Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Síða 11
fjAlveg geðfríkað“ Magga Stína rúliar þessu upp Magga Stína var að spila með Björk á þrennum tónleikum í Bretlandi. Hún er mjög ánægð með viðtökurnar. „Það var alveg geðbilað, rífandi stemning og við rúlluðum þessu upp.“ Hvar var skemmtilegast? „Það var mesta spennan fyrir fyrstu tónleikana, í Manchester, og ég lagði það á mig að vera með rúllur í hárinu allan dag- inn. Þar var mesta kasta-sér- fram-af-kletti tilfinningin. Á næstu tónleikum, í Birmingham, var líka alveg geðfríkað, það var svo klikkaðislega gott sánd að ég fór út úr líkamanum og viðtök- umar voru líka alveg magnaðar. í London var líka æðislegt af því allir voru orðnir svo glaðir af öllum þessum sökksess." Og tilboðin streymdu inn? „Ég var nú meira í að dansa teknó eftir tónleikana en viðtök- umar voru það góðar að við for- um aftur út að spila. Við erum nú þegar búin að ákveða tón- leika í París í mars og forum út um víðan völl í kringum það. Svo bara c'est la vie og maður veit aldrei." Ertu farin að vinna í nýju efni? „I þessum töluðum orðum er ég að gera aðra plötu. Það þýðir ekkert að sitja heima og lesa.“ Helduröu áfram að spila með Sýrupolkahljómsveitinni Hringj- um? „Já, en það er nú meira svona í pásum. Ég er að bíða eftir að Bikarmeistararnir verði full- skipaðir - trommarinn er í út- löndum. En hann kemur fyrir jól og þá höldum við partí." -DG „Það var mesta spennanfyrir fyrstu tónleikana, í Manchester, og ég lagði það á mig að vera með rúllur í hárinu allan dag- inn. Þar var mesta kasta-sér-fram-af- kletti tilfinningin. Á næstu tónleik- um, í Birmingham, var líka alveg geðfríkað.” plötudómur Mix Master Mike - Anti-theft device: ★★★ Kexruglað skrats Mix master Mike er eins og flestir vita skífuþeytir pörupilt- anna í Beastie Boys. Hann hef- ur nú gefið út sólóskífu og er sjálfur í aðalhlutverki í öllum lögunum. Hann sleppir því al- veg að rappa og eru öll lögin á disknum instrumental. Inn á milli er síðan skotið inn sömpl- um úr gömlum bíómyndum þar sem ýmislegt er í gangi, svo sem maður að borða spa- getti og fleira. Eins og áður sagði eru öll lögin hans Mikes instrumental. Það er hins vegar langt í frá að þar ríki einhver lágdeyða held- ur úir og grúir af aÚs konar sömplum, skrötsum og þess háttar vitleysu. Það er helst hægt að líkja þessum diski við disk félaganna í X-ecutioners þar sem plötuspilaramir ráða rikjum nema hvað Mix master- inn lætur vera að beat-juggla og heldur sig við skratsið sem er kexruglað svo vægt sé til orða tekið. Það eru fáir tónlist- armenn sem ráða við svona lagað ef frá er talinn Q-bert en hann er nú skratsari í annarri vídd. Það er nú samt ekki hægt að gera endalaust eitthvað nýtt með aðeins tveimur plötuspil- urum og það er óneitanlega helsti gallinn við þennan disk. Það er hætta á að áheyrandinn þreytist á að hlusta á ekkert annað en beat og skrats Það er helst hægt að líkja þessum diski við disk félaganna í X-ecutioners þar sem plötu- spilararnir ráða ríkjum nema hvað Mix masterinn lætur vera að beat-juggla og heldur sig við skratsið sem er kexruglað svo vægt sé til orða tekið. klukkutímum saman. En engu að síður, mér líkaði bara vel við diskinn og mæli með þjófa- vöm fyrir alla þá sem fila tón- list af þessu tæi. Guðmundur H. Guðmundsson Kaneho Rétti farðinn fyrír þína húð! Kanebo býðurfarða sem veitír fullkomna áferðfyrír allar húðgerðir Púður og farði í einu - þrjár tegundir. Natural Veil: Rakagefandi og dregur úr línum. Fyrir þurra, venjulega og blandaða húð. Naturat Matte: Gefur matta áferð. Fyrirfeita og blandaða húð. Total Finish UV: Rakagefandi og þekur vel. Fyrir þurra og venjulega húð. Litað rakakrem - Liquid finish, Natural moisture: Rakagefandi, létt og eðlilegt. Fyrir venjulega og þurra húð. Farðinn frá Kanebo inniheldur silkipúður sem veitir sérstaklega góða vörn gegn kutdanum. Utsölustaðir: Snyrtivörudeild Hagkaups í Kringlunni - Evíta Kringlunni - Snyrtistofan Paradís Rvk. - Snyrtivöruverslun Laugavegsapóteks - Snyrtivörudeild Verslunarinnar 17 Laugavegi - Snyrtivörudeild Hagkaups Smáranum - Snyrtistofan Guðný Skólavörðustíg - Snyrtistofan Jóna Kópavogi - Andorra Hafnarfirði - Gallery Förðun Keflavík - Snyrtistofa Ólafar Selfossi - Apótek Vestmannaeyja - Snyrtivöruverslunin Tara Akureyri - Apótek Húsavíkur - Fína Mosfellsbæ 11. desember 1998 f Ókus 11

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.