Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Qupperneq 15
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 15 Jólahrollvekja Jólin viröast laða sérstaklega að sér drauga og forynjur; kannski þau séu að flýja jólaköttinn? Jólin era tími hroll- vekjunnar samkvæmt íslensku þjóðtrúnni. Fyrir íslendinga eru jólin ekki tími foður- legra gráskeggja, sem með alsjáandi guðlegu auga leggja blessun sína yfir börn og bú og dreifa gjöfúm til hárra jafnt sem lágra, nei hér era jólin tími þjófóttra smátrölla, sem gírag áseilast það sem hverj- um er heilagast á þess- ari hátið matar og ljóss. Og ekki nóg með það; fyrir utan þessi trylli þá bjóða íslensku jólin upp á bamaætuna Grýlu og jólaköttinn sem étur þá sem ekki eiga fyrir nýjum fótum. Þegar hér var komið í lýsingu á hérlendu jólahaldi var erlendum nemendum mínum nóg boðið og eftir það hef- ur ekki verið talað um annað en íslenska þjóðtrú sem fyrir þeim er endalaus uppspretta undra - og hrollvekjandi ánægju. Galdrakonur og smalar Það voru þeir sem bentu mér á þá staðreynd að mikill hluti ís- lenskra þjóðsagna virðist gerast um jólin, og tóku þetta sem stað- festingu á því hve jólin væru ís- lendingum mikil hrollvekja. Ég hafði alls ekki tekið eftir þessu sjálf, þrátt fýrir fjáiglegt tal um erfiða fótfestu kristinnar trúar í heiðnu landslagi trölla og álfa. En þetta er alveg rétt hjá þeim, jólin virð- ast laða sérstaklega að sér drauga og forynjur; kannski þau séu að flýja jólaköttinn? Álfar flytjast búferlaflutn- ingum um nýárið en samkvæmt sum- um sögnum er sá siður nýtilkominn og áður fyrr var það jólanóttin sem öllu máli skipti, bæði hvað varðar tímatal og ferðir álfa. Á jólanótt áttu álfar til að heilla mannfólk til fylgis við sig, eins og lýst er í sögunni Jólanóttin, en þar sóttu álfar það ákaflega fast að heimasætan dans- aði með þeim, en dans á þeim tíma þótti svo syndsamlegur að hann beinlínis brjálaði fólk. Álfar hins vegar kunna að skemmta sér og dansa ævinlega bæði á jóla og nýjársnótt, eins og kom fram í sögunni um Úlf- hildi álfadrottn- ingu sem þrátt fyrir þau illu álög að þurfa að dvelj- ast í mannheim- um fékk að fara heim á jólanótt og skemmta sér með hinum álfunum. Nátttröll fara líka á kreik á jóla- nótt og sækja það stift að lokka til sín ungar meyjar sem skildar era eftir á bæjum að því er virðist í von um að þær gangi loks út. Galdrakonur ríða helst gandreiðar á jólanóttum og er þá best að hafa við höndina ungan og frískan smala sem gagnast vel þegar gamli þreytti eiginmaðurinn er genginn til náða. Draugar láta jólahaldið ekki fram hjá sér fara, eins og sást best þegar Djákninn á Myrká gekk gagngert aftur til að sækja unn- ustu sína Guðrúnu til jólagleði. Þrír aukalega Eitt einkenni þessara sagna eru tilraunir vætta og vera til að fá fólk með sér yfir í annan heim, álfamir reyna að heilla, tröllin að lokka og draugamir vilja draga ástvini með sér í gröftna. Það er næstum eins og jólin opni hlið inn í veröld þjóðsögunnar. Kannski það séu jólasveinamir sem mynda þessar hraðbrautir þjóðsagnavera ofan úr fjöllum, eða kannski þær séu bara að nýta sér síðasta séns áður en birta tekur á ný. - Hvað sem því líður skuluð þið gera ráð fyrir alla vega þrem- ur auka til borðs á aðfangadags- kvöld. Úlfhildur Dagsdóttir Kjallarinn Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur „Kannski það séu jólasveinarnir sem mynda þessar hraöbrautir þjóðsagnavera ofan úr fjöllum, eða kannski þær séu bara að nýta sér síðasta séns áður en birta tekur á ný.“ Mannréttindi eða alræði peninganna Þann 10. desember fyrir 50 árum var Mannréttindayfirlýsing Sam- einuðu þjóðanna sett fram. Síðan þá hafa flestar þjóðir staðfest yfir- lýsinguna, þar á meðal fslending- ar. í þessu sögulega skjali er m.a. lýst yfir eftirfarandi: Það ber að viðurkenna að hver maður sé jafn- borinn til virðingar og réttinda er eigi verði af honum tekin og er þetta undirstaða frelsis, réttlætis og friðar í heiminum.“ Ennfremur segir: Hver maður á kröfu til lífs- kjara sem nauðsynleg eru til vemdar heilsu og velliðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Teljast þar til matur, klæðnaður, hús- næði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til ör- yggis gegn atvinnuleysi, veikind- um, örorku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áfóllum sem skorti valda og hann getur ekki við gert.“ Og að síðustu: Menn era gæddir vitsmunum og samvisku og ber þeim að breyta bróðurlega hver við annan.“ - Fyrir þá ástæðu eina að einstaklingurinn fæðist inn í þennan mannlega heim sem for- feður hans hafa skapað bera hon- um þessi réttindi. Öllum er þó ljóst að stærstur hluti mannkyns nýtur ekki þess- ara réttinda. Hundruð milljóna svelta heilu hungri og eru án lág- marksheilsugæslu og menntunar. Tjáningarfrelsi er skert og pynt- ingar og fangelsanir án dóms og laga tíðkast í fjölmörgum löndum. Mannréttindi brotin á íslandi Meðal ríkustu þjóða heims, s.s á fslandi, eiga mannréttindi einnig undir högg að sækja og hörfa um þessar mundir undan framsókn ný- frjálshyggjunn- ar. Ný-frjáls- hyggjan eða markaðshyggjan eins og farið er að nefha þessa stefnu éftir að vinstri menn tóku hana upp á arma sína viðurkennir engin rétt- indi fólks nema þau sem einstak- lingurinn hefur greitt fyrir. Prelát- ar markaðshyggjunnar vinna skipulega en hljóðlega að því að svipta fólk réttinum til ókeypis heilsugæslu og menntunar. Þeir beita mútum eða kúg- un eftir því sem við á. Dæmi um hið fyrr- nefnda er að þegar komugjald var inn- leitt á heilsugæslu- stöðvum var boðið að hluti af gjaldinu rynni í sjóð starfs- manna sem notaður er til utanlandsferða. Þursar á valda- stólum Réttur vinnandi fólks til mannsæm- andi launa og réttur aldraðra og öryrkja til afkomu með mannlegri reisn er þverbrotinn. íslenska þjóðin hefur verið svipt réttinum til að nýta auðlindir sjávarins sem nú era einokaðar af forréttindahópi. Um þessar mundir era þursamir í æðstu valdastöðum þjóðfélagsins að selja á einu bretti réttindi al- mennings til einkalífs, til hagsbóta fyrir fjölþjóðlegt fyrirtæki. Pólitík húmanista er mannrétt- indabarátta Já, jafnvel hér á landi era mannréttindi aðeins hugsjón en ekki raunveruleiki. Pólitík húmanista er mannréttindabar- átta og snýst um hugsjónir. Húmanistaflokkurinn eins og syst- urflokkar hans víða um heim felldi árið 1989 Mann- réttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna í heild sinni inn í stefhuskrá sina til að hefja á loft hugsjón- ina sem sett var fram fyrir 50 árum. Rödd hjartans Húmanistaflokkur- inn áformar að taka þátt í alþingiskosn- ingum um allt land næsta vor. Markmið- ið er að ná fulltrúum á þing til að láta rödd hjartans, mannrétt- inda og húmanisma hljóma hátt og snjallt á Alþingi íslendinga. Til að þetta geti orðið þurfum við hjálp allra þeirra sem telja þetta mikil- vægt og vilja styrkja þessa rödd. Við erarn ennþá aðeins fá sem störfum að þessu áformi svo við biðjum þig um lijálp svo hugsjónir okkar og þínar geti orðið að raun- veralegum valkosti andspænis því kerfi peningahyggjunnar sem nú er við lýði. Góð byrjun væri að koma á há- tíð þá sem Húmanistaflokkurinn stendur fyrir í tilefni af 50 ára af- mæli Mannréttindayfirlýsingar- innar fhnmtudaginn 10. desember kl. 20 í Risinu við Hverfisgötu. Methúsalem Þórisson „Húmanistaflokkurinn áformar að taka þátt í alþingiskosningum um allt land næsta vor. Markmiðið er að ná fulltrúum á þing til að láta rödd hjartans, mannréttinda og húmanisma hljóma hátt og snjallt á Alþingi ísiendinga.u Kjallarinn Methúsalem Þórisson í stjórn Húmanista- flokksins Með og á móti Að halda jólin hátíöleg Kemur til mannanna Sr. Vigfús Þór Ámason. „Á jólunum erum við að halda upp á fæðingarhátíð frelsarans, þessa miklu hátíð kristinna manna. Auðvitað má spyrja endalaust hvort líf og boðskapur frelsarans verði undir í hraða og spennu auglýs- ingaþjóðfélags- ins. Ég persónu- lega held þó að boðskapurinn komist á ein- hvern hátt til skila. Á aöventunni eru til dæmis haldnar jólasam- verar. Alls staðar þar sem ég þekki til er beðið um að prestur komi og fjalli um aðventuna og jólin sjálf. Aðventan hefur tekið á sig nýja mynd á síðustu misserum og orðiö mjög sérstök sem mér fipnst já- kvætt. Menn hugleiða hvað að- ventuljósin, aðventukransinn og að- ventutímabilið þýðir. Menn vita að aðventa þýðir koma. Og það er Kristur sem er að koma tii mann- anna. Jólin kalla það besta fram í manninum. Um allan heim er verið að hugsa um þá sem minnst mega sín. Gjafir eru gefnar til fátækra þjóðá. Og við hér heima erum að gæta þess að gleyma ekki þeim á ís- landi sem eiga í erfiðleikum. Það er því verið að vinna og framkvæma í anda Jesús. Við erum líka að vinna í anda hans með því að gleðja hvert annað með því að gefa hvort öðra gjafir. Þar á hugurinn auðvitað aö skipta meira máli en það sem gjöfin kostar. Þá nær fagnaðarerindið marki sínu.“ Af heiðnum uppruna „Ég held ekki jól. Ástæðan er ein- fóld: Jólin era af heiðnum uppruna og eru ranglega kennd við Krist. Þau eru arfur eldfornrar, heiðinnar sólrisuhátíðar sem klædd var í bún- ing kristinnar trúar um svipað leyti og kristni var gerð að ríkis- trú Rómaveldis. Og alkunna er að jól vora haldin að heiðnum sið á Norðurlöndum löngu fyrir kristnitöku. Mér þykja þetta kappnógar ástæður til að halda ekki jól. En því má svo bæta við að frásögn Biblí- unnar af fæðingu Jesú gefur okkur síst ástæðu til að ætla að hann hafi fæðst í desemberlok. Eins og guð- spjallið segir voru ijárhirðar í haga meö fé sitt nóttina sem Jesús fædd- ist. Það var ekki gert um miöjan vetur í Palestínu á þeim tíma enda kalt og rigningasarat. Biblían tiltek- ur raunar hvergi fáeðingardag Jesú sem hún hefði auðvitað gert ef kristnum mönnum hefði verið ætl- að að minnast fæðingar hans. Ég prisa mig líka sælan að vera laus við stressið og kaupæðið sem fylgir þessum árstíma. Ég kýs að hugsa til Jesú Krists í núverandi hlutverki í stað þess að minnast hans sem ómálga bams í jötu. Og hvert er hlutverk hans núna? Hann er konungur á himni, að sögn Bibliunnar. í því hlutverki er hann fær um að koma til leiðar öllu því sem til stóð með komu hans hingað til jarðar, starfi hans, dauða og upprisu. Ég hvet fólk tO að lesa lýsingar Biblíunnar á þvi sem hann á eftir að gera fyrir mannkynið, eins og fram kemur til dæmis í 9. og 11. kafla Jesajabókar. Það má draga saman í þrem orðum það sem heUög ritning segir eiga að verða í náinni framtíð vegna þess hlutverks sem Jesús gegnir í tUgangi Guðs: Para- dís á jörð.“ -SJ Svanberg K. Jak- obsson, blaðafull- trúi Votta Jehóva.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.