Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Blaðsíða 25
Það vita nánast allir landsmenn allt um Stuðmenn. Þeir voru að senda frá sér nýjja plötu og Fókus tók þá ákvörðun að ræða ekki við Röggu né Egil og ekki heldur Jakob (einhver stakk að vísu upp á því að ræða við Valgeir en hann er víst hættur). Ákveðið var að ræða við þá Tómas Tómasson og Ásgeir Óskarsson. Þessir Stuð- menn eru kannski engir huldumenn en þeir eru minnst áberandi. Dr. Gunni var sendur á rytmaparið til að veiða upp úr því magnaðar bransasögur. Einu sinni sá ég Tomma Tomm hanga öfugan í kaðli og spila með Stuðmönnum fyrir framan Aust- urbæjarskóla. Hann virtist fara létt með það og ég hef þá tiifinn- ingu fyrir honum að hann sé grallari. Hann æpti jú: „Jón var kræfur karl og hraustur" með Þursunum. Ásgeir virðist hins vegar feiminn og er oftast í felum á bak við trommusettið. Nú sitja þessir menn fyrir framan mig, tveir miðaldra karlar en þó ung- legir að sjá, svartklæddir og hressir. Ég geri ráð fyrir að í þeim rúmist rokksögur upp á mörg hundruð blaðsíður og mig langar til að verða á undan ævi- söguriturum framtíðar. Þeim finnst gaman að segja frá, sér- staklega Tómasi, en Ásgeir skýt- ur inn athugasemdum. Eins og góðu rytmapari sæmir eru þeir í raun einn maður og þvi finnst mér ekki nauðsyniegt að taka fram hver segir hvað. Fyrsta spumingin er klassísk: Þrjátíu ár í rokkinu, hvemig byrjaði þetta allt? „Ja, við byrjuðum að spila sam- an í Mods, vorum fimmtán og sextán ára. Ég var eiginlega hálf- hræddur við Geira á þessum tíma, mér fannst hann vera svo glæpamannslegur í útliti. Þá var hann kominn með sítt hár og leit út eins og Ginger Baker í Cream. Hann reykti filterslausan Camel og mér leist ekkert á þetta. Sjálf- ur var ég í Winston." Hvað var Mods að spila? „Það voru bara „kóver-lög“ eins og öli bönd á þessum tíma. Eitt minnisstæðasta ballið sem við spiluðum á var í Hveragerði því Ásgeir hafði gleymt kjuðun- um í bænum og ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá hann spila með einum kjuða og herðatré heilt kvöld.“ Þegar Tómas sá að Ásgeir gæti spilað á trommur með herðatré varð ekki aftur snúið. En hvenær stóð rytmaparið frammi fyrir spurningunni um að gerast at- vinnutónlistarmenn? „Þaö var nú bara fljótlega. Maður hætti að vinna um sautján og þá tók við margra mánaða at- vinnuleysi, sem er oft byrjunin á atvinnumennskunni." Var þetta meðvituð ákvörðun? „Ég held maður hafi bara ekki nennt að gera neitt annað. Þetta er bara leti og ómennska." Þeir segja að ekkert annað hafi komið til greina og þar að auki týndi Tómas skólatöskunni sinni þegar hann var sextán og hefur ekki fundið hana enn þá. Ælt á Dúdda rótara Eins og áður segir þekkja flest- ir sögu Stuðmanna. Ærsl í MH, tvær frábærar plötur, kombakk og frábær bíómynd og svo kombakk á kombakk ofan. En er alltaf jafnmikið stuð að vera Stuð- maöur? „Já, frekar,“ samþykkja félag- arnir, „að minnsta kosti þegar við spilum ekki mikið, en það er nú gaman að spila líka. Þessi hóp- ur er mjög skemmtilegur þegar við erum ekki að spila. Við kom- um oft saman, fórum t.d. síðasta vetur til Suður-Englands og leigð- um lítinn sveitabæ, leigðum græjur, elduðum góðan mat, djömmuðum og lékum okkur.“ Voruði þá að semja á nýju plöt- una? „Já, eða aðallega bara að djamma. Við tókum upp tvo tíma af efhi og maður er enn þá að hlusta á þetta. Kannski kemur þetta einhvem timann út.“ Hvenær var skemmtilegast í Stuðmönnum? „Það er erfítt að segja. Kannski bara um næstu helgi. Það var reyndar voða gaman þegar við vorum að gera Með allt á hreinu- myndina. Það var mikill þræl- dómur, við vorum með kvik- myndaliðið með okkur og spiluð- um í leiðinni. Filmuðum allan lið- langan daginn, spiluðum um kvöldið og héldum svo áfram að taka um nóttina. Handritið var eiginlega bara skrifað í kringum ferðina; ákaflega praktískt og myndin kostaði lítið. Við fómm til Noregs og spiluðum þar 16. júní. Allan daginn hlupum við upp og niður skíðastökkbrettiö í Hoimenkollen, sem sást svo bara í nokkrar sekúndur í myndinni. Svo beint til Köben daginn eftir. Öll þessi hlaup höfðu afdrifaríkar afleiðingar því á leiðinni var ælt á Dúdda rótara þar sem hann lá sofandi á rútugólfínu, gjörsam- lega búinn, strákgreyið. Hann vaknaði með hangikjötsmáltíð ofan á sér og við þurftum að stoppa á næstu bensínstöð til að fá nýjar stuttbuxur á hann. f myndinni breytast því buxurnar hans í einni klippingu.“ Haukur missir röddina Em Stuðmenn þrautskipulögð hljómsveit? „Nei, yfirleitt gerist allt með mjög stuttum fyrirvara. Eina langtímaplanið núna er að við ætlum að halda aldamótaball í Laugardalshöllinni. Það er búið að vera að vinna í því í tæp tvö ár.“ Það lá beinast við að Ásgeir færi í Stuðmenn í kringum 1980 enda hafði hann veriö í Þursun- um og enginn fastur trommari verið í Stuðmönnum fram að því. Hann var þó ekki með þegar bandið fór til Los Angeles að taka upp „demó“ fyrir Með allt á hreinu. „Þar héldum við ógleymanlega tónleika 17. júní með Hauki Morthens. Vinnie Caluda, sem haföi spilað með Zappa og fleir- um, spilaði á trommur. Aumingja Haukur kom fljúgandi þessar 3000 mílur og var svo óheppinn, karlinn, að fá svona rosalega í hálsinn, missti röddina og gat eig- inlega ekkert sungið. Samt var út- vegað þetta rándýra Sinatra-háls- sprey sem hann úðaði látlaust upp í sig og reyndi að syngja, en það kom bara ekkert. Svo ætlaði einhver gömul kerling þarna að halda ávarp fjallkonunnar en var orðin svo full á hádegi eftir kokk- teildrykkju að það þurfti að fara með hana heim, enda var hún búin að fá í magann. Það er til marks um sjálfsbjargarviöleitn- ina í þessu bandi að Jakob hringdi á búningaleigu og annað- hvort Bjólan eða Valgeir fluttu ávarpið i bjarndýrsbúningi." Rassflugnanótt Hvaða „gigg“ var ömurlegast? „Ekkert Stuðmannaball hefur verið ömurlegt, en við vorum saman í hljómsveit sem hét Rifs- berja og með henni var eitt ömur- legt ball. Við vorum ungir og óharðnaðir og fengum ball í gegn- um Pétur rakara heitinn sem var umboðsmaður. Hann réð okkur sem skemmti- og danshljómsveit í Bolungarvík, en gleymdi að spyija okkur hvemig efni við spiluðum. Viö spiluðum ekkert annað en rosalega þunga músík, Hendrix og svona. Með þetta fór- um við til Bolungarvíkur, en Roof Tops, sem voru með ballprógram- mið í lagi, voru að spila í Hnífs- dal sama kvöld. Það fékk því tíu manna hópur að koma inn á ball- ið hjá okkur til að kanna hvemig stemningin væri og við voram í miðju hálftímalöngu Hendrix- djammi. Við þurftum því að af- lýsa ballinu um klukkan eitt. Staðarhaldarinn var ekki búinn að koma okkur fyrir en á endan- um fengum við íbúð sem hafnar- stjórinn hafði til umráða. Ball- haldarinn lét okkur hafa lykil og við þangað, en það hafði gleymst að segja okkur að það hafði verið haldið gríðarlegt sukkpartí helg- ina áður þarna í húsinu og ein- hver Bolvíkingur drukkið sig svo ofboðslega á skallann að hann hafði skitið út alla íbúðina. Þegar við komum í húsið, alveg eyði- lagðir menn eftir dansleikinn, þá tók á móti okkur heill flugnakór og ógeðsleg stækja. Við höfðum tekið með okkur birgðir úr bæn- um til að eiga nóg að drekka í hljómsveitarpartíinu, en það kom náttúrlega enginn með okkur. Stubmennirnir Tommi Tomm og Geiri eru fegnir að vera ekki jafnþekktir og böggað- ir og Stuðmaöurinn Egill Ólafsson. „Það hefur aldrei verið nein lognmolla í kring- um Stuðmenn“ Við vorum þarna aleinir í íbúð- inni með viskíið okkar og eina dægrastyttingin var að fara í keppni um hver gæti drepið flest- ar rassflugur með gömlum Mogg- um sem við fundum. Þetta var nöturlegasta nótt sem ég man eft- ir. í morgunsárið vorum við orðnir dauðadrukknir og enn að drepa flugurnar, því nóg var til af þeim.“ Eldri konur ofsækja Hafiði einhvern tímann fengið nóg af Stuðmönnum? „Nei, því samanlagt höfum við bara spilað í svona þrjú ár. Þetta eru kannski tveir mánuðir á ári að meðaltali. Þetta má ekki vera mikið meira því þá er maður far- inn að fara annan rúnt í kringum landið. Nú eru það bara Stuð- menn til áramóta og svo líklega næsta sumar aftur. En maður er hættur að fá kvíðaköstin yfir því að hafa ekkert að gera. Það kem- ur alltaf einhver símhringing." Er mikil valdabarátta í Stuð- mönnum? Hver ræður, Egill eða Jakob? „Jakob er náttúrlega fram- kvæmdastjóri Stuðmanna, það hefur alltaf verið á hreinu. En hver ræður, það er erfitt að segja. Það er heljarinnar pólitík í gangi. Við erum öll jöfn, þannig. Það eru alltaf teknar réttar ákvarðanir á endanum, þetta er eins og lítið al- þingi. Það hefur aldrei verið nein lognmolla í bandinu og aldrei neinn sem skipar fyrir. Við látum ekkert vaða yfir okkur þó við séum kannski ekki eins áberandi út á við.“ Eruði öfundsjúkir út í þá Stuð- menn sem eru frægari en þið? „Nei, við erum afskaplega sátt- ir við það. Það er guðdómlegt að geta farið á pöbb eða veitingahús og það er enginn að bögga mann, það veit enginn hver maður er. Það er erfitt að vera t.d. í sporum Egils. Hann hefur aldrei frið, greyið karlinn. Helst eru það eldri konur sem ofsækja hann og viija fá að gráta pínulítið utan í honum. Jafnvel þótt fólk viti hverjir við erum hefur enginn áhuga á að tala við okkur og það er voðalega þægilegt." -glh 'ííMgjfin?l ORMSSONHF Lágmúla 8 • Slmi 533 2800 Þegar hljómtæki skipta máli augunogeyrun Þriggja ára ábyrgð á öllum Pioneer hljómflutningstækjum ihátalararjj ni • .GeislaspiláriBfc^ " fðiskantBstafræntengingl idiskurfelffðslíiliHbr T u i sk i p turftuitaíar i|Í2 Mini-disk^ilarilkostarJ batalarif(2-way)! 1900,- (ekkilinhitaiið í verði) 11. desember 1998 f ÓkUS 25

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.