Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Síða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Síða 20
Siggi Rúnars útfararstjóri veit meira um lífið og dauðann en margir aðrir: Kannski er Þó aö dauðinn hljóti að telj- ast lokatakmark lífsins er hann yfirleitt talinn of leiðinlegur til að tala mikið um í fjölmiðlum. Hann er líka háifgert tabú, en þó minnir hálfur Mogginn mann daglega á hvað maður á í vændum og á sameiginlegt með öðrum jarðarbúum. Sigurður Rúnarsson er harla venjulegur íslendingur. Hann hefur áhuga á tónlist (að- allega R&B) og tölvubylting- unni og er búinn að vera í sam- bandi í ellefu ár, síðan hann var fjórtán. Hann á farsíma og eins og margir sinnir hann mörgum störfum; er nýbyrjað- ur í nýrri vinnu sem kerfis- og tölvuverkfræðingur og vinnur einnig sem tæknimaður á Bylgjunni. Faðir hans heitir Rúnar Geirmundsson og rek- ur Útfararþjónustuna ehf. Siggi hefur verið útfararstjóri með pabba sínum í átta ár, en er eitthvað að spá í að draga sig út úr þeim bisness þótt alltaf sé vitanlega nóg að gera. Hann sér um heimasíðu fyrirtækisins (www.utfarir.is) og þar má lesa um algengan undirbúning við útfarir og einnig skoða líkkist- ur og spá í kostnað. En nú erum við Siggi báðir spreUlifandi og drekkum kaffi á Gráa kettinum. Hvernig er þaö, Siggi, varstu meö „sviðsskrekk" í fyrstu jaróarförinni þinni? „Já, því þetta er að hluta til eins og að koma fram á sviði. Maður kemur fram fyrir mjög marga ein- staklinga og það getur stuðað mann að hugsa til þess. Það var mikill skrekkur í mér þegar ég þurfti fyrst að fara upp að altarinu og ég hef eiginlega ekki losnað við þann skrekk. Mest er maður hræddur um að gera eitthvað vitlaust, valda aðstandendunum sárindum með því að missa blómakrans eða eitt- hvað. En þó maður geri eitthvað vitlaust er fólkið svo sem voðalega lítið að spá í það.“ í hverju felst útfararstarfiö? „Það byijar á því að aðstandend- ur eða prestur hefur samband og þá fórum við að skipuleggja þá hluti sem þarf til svo útfór geti farið fram; kór, blóm, setja saman sálma- X-Mas jólatónleikar miðvikudaginn 16. desember til styrktar Alnæmissamtökunum og þá sérstaklega þeim börnum sem eru smituð af HlV-veirunni eða með aids, eins og það kallast. Það verða allir sem eitthvað geta í tónlistarheiminum mættir á svæðið og verður rokkað, öskrað, pönkað, rappað og lesið yfir gestum Bíóborgar- innar. Tónleikarnir eru haldnir af eftirtöldum aðilum: X-inu 97,7 - Fókusi - Sambíóunum - Símanum GSM. alnæmis sjúklingur brýst inn á barnaheimili1' Fyrir nokkrum árum mátti sjá fyrirsögn i þessum dúr. Hræðslan gegn alnæmi var allsráðandi og þessi „hommasjúkdómur" þótti óvenju óaðlaðandi. Nú er öldin önnur og fólk aðeins farið að róa sig í fordómunum. Um tíma var fólk meira að segja farið að íhuga að stunda öruggt kynlíf. Smokkaplakötum var dreift og þetta þótti allt voða fyndið og ekki lengur vandræðalegt. Það er svo fjandi eðlilegt að ríða. Svo komu sögumar um lyfin sem bjarga áttu öllu. Fólk fór að ræða það fyrir al- vöru að nú væri ráð að fara að lifa ógætilegu kynlífi á ný. En þá áttaði fólk sig á að lyfið getur bara - og ekki einu sinni alltaf - haldið sjúk- dómnum í skefjum. Það eru sem sagt manneskjur að deyja af völd- um alnæmis enn í dag. Og HIV- veiran er löngu hætt að bögga bara homma og líka fullorðið fólk. Það eru börn á íslandi með alnæmi. Þetta er ekkert flóknara en það. Þess vegna hefur Qöldi fólks tek- ið sig saman og ætla að halda tón- leika til styrktar samtökunum. Tónleikamir verða haldnir í Bió- horginni næstkomandi miðvikudag og heöast stundvíslega kl. 21. Það verða engir boðsmiðar, engum hampað en allir geta keypt sér miða á 997 krónur og sú upphæð rennur óskert til Alnæmissamtak- ana. Kynnar kvöldsins verða Tví- höfðaörverpin Jón Gnarr og Sig- urjón Kjartansson. Bellatrix, Botn- leðja, Unun, Ens- ími, Bang gang, Súrefni og 200 þúsund naglbítar spila. Auk þess munu þeir Þossi og Jón Atli öskra Top 10-lista yfir lýðinn og Mikael Torfason og Hallgrimur Helgason mirnu lesa og fiflast eitthvað í jóla- bókumun sínum. Það sem meira er og kannski mest af öllu er að SAM-bíóin ætla að sýna úr væntanlegum myndmn, öllum toppmyndunum, og þær raddir gerast æ háværari að þeir séu með eðaltreilera úr Star Wars. En fólk úti í heimi er að borga sig inn í bíó bara til að sjá treilerana úr þeirri mynd. Enginn verður sem sagt svikinn af því að » mæta í Bíóborgina á miðviku- daginn. Miðasalan hefst á mánudag og verður á Fínum miðli í Aðalstræti. Það er eini staðurinn þar sem hægt er að kaupa miða í forsölu. Annars er bara að mæta og lifa hættulega. En þegar alnæmi á í hlut þá borgar það sig eiginlega ekki. Og það eru líka bara 550 miðar til sölu og því nokkuð öruggt að færri munu kom- ast að en vilja. -MT f Ó k U S 11. desember 1998 skrá og svona. Það er allt saman hálfgerð skrifstofuvinna. Svo þarf að ná í hinn látna og ganga frá hon- um, klæða upp og gera tilbúinn fyr- ir kistuna." Þiö eruö meö allan pakkann? „Já, þetta er mjög fjölbreytt starf. Einn daginn er maður á skrifstof- unni, næsta dag á bílnum og sinnir því sem þarf að sinna. Þegar mikið er að gera fáum við aðstoð, lækna- nema eða kunningja." Hvaö eru þetta margar jaröarfar- ir á mánuöi? „Það geta verið frá tveimur og upp í tuttugu. Það verður að passa að þetta sé ekki hvað ofan í öðru, að það séu ekki tvær, þrjár umferð- ir á dag, en oft kemur þetta inn í gusum og svo er kannski ekki neitt í tvær vikur. Þess vegna hefur mað- ur verið í þessu með öðru.“ lir eru feigir Hefur vinnan aldrei fyllt þig svartsýni og þunglyndi? „Nei, aldrei. Ástæðan er kannski sú að pabbi vann við þetta í sjö ár áður en hann stofhaði eigið fyrir- tæki og þetta var alltaf umræðuefni á heimilinu. Ég var því alltaf inn í þessum hlutum og það kom mér ekkert á óvart þegar ég byrjaði sjáifur, þetta var strax eðlilegur hlutur. Ég fékk þetta í smá skömmtun, en ef ég hefði sótt um eftir auglýsingu hefði þetta líklega verið öðruvísi, þá hefði ég þurft að takast á við allan pakkann í einu.“ Hver er afstaða þín til vinnunn- ar? „Við erum náttúrlega þjónustu- fyrirtæki og starfið er á svipuðum grundvelli og lögreglan, læknar og annað - við erum að sinna mjög erf-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.