Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 Fréttir DV Lilja Ólafsdóttir, forstjóri Strætisvagna Reykjavíkur: Vill enga já-menn Þér virtist illa tekið af sumum á vinnustaðnum þegar þú komst hing- aö sem hœstráðandi til sjós og lands, Lilja? Vildu menn ekki fin- geróa konu í forstjórastólinn í svona grófgeröu fyrirtœki eins og SVR óneitanlega er? Var þetta kannski eins konar kynferöisfas- ismi? „Nei, það tel ég alls ekki vera. Málið er að mér var í stórum drátt- um ákaflega vel tekið. Það var mjög ánægjulegt að koma til liðs við SVR, fyrirtæki sem hefur starfað í hátt í sjötíu ár. Þegar ég kom til starfa var nýlega búið að fara heilan hring með rekstrarform fyrirtækisins. Það höfðu orðið miklar breytingar sem ollu óróa meðal starfsmanna. Áður hafði SVR verið rekið í mjög fóstum skorðum og breytingar litl- ar.“ Þar ertu að vitna til hlutafélags- vœóingar fyrirtœkisins eða hvaö? „Einmitt. Fyrirtækið var gert hlutafélag 1. nóvember 1993 en síðan var því breytt aftur í borgarfyrirtæki nokkrum mánuðum síðar, 1. júní 1994. Ég kom til starfa hér um ára- mótin 1994-1995, nokkru eftir að allt þetta hringl var um garð gengið." Óróinn mestur í fjölmiðlum Þráttfyrir góöar móttökur þorra starfsfólks mœtti þér eins konar óró- leg deild sem hefur látiö talsvert í sér heyra síóustu fjögur árin og hef- ur ekki vikió aó þér mörgum góöum oröum, einkum munu þetta vera vagnstjórar? „Við megum ekki gleyma að þetta er 260 manna fyrirtæki og það er sorglegt að þessi stóri meirihluti góðs fólks vill oft gleymast í umræð- unni, fólk sem vinnur afar góð störf fyrir fyrirtækið og samfélagið. Óró- inn, sem þú minnist á, er nánast all- ur í fjölmiðlunum. Hér innanhúss verðum við ákaflega sjaldan vör við þetta og ekki á ég i neinum deilum við einn eða neinn. Auðvitað kemur ýmislegt upp á í svona stóru fyrir- tæki, meðal annars er útilokað ann- að en að af og til komi til uppsagna. Fáeinar uppsagnir urðu hér 1997. Það gerist i öllum fyrirtækjum að upp kemur sú staða að starfsmaður og sú staða sem hann gegnir eiga ekki lengur samleið. Þá tel ég hvorki starfmu né manninum nokk- ur greiði gerður með því að halda því vonda sambandi endalaust áfram. Stundum verður að taka á hlutunum á þennan hátt en það er afar sjaldgæft og ég sé ekki að það þurfi að verða rekistefna i fjölmiðl- um vegna þess. En við reynum æv- inlega að fara mjúku leiðina fyrst.“ Ekki þó gagnvart óróabelgjun- um? „Jú, jú.“ Af hverju er þessum hópi svo mjög uppsigaö viö forstjórann. Get- ur þaö veriö af pólitískum ástœð- um? „Það verður eiginlega að spyrja þá sjálfa aö því. En ég er ekki í neinni deilu við þann hóp. Varla er þetta pólitík. Hún er þá á ýmsu póli- tísku róli því greinilega eru þessir menn ekki í einum flokki frekar en öðrum sýnist mér. Kannski stafar þetta af skorti á athygli hjá þessum litla hópi manna sem þarna er á ferðinni. Ég einfaldlega veit það ekki. Mörgu fólki hér gremst það hins vegar að þurfa að liða fyrir þetta leiðinlega og þarflausa umtal um fyrirtækið." Er þaö ekki frekar karlmanna- starf aö stjórna strœtisvagnafyrir- tœki? „Alls ekki. Karlar eru ágætir að lyfta þungum hlutum og þeir eru margir sem héma starfa. En það er sagt að konur hafi meira úthald. Auðvitað getur kona fullt eins stjómað þessum rekstri og karl. En það er rétt, það munu vera fáar kon- ur sem stjóma slíkum fyrirtækjum. Ég veit ekki til þess að kona hafi stjórnað strætisvagnafélagi í höfuð- borgum í næstu nágrannalöndum okkar." Þaö er talaö um aó þú hafir nokkuö harkalegan stjórnunarstíl, hvernig stíl notaröu í þinni stjórn? „Ég kannast ekki við þessa hörku. Ég legg mikið upp úr því að dreifa ábyrgð og valdi, virkja hæfi- leika fólksins. Ég er ekki einræðis- stjómandi sem vill hafa alla tauma í sinni hendi. Ég vil ekki já-menn. Ég tel það mikilvægt að ákvarðanir séu teknar sem næst framkvæmda- staðnum. Þannig vil ég gjarnan virkja millistjómendur sem mest. Þeir verða hins vegar að vita hvert valdsvið þeirra og ábyrgðarsvið er, vita innan hvaða marka þeir mega starfa þannig að það fari ekki á skjön við eitthvað annað í fyrirtæk- inu. Viö höfum stundað talsvert hópstarf hjá SVR. Dæmi um það er við leiðakerfisbreytingar sem gerð- Jón Birgir Pétursson ar hafa verið, líka vegna ýmissa starfsmannamála, til dæmis vakta- kerfisbreytinga og breytinga á vinnufatnaði, svo eitthvað sé nefnt.“ Engin pólitík í spilinu Komstu til starfa á pólitískum forsendum í kjölfar þess aö R-listinn tók völdin í borginni? „Ég svaraði auglýsingu og allir borgarráðsmenn beggja flokka gáfu mér atkvæði sitt. Ég hafði unnið hjá Reykjavíkurborg hátt í þrjátíu ár, hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur í tíu ár og síðan hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar sem var fyrirtæki sem heyrði meira undir borgina en ríkið. Þar vom mikil tengsl við ráðhúsið út af fyrir sig. Ég þekkti mjög vel til í borginni og hafði unnið í stéttarfélagamálum og samninganefndum og þekkti vel til níundu deildarinnar í starfs- mannafélagi borgarinnar þar sem starfsmenn SVR era. Ég vann 26 ár hjá borginni meðan sjálfstæðis- menn réðu henni, síðustu 4 ár und- ir stjórn Reykjavíkurlistans. Ég tók þá stefnu ung manneskja að ég ætl- aði ekki að vinna í pólitík, ákvað að hasla mér völl á öðra sviði, tók próf í viðskiptafræðum frá bandarískum háskóla, er gift, á son á fertugsaldri og tvo ketti.“ Þú hefur veriö sökuö um ýmis- legt af óróahópnum, valdníöslu, hroka og lítilsviröingu viö starfs- fólk. Núna síöast segja þeir aö stór- kostlegu öryggistœki hafi veriö kippt úr sambandi meó þínu leyfi, huröabremsunum svokölluöu, og þeir hafi einfaldlega ekki veriö látn ir vita um breytinguna. Var þetta ekki óvarlega fariö? „Þar ertu að tala um mál sem kom upp að morgni 1. október síð- astlinn og lauk að kvöldi sama dags. Sumir okkar vagnar eru þannig búnir að þá er ekki hægt að taka af stað fyrr en dyr hafa lokast. Þetta er ekki skylda og búnaðurinn ekki í öllum vögnunum. Ákveðið var að breyta þannig stillingu i framhurð- um. En það verður að viðurkennast að það fórst fyrir hjá starfsmanni okkar að láta vagnstjórana vita um breytinguna. En auðvitað er það mannlegt að gera mistök. Vagn- stjórnarnir voru allir beðnir afsök- unar og það skriflega á þessum leiðu mistökum. Sjálf gaf ég út þau fyrirmæli að engar breytingar yrðu gerðar á þessum vögnum." Sumir vagnstjórar segja í dag aó þessu máli sé ekki lokió? „Ég sé ekki hverju ætti að vera ólokið." Er strœtisvagnaflotinn ekki stór- hœttulegur i umferöinni vegna slœmra hjólbaróa? „Það er gífurlega vel fylgst með að vagnarnir séu á góðum dekkjum. Á hverju hausti er skipt um undir öllum flotanum og sett mjög gróf- mynstrað sérstök vetrardekk undir vagnana. Við erum ákaflega ná- kvæm með að mynstrið sé það rétta. Á vorin eru flnmynstruð dekk sett undir bílana. Þess á milli er vel fylgst með þessum málum. Það er því röng ■ fullyrðing að vagnamir séu illa biinir hjólbörðum, þú ættir að tala við þá á dekkjaverkstæðinu okkar um það. Þar leggja menn metnað sinn í að allt sé í góðu lagi.“ Þrenns konar biðskýli Nú er talaö um aö ný biöskýli SVR haldi hvorki veöri né vindum. Voru þaö mistök aó taka viö þessum dönsku auglýsingaskýlum? „SVR er núna með þrjár tegundir biðskýla, gömlu gráu skýlin, sem eru bara hliðar og bogaþak, rauðu skýlin og loksins eru það glerskýlin sem sett voru upp á síöasta ári. Við eigum ekki þessi skýli. Borgin gaf leyfi til að eigandinn setti upp 120 skýli og hann rekur skýlin með því að selja auglýsingar í þau. Öll þessi skýli hafa kosti og galla. Elstu skýl- in, þau sem við köilum okkar skýli, era sum nokkuð lokuð og auk þess ljóslaus flest hver. Því miður er um- gengnin um þau ekkert til að hrósa fólki fyrir. Hún er slæm og skemmd- arverk oft unnin í þeim. Þau hafa sína galla en þegar eitthvað nýtt kemur, eins og þessi dönsku skýli, er gjaman bent á galla á þeim og það hafa þau líka vissulega. Á þeim era rifur þannig að það getur blásið inn í þau en þau gömlu fyllast nú stundum af snjó og rusli.“ En þrátt fyrir galla kvarta sumir yfir aö fá ekki svona skýli? „Já, þessi skýli hafa fengið glimr- andi móttökur og mjög góðar." Feröast forstjórinn meó strætó? „Auðvitað. Mest fer ég einn stutt- an legg, bý héma ekki langt frá og tek fjarkann. Stundum fer ég áfram upp í Mjódd og áfram í heimsókn til systur minnar. Ég fer líka niður í bæ til að fara niður i Ráðhús." Þú hefur engar kvartanir fram aö fœra við SVR eftir aö hafa notaö þjónustuna. Manni finnst varla hœgt aö opna fyrir útvarp án þess að heyra þjóöarsálina kvarta undan strœtisvagnaþjónustu, ónotalegum bílstjórum, vondum biöskýlum og öðru slíku. „Nei, ég hef ekki undan neinu að kvarta og er ánægð með þjónust- una. Við skoðum öll umkvörtunar- efni sem okkur berast þvi auðvitað er alltaf hægt að gera betur í þjón- ustu sem þessari."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.