Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Page 27
)
>
)
)
)
)
)
Kurt Russell
Ástæðan fyrir þessum langa leik
ferli er að Russell byrjaði að leika
níu ára gamall. Þegar Russel vai
tólf ára var hann meðal annars að
alpersónan í sjónvarpsþætti. Á þess
um árum var hann ein aðalstjarnan
hjá Disney, lék þar hvert hlutverkið
á fætur öðru. Það þarf ekki að fara
langt til að sjá hvar Russell hefur
fengið leikhæfileikana. Faðir hans.
Bing Russell, var á árum áðui
þekktur karakterleikari og lék með
al annars lögreglustjórann í hinni
vinsælu sjónvarpsseríu Bonanza
Það var þó aldrei ætlun Kurts
Russells þegar hann komst til vits
og ára að verða leikari. Hann hafði
mikinn áhuga á hafnabolta, áhugi
sem hann hafði einnig frá föður sín-
um sem hafði leikið hafnabolta á
yngri árum. Þótti Kurt Russell vel
liðtækur í íþróttinni, svo góður að
hann fékk tilboð um að gerast at-
vinnumaður. Tilboð sem hann tók.
Ferill hans sem atvinnumaður í
hafnabolta varð þó ekki langur.
Meiðsli gerðu það að verkum afi
hann varð að leggja kylfuna frá sér
og sneri hann sér þá af fullum
Enginn
Elvis
krafti að kvikmynda- og sjónvarps-
leik, atvinnu sem hann hafði aldrei
yfirgefið að fullu, sem sést á því að
á þeim þremur árum sem hann lék
hafnabolta lék hann í fimm sjón-
varpsmyndum.
Kurt Russell sló í gegn þegar
hann lék Elvis í samnefndri sjón-
varpsmynd um kappann árið 1979.
Þetta hlutverk þótti mikil áhætta og
höfðu margir neitað að leika Elvis
þegar Kurt Russell tók það að sér.
Elvis var mikill sigur fyrir Kurt
) Russell þótt hann syngi ekki sjálfur,
það var kúrekasöngvarinn Ronnie
McDowell sem fenginn var til að sjá
i um sönginn. Raunin hefur orðið sú
að Elvis er einhver vinsælasta sjón-
varpskvikmynd sem gerð hefur ver-
. ið og er sýnd að staðaldri i banda-
rísku sjónvarpi og úti um allan
heim og enn þann dag í dag hefur
enginn túlkað Elvis betur en Kurt
Russell.
Hann sló í gegn í kvikmyndum
tveimur árum síðar þegar hann lék
Þegar það er haft í huga að Kurl Russell hefur verið starfandi
leikari f tæp fjörutíu ár væri hægt að halda að hann sé eítthvað
eldri en hann lítur út fýrir að vera, svo er þó ekki því hann er
fæddur 17. mar* 1951.
í kvikmynd Johns Carpenters,
Escape in New York, frábærri fram-
tíðarkvikmynd sem naut mikilla
vinsælda. Russell og Carpenter hafa
síðan gert saman þrjár kvikmyndir,
The Thing, The Big Trouble in
Little China og Escape from L.A.
Ferill Kurt Russels hefuir ein-
kennst af leik í miklum hasarmynd-
um og tilraunir hans til að leika
gamanhlutverk (Captain Ron) eða
dramatísk hlutverk (Winter People)
hafa mistekist.
Það reyndist örlagarík ákvörðun
að láta Goldie Hawn leika á móti
Kurt Russell í Swing Shift. Þau
urðu ástfangin á stundinni og hafa
búið saman síðan. Eiga þau saman
einn son, Wyatt. Fyrir átti Russell
eina dóttur, Boston,
með fyrri eiginkoni
sinni, leikkonunni
Season Hubley. í við-
tölum er Kurt Russell
ekki mikið fyrir að
tala um samband sitt
og Goldie Hawn. í
einu slíku sagði hann:
„Auðvitað elska ég
Goldie. Hvernig væri
hægt annað? Allir eru
hrifnir af henni. Ég
elska hana og ég vona
að svo verði áfram, en
ég vil ekki veita Ég-
elska-Goldie viðtal."
-HK
Kvikmyndir Kurt Russels eftir
að hann fullorðnaðist:
The Ðeadíy Tower 1975 • The Guest
1976 • Used Cars 1980 • Escape from
New York 1981 • The Thing 1983 •
Silkwood 1983 • Swing Shsft 1984 •
ihe íÁean Season 1985 • ihe Best of
imes 1986 • Big írouble in Litfle
China 1986 • Overboard 1987 • iequíía
Sur.rise 1988 • \¥inter People 1989 •
sango and Cash 1989 • Backdraft 1991
• önlawíu! Eníry 1992 • Captain Ror
1992 • tombsíone 1993 • Síargate
1_994 • Executive Decision 1996 •
Escape from Los Angeíes 1996 •
Breakdown 1997 • Soídier 1998 •
Bíódómur
Stjörnubíó - Knock Off
★
Björgun óbreytts Ryans ★★★★ Strið I sinni
dekkstu mynd er þema þessa mikla kvik-
myndaverks. Stórfenglegt byrjunaratriöi gæti
eitt sér staðiö undir ómældum stjörnufjölda
en Steven Spielberg er meiri maður en svo aö
hann kunni ekki að fylgja þessu eftir og í kjöl-
farið kemur áhugaverð saga um björgun
mannslifs, saga sem fær endi í öðru sterku
og löngu lokaatriði þar sem barist er gegn of-
ureflinu. -HK
Kringlubíó
The Avengers ★ Herra
Steed og frú Peel eru leyni-
þjónustumenn sem eiga í
höggi við veðurspámann
sem hefur tekið að sér veð-
urstjórnun svo það er allra
veðra von. En skrautlegt
veðurfar er ekki nóg til að
halda uppi heilli mynd og
vandamálið hér er að þegar
svona mikið hangir á stílnum þá verður sá að
ganga upp; virka smart og kúl en ekki vand-
ræðalega tilgerðarlegur. -úd
Laugarásbíó
Blade ★★★ í Blade eru vampírurnar hátækni-
væddar og sjálfur er hann eins hip og nokkur
vampírubani getur verið. Sérstaklega er byrj-
unin og fyrri hlutinn vel heppnaður, en svo fer
þetta einhvern veginn allt að þynnast, en það
má vel skemmta sér hér, og með fínum splatt-
ersenum og góðum húmor þá er hún næstum
því þriggja stjarna virði. -úd
The Truman Show ★★★
The Truman Show er enn ein rós I hnappagat
Peters Weirs. Hún er ekki besta kvikmynd hans
en á meðal þeirra bestu, virkilega góð og áleit-
in kvikmynd sem byggð er á snjallri hugmynd.
Jim Carrey hefur hingað til tekist best upp í
försum en sýnir hér agaðan leik I erfiðu hlut-
verki þótt ekki verði úr nein snilld. -HK
Dance with Me ★★ -HK
Regnboginn
There’s Something
about Mary ★★< Fjórir
lúðar eru ástfangnir af
sömu Mary. Cameron
Diaz er f toppformi, Matt
Dillon alveg ótrúlega
skemmtilegur sem
slímugur einkaspæjari og
Ben Stiller er fæddur
lúöi. En nú er ttmi lúðanna og þrátt fyrir að
pólitlsk rétthugsun sé þeim bræðrum eitur I
beinum er greinilegt að ekki þykir nógu PC
lengur að láta lúöana tapa, líkt og þeir gerðu I
Dumb and Dumber. Og á því tapa þeir. -úd
Dr. Doolittle ★★★ Það kom mér á óvart
hversu lítiö púður var I handriti Nats Mauldins
og Larrys Levins en sagan sem slík hefði átt
að tryggja fjörmeiri og eftirminnilegri mynd.
Gaman er að ærslunum I Eddie Murphy en
Dagfinnur olli mér vonbrigðum. -ge
Stjörnubíó
Urban Legend ★★★ Urban Legend er ekkert
meistarastykki en hún er hiklaust þriggja
stjörnu hrylla. Byrjunin var virkilega smart, og
lokasenan vlsar hamingjusamlega, og alger-
lega óskammfeilið, I möguleikann á heilli
syrpu af Urban Legends. -úd
Knock Off ★ Hér er á ferðinni þessi líka fína
þriðja klassa eftirlíking af Hong Kong-mynd-
um, en ólíkt eftirllkingunum sem hún fjallar
um, þá heldur hún ekki út nógu lengi til að
selja sig. Ég veit eiginlega ekki fýrir hvað þessi
mynd á að fá stjörnu, I sumum kvikmynda-
handbókum er notast við kalkún I tilfellum
sem þessum. -úd
Can't Hardly Wait ★★ Þessi unglingamynd
sver sig I ætt við gleðimyndir á borð við Grea-
se að þvl leyti sem hún fjallar um útskriftarár-
gang menntaskóla, paranir og afparanir.
Þarna er á ferðinni tilraun til að vinna með
Kalkún
Leikstjórn: Hark Tsui. Aðalhlutverk: Jean-
Claude Van Damme, Rob Schnelder, Lela
Rochon, Michael Wong, Paul Sorvino.
Hér er á ferðinni þessi líka fina
þriðja klassa eftirlíking af Hong
Kong-myndum, en ólíkt eftirlík-
ingunum sem hún fjallar um, þá
heldur hún ekki út nógu lengi til
að selja sig. Hinn ágæti leikari
Jean-Claude Van Damme hefur
oft náð að senda frá sér ágætis
tveggja stjörnu béur, sem má vel
skemmta sér yfir. Hérna bregst
honum hins vegar sú bé-bogalist
og hrynur niður í einhvem óskil-
greindan ö-flokk. Ég veit eiginlega
ekki fyrir hvað þessi mynd á að fá
stjörnu, í sumum kvikmynda-
handbókum er notast við kalkún i
tilfellum sem þessum (sem segir
sitt um jólasteikina). En „plottið"
er sumsé svona: Marcus Ray (Van
Damme) og félagi hans Tommy
Hendricks (Rob Schneider)
starfa ötullega í eftirlíkinga-
bransanum í Hong Kong. Þegar
þeir flækjast óvænt í einhver
glæpamál kemur í ljós að
Tommy er í raun CIA, og Ray
verður líka að vera með í löggu-
leiknum til að berjast gegn rúss-
nesku mafíunni sem ætlar sér að
sprengja okkar ástkæru Banda-
ríki með örsprengjum. Sprengj-
umar eru faldar í því heilagasta
af öllu heilögu, gallabuxum, og
þannig er þeim smyglað milli
landa. Ææ, og svo eru svikarar
alls staðar og allt er þetta hið
versta mál.
Til að halda aumu plotti gang-
andi eru endaláusar sviptingar
hvað varðar hverjir eru með
hverjum og hverjir eru vondu
kallamir. Allir svíkja alla og all-
ir era stöðugt að skipta um hlut-
verk, sem var dálítið neyðarlegt,
þvi fæstir gátu valdið þeim hlut-
verkum sem þeim var úthlutað til
að byrja með. Van Damme fer úr
við hvert tækifæri (og stundum
án þeirra) og virðist halda að það
sé bara ekkert farið að slá í sig.
Það er eiginlega ekkert meira um
þetta að segja annað en að utan
um herlegheitin er svo klambrað
pólitískum og sögulegum ramma
með því að staðsetja hasarinn á
sama tíma og Hong Kong flutti sig
milli stjórnarfara. Hvað sá rammi
kemur málinu er hvers manns
ágiskun. Úlfhildur Dagsdóttir
þetta menntaskólalokaballs-form, en þessi
sjálfsmeðvitund gengur þvl miður ekki nógu
langt, og klisjurnar hlaðast æ hraðar upp eftir
því sem líður á myndina. -úd
meira á
www.visir.is
>
11. desember 1998 f Ó k U S
27