Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Side 34

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1998, Side 34
34 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1998 Fólk í fréttum Hilmar Baldursson Hilmar Baldursson, lögmaður og framkvæmdastjóri Landssambands útgerðarmanna kvótalítilla skipa, telur nú möguleika á skaðabótum þeim til handa sem sótt hafa um aflaheimildir á síðustu misserum en ekki fengið. Þetta kom fram í DV- frétt í gær. Starfsferill Hilmar fæddist á Flateyri 9.6.1952 og ólst þar upp. Hann lauk kennara- prófi frá KÍ 1973, stúdentsprófl frá KÍ 1974, embættisprófi i lögfræði frá HÍ1983, öðlaðist hdl.-réttindi 1987 og er löggiltur fasteigna- og skipasali 1988. Hilmar var kennari við Fella- skóla í Reykjavík 1973-77, stunda- kennari við Hólabrekkuskóla 1978-83, Fjölbrautarskólann í Breið- holti 1979-81, Hvassaleitisskóla 1981-82, Seljaskóla 1982-83, Meist- araskóla Sauðárkróks 1983-84 og við Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki 1983-85. Hilmar var fulltrúi hjá bæjarfó- getanum á Sauðárkróki og sýslu- manninum í Skagafjarðarsýslu 1983-85, aðalfulltrúi þar 1985-86, fulltrúi hjá bæjarfulltrúanum í Hafnarflrði, Garðabæ og á Seltjarn- arnesi og sýslumanninum í Kjósar- sýslu frá 1986, deildarstjóri hjá Kaupþingi hf. í Reykjavík 1987-88, bæjarstjóri í Hveragerði 1988-90, starfrækti eigin lögmannsstofu í Reykjavík 1990-95, var deildarstjóri á Fiskistofu 1995-97 og hefur starf- rækt eigin lögmannsstofu í Reykjavík frá 1997. Þá hefur hann verið fram- kvæmdastjóri Landssam- bands útgerðarmanna kvótalítilla skipa frá 1998. Hilmar sat í ýmsum nefndum og ráðum á veg- um Hveragerðisbæjar 1988-90, s.s. í stjórn Heilsugæslustöðvar, í al- mannavarnanefnd Hvera- gerðis og Ölfushrepps, var formaður atvinnu- málanefndar Hveragerðis, átti sæti í héraðsnefnd Árnesinga og var ritari héraðsráðs. Fjölskylda Kona Hilmars er Guðrún Nanna Guðmundsdóttir, f. 10.3. 1953, kenn- ari og myndlistarmaður. Hún er dóttir Guðmundar Jónssonar, húsa- smíðameistara og hreppstjóra á Flateyri sem nú er látinn, og Stein- unnar Jónsdóttur húsmóður. Dóttir Hilmars og Hrafnhildar Skúladóttur er Anna Rut, f. 26.11. 1984, nemi. Stjúpbörn Hilmars og böm Guð- rúnar Nönnu eru íris Björnsdóttir, f. 27.10. 1974, nemi; Egill Björnsson, f. 2.5. 1980, nemi. Systkini Hilmars eru Sigríður Lillý Baldursdóttir, f. 8.6.1954, skrif- stofumaður í félagsmálaráðuneyt- inu, búsett í Reykjavík; Sveinn Ás- geir Baldursson, f. 21.7. 1956, at- vinnurekandi í Reykjavík. Foreldrar Hilmars eru Benedikt Kristinn Baldur Sveinsson, f. 4.4. 1929, kennari á Flateyri, og Erla Margrét Ásgeirs- dóttir, f. 29.10. 1928, hús- móðir og verslunarmað- ur. Ætt Baldur er sonur Sveins, skólastjóra í Flatey, bróð- ur Þórunnar, ömmu Finnboga Péturssonar myndlistarmanns. Sveinn var sonur Gunnlaugs, skipstjóra í Flatey, Sveinssonar, smiðs í Flatey, Einars- sonar. Móðir Gunnlaugs var Krist- björg Jónsdóttir. Móðir Sveins var Guðlaug Gunnlaugsdóttir, b. i Gerði á Barðaströnd, Jónssonar. Móðir Baldurs var Sigríður Odd- ný Benediktsdóttir, b. á Bakka í Vatnsdal og síðar veggfóðrarameist- ara og húsgagnasmíðameistara i Reykjavik, bróður Magnúsar Th.S. Blöndahl aiþm. Benedikt var sonur Sigfúsar, bróður Benedikts, afa Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra, föður Hallgríms, fram- kvæmdastjóra Árvakurs. Systir Sig- fúsar var Sólveig, móðir ráðherr- anna Péturs og Kristjáns Jónssona og amma Haralds Guðmundssonar ráðherra. Sigfús var sonur Jóns, ættföður Reykjahlíðarættarinnar, Þorsteinssonar. Móðir Benedikts var Sigríður Oddný, systir Lárusar Blöndal amtmanns, afa Lárusar Blöndal, alþm. og hæstaréttardóm- ara, og langafa Matthíasar Johann- essen, skálds og ritstjóra. Lárus var einnig langafi Benedikts hæstarétt- ardómara og Halldórs Blöndal sam- gönguráðherra. Sigríður Oddný var dóttir Björns, ættfóður Blöndalsætt- arinnar, Auðunssonar. Bróðir Erlu Margrétar var Gunn- ar Ásgeirsson stórkaupmaður. Erla Margrét er dóttir Ásgeirs, kaup- manns og útgerðarmanns á Flat- eyri, Guðnasonar, skipasmiðs og sjómanns á Eiði við Hestfjörð, Bjarnasonar, b. á Brekku í Langa- dal, Magnússonar, b. á Arngerðar- eyri, Þórðarsonar. Móðir Ásgeirs var Þorbjörg Ásgeirsdóttir, b. í Hey- dal, Jónssonar, b. í Kollabúðum, Jónssonar, læknis í Ármúla, Einars- sonar. Móðir Þorbjargar var Guð- rún Jónsdóttir. Móðir Guðrúnar var Þorbjörg, systir Jónasar á Bakka, langafa prófessoranna Jónasar og Halldórs og Þorvalds skólastjóra El- íassona. Þorbjörg vai' dóttir Þor- varðs, b. á Bakka í Hnífsdal, Sig- urðssonar, ættföður Eyrardalsætt- arinnar, Þorvarðssonar. Móðir Erlu var Guðjóna Jensína Hildur, systir Ragnheiðar, móður Ásgeirs lyfjafræðings, Ragnars læknis og Önundar, fyrrv. forstjóra Olís, Ásgeirssona. Guðjóna var dótt- ir Eiríks, b. á Hrauni á Ingjalds- sandi, Sigmundssonar, b. á Hrauni, Sveinssonar, b. á Alviðru í Dýra- firði, Sigmundssonar. Hilmar Baldursson. Afmæli Finnbogi Kristjánsson Finnbogi Kristjánsson, löggiltur fasteignasali, Grandavegi 9, Reykja- vík, er fertugur í dag. Starfsferill Finnbogi fæddist á Flateyri við Önundarfjörð en ólst upp á Brekku á Ingjaldssandi. Hann lauk gagn- fræðaprófi frá Héraðsskólanum að Núpi í Dýrafirði 1974, stundaði framhaldsnám þar 1975, lauk bú- fræðiprófi frá Hvanneyri 1977, stundaði nám við Tækniskólann á ísafirði 1978, við Fjölbrautaskóla Suðurnesja 1979-80, við Business School of Hove í Sussex í Englandi 1985, við Samvinnuskólann á Bif- UPPBOÐ Framhald uppboös á eftirfarandi eign veröur háð á henni sjálfri sem hér segir: Bræðratunga 30, þingl. kaupsamnings- hafar að hluta Fjóla Berglind Þorsteins- dóttir og Daníel Sigurðsson, þingl. eig. Helga Jóhannsdóttir, gerðarbeiðendur Byggingarsjóður ríkisins og sýslumaður- inn í Kópavogi, mánudaginn 14. desem- ber 1998, kl. 14.45.___ Aukauppboð: Digranesheiði 28, þingl. eig. Þórir K. Bjamason, gerðarbeiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins, mánudaginn 14. desember 1998, kl. 14.00. SÝSLUMAÐURINN f KÓPAVOGI röst 1984-86, stundaði löggildingar- nám í fasteigna-, fyrirtækja- og skipasölu við HÍ 1993 og öðlaðist löggildingu 1995 sem löggiltur fast- eigna-, fyrirtækja- og skipasali. Þá hefur Finnbogi sótt ýmis námskeið á sviði viðskipta, félags og endur- menntunar. Finnbogi starfaði við búskap á Brekku með föður sínum framan af, var um tíma utanbúðarmaður hjá Kaupfélagi Önfirðinga á Flateyri, við fiskvinnslu og sláturhús, við smíðavinnu á vegum Húsagerða- sambands Vestfjarða og gerði út vélsleða m.m., stundaði sjómennsku með fram námi sínu á vestfirskum skuttogurum, var fréttaritari og ljósmyndari fyrir Dagblaðið, NT og síðar Tímann á ísafirði, einnig blað- ið ísfirðing á ísafirði, vann við ým- is sölu- og markaðsmál á auglýs- ingastofu í Reykjavík 1986 og við fjármála- og fjárfestingarráðgjöf, starfað við fasteignasölu frá 1986, fyrst á fasteignasölunni Húsvangi og setti á stað fasteignasöluna Hól ásamt fleirum, stofnaði eigin fast- eignasölu 1995, fasteignasöluna Frón í Síðumúla 2 í Reykjavík, sem hann á og rekur í dag. Finnbogi var virkur í ungmenna- félagshreyfingunni og formaður Ungmennafélagsins Vorblóms frá 1977, var fulltrúi á þingum Héraðs- sambands Vestur-ísfirðinga og Ung- mennafélags íslands, sótti héraðs- mót og landsmót ungmennafélag- anna, hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélaga á fyrri árum, setið í miðstjórn SUF, sótt kjördæmaþing og flokksþing Framsóknarflokksins á ár- um áður, í stjórn og vara- formaður Nemendasam- bands Samvinnuskólans og Samvinnuháskólans, hefur setið í ýmsum nefndum í félagi fasteigna- sala og skifað greinar á sviði fasteignasölu. Hann var í samkór Hvanneyrar, formaður samstarfsnefnd- ar framhaldskólanna í Borgarfirði, fulltrúi í mælsku- og ræðukeppni framhaldsskólanna, átti einnig sæti í fl. klúbbum og félög- um. Finnbogi hefur lagt stund á teikningu, listræna ljósmyndun og ritgerðasmíð. Fjölskylda Finnbogi hóf sambúð haustið 1986 með Magneu Jenný Guðmundardótt- ur, f. 2.4.1963, landfræðingi. Foreldr- ar hennar eru Guðmundur Magnús- son, Jenssonar, Hamri, f. 27.10. 1927, áður bóndi á Melgraseyri og Kristín Þórðardóttir, Halldórssonar, Lauga- landi, f. 12.10. 1928, áður húsfreyja á Melgraseyri, bæði búsett í Kópavogi. Dóttir Finnboga og Magneu er Ragnheiður Kristín, f. 19.2. 1991. Systkini Finnboga: Eygló, f. 10.8. 1946, nuddfræðingu, rekur nudd- og sólbaðsstofu Eyglóar í Keflavík; Guð- rún Jóna, f. 17.2.1949, þroskaþjálfi og forstöðumaður í Reykjavík; Elisabet Alda, f. 23.2. 1951, bókari í Bolungar- vík; Guðný, f. 3.9. 1952, snyrtifræð- ingur í Keflavík; Guðmundur, f. 27.5. 1954, verslunarmaður í Kefla- vík; Jóhannes, f. 18.7.1955, skemmti- kraftur í Reykjavík; Kristján Sig- urður, f. 23.2. 1957, raf- virkjameistari í Reykja- vík; Helga Dóra, f. 22.10. 1960, gjaldkeri og hús- móðir i Tröð Önundar- firði; Halla Signý, f. 1.5. 1964, bóndi og ritstjóri á Kirkjubóli í Bjarnardal; Magnús f. 11.12. 1962, d. 3.10. 1963; óskírður, f. 22.5. 1966, d. 22.5. 1966. Foreldrar Finnboga eru Kristján Guðmundsson, f. 27.9. 1918, d. 28.3. 1988, bóndi á Brekku á Ingj- aldssandi, og k.h., Árelía Jóhannes- dóttir, f. 22. 11. 1923, áður húsfreyja á Brekku, nú búsett í Reykjavík. Ætt Foreldrar Kristjáns voru Guð- mundur Einarsson, b. og refaskytta á Brekku á Ingjaldssandi, Einars- sonar, b. á Heggsstöðum í Andakíl, og Steinþóru Einarsdóttur af Korts- ætt, og kona hans, Guðrún Magnús- dóttir frá Tungufelli Lundar- reykjadal, húsmóðir á Brekku á Ingjaldssandi, Eggertssonar. Foreldrar Árelíu voru Jóhannes J.G. Andrésson, bóndi og sjómaður, Flateyri, Helgassonar, b. í Dýrafirði, og Jóna Á Sigurðardóttir húsmóðir, Finnbogassonar. Móðir Jónu var El- ísabet Kristjánsdóttir, Gemlufalli. Finnbogi tekur á móti ættingjum, vinum og samstarfsfólki í Þórshöll, Brautarholti 20, 4. hæð, Reykjavík, laugard. 12.12. kl. 18.00-20.00. Finnbogi Kristjánsson. Til hamingju með afmælið 10. desember 90 ára Trausti Þórðarson, Klapparstíg 11, Reykjavík. 85 ára Halldór Kristjánsson, Skerðingsstöðum I, Króksfjarðarnesi. Una Dagný Guðmundsdóttir, Hólavegi 38, Siglufiröi. 80 ára Sigríður F. Helgadóttir, Holtsgötu 29, Njarðvík. 75 ára Valgerður Sigtryggsdóttir, Vesturgötu 7, Ólafsfirði. 70 ára Guðmundur Sigurjónsson, Hólmgarði 2, Reykjavík. 60 ára Guðný Helgadóttir, Bergstaðastræti 14, Reykjavík. Marinó Jóhannsson, Tunguseli, Þórshöfn. Esther Valdimarsdóttir, Vesturvegi 10 E, Vestmannaeyjum. 50 ára Jóhann Jónsson, Hátúni 10, Reykjavík. Ásta Sylvía Rönning, Austurgerði 7, Reykjavík. Hörður Stefán Harðar, Gautlandi 13, Reykjavík. Svanhildur Einarsdóttir, Birkililíð 15, Sauðárkróki. Áslaug Jónsdóttir, Skólavegi 12, Fáskrúðsfirði. 40 ára Guðmundur Guðmundsson, Hjarðarhaga 29, Reykjavík. Lára Bjömsdóttir, Garðsenda 6, Reykjavík. Jóna Margrét Guðmundsdóttir, Háaleitisbraut 123, Reykjavík. Steinunn Lindbergsdóttir, Möðrufelli 9, Reykjavík. Edward R. Jaferian, Suðurhólum 16, Reykjavík. Halldóra Viðarsdóttir, Vesturbergi 48, Reykjavík. Iðunn Árnadóttir, Þórufelli 18, Reykjavík. Ólafur Tryggvi Emilsson, Fjallalind 121, Kópavogi. Kjartan Sveinn Guðjónsson, Furugrund 81, Kópavogi. Friðbjörn Bjömsson, Týsvöllum 8, Keflavík. Haraldur Helgason, Einigrund 8, Akranesi. Margrét Stefánsdóttir, Melabraut 25, Blönduósi. Rannveig Runólfsdóttir, Hvammi, Engihlíðarhreppi. Hanna HaHdóra Karlsdóttir, Borgarsíðu 5, Akureyri. Kristján Þ. Kristinsson, Rimasíöu 25 A, Akureyri. Harpa Katrín Sigurðardóttir, Amarheiöi 6, Hveragerði. Nauðungarsala á lausafé Eftir kröfu Radiomiðunar hf. og Tollstjórans í Reykjavík fer fram _____________nauðungarsala á eftirtöldu lausafé:_______ Flutningakassar fyrir háhyminga. Nauðungarsalan fer fram þar sem lausaféð er staðsett, að Eldshöfða 12, Reykjavík, fimmtudaginn 17. desember 1998 kl. 14.00. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.