Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Qupperneq 7
>
I
I
V
í
)
>
>
- en gæðin skipta litlu
Okkur var og verður illt, áður
í höfðinu af glögginu sáluga, en
núna i maganum af sex ferðum í
fjörutíu rétta jólahlaðborð, sem
er ein vinsælasta afþreying ís-
lendinga í mánuði ofneyzlunnar.
Þegar forfeður okkar sultu
heilu og hálfu hungri kynslóð eft-
ir kynslóð, hefur sennúega kom-
izt í litninga okkar hæfni til að
finna unað hríslast um okkur við
að sjá borðin svigna undir hrok-
uðum diskum.
Tiltölulega lítið er um, að ís-
lendingar fari út að borða til þess
að fara út að borða, nema þá í
jólahlaðborð. Annars fara menn
af sérstöku tilefni, en fáir af mat-
arást. Hér er því þröngur mark-
aður fyrir matargerðarlist utan
jólahlaðborða.
Af grafmu hér á opnunni má
sjá, að aliur þorri veitingahúsa
raðar sér á 3.000-4.500 króna bil-
svo að gestir geti ráðið af verð-
inu, hver séu gæði staðarins, og
geri tilsvarandi kröfur.
Þetta aðhald bregzt, svo sem
sjá má af línuritinu, þar sem veit-
ingastaðirnir raða sér út og suð-
„Á meðan veitingahús I millifiokki verðiags
ieggur áherziu á margs konar ferskan fisk á
hverjum degi, iifa sumir dýru staðimir upp
úr frystikistum og örbyigjuofnum. Sums
staðar vakna kokkamir þá helzt til Iffsins, að
þeír séu f keppni á eriendum sýningum.”
ið fyrir þríréttaðan mat og kaffi á
mann, fyrir utan áfenga drykki.
Örfáir staðir, flestir austrænir,
brjóta þessa einhæfni og freista
okkar í verði.
3.000-4.500 króna staðirnir
dreifa sér um allt litróf gæðanna,
frá algerri eymd upp undir eða
upp í það, sem gæti gefið eina
stjörnu í Michelin. Verra er, að
betri staðir í þessum flokki hafa
ekki verið neitt langlífari en lak-
ari staðir.
Amarhóll tjaldaði nýfranskri
gæðamatreiðslu og dó. Ónefnt
veitingahús í hæsta verðílokki
býður fólki ljóta rétti bragðvonda
og liflr góðu lífi. Þriðja húsið
býður upp á skemmt nautakjöt.
Á meðan veitingahús í milli-
flokki verðlags leggur áherzlu á
margs konar ferskan fisk á hverj-
um degi, lifa sumir dýru staðirn-
ir upp úr frystikistum og ör-
bylgjuofnum. Sums staðar vakna
kokkarnir þá helzt til lífsins, að
þeir séu í keppni á erlendum sýn-
ingum.
Veitingahús 3.000-4.500 króna
verðflokksins ættu við heilbrigð-
ar aðstæður vandlátra viðskipta-
vina að raða sér nálægt skálínu
mitt á milli ása verðs og gæða,
ur án nokkurs sjáanlegs sam-
hengis milli verðs og gæða. Þetta
er afleiðing þess, að við erum
fæst fær um að greina milli góðs
og ills í matargerðarlist.
Önnur afleiðing ónæmis okkar
fyrir matargerðarlist er tæplega
tveggja áratuga stöðnun. Meðan
listin hefur þróazt í nálægum
löndum, hamast íslenzkir kokkar
við að rjómabæta, smjörbæta,
ostabæta og hveitibæta hvers
konar hráefni.
Einkennistákn íslenzkrar mat-
argerðar felast í uppbökuðum og
rjómabættum sveppasúpum og
smjörbættum sveppasósum,
þykkri ostagratineringu og lang-
vinnri eldun á viðkvæmum fiski.
Þetta er nærri eins illt ástand og
var fyrir tveimur áratugum.
Viðskiptavinir veitingahúsa
vilja, að matur jóðli í dýrafitu.
Við erum enn svo nálægt sulti og
seyru forfeðranna, að rjómi,
smjör, ostur og steikt hvítahveiti
koma í stað matargerðarlistar.
Menn greiða hér á landi fyrir
magafylli, en ekki fyrir gæði.
Þess vegna lítur grafið á opn-
unni svona einkennilega út.
Jónas Kristjánsson
>
)
)
)
)
)
)
)
>
KOMIÐ OG VERSLIÐ I HEILDSÖLUVERSLUN
*HHR ERU AÐEINS SÝND NOKKUR DÆMI UM ÚRVALIÐ
OKKAR AÐ STÓRHÖLÐA 17 V/ GULLINBRÚ
V
J*
11. desember 1998 f ÓkllS
7