Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaaur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: fSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Kvörnin malar hægt, en malar Merkasti íjölþjóöasáttmáli aldarinnar er fimmtíu ára í dag. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóöanna hefur aö vísu oftar verið brotinn en í heiðri hafður, meira þó á fyrri áratugum hans en hinum síðari. Hann er kvörn, sem malar afar hægt en örugglega. Handtaka óbótamannsins Pinochets frá Chile er dæmi um, að mannréttindasáttmálinn sígur fram með vaxandi þunga. Helztu úrþvætti heimsins geta ekki lengur valsað um heiminn í skjóli valda sinna. Þeir eru komnir á flótta og hlaupnir í felur fyrir umheiminum. Öldumar frá mannréttindasáttmálanum eru meira að segja farnar að ná til íslands, þar sem Hæstiréttur er fyr- ir erlend áhrif farinn að dæma með lítilmagnanum gegn ríkisvaldinu. Dómurinn í kvótamálinu segir þann ein- falda hlut, að allir skuli jafnir fyrir lögunum. Settir hafa verið upp sérstakir dómstólar fyrir stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyninu í Bosníu og Rúanda. Nú síðast hefur verið komið á fót heildardómstóli fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu hvar sem er í heiminum. Kvörnin malar hægt, en hún malar. Nýlega var gripinn stjómandi stríðsglæpanna í Srebr- enica og færður til dómstólsins í Haag. Hringurinn fer að þrengjast um Mladic og Karadzic og kannski verður sjálf- ur Milosevic tekinn að lokum. Allt væri þetta óhugsandi nema vegna svipu mannréttindasáttmálans. Tyrkir komast ekki inn í vestrænt samfélag, af því að þeir falla á mannréttindabrotum sínum. Þeim hefur ekki tekizt að leysa sérþarfir Kúrda á sama hátt og Spánverj- ar em að leysa sérþarfir Baska og Katalóna, og Bretar em famir að reyna að leysa sérþarfir Norður-íra. Vestrænu skilaboðin til Tyrkja hafa verið og em skýr. Fallið frá mannréttindabrotum ykkar og við tökum ykk- ur fagnandi inn í vestrænt samfélag og gerum ykkur ríka. Þetta gerðum við gagnvart bláfátækum Spánverj- um, þegar þeir vörpuðu af sér hlekkjum Francos. Eitt merkasta afkvæmi mannréttindasáttmálans er Helsinki-yfirlýsingin, þar sem Sovétríkin féllust á mann- réttindi. Það var upphafið að endalokum hins illa heims- veldis, frelsun Austur-Evrópu og inngöngu hennar í vest- rænt samfélag velmegunar og velferðar. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur get- ið af sér fjölmarga viðbótarsáttmála, þar sem farið er nánar ofan í einstök atriði sáttmálans, og ýmsa svæðis- bundna sáttmála, þar sem hnykkt er á honum. Lengst hefur þessi þróun komizt í Vestur-Evrópu. Bandaríkin hafa setið eftir í þessari þróun. Þegar kvartað er yfir mannréttindabrotum valdhafa í þriðja heiminum, vísa þeir ævinlega og jafnharðan til skráðra mannréttindabrota í Bandaríkjunum. Það hamlar þróun- inni, að sjálft heimsveldið skuli sitja eftir. Bandaríkin eru til dæmis eitt fárra ríkja, sem ekki eru aðilar að nýja, alþjóðlega mannréttindadómstólnum. Það rýrir gildi dómstólsins og er um leið niðurlæging fyrir Bandaríkin, sem mega gæta sín að einangrast ekki í fjölþj óðastj órnmálum með ísraels-æxlið á bakinu. Mannréttindasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hefur í fimm áratugi og er enn rægður af harðstjórum þriðja heimsins. Þeir skjóta sér á bak við meintar íslamskar eða asískar hefðir, þar sem mannréttindi eru ekki eins ofarlega á blaði. Þessar meintu hefðir eru tilbúnar. Mannréttindi eru algild, stangast ekki á við Múhameð eða Konfúsíus. Mannkyni öllu mun vegna því betur sem mannréttindasáttmálinn er betur í heiðri hafður. Jónas Kristjánsson Þann 28. nóvember sl. var haldinn fundur í Háskólabíói þar sem mótmælt var „eyðilegg- ingu hálendisins". Engin mál- efnanleg umræða var á fundin- um, heldur eingöngu einhliða áróður sem beint var gegn virkj- unarframkvæmdum og atvinnu- uppbyggingu á landsbyggðinni. Rangtúlkanir og blekkingar Á fundinum var dreift bæk- lingi sem á stóð „Verndum há- lendi íslcmds eða/og hættum að drepa böm - Ein af afleiðingum viðskiptabannsins á írak.“ Und- irrituðum er ekki alveg ljóst hvaða samhengi er þarna á Lengi vel var fyrirhugaö að reisa álver á Reyðarfirði. Virkjanir á Austurlandi - slagorð misbjóða skynsömu fólki milli. „Björgum hálendinu! Gegn eyðileggingu miðhálendisins!" Bara þessi slagorð misbjóða skyn- sömu fólki. Þarna er gefið í skyn að allt miðhálendið hverfi undir miðlunarlón. Hið sanna er að öll miðlunarlón á landinu auk fyrir- hugaðra lóna vegna Fljótsdals- og Kárahnjúkavirkjunar taka innan viö 1% af flatarmáli landsins. Allan fundinn voru myndir sýndar á breiðtjaldi af fallegri ís- lenskri náttúm og jafnvel birtar myndir af ungviði dýra, til að gefa í skyn að fyrirhugaðar fram- kvæmdir beindust sérstaklega gegn þeim. Þetta heitir að spila með tilfmningar fólks og er bar- áttuaðferð sem grænfriðungar hafa notað mikið í gegnum árin. (Flest emm við umhverfissinnuð en öfga- fúlla umhverfissinna kýs ég að kall grænfriðunga). Eftir fundinn bárast síðan fréttir af því að grænfriðungum hefði borist óvæntur stuðning- ur. Tveir heimspekinemar við H.í. ætla að nærast eingöngu á grænmetissoði í nokkra daga til að mótmæla „virkjun hálendis- ins“. Þetta hlýtur að vera ómet- anlegur stuðningur og gott inn- legg í baráttu grænfriðunga! Verst er að Háskólinn virðist styðja þetta „megranarátak" með því að leggja til húsnæöi undir herlegheitin. Einkennileg rökvilla Forsprakki fundarins, Guð- mundur Ólafsson, talaði um að ís- lendingar ættu að nota aðrar leiðir til orkuöflunar en að sökkva landi en nefndi svo engin dæmi. Hann á kannski við kjamorkuver, olíu- eða kolaorkuver? Austfirðingar gætu e.t.v. notað háhitasvæðið í Kverkfjöllum og byggt þar stórt varmaorkuver ef menn telja það betri lausn en að nýta vatnsork- una. í baráttu sinni gegn nýtingu vatnsorku era ís- lenskir grænfrið- ungar á öndverð- um meiði við kollega sina víðast hvar í heiminum. Eitt meginstef grænfriðunga í Bandaríkjunum þessa dagana er barátta fyrir „green electricity", þ.e.a.s. rafmagni sem framleitt er með náttúrulegri endumýjanlegri orku. Af umræð- unni í Bandaríkj- unum má sjá að helsti bandamaður íslenskra grænfrið- Kjallarinn , Magnús Ásgeirsson verkefnisstjóri STAR (staðarvalsathugana iðnaðarsvæða á Reyðarfirði) „Maðurínn er hluti af náttúrinni og mannanna verk eru því eðlilegur hluti af gangi lífsins, rétt eins og dýr nota og hafa áhrif á síbreytilega náttúruna. Skynsamleg nýting endur- nýjanlegra auðlinda er undirstaða velferðar mannsihs.“ unga í baráttunni gegn vatnsafls- virkjunum er olíuiönaðurinn þar í landi! Það kom fram á fundinum ein- kennileg rökvilla í máiflutningi grænfriðunga. Þeir halda frammi sjónarmiðum um verndun hálend- isgróðurs gegn virkjunum en nefna svo í næsta orði vemdunar- rök vegna gæsa og hreindýra. Það vill svo til að þessar tvær skepnur valda einhverjum mestu gróðurspjöllum á há- lendi Austurlands. Grænfriðungar nefna síðan að svæðið geti verið stórkostlegt ferða- mannasvæði. Hvar er vemdunargildið ef það á að hleypa straumi ferða- manna inn á svæðið? Gæsirnar og hreindýrin hverfa eins og dögg fyr- ir sólu ef ferðamenn hópast inn á svæðið og gróðurinn lætur á sjá undir eins. Ekki mis- bjóða skynsömu fólki með þessari rökleysu. Umræða á hættu- legu stigi Það er ljóst að um- hverfisumræðan er að komast á hættulegt stig og óvíst er hvar hún endar. Margt bendir til að græn- friðungar taki fisk- veiðar fyrir næst og erlendis frá heyrast raddir um að þorskinn beri að friða. íslendingar þurfa því að vera á varðbergi gagnvart öfgafullum grænfrið- ungum til að tryggja lífsviðurværi sitt. Maðurinn er hluti af náttúrunni og mannanna verk eru því eðlilegur hluti af gangi lifsins, rétt eins og dýr nota og hafa áhrif á síbreyti- lega náttúrana. Skynsamleg nýt- ing endumýjanlegra auðlinda er undirstaða velferðar mannsins. Hrein orka landsins er okkar auð- lind og nýting hennar í orkufrek- an iðnað er umhverfisvernd í þágu alls mannkyns. Magnús Ásgeirsson Skoðanir annarra Löggjafarvaldi bönnuð lagasetning „Dómurinn er afar skýr. Aðeins þeir sem vilja víkja sér undan afleiðingum hans reyna að túlka hann með öðram hætti en rétt er. Öllum á að vera það ljóst nú, að ég sótti um veiðileyfi og aflaheimild (kvóta) til sjávarútvegsráðuneytis, en fékk synjun. Þá synjun dæmdi Hæstiréttur ógilda. Rétturinn féllst á það álit mitt, að synjunin færi í bága við reglur stjórnskipunar lýðveldisins um jafnrétti og atvinnu- frelsi. Niðurstaðan byggðist því einfaldlega á þeirri staðreynd, að handhöfum löggjafarvalds er bannað setja lög, sem mismuna landsmönnum á ómálefnaleg- an hátt eins og lög um stjóm flskveiða gera.“ Valdimar Jóhannesson i Mbl. 9. des. Sjálfstæði löggjafarsamkomunnar „Forsætisráðherra varð tíðrætt um þrískiptingu valdsins í viðtölum við fjölmiðla i kjölfar dóms Hæsta- réttar í kvótamálinu ... Lögfræðingaherinn sem rann- sakað hefur málið síðustu daga og leitar nú að heppi- legum lagabreytingum starfar ekki á vegum fram- kvæmdavaldsins, ekki Alþingis ... Helstu ákvarðanir um það sem festa á í lög frá Alþingi eru teknar af rík- isstjórn og í ráðuneytunum, ekki í sölum þingsins. Er ekki kominn tími til að þingmenn reyni að rétta af stöðu Alþingis og efla sjálfstæði löggjafarsamkomunn- ar? Eða finnst þingmönnum virkilega allt í lagi að vera aðeins stimpilpúði framkvæmdavaldsins?" Elías Snæland Jónsson í Degi 9. des. Hæstaréttardómur um kvótamál „Dómar eiga víst að leysa úr ágreiningsefnum manna. Dómur sem Hæstiréttur sendi frá sér nú á fimmtudag virðist þó ekki gera það. Stjórnvöld hafa kallað á „færastu sérfræðinga" til að rýna i dóminn og reyna að fá einhvem botn í hann. Þessi vinnu- brögð Hæstaréttar eru undarleg og gera það að verk- um að ekki er hægt að draga víðtækar ályktanir af dómnum. En fleira veldur því að ekki er ástæða til að gera mikið með dóminn. Fimm dómarar kváðu upp dóminn, en ef Hæstiréttur hefði ætlað sér að gera alvarlegar breytingar á fiskveiðistjómunar- kerfi landsins má gera ráð fyrir að þeir hefðu verið sjö eins og tíðkast í stærri málum ... Auk þess má benda á að þeir sem nú eiga veiðiheimildir hafa með þeim stjórnarskrárvarin atvinnuréttindi sem ekki verða tekin af þeim bótalaust." Úr Vef-Þjóöviljanum 5. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.