Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 4
Funkmaster 2000: „Viö erum allir kolsvartir andskotar.*1 Helgi og OmaiJ etu£ svona nokkutri vegin bílsljorar Funkmaster 2000. Eða allavega þegar þeir fara í . strætóleik og það er nú þannig að það fær ekki hver i sem er að vera JiSS bílstjóri mm þeím leikmmi. HSP*®** En þessír Fönkbílstjórar vo að gefa út fönkdisk ása félögum sínu '*3B48afe® Sveitin: Ókeypis margmiáluniir- dlskur Meö Fókusi í næstu viku fylgir ávísun á margmiðlunardisk. Á honum er aö finna spurningaleik meö fimm hundruð spumingum tengdum kvikmyndum ásamt upp- lýsingum um væntanlegar kvik- myndir. Þá verður sýnt úr helstu myndunum, viðtöl við leikarana og jafnvel heimildarmyndir um gerð sumra myndanna. Þessi margbrotni margmiðlunardiskur fæst afhentur á Esso-bensinstöðv- um gegn framvísun ávísunarinnar og það er betra að vera ekki meö neinn seinagang ef diskurinn á ekki að renna manni úr greipum því eintökin eru ekki fleiri en tíu þúsund. Heilinn á bak við diskinn er ísak Jónsson og það er fyrir- tækið hans, Eldvirkni/Margmiðl- un, sem gefur hann út. Trúbadorinn Slggi Björns og Ástralinn Keith Hopcroft skemmta á ísfirska veitingastaönum Á Eyrinni i kvöld. Stuömenn halda til Noröurlands nú um helg- ina og koma fram í Sjallanum í kvöld, í íþrótta- skemmunni á morgun og svo aftur í Sjallanum annaö kvöld. Hljómsveitin mun árita hljómplöt- ur í Bókvali klukkan fjögur síödegis. Viö Pollinn á Akureyri. Hljómsveitin PPK leik- ur i kvöld og annað kvöld. Hótel Mælifell á Sauðárkróki státar af hljóm- sveitinni Landi og sonum annað kvöld. Hljómsveitin Skítamórall verður á Selfossi í dag. Hún byrjar á aö árita bók sína i Kjarnan- um KÁ klukkan fimm og í kvöld verður svo spil- aö á dansleik fyrir 18 ára og eldri i Inghóli. Hljómsveitin Poppvélin verður með dúndur- dansleik I Skothúsinu í Keflavík en á morgun verður það hljómsveitin Sixtles sem heldur uppi fjöri fram á rauðanótt ásamt hinum eld- hressa plötusnúði Sigga Disco. Húsið opnað klukkan hálfeitt. Hafrót verður i kvöld og annað kvöld á Ránni í Keflavík. Poppllngarnir leika á Hafurbirnlnum i Grinda- vik í kvöld. Segið svo að það sé ekkert fjör í Grindavík! Búöarklettur i Borgarnesi er að verða frægur fyrir fjörlegheit og um helgina ætla Ruth Reg- Inalds og Blrgir Jóhann að halda uppi stuöinu. Hljómsveitin Sixties leikur á Mótel Venusi i Borgarnesi í kvöld. ísak Jónsson býr til CD-ROM-diskinn sem hægt er að fá með því að framvísa Fókus næstu viku. „Á Vegamótum" nefnist fyrsti diskur íslensku fönkaranna i Funkmaster 2000. Diskurinn var tekinn upp „læf‘ á Vegamótum og hefur að geyma nokkur erlend fönklög í útgáfum hinnar flmm manna fönksveitar. Fönkið var töffaraleg stefna sem má segja að hafi sprottið af soulinu og var að- aldanstónlistin þar til diskóið tók við. Eins og í öðru rokki voru það blökkumenn sem ruddu fónkinu braut og því liggur beinast við að spyrja sendiboða Funkmaster 2000, þá Helga Sv. Helgason slagverks- leikara og Ómar Guðjónsson gít- arleikara, hvort hvítir geti fönkað af einhverju viti. „Nei, þeir geta það ekki, enda erum við ekki hvítir, við erum kol- svartir andskotar. Maður verður að hugsa fönkað til að geta fönk- að.“ En er ekki of mikil fortíöardýrk- un í gangi hjá ykkur? „Fortíðardýrkun? Við erum nú minnst að spá í því. Við erum með nýja hugsun á bak við þetta, setj- um lögin í nýjan búning, okkar búning. Það væri lítið gaman ef við værum að gera þetta nákvæm- lega eins, þá gætum við eins bara verið með plötuspilara. Við hlust- um á lögin einu sinni, náum upp flottri laglínu, náum upp góðu grúfi, og svo fer það eftir skapi hvemig lagið verður með okkur.“ Eruö þið ekki allir sprenglœröir úr djassdeild FÍH - fóruöi þá í fönk-kúrs? „Jú, við erum allir í námi en maður lærir ekki tónlist í skóla, hvorki fónk né annað. Maður lær- ir nótur og tæknileg atriði en tón- listin kemur alltaf frá þér sjálfum, hvemig þú hugsar." Holræsin full af fönki Helgi er eins og aðrir fönkarar í fullu starfi. Hann er pípari og veit því hvaðan fönkið kemur. „Fönkið kemur úr rassgatinu!“, játar hann óhikað. „Ég hugsa oft um fónk þeg- ar ég kúka.“ ■ Er þá svona mikill rembingur í þessari tónlist? „Nei, nei, þetta flæðir allt voða- lega afslappað út.“ En er pípandi fönk í pípinu? „Heldur betur. Holræsakerfi borgarinnar eru sko full af fönki.“ Fönkið lifir að eilífu Hinn fönkaöi pípari er nýjasti meölimur hópsins en aörir voru áöur eldrauóir af innlifun aö spila rafmagnsrokk - rokkaö fjúsjón - sem hljómsveitin Mímir. Hvernig œxlaöist fjúsjóniö út í fönk? „Fönkgoðið Fíri kom til okkar í draumi og meira þurfti ekki til,“ segir Ómar, dularfullur á svip. Æ síðan hefur Fíri verið merki flokksins og það afrókrullaða goð er einmitt framan á plötuumslag- inu. En hvaö heillaöi viö fönkiö? „Grúfið - þessi jákvæði og líflegi andi sem býr í fönkinu. Við fáum líka fleiri tækifæri á að spila. Með Mími gátum við kannski spilað einu sinni á ári en fólk í dag vill fönk.“ Er mikil samkeppni á milli ykk- ar og erkifjendanna í fönkhópnum Jagúar? „Nei, okkur finnst þeir finir. Við þekkjum þessa gaura úr skólanum og höfum spilað með þeim svo það er léttur andi á milli okkar." Á aö bœta söngvara í Funkmast- er 2000? „Þessi spuming kemur off. Með söngvara er hætta á að þetta verði kannski poppaðra og það viljum við ekki. En ef við fmnum James Brown á íslandi þá þiggjum við hann.“ Hvaöa fönkbolta takiöi til fyrir- myndar? „The Meters eru okkar mæli- stika, þeir vom með sömu hljóð- færaskipan og við. Medeski Martin og Wood er líka æðislegir og ekki má gleyma The JB's og Herbie Hancock." Hver er framtíö fönks á íslandi? „Fönkið lifir að eilífu, það er engin spurning. Við ætlum að halda áfram að spila, og eins lengi og við grúfum ætlum við að lifa.“ -glh f Ó k U S 11. desember 1998

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.