Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Blaðsíða 32
32
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998
FALLEG JOLAFOT
í miklii úrvali
Fréttir
Frá fyrsta hluthafafundi Búlandstinds eftir kaup Vísis í Grindavík á 51% hlut
í fyrirtækinu. Frá vinstri: Ólafur Ragnarsson, fyrrv. stjórnarmaður, Pétur H.
Pálsson, Andrés Óskarsson, Páll Jóhann Pálsson, Jón Karlsson, Ragnar J.
Bogason, Einar Kr. Jónsson, fyrrv. stjórnarformaður, og Haraldur L. Haralds-
son framkvæmdastjóri. DV-mynd Hafdfs
I
Umskipti í útgerð á Djúpavogi:
Vísir kaupir
meirihluta
Búlandstindi
Útgerðarfélagið Vísir hf. í Grinda-
vík hefur keypt 51% hlutafjár í Bú-
landstindi á Djúpavogi. Pétur H.
Pálsson, einn eigenda Vísis hf. í
Grindavík og nýkjörinn stjornarfor-
maður Búlandstinds, vill ekki gefa
upp af hverjum var keypt né hve
mikið var greitt fyrir eignarhlut-
ann, þegar DV ræddi við hann eftir
fyrsta fund nýrrar stjómar Bú-
landstinds.
Pétur sagði að fyrirtækin yrðu
rekin aðskilin en myndu laga sig
hvort að öðru. Sérstaklega væri
horft til þess að samvinna yrði í
milli þeirra sem kæmi báðum til
góða. Kvótastaða Vísis hf. er 5500
þorskígildistonn en Búlandstindur
ræður um 3000 þorskígildistonnum
að sögn Péturs.
Heimamenn binda miklar vonir
við kaup Vísis en rekstur Bú-
landstinds hefur gengið erflðlega
undir það síðasta. Áhersla hefur
verið á veiðar og vinnslu uppsjávar-
fiska en þeir búast við því að það
breytist og atvinna verði stöðugri í
plássinu en verið hefur. Nýr fram-
kvæmdastjóri verður ráðinn til Bú-
landstinds á næstunni, að sögn Pét-
urs, en að öðm leyti verði farið
hægt af stað það sem eftir lifir til
jóla.
Stjóm Búlandstinds skipa nú Pét-
ur H. Pálsson, framkvæmdastjóri
Vísis, sem er formaður, Ragnar J.
Bogason, frá Olíufélaginu, varafor-
maður, Andrés Óskarsson, frá Vísi,
ritari, Páll Jóhann Pálsson, frá Vísi,
og Jón Karlsson, Djúpavogi. -SÁ
m
Jólagetraun DV - 5. hluti:
Hver er hjálparsveinn Jóla?
'c W
Jólagetraunin 1998. 5. hluti j
! Hver er hjálparsveinn Jóla?
j D Guðmundur Benediktsson ö Sjón O Hermann Gunnarsson j
; Nafn______________________________________________________________ ;
! Heimilisfang______________________________________________________ !
! Staður_______________________________ Sími_________________________!
j Sendist til DV, Þverholti 11,105 Reykjavík, merkt DV - Jólagetraun
I------------------------------------------------------------------- 1
1,
verðlaun
1. verðlaun í jólagetraun DV eru Panasonic-
sjónvarp og myndbandstæki frá Japis, samtals
að verðmæti 159.800 krónur.
Jólasveinninn er í óöaönn aö koma sér til byggöa meö gjafirnar. Til aö geta
komist með allar gjafirnar hefur Sveinki ráöiö sér hjálparsvein. En þar sem
sveinki er gamall og gleyminn þekkir hann ekki alla sem bjóða sig fram í starfið.
Þar kemur aö ykkur, lesendur góöir, aö hressa upp á minni sveinka. Hver hefur
boöist til aö hjálpa honum í dag? Hver er hjálparsveinn Jóla?
Krossið viö rétta nafniö, merkiö seðilinn meö nafni og heimilisfangi og klippið
hann út úr blaðinu. Geymiö seðilinn á vísum staö. Áríðandi er aö öllum svarseðl-
unum, 10 aö tölu, sé safnað saman áöur en þeir eru sendir blaöinu. Ekki
senda hvern seðil fyrir sig. Tíundi og síöasti hluti jólagetraunarinnar mun
birtast í DV17. desember. Skilafrestur veröur 23. desember. Dregið veröur milli
jóla og nýjárs.
Verið með því vinningarnir eru glæsilegir.