Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Page 11
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 ---sk' lennmg n Ekki fyrir spennufíkla Ró og friður eru þær kenndir sem færast yfír mann við lestur nýjasta smásagnasafns Matthias- ar Johannessens, Flugnasuð í far- angrinum. Andrúmsloft sagn- anna er svo yfirmáta afslappað að það hefur sefandi áhrif á les- andann sem finnur sig stundum á milli svefns og vöku. Þetta mætti túlka sem neikvæða gagn- rýni því þær sögur sem hálfpart- inn svæfa lesandann hljóta að vera hrútleiðinlegar. En í þessu tiifelli eru það ekki leiðindi sem sefa lesandann heldur notaleg- heit. Matthías segir hér sögur af venjulegu fólki í hversdagslegu innhverfi - hvunndagshetjum. Upplifanir stöku persóna gætu ef- laust verið efniviður í bæði æsi- legar og dramatískar frásagnir og nægir að vísa til frásagna af sjáv- arháska eða ásta í meinum. En Matthías færir líf þessa fólks ekki í stílinn til þess að laða að spennufíkla. Hann heldur sig við hversdagsleikann sem hjá flest- um er fremur óspennandi en hjá honum fagur í látleysi sínu. Það sem gerir lesturinn eftirsóknar- verðan og sögumar heillandi er æðruleysið sem einkennir text- ann og þau hlý- legu skilaboð um lífið sem les- andinn fær i hverri sögunni á fætur annarri. Margar persónumar eru komnar af léttasta skeiði, horfa yfir farinn veg og deila minningum sínum með lesand- Matthías Johannessen. Bókmenntir Sigríður Albertsdóttir anum. Það sem einkennir þær minningar er sátt við það sem varð, óháð því hvort persónan fékk það sem hún vildi eða ekki, eins og vel kemur fram í „Lilju vallarins". Þar er dregin upp mynd af gamalli konu sem aldrei fékk þann sem hún elskaði heitast. Þá minn- ingu geymir hún með sjálfri sér og deilir með engum. Lesandinn greinir vissan sárs- auka og söknuð hjá þessari gömlu konu sem þó hefur tileinkað sér að ekki þýði að sýta orðinn hlut heldur njóta augnabliksins og allrar þeirrar fegurðar sem lífið hefur upp á að bjóða. Svipaðar hugleiðingar em á sveimi í sög- unni Útsaumi. Þar er aðalsöguhetjan einnig kona sem heldur reisn sinni og rósemd þó stóra ástin hafi stungið hana af. Með góðum vilja mætti eflaust túlka þessar sögur sem skilaboð til kvenna um að láta allt yfir sig ganga, þegjandi og hljóðalaust á meðan karlarn- ir eru að fiflast og skemmta sér. Og víst er að heimur karlanna er öðravísi en kvennanna og þegar kemur að því að lýsa ástarraunum þeirra er léttara yfir frásögn- inni, sbr. söguna „Draumar án guðs“. En þótt höfundur spili hér meira á húmorinn en í áðumefndum sögum er staða mannsins ná- kvæmlega sú sama og kvennanna. Hann er einn að leiðarlokum en þó sáttur og æðra- laus. Æðruleysið leynir þó aldrei að hér em á ferð- inni persónur af holdi og blóði sem ólga af inni- byrgðri þrá, og kannski er það einmitt galdur þessa texta. Flugnasuð i far- angrinum er holl lesning fyr- ir alla sem vilja hægja á sér í erli hversdagsins og gleyma sér í sögum sem búa yfir reisn og fegurð og eru uppfullar af visku og þroska. Matthías Johannessen: Flugnasuð í farangrinum. Vaka-Helgafell 1998. „Nýsköpun - stjómleysi" Það er kaldhæðinn, hryssingslegur tónn í nýrri ljóðabók Árna Larssonar, Stakir jakar, og leiðir hugann að sjálfsútgáfu áttunda ára- tugarins þegar mestu skipti hvemig maður lét „broddborgara / snæða sem mestan skít“ svo vitnað sé í meistara Dag . Þar með er ekki sagt að Árni sé fastur í fortíðarglýju, öllu fremur að langt sé síðan heyrst hefur frá kjaftforum stjómleysingjum, alla vega úr hópi ljóðskálda. Og sem vænta má fær skáld- skapur samtímans ekki háa einkunn - sjá ljóðið „Ofnæmið fyrir skáldskapnum": sama sinnis: mér finnst skáldskapur vera algert gubb fokk helvítis bullurokkur hérna er busliö í þeim sem falla útbyröis hjal þeirra sem fljúga í bergió hér er hljóó rás njálsbrennu óklippt síðustu andvörp geymd í lofttœmdum sultukrukkum. En þótt skáldið láti flest flakka og sé hvergi smeykur að stíga á lík- þom vana- hugmynda er þetta vel unn- in bók. Trúr köllun sinni grannskoðar Árni mátt orðsins til að breyta heimi, skapa nýjan heim. Honum er þetta svo hugleikið að hann yrkir tvisvar um orðin i strætisvagninum, orðin sem „standa í báða fætur / til að halda jafnvægi" (“S.V.R. leið 5“) og þau sem fara út Bókmenntir Geirlaugur Magnússon á röngum stað (“ATAC: leið 59“). Þess utan beitir hann oft snjallri uppsetningu, einkum hvemig hann skiptir orðum milli lína. Myndlíkingar hans em líka í anda anarkismans og oft hnyttnar. Það er því hressilegur blær yfir þessari bók eða öllu fremur gustur; hér er engin lognmolla. Þrælum skólakerf- isins er ekki síst fengur að ljóðinu „Graffiti del maestro": löngu hœttur aö leiörétta stíla laumast stundum út á planió og rispa meö stofulykli í bónfœgóa lakk húöina á bílum nemenda minna algengar villur Arni Larsson: Stakir jakar. Ljóðasmiðjan sf. 1998. Glens og grín Ást, peningar og allt í ragli er titill sem hvorki hljómar vel né lítur vel út á prenti nema ef til vill fyrir þá sem era yngri en fjórtán ára. Innihald bókar Carsten Folke Moller er í fullkomnu samræmi við þennan titil, nefnilega frekar ruglings- legt um leið og það er skemmtilegt. Jónas er í kringum fjórt- án ára aldurinn og afar ást- fanginn af skólasystur sinni. Hann er líka forfall- ______________ inn spilafikill og hefur tekið til við lottóið eftir að mamma hans sló hann út af laginu í „tippinu" með þrettán réttum. Það sem gerði reyndar útslagið var saumakonuaðferðin hennar sem fólst í því að fylla seðilinn út af handahófi án þess að hafa minnsta vit á fót- bolta. En það er ekki bara spilamennskan sem fangar hug Jónasar. Katrín er einstaklega eftirsóknarverð stelpa og Jónas kemst að því að kannski sé ástin þrátt fyrir allt mikilvægari en peningar. Þegar höfundar setja sig í stellingar við að skrifa fyndna bók fyrir krakka velja þeir oft- ast að nota fyrstu persónu sögu- mann og það er engin tilviljun. Með því að láta unglinginn sjálf- an segja söguna er auðveldara að koma bröndurunum á fram- færi og keyra upp kímnina með þeim ýkta frásagnarhætti sem unglingar nota í daglegu lifi. Þetta ferst ekki öllum vel úr hendi en Moller á auðvelt með að setja sig inn í hugsun og orðfæri unglings- ins, enda ekki gamall sjálfur. Húmorinn er hinn yfirskipaði þáttur sögunnar og höfund- ur kemst á gott flug í upphafi hennar. Þegar á líður missir hann svolítið flugið, kannski vegna þess að ástin tekur völdin og eins og allir vita er hún dauðans alvara. Bókmenntir Oddný Árnadóttir Bókin hefur öll einkenni afþreyingar- sagna, léttvæga persónusköpun og einfaldar lausnir en húmorinn er aðal sögunnar og hún er greinilega skrifuð fyrst og fremst til að skemmta lesanda. Sem slík nær hún tak- marki sínu og þeir sem eru hrifnir af bókun- um um Bert ættu ekki að missa af þessari. Carsten Foike Moller: Ást, peningar og allt í rugli Þýð. Jón Daníelsson Skjaldborg 1998 Lækningabók heimilanna Setberg hefur gefið út Lækningabók heim- ilanna, ráðleggingar handa einstaklingum og fjölskyldum um hvaðeina sem varðar al- genga sjúkdóma og kvilla, orsakir þeirra og einkenni. Höfundurinn er Patrick Pietroni, prófessor og yfirlæknir heilsugæslustöðvar við Westminsterháskóla í London, en sam- einar í bók sinni bestu kosti hefðbundinnar og óhefðbundinnar læknisfræði. Hann ráð- leggur um forvarnir og viðbrögð þegar smit- hætta virðist yfirvofandi, segir lesendum hvenær þeir geta sjálfir fengist við kvilla sem hrjá þá og hvenær þeir eiga að leita læknis. Sérstakur kafli er í bókinni um heilbrigða lífshætti og hvernig efla megi heiisu og vellíðan, og ráðleggingar um mataræði, hreyfmgu og hvild. Einnig er fjallað ítarlega um leiðir til betra lífs. Efninu til stuðnings og skýring- ar eru um 450 teikningar og litmyndir. Þýð- andi bókarinnar er Þorsteinn Njálsson heim- ilislæknir sem þýddi líka Lækningamátt lík- amans. Saga úr menning- arbyltingunni fylgist Mál og menning hefur gefið út Liljuleikhúsið eft- h' Lulu Wang, sögu sem gerist á áranum 1971-4 þegar menningarbylt- ingin stóð sem hæst i Kína. Við horfum á at- burði frá sjónarhóli unglingsstúlku sem undrandi með hegöun fullorðna fólksins í kringum sig. Höfundurinn fæddist í Peking árið 1960 og er því að skrifa um tíma sem hún lifði sjálf á svipuðum aldri og söguhetja hennar. Hún hefur búið lengi í Hollandi og skrifar á hol- lensku. Þessi bók hennar hefur vakið mikla athygli og verið þýdd á fjölda tungumála. Sverrir Hólmarsson þýddi söguna. Þrjár Önnur Hjá Vöku-Helgafelli er komin út sagan Anna, Hanna og Jóhanna eftir sænska rit- höfundinn Marianne Frederiksson, örlagasaga þriggja kynslóða kvenna frá síðari hluta 19. aldar og fram til okkar daga. Sagan hefur notið mikillar hylli og komið út í nærri þrjátíu löndum. Henni hef- ur verið líkt við eina þekktustu skáldsögu undanfarinna ára og kölluð „Villtir svanir Norður- landa“. Sagan segh' ástar- og harmsögu kvennanna þriggja, sona þeirra og elskhuga, mæðra og dætra og hafði gagnrýnandi þýsks stórblaðs þau orð um hana að hún væri „skáldsaga eins og þær gerast bestar". Sigrún Á. Eiríksdóttir þýddi bókina. Á lífsins leið í bókinni Á lífsins leiö sem gefin er út til styrktar Barnaspítala Hringsins segja 33 þjóðþekktir íslendingar frá atvikum og fólki sem ekki gleymist. Minningarnar eru ýmist gamansamar eða áleitnar og um- hugsunarverðar en allar i einlægni sagðar. Meðal þeirra sem frásagn- ir eiga í bókinni era Bjamfríður Leósdóttir, Flosi Ólafsson, Frið- rik Þór Friðriksson, Ingibjörg Pálmadóttir, Margrét Frímanns- dóttir, Pálmi Gunnarsson og Össur Skarphéðinsson. Útgefandi er Stoð og styrkur. Réttlæti og ranglæti Þorsteinn Gylfason heimspekiprófessor hefur sent frá sér ritgerðasafhið Réttlæti og ranglæti með 15 greinum um stjómmála- heimspeki eöa stjómspeki og skyld efni. Bókin skiptist i þrennt. í fyrsta hluta gerir Þorsteinn atlögur að réttlæti, annar hluti geymir athuganir á siðfræði og í þeim þriðja gerir hann atlögur að hug- myndaheimum, svo sem marxisma, frjálshyggju, nytjastefnu og hlutleysis- kenningunni um vísind- in. Þorsteinn hlaut íslensku menntaverðlaunin 1996 fyrir ritgerðasafnið Að hugsa á íslensku. Heimskringla, há- skólaforlag Máls og menningar, gefur bókina út. Rétdæti S rangl^j bók-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.