Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
AK’NA IX>R* AN'lONííWtTíR
HEFURÐU
farið á
hestbak?
WIBWMh.. ||
vlsaga stráks
Mummí, 12 ára Jugnaöar-
píltur úr Reykjavík,
kynníst ríthöfunJí.
Honum Hnnst vlöburöarík saga
Mumma efní í spennanJí bók.
Æskan
Aörar jólabatkur Æskunnar
plNI-u3C
i n |fin ii i
, Camfilter
If.VA™
^# -jqO HZ
PBIMl‘“”í;S.l‘ííar *«"?Í'boÍ|Í
Nica*11
g|f^g-«'ia5ö
25"BlaHtinyar skjar^
ss&ss-'&f
leiðarvísir- / —
BRÆÐURNIR
Lógmúla 8 • Slmi 533 2800
UMBOÐSMENN
I Vesturland: Málningarþjónustan, Akranesi. Vestfirðir: Geirseyjarbúðin, Patreksfirði. Rafverk, Bolungarvík. Straumur, Isafirði. Kf. Norðurland: V-Hún., Hvammstanga, Kf. Húnvetninga, Blönduósi. verslunin Hegri, Sauðárkróki. Hljómver, Akureyri. KEA Lónsbakka Akureyri.
Kf. Þingeyinga, Húsavík. Austurland: Vélsmiðjan Höfn. Suðurland: Arvirkinn, Selfossi. Rás, Þorlákshöfn. Geisli, Vestmannaeyjum. Reykjanes: Ljósboginn, Keflavík. Rafborg, Grindavík.
Hljómplötur
Gagnleg jólagjöf
20 cni, Sápu/vatns
stillanlegur <stillir
háls * 1 200 ml, sápu-
hólf
Sápuáfylling
Sterkur belgur,
ryðgar ekki. m
Gikkur
hitaeinangrað
handfang
Snúanlegur stútur,
6 mism.
sprautuaðgerðir
20 cm lenging,
stillanleg.
Þú smellir háþrýsti vatnsbyssunni á garðslönguna
þína og þú ert komin með nánast litla
háþrýstidælu. Þú getur þvegið allt í kringum þig
á fjótan og auðveldan hátt.
Þú fyllir sáputankinn, tengir slönguna svo þværð
þú gluggana (upp í 3 m. hæð), þakið, þakrennuna,
gangstéttina, bílinn og hvað sem er. 6 mismunandi
sprautu stillingar.
12 mánaða verksmiðjuábyrgð. Falleg gjafapakking
og verðið er ótrúlegt
Kr. 2.800
Smelli-tenging
fyrir venjulega
garðslöngu
Úlafur Elíasson og London Chamber Group
- Mozart og Schubert
Afbragðs spilamennska
Ólafur Elíasson er ungur píanó-
leikari sem stofnaði plötuútgáfuna
Skref fyrir fáeinum árum. Skref
hefur gefið út fjöldann allan af
geisladiskum með efnilegum tón-
listarmönnum, þar af mörgum sem
hafa nýlega lokið námi. Fyrir
stuttu barst sú fregn að Ólafur
væri einn af stofnendum splunku-
nýrrar hljómsveitar, London
Chamber Group. í henni er efni-
legt, imgt tónlistarfólk sem greini-
lega kann ýmislegt fyrir sér og til
marks um það er nýr geisladiskur
með hljómsveitinni og Ólafi í ein-
leikshlutverki. Ólafur spilar með
hljómsveitinni tvo píanókonserta
eftir Mozart, nr. 11 og 12 K413 og
K414, og einnig flytur hljómsveitin
sinfóníu nr. 5 eftir Schubert.
Ólafur hefur
gert dálitið að
því að leika
Mozart í gegn-
um tíðina og
sýnir afbragðs
spilamennsku
á geisladiskinum. Öll hlaup eru
tær og hrein, túlkunin létt og lát-
laus og hljómsveitin fylgir honum
fullkomlega. Tempóið er að vísu
stundum dálítið órólegt hjá ein-
leikaranum þegar hann kemur
fyrst inn í fyrri konsertinum en að
ööru leyti er þetta prýðilegur flutn-
ingur. Helst má finna að upptök-
unni, hljómsveitin skilar sér að
vísu vel en píanóið hljómar dálítið
flatt, tónninn mjór og er þetta galli
á annars ágætri útgáfu.
Sinfónian eftir Schubert er yfir-
leitt mjög vel leikin. Fiðlur eru ein-
stöku sinnum ekki alveg samtaka
en í það heila
er þetta sann-
færandi túlk-
un. Schubert
samdi sinfóní-
una er hann
var aðeins 19
ára en samt ber hún öll merki tón-
skáldsins, hún er lýrísk og falleg,
létt og leikandi. Hljómsveitarstjór-
inn Harry Curtis hefur greinilega
góðan skilning á tónlist Schuberts.
Fyrir þá sem vilja hafa þægilega
tónlist á fóninum yfir jólin er þessi
geisladiskur góður kostur; Mozart
sérstaklega er alltaf ljúfur í
skammdeginu.
Hljómplötur
Jónas Sen
Bíllinn
garðurinn
Dalbrekku 22, síni 554 5770
Rússíbanar - Elddansinn:
Kitlandi og dansvæn
Hin hressilega ballhljómsveit
Rússíbancir hefur nú gefið út aðra
plötu sína. Eins og á þeirri fyrri er
hér samsafn af hressilegum, þekkt-
um stefjum úr evrópskri músíkhefð
og svo þjóðlög hvaðanæva. Upphaf-
slag plötunnar er þó frumsamið eft-
ir gítarleikarann Einar K. Einars-
son og heitir Rússíbaninn. Sem
dæmi um önnur lög má nefna Ung-
verskan dans nr. 4 eftir Brahms,
Carioca eftir Youmans og Býflug-
una eftir Rimsky-Korsakow. Allt er
þetta útsett upp á nýtt og fært í
þennan kitlandi dansvæna stíl sem
hljómsveitin er þekkt fyrir, bæði af
fyrri plötunni og af dansleikjum sín-
um. Allur hljóðfæraleikur er af-
bragðsgóður, þótt skrautfjöður
hljómsveitar-
innar sé vissu-
lega takka-
harmóniku-
leikarinn Tatu
Kantomaa.
Aðrir ónefndir
hljóðfæraleikarar eru Guðni Franz-
son klarínettuleikari, Jón Skuggi
kontrabassaleikari og Kjartan
Guðnason sem leikur á trommur og
slagverk. Rússíbanarnir hafa verið
kærkomin tilbreyting i skemmtana-
lífi borgarinnar síðastliðið ár og
verið vel tekið af borgarbúum á öll-
um aldri. Þessi
nýja plata gefur
góða mynd af
hljómsveitinni
og er vel unnin
á allan hátt.
Með hana að
vopni er hægur vandi að koma sér í
rússibanastuð heima í stofu. Góða
skemmtun!
Hljómplötur
Ársæll Másson