Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1998, Síða 29
Ungu leikararnir
Sögusögnum
og Hairshirt þar sem mótleikkona
hennar er Neve Campbell sem lék á
móti henni í Scream 2.
4.
Joshua Jackson
Joshua Jackson hefur undanfar-
in tvö ár leikið í vinsælli sjón-
varpsseríu í Bandaríkjunum, Daw-
son’s Creek. Með fram hefur hann
verið að leika í kvikmyndum eins
og hann hafði gert áður en hann fór
í sjónvarpið. Jackson lék í sinni
fyrstu kvikmynd, Crooked Hearts,
árið 1991og lék í framhaldi nokkur
lítil hlutverk í kvikmyndum. í Scr-
eam 2 leikur hann einnig eitt auka-
hlutverkið. Fljótlega fáum við að
sjá hann í Apt Pupil, sem leikstýrt
er af Bryan Singer (The Usuual
Suspect), þar sem mótleikarar hans
eru Ian McKellan og Brad Renfro
og Cruel Intentions, sem er nútíma-
útfærsla á Dangerous Liaisons. Þar
eru mótleikarar hans Sarah
Michelle Gellar og Ryann Philippe.
-HK
Roth og Mr. Holland’s Opus á
móti Richard Dreyfuss. Fyrsta
stóra hlutverk hennar í kvik-
mynd var i Fun, sem frumsýnd
var á Sundance-kvikmyndahá-
tíðinni 1995. Fyrir leik sinn í
henni fékk hún sérstök gagn-
rýnendaverðlaun á hátiðinni.
Witt var undrabarn á píanó og
vann til margra verðlauna fyrir
píanóleik allt frá sjö ára aldri.
Þegar hún var 14 ára fékk hún
sitt fyrsta hlutverki í Dune, sem
David Lynch leikstýrði. Hann
fékk henni síðan hlutverk i
Twins Peaks.
3.
Rebecca Gavheart
Rebecca Gayheart var aðeins
fimmtán ára gömul þegar hún
fékk inni á hinum virta leik-
skóla Lee Strasberg Institute.
Með skólanum fékk hún hlut-
verk í auglýsingum og varð
þekkt sem Noxzema-stúlkan.
Eftir að hafa leikið nokkur ár í
sjónvarpi fékk hún hlutverk í
Somebody Is Waiting á móti
Gabriel Byrne og Nastassja
Kinski og Nothing to Loose á
móti Tim Robbins og Martin
Lawrence. Hún fékk svo í kjöl-
farið stórt hlutverk í Scream 2.
Nýlega lauk hún við leik i Hang-
man’s Daughter, sem er fram-
hald af hinni gráglettnu hryll-
ingsmynd From Dusk Till Dawn
Jared Leto
Jared Leto byrjaði feril sinn i
hinni rómuðu sjónvarpsseríu
My So Called Life og á það sam-
merkt með Claire Danes að hafa
stigið sín fyrstu skref til frægðar
í henni. Hann hefur verið iðinn
við kolann á þeim fáu árum sem
hann hefur verið að leika og hef-
ur þegar leikið í mörgum kvik-
myndum, má þar nefna
Switchback, The Last of the
High Kings, Basil og How to
Make an American Quilt. Næstu
tvær kvikmyndir hans eru The
Thin Red Line, stríðsdramað
mikla sem leikstýrt er af Ter-
ence Malick, þar eru mótleikar-
ar hans meðal annars Sean
Penn, John Travolta, George
Clooney, Woody Harrelson og
Nick Nolte, og Fight Club, sem
David Fincher leikstýrir. Mót-
leikarar hans þar eru Brad Pitt
og Edward Norton.
Alicia Witt
Síðastliðin fjögur ár hefur
Alicia Witt leikið í sjónvarpsser-
íunni Cybill þar sem hún leikur
dóttur Cybill Shepard. Kvik-
myndahlutverk hennar eru ekki
mörg. Það má sjá henni bregða
fyrir í Four Rooms á móti Tim
11. desember 1998 f Ó k U S
29