Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Side 18
18
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 199Í
Kennitöluslagurinn tryggir metþátttöku í Búnaðarbankaútboðinu:
Hagnaður
en lítið
til skiptanna
Um allt land situr fólk og spáir í að
selja verðbréfafyrirtækjum og bönk-
um afnot af kennitölunni sinni til
kaupa á hlutabréfum í Búnaðarbanka
íslands. Slagurinn um kennitölumar
er harður og fréttir um nýtt gengi
kynda undir áhuga fólks. Á þriðja tug
þúsunda hafa þegar framselt kauprétt
sinn til þriðja aðila.
í þessu útboði eru hlutabréf í Bún-
aðarbankanum að andvirði 350 millj-
ónir króna að nafnvirði til sölu. Bank-
inn gefur upp kaupgengið 2,1. íslands-
banki hóf kapphlaupið um kauprétt-
inn eða kennitölumar með því að
bjóða gengið 2,28 fyrir hverja kenni-
tölu. Nú hefur það gengi hækkað í 2,4.
Síðan kom hvert fyrirtækið á fætur
öðm, Landsbankinn, Handsal, Kaup-
þing Norðurlands o.fl. og boðið var
gengi eins og 2,46, 2,50 og ailt upp í
2,54.
Eftir hlutafjárútboð í Landsbankan-
um, Fjárfestingarbanka atvinnulífs-
ins, FBA og Skýrr er almenningur
kominn á bragðið í hlutabréfavið-
skiptum. Verðbréfamiðlarar sem DV
ræddi við segja að það hafi reyndar
haft töluvert að segja að Búnaðar-
bankaútboðið var síðast í röðinni. En
það sem réði úrslitum um þann fjölda
fólks sem sýnt hefur útboðinu áhuga
var kennitöluslagurinn og hagstætt
gengi sem í boði er - vissan um ömgg-
an gróða.
Lítið til skiptanna
En vegna hins gríðarlega áhuga er
ekki mikið til skiptanna. Reiknað er
með að um 40 þúsund manns hafi
framselt kauprétt sinn þegar útboðinu
lýkur
7.700 krónur á kennitölu ef
20.000 aðilar taka þátt. Taki
40 þúsund aðilar þátt er
hagnaðurinn 2.100
til 3080 krónur á
hveija kennitölu.
Taki 30 þús-
und manns
þátt í útboð-
skiptanna mæla verðbréfamiðlarar
sem DV hefur rætt við eindregið
með því að fólk framselji kauprétt
sinn. Þegar keypt er á eigin vegum
og hluturinn er lítill getur verið erf-
iðara að losna við hlutinn og gengis-
hagnaðurinn ekki mikill á ári.
Ekki tóm sæla
Hagnaður í kennitöluslag
Hagnaöur *
Fjöldi N. Verð hlutar Kaupgengi BB= 2,15 Gengi 2,4 Gengi 2,46 Gengi 2,50 Gengi 2,54
20.000 17.500 36.750 5.250 6.300 7.000 7.700
25.000 14.000 29.400 4.200 5.040 5.600 6.160
30.000 11.667 24.500 3.500 4.200 4.667 5.134
40.000 8.750 18.375 2.625 3.150 3.500 3.850
50.000 7.000 14.700 2.100 2.520 2.800 3.080
á morgun. Á töflunni hér á síðunni
má sjá hver hagnaðurinn er miðað
við mismunandi fjöida þátttakenda í
útboðinu og mismunandi gengi sem
boðið er fyrir kaupréttinn. Þar sést að
hagnaðurinn fyrir 10% flár-
magnstekjuskatt getur verið 5.250 til
* -10% Fjármagnstekjuskattur
mu a
þennan hátt getur íjögurra manna
fjölskylda halað inn á bilinu 14.000 til
20.536 krónur, allt eftir því hvaða að-
ili fær afnot af kennitölunum.
Þar sem tiltölulega lítið verður til
Hins vegar beri að hafa í huga
að með slag banka og verð-
bréfafyrirtækja um kennitöl-
ur fóiks er verið að gefa út
traustsyfirlýsingu á Bún-
aðarbankann, hann sé góð
fjárfesting í sjálfú sér.
Þótt bankar og verðbréfa-
fyrirtæki lofi öruggum
hagnaði í þessu útboði
eru hlutabréfaviðskipti
áhættusöm. Almenning-
ur verður að gera sér
grein fyrir að hægt er að
tapa á hlutabréfamark-
aði. Þar gildir hin gull-
væga setning að ávöxtim
í fortíð er ekki ávísun á
ávöxtun í framtíð.
Verðbréfamiðlarar eru þó ekki á
því að kennitöluslagurinn og vissan
um hagnað skekki vitund fólks um
hlutabréfamarkaðinn. -hlh
Hlutabréfakaup geta veitt myndarlegan skattaafslátt:
Ríflega 41 þúsund
krónur fyrir hjón
- breytingar í nýju lagafrumvarpi
Þegar líður að áramótum hugsa
margir um að nýta sér skattaafslátt
sem býðst vegna kaupa á hlutabréf-
um. Til að einstaklingur geti nýtt
sér hámarksskattafslátt eða endur-
greiðslu verður hann að kaupa
hlutabréf í einstökum félögum eða
aðild að hlutabréfasjóðum fyrir
133.148 krónur á þessu ári. Þá fær
hann um 20.782 krónur endur-
greiddar frá skattinum í byrjun
ágúst á næsta ári. Ætli hjón að nýta
sér hámarksskattaafslátt verða þau
að kaupa hlutabréf í félögum eða að-
ild að hlutabréfasjóðum fyrir 266.296
krónur á þessu ári. Skattaafsláttur-
inn nemur þá 41.563 krónum í
ágústbyrjun 1999.
Fyrirvarar
Hafi viðkomandi ekki keypt nein
hlutabréf áður þarf ekki að hugsa
neitt frekar um þessi kaup. En hafi
viðkomandi selt hlutabréf á síðustu
10 árum verður sá hinn sami fyrst
að kaupa hlutabréf til að jafna þá
sölu og bæta síðan við til að njóta
skattaafsláttar. í raun þýðir þetta að
hafi kaupandi hlutabréfa t.d. selt
bréfin sín í fyrra þarf hann fyrst að
kaupa hlutabréf fyrir sömu upphæð
áður en hlutabréfakaupin nú fara
að telja til afsláttar frá skatti.
Til að njóta skattaafsláttar þarf
að eiga þau í að minnsta kosti 3 ár
frá kaupum. Þetta gildir um öll
hlutabréf sem keypt eru árið 1993
eða síðar. Ef hlutabréf eru seld inn-
an timamarkanna færist skattaaf-
slátturinn sem viðkomandi naut til
tekna á því ári sem hlutabréfin eru
seld. Þetta gildir þó ekki ef önnur
hlutabréf eru keypt fyrir andvirði
seldu bréfanna innan 30 daga.
Muna eyðublað
Til að skattstjórinn taki tillit til
lækkunar á tekjuskattsstofni vegna
hlutabréfakaupa er nauðsynlegt að
fylla út eyðublað frá ríkisskatt-
stjóra, RSK 3.10, og láta það fylgja
með skattframtalinu. Þá verður að
hafa í huga að hlutafélagið, sem
keypt er í, þarf að hafa hlotið stað-
festingu ríkisskattstjóra á
því ári sem frádráttur er
nýttur. Verðbréfafyrir-
tæki, bankar og spari-
sjóðir veita upp-
lýsingar um hvaða fyrirtæki þetta
eru og senda í sumum tilfellum
eyðublaðið frá ríkisskattstjóra til
þeirra sem keypt hafa hlutabréf á
árinu.
Verður að greiða
tekjuskatt
Skilyrði fyrir endurgreiðslu frá
skattinum í ágústbyrjun er að við-
komandi borgi tekjuskatt. Skattaaf-
sláttur vegna hlutabréfakaupa fæst
ekki ef kaupandi
hlutabréfa hefur
tekjur undir
skattleysis-
mörkum og
greiðir
ekki
frádráttar
Einstaklingur 53.259
Hjón 106.518
*Hámark frádráttar er 409
**Tölur fyrir þetta tekjuár
< af kaupverði
arskatt. Ef viðkomandi hefur full-
nýtt persónuafsláttinn sinn nýtast
hlutabréfakaup til skattalækkunar.
Lækkun afsláttar
Fyrirhugað er að afsláttur vegna
hlutabréfakaupa falli niður í áfong-
um. Ef einstaklingur í dæminu að
ofan ætlar að kaupa sér hlutabréf á
næsta ári og njóta fulls skattaaf-
sláttar árið 2000 mun afslátturinn
aðeins nema ríflega 10.000 krónum.
Fyrir hjón verður hámarksafsláttur
um 21.000 krónur.
Nýtt lagafrumvarp
Samkvæmt lagafrumvarpi sem
liggur fyrir Alþingi og búist er við
að verði samþykkt fyrir áramót á að
lengja þann tíma sem kaupandi
verður að eiga hlutabréfin úr 3
árum í 4 eða 5 ár. I frumvarpinu er
einnig gert ráð fyrir afnámi 10 ára
reglunnar sem minnst var á hér að
ofan. Þannig að einungis sala hluta-
bréfa á sama ári og keypt er hefur
þau áhrif að fyrst verði að kaupa
hlutabréf til að jafna þá sölu áður
en hlutabréfakaupin fara að telja til
skattaafsláttar.
Nánari upplýsingar um skattaaf-
slætti vegan hlutabréfakaupa má
m.a. fá á vefslóðunum www.vib.is,
www.kaupthing.is og www.lands-
bref.is. -hlh
Fjármagns-
tekjuskattur
Samkvæmt lögum leggst 10%
fjármagnstekjuskattur á vaxta-
tekjur og aðrar eignatekjur ein-
staklinga utan atvinnurekstrar.
Til fjármagnstekna teljast
greiddir vextir, greiddar verð-
bætur á afborganir og vexti,
gengishækkun hlutdeildarskír-
teina, gengishagnaður og afföU af
keyptum verðbréfum, víxlum og
sérhverjum öðrum kröfum,
leigutekjur af fasteignum og
lausafé, hagnaður af sölu eigna,
arður af hlutafjáreign og fé sem
fært er til séreignar í stofnsjóði,
t.d. hjá vátryggingar- eða sam-
vinnufélögum.
Arðgreiðslur
Arður er greiddur af nafhverði
hlutafjár og er viðkomandi fyrir-
tæki skylt að halda 10% af hon-
um eftir í fjármagnstekjuskatt.
Fleiri framselja
ekki
í atkvæðagreiðslu Viðskipta-
blaðsins á www.visir.is er spurt:
Ætlar þú að framselja kauprétt
þinn (kennitölu) í hlutafjárút-
boði Búnaðarbankans. í gær-
morgun höfðu 41% svarað nei en
59% já.
Hækkun
vísitölu
í dag mun
Hagstofan
birta vísitölu
neysluverðs fyrir
desember. Spá Fjár-
festingarbanka at-
vinnulífsins, FBA,
hljóðar upp á 0-0,05%
hækkun vísitölunnar sem
jafngildir 0-0,65%
l hækkun á árs-
grundvelli. FBA býst
við að smávægilegar
I hækkanir á matvöru og
| húsnæði eyði áhrifum
lækkaðs bensín-
verðs.
Hlutabréfasjóðir
raunávöxtun 1998
Landsbréf
íslenski
fjársjóðurinn hf. -6%
Islenski
hlutabréfa-
sjóðurinn hf. 0%
VÍB
Hlutabréfa-
sjóöurinn hf. 5,9%
Vaxtarsjóðurinn
hf. -9,3%
Sjóöur 6 -innl.
hlutabr. 1,5%
Kaupþing