bjarnason,
pakkann. Gísli Helgason horfir glaður á.
Hagalíns, og Árna Tryggvasonar og Teitur
tímaflakkari sem höfundur, Sigrún Eldjám,
les. Við spurðum Gísla af hvaða hljóðbók
hann væri stoltastur.
„Ef ég á að vera hreinskilinn þá er ég stolt-
astur af skáldsögunni Draumur þinn rætist
tvisvar eftir Kjartan Árnason. Þetta er upp-
vaxtarsaga manns sem finnur til alvarlegra
sjúkdómseinkenna á unga aldri og er ekki
fjarskyldur höfundi sínum ef að líkum lætur
- Kjartan er með MS-sjúkdóm. Sigurður
Skúlason leikari les og
við hljóðskreyttum
söguna, notuðum tón-
list og áhrifshljóð þar
sem það á við. Það er
til dæmis mikið vitnað
í Dark Side of the
Moon og við tökum til-
vitnanirnar beint af
plötu Pink Floyd."
Gísli var drjúgur
yfir því að vel gengi að
venja íslendinga á að
hlusta á hljóðbækur.
„Síðan við stofhuðum
klúbbinn hefur lukkan
farið sígandi. Ef við
hættum þessari útgáfu
trúi ég að menn rækju
upp ramakvein. Félag-
ar eru um 500 og á
áætlun er að stækka
hópinn veralega upp
úr áramótum."
Menningarsíða
hafði veður af því að Hljóðbókaklúbburinn
hefði hug á að gefa út lestur Amars Jónsson-
ar á Sjálfstæðu fólki Halldórs Laxness. Náð-
ust samingar?
„Já. Við munum gefa hann út í tengslum
við sýningu Þjóðleikhússins á næsta ári. Það
eru alls um 24 klukkutímar á 12 snældum.
Þú mátt geta þess að þetta er sam-
vinnuverkefni Hljóðbókaklúbbsins,
Vöku-Helgafells og Ríkisútvarpsins."
Helga Hjörvari fyrir
DV-mynd GVA
Vandræðalausir unglingar
í nýrri skáldsögu Þórðar Helgasonar fyrir
unglinga, Tilbúinn undir tréverk, fáum við
að skyggnast inn í dagbók Jens, 16 ára ung-
lings sem er sendur í byggingavinnu því hún
er að mati pabba hans „æðsta sæla allra
ungra manna, manndómspróf, mælikvarði á
þroska, dugnað, útsjónarsemi og vitsmuni."
(bls. 7) Jens er óttalega vantrúaður á það og
vill heldur vera í ung- ________________
lingavinnunni með vin-
um sínum, en að sjálf-
sögðu er dagbókin hans
þroskasaga og það kemur
á daginn að hann kann
því vel að reisa raðhúsa-
lengju í Grafarvoginum. I byggingavinnunni
kynnist Jens nýjum heimi og karlmennum
sem líta stórt á sig en einnig valkyrjunni
Sonju og Snorra ofvita sem reynist góður fé-
lagi.
Jens er skemmtilegur strákur og það er
auðvelt fyrir lesendur að þykja vænt um
hann. Saga hans er bæði fyndin og skemmti-
Bókmenntir
Margrát Tryggvadóttir
leg en undir yfirborðinu kraum-
ar skörp ádeila á þjóðfélag sem
mælir lifsgæði í steinsteypu.
Þótt grínið í sögunni beinist
ósjaldan að sögupersónunum er
alltaf staðið með unglingunum
og menningu þeirra. Það eru
hinir fullorðnu, að minnsta
_________________ kosti sumir
þeirra, sem
eru vitlaus-
ir og kímn-
in beinist
öðru fremur
að þeim.
Hér er til dæmis ekkert fjallað um unglinga-
drykkju en sjónum lesenda beint að mæðr-
um söguhetjanna sem klára tvær sérríflösk-
ur og eina vodka og verða ósjálfbjarga af
drykkju. Vakin er athygli á því að fleiri gera
skyssur en unglingar og vandi samfélagsins
er ekki alltaf af þeirra völdum. Þetta tel ég
mikinn kost á sögu sem skrifuð er fyrir ung-
linga því ef bækumar
standa ekki með unga fólk-
inu, hver gerir það þá?
Alltof algengt er að ung-
lingabækur geri grín að
lesendum sínum eða fjallí
aðeins um vandamálaung-
linga.
Tilbúinn undir tréverk
er heilsteypt og skemmti-
leg skáldsaga fyrir ung-
linga og holl lesning fyrir
alla. Hún er vel skrifuð og
sannfærandi lýsing á
heimi unglinga þar sem
það jákvæða og heilbrigða er dregið fram í
dagsljósið. Einmitt þannig era flestir ung-
lingar, fjölmiðlarnir segja oftast bara frá
þeim sem eru til vandræða.
Þórður Helgason:
Tilbúinn undir tréverk.
Mál og menning 1998.
Nýjar heilræðavísur
Maður og jörð Gunnars Dal hefst á per-
sónulegu ljóði, „Skáldalaunum": þar sem
hann gefur á hnitmiðuðu máli yfirlit yfir líf
sitt, listferil og núverandi stöðu. „Ég kaus að
fara aðra leiö,“ segir hann og heldur áfram:
En talaóu samt ekki
um gamlan, bitran mann
fyrirlitinn, misskilinn, gleymdan.
Ég var á hœstu launum
sem þessi heimur getur greitt:
Gleóinni yfir að skapa.
Misskilinn og gleymdur eru sannarlega
ekki orð sem eiga við Gunnar núna í lok
þessarar aldar á Islandi, margfaldan met-
söluhöfund og fastagest á náttborðum þús-
unda manna um allt land. Pólitísk og hug-
myndafræðileg þróun
hefur verið honum
hagstæð og hann var
maður til að skynja
það á hárréttum tíma.
En það er ekki fyrr
en tæpum 90 síðum
seinna sem lesandi kemst aftur í slíkt návígi
við skáldið. Lunginn úr Manni og jörð eru
heimspekileg ljóð fremur en persónuleg, vits-
munalegt uppgjör skáldsins i upphafsljóðinu
við samtíma sinn og samferðamenn. Þunga-
miðja bókarinnar er 25 ljóða bálkur sem
heitir „Heimur sem ekki gat orðið" og lýsir
Bókmenntir
Silja Aðalsteinsdóttir
andstæðu
skáldsins,
manninum
sem fór leið
fjöldans og
leiddi fjöld-
ann. Sá
maður er
ávarpaður í
bálkinum og
ávarpiö
verður stef
hans: „Þú
varst
vinstrisinn-
aður gáfumaður". Þessi maður er ákaflega
ógeðugur, lítilmenni sem breiðir yfir aum-
ingjaskap sinn með hroka, valdasjúkur of-
beldismaður sem ekkert hefur þroskast þrátt
fyrir mikinn lærdóm. Tónninn
í bálkinum er þannig að erfitt
er að tengja Ijóðmælanda við
þann umburðarlynda mannvin
sem talar í upphafsljóðinu hér
að ofan, og lesanda finnst viö-
fangsefniö ekki eiga skilið allt
rýmið sem það fær í bókinni. Mun máttugri
pólitísk ljóð era til dæmis „Uppgjörið" - um
muninn á viðbrögðum manna við áleitnum
sníkjudýrum - og „Við erum ekki í stríði"
sem er voldug trúarjátning.
Eins og ekki kemur þeim á óvart sem hafa
lesið bækur Gunnars undanfarin ár geyma
fallegustu ljóð bókarinnar og þau sem ef til
vill lifa lengst heilræði hans til lesenda
sinna. Mörg þeirra er freistandi að birta hér
en eitt verður að duga; „Sannleikurinn":
Sannleikurinn
er haröur húsbóndi
sem stendur meö þér
og gerir þig sterkan
aö innviöum.
Lygin
er þœgur þjónn
sem breytist í haröstjóra
og svíkur þig
á örlagastund.
í bókarlok eru tvö ljóð sem kallast á við
upphaf bókarinnar, opin og persónuleg. Hið
fyrra er „Tökubarn", ort í orðastað konu um
barn sem hún bar aldrei undir brjóstum en
ber nú í hjarta sér. Hið seinna er undurfal-
legt ljóð ort á banabeði eiginkonu skáldsins,
Elísabet Lilju Linnet. Því lýkur á þessari
ljóðmynd:
Dreymi þig rótt,
liljan mín hvíta
sem opnast á ný í nótt.
Gunnar Dal:
Maður og jörð.
Bókaútgáfan Vöxtur 1998.
Gunnar Guðbjörnsson heima
Tónlistarvinir geta fagnað því að boðað er
til tvennra tónleika um helgina með
Mótettukór Hallgrímskirkju og tenórsöngvar-
anum yndislega, Gunnari Guðbjömssyni. Á
efnisskránni er aðventu- og jólatónlist frá
ýmsum löndum, en af íslenskum verkum má
nefna frumflutning á jólalagi eftir stjómanda
kórsins, Hörð Áskelsson, og
tónlist eftir Þorkel Sigur-
bjömsson. Með kómum og
Gunnari koma fram Ásgeir H.
Steingrímsson og Eirikur Örn
Pálsson trompetleikarar, Daði
Kolbeinsson óbóleikari og
Douglas A. Brotchie orgelleik-
ari. Gestir fá einnig að taka
undir sönginn með Gunnari og
kórnum.
Gunnar hefur verið á ferð og flugi milli
fremstu óperuhúsa Evrópu undanfarin ár en
er nú að flytja til Berlinar þai- sem hann mun
starfa við þýsku ríkisóperuna undir stjóm
Daníels Barenboim. Gunnar sagði einmitt frá
því í helgarblaðsviðtali við DV fyrir ári að
þeir hefðu kynnst í Berlín og Barenboim hefði
sóst eftir samstarfi við hann. Meðal verka sem
hann syngur á tónleikunum era Kirkjuaría
Stradella, Ó, helga nótt eftir Adams og jólalög
eftir Holmes og Max Reger.
Hjálparstarf kirkjunnar nýtur ágóðans af
tónleikunum sem verða í Hallgrímskirkju
annað kvöld kl. 20 og á sunnudaginn kl. 17.
Barnagælur
Þeir sem vora viðstaddir tilnefningar til ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna á mánudag-
inn glöddust sem endranær yfir fögrum kór-
söng í upphafi athafnarinnar,
en hefð er fyrir því að Skólakór
Kársness syngi þar undir
stjórn Þórunnar Björnsdóttur.
Kórinn var stofnaður árið
1977 og hefur Þórunn verið
stjórnandi hans frá upphafi.
Hann syngur í fimm hópum,
Litla kór (8 ára), Miðkór (9
ára), Stóra kór (10 ára),
Bamakór Kársness (11-12 ára) og
Skólakór Kársness en þar syngja börn úr efstu
bekkjum grannskólans sem þá era flest kom-
in í Þinghólsskóla. Alls syngja hátt í 300 nem-
endur 8-16 ára í kóranum.
Á fjórðu hljómplötu kórsins, sem er nýkom-
in út og heitir Barnagælur, syngja allir kór-
amir lög eftir íslensk tónskáld, meðal þeirra
Atla Heimi Sveinsson, Jórunni Viðar, Jón Ás-
geirsson og Inga T. Lámsson, og einnig erlend
lög. Flest eru þetta kunn lög og upplagt að láta
börnin syngja með heima í stofu. Upptöku-
stjóri og altmuligmand var Sigurður Rúnar
Jónsson en útgefandi er Skólakór Kársness.
Starfsmenn menningarborgar
Ráðnir hafa verið þrír starfsmenn hjá
Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000:
Svanhildur Konráðsdóttir, útgáfu- og kynning-
arstjóri, sem hefur starfað við verkefnið frá
því í sumarlok, Skúli Helgason, framkvæmda-
stjóri innlendra verkefna, og Sigrún Valbergs-
dóttir, framkvæmdastjóri erlendra verkefna.
Öll era þau vel kunn fyrir margvísleg störf sín
við fjölmiðla og að menningarverkefnum.
Stjórnandi menningarborgarinnar er Þór-
unn Sigurðardóttir.
Nýstárleg afmælisdagabók
Islendingar dagsins er ný afmælisdagabók
til að safna í vinum og kunningjum og láta
minna sig á hvenær þeir eiga
afmæli. Við hvem dag eru
birt nöfn kunnra íslend-
inga, lífs og liðinna, sem
fæddir eru þann dag og
fleyg orð í lausu máli eða
bundnu eftir einhvern
þeirra. Ki’yddið er svo rit-
handarsýnishom á ann-
að hundrað landa.
Persónufiklar geta
fundið margt til að _
skemmta sér við í bókinni - til
dæmis eiga Geirmundur Valtýsson og Rúnar
Júl. sama afmælisdag, 13. apríl; feðgarnir
Ólafur Jóhann Sigurðsson og Ólafur Jóhann
Ólafsson era báðir fæddir 26. september og 18.
júní reynist vera mikill leiklistardagur; þá era
þau öll fædd Kristbjörg Kjeld, Stefán Baldurs-
son, Tinna Gunnlaugsdóttir (nýkosinn for-
maður Bandalags íslenskra listamanna) og
Viðar Eggertsson.
Jónas Ragnarsson tók bókina saman og
Vaka-Helgafell gefur hana út.
Umsjón
Silja Adalsteinsdóttir