Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Side 8
8 MIÐVTKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 Utlönd Stuttar fréttir i>v Mál Clintons Bandaríkjaforseta: Réttarhöld hefjast formlega á morgun Réttarhöldin yfir Bill Clinton Bandaríkjaforseta hefjast formlega í öldungadeild Bandaríkjaþings á morgun, að því er Trent Lott, leiðtogi repúblikana í deildinni, tilkynnti í gær. Hann hafði áður fundað með leiðtoga demókrata í öldungadeildinni, Tom Daschle, og forseta Hæstaréttar, William Rehnquist sem leiða á réttarhöldin. Demókratar og repúblikanar munu funda í dag um lengd og tilhögun réttarhaldanna sem eru þau fyrstu gegn sitjandi forseta í 130 ár. Lott og formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Henry Hyde, munu einnig ræða hvort kalla eigi vitni. Sumir öldungadeildarþingmenn sögðu í gær að málaferlin sjáif gætu hafist þegar á mánudag þó enn væri ekki búið að leysa ágreininginn um Losað um höml- ur á viðskiptum við Kúbu Bill Clinton Bandaríkjaforseti kynnti í gær nýjar tillögur um samskiptin við Kúbu. Vill Banda- ríkjastjðm meðal annars losa um hömlur á flugi þannig að ekki verið eingöngu flogið á milli Mi- ami og Havana. Bandarísk yfír- völd vilja einnig leyfa fleirum en ættingjum Kúbverja að senda fjölskyldum á Kúbu peninga. Einnig voru kynntar tillögur um beina póstþjónustu milli land- anna og viðskipti með bandarísk matvæli og landbúnaðartæki. Kúbverskir útlagar gagnrýna til- lögumar. Ráðherrar héldu neyðarfund um mafíuna ítalskir ráðherrar héldu í gær neyðarfund um mafíuna samtím- is því sem fórnarlömb árásarinn- ar á Sikiley á laugardaginn voru borin til grafar. Áður hafði lög- reglan handtekið 12 meinta mafíósa á suðurhluta Sikileyjar, skammt frá bænum Ragusa þar sem fimm menn voru skotnir til bana á laugardaginn við kaffí- drykkju á bensínstöð. Embættismenn sögðu í gær að handtökurnar tengdust ekki beint morðunum og að leitin að árásarmönnunum tveimur héldi áfram. Lögregluna grunar að morðin hafi verið liður í deilum Carbonaro-fjölskyldunnar og Dominante-fjölskyldunnar um yf- irráð yfir fíkniefnamarkaðnum. Repúblikanar kusu Hastert í embætti forseta Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings völdu í gær Dennis Hastert frá Illinois sem eftirmann Newt Gingrich í emb- ætti forseta deildarinnar. Allir þingmenn fulltrúadeildarinnar verða að greiða atkvæði um Hastert þegar þing kemur saman í dag. Litið er á atkvæðagreiðsl- una sem formsatriði þar sem repúblikanar eru í meirihluta í fulltrúadeildinni. lengd réttarhaldanna og hvort kalla eigi vitni. Tveir þingmenn, demókratinn Joseph Lieberman og repúblikaninn Slade Gorton, hafa lagt til að málið verði afgreitt á fjórum dögum. Repúblikanar í báðum deildum telja útilokað að meta ákærurnar á hendur forsetanum nema kalla til vitni. Öldungadeildin mun taka afstöðu til tveggja ákæruatriða sem fulltrúadeildin samþykkti 19. desember síðastliðinn. Clinton er ákærður fyrir meinsæri þegar hann laug um samband sitt við Monicu Lewinsky, fyrrverandi lærling í Hvíta húsinu. Hann er einnig ákærður fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Rætt hefúr verið um að kalla Clinton sjálfan í vitnastúku og einnig lærlinginn fræga, Monicu Bill og Hillary Clinton í Washington í gær. Símamynd Fteuter Lewinsky. Ekkert lát viröist vera á fannferginu vestur í Bandaríkjunum. Snjór setti allt á kaf f borginni Buffalo í vestanverðu New York ríki í gær. Flugvöllurinn lokaðist og farangur ferðalanga hrannaðist upp hjá flugvallarstarfsmönnum. íraskar og bandarískar flugvélar í loftbardaga: Saddam Hussein hvetur til uppreisnar í arabalöndum Bandarískar og Iraskar orr- ustuflugvélar áttust við í lofti í fyrsta skipti í sex ár yfir flugbanns- svæðinu í suðurhluta íraks í gær. Á sama tíma fordæmdi Saddam Hussein íraksforseti önnur arabaríki fyrir að leyfa Bandaríkja- mönnum afnot af iandi sínu til árásanna á írak. „Flugskeytum óvinarins er enn skotið að landi ykkar, þjóð og helg- um stöðum í írak frá lofti, láði og legi við Persaflóann," sagði Saddam í sjónvarpsávarpi sem ætlað var að vekja reiði meðal araba. Saddam fór niðrandi orðum um þá arabaleiðtoga sem, að hans sögn, tóku við fyrirmælum sínum frá Washington. „Gerið uppreisn og steypið þess- um skósveinum, hásætisdvergum og bleyðum af stóli. Gerið uppreisn Saddam Hussein íraksforseti var ómyrkur í máli í gær. gegn óréttlætinu," sagði Saddam meðal annars í ræðu sinni. Bandaríska iandvarnaráðuneytið sakaði íraka um að hafa rofið flug- bannssvæðið í suðurhluta íraks. Bandarískar orrustuvélar skutu að flórum íröskum Mig-25 þotum en að sögn Bandaríkjamanna urðu þær ekki fyrir skoti. Önnur írösk orrustuvél virðist hafa hrapað eftir að hún flúði af hólmi. Ken Bacon, talsmaður banda- ríska landvamaráðuneytisins, sagði að vélin hefði sennilega orðið elds- neytislaus. Átökin í gær voru hin þriðju á átta dögum milli íraskra flugvéla annars vegar og banda- rískra og breskra hins vegar. Bacon sagði að íraskar flugvélar hefðu 1 síauknum mæli rofið flug- bannssvæðin í suður- og norður- hluta íraks undanfarna daga. Leitað að fjöldagröf Alþjóðlegir eftirlitsmenn fóru í gær til staðar þar sem sagt er að sé fjöldagröf átta albanskra barna og þriggja kvenna sem vom drepin í bardögum í Kosovo í ágúst síðast- hðnum. Rushdie hætti við Breski rithöfundurinn Salman Rushdie neyddist til að aflýsa nokkrum sam- komum í ný- legri heimsókn sinni til Mexíkós vegna hótana í hans garð sem birtust í írönskum Qöl- miðlum, að því er einn af gestgjöfum Rushdies sagði í gær. Nálgast flakið Stjórnvöld i Angóla hafa greint Sameinuðu þjóðunum frá því að sveitir yfirvalda nálgist nú óðfluga flak flutningavélar SÞ sem var skotin niður á annan dag jóla. Frakkar vilja skýringar Sendiherra Haítís i París var kallaður í utanríkisráðuneytið franska í gær til að skýra fyrir frönskum yfirvöldum ræðu þar sem forseti Haitís kenndi franskri nýlendustefnu um fátækt landsins. Skipt um ráðherra Alberto Fujimori, forseti Perús, skipti um tíu ráðherra í stjórn sinni í gær. Með því ætlar forset- inn að reyna að auka vinsældir sínar fyrir kosningarnar sem verða á næsta ári. Anwar hneykslaður Anwar Ibrahim, brottrekinn fjármálaráðherra Malasíu, lýsti í morgun yfir hneykslan sinni á því að lögregl- an skyldi ekki vera búin að rannsaka meiðslin sem hann hlaut á meðan hann var í haldi lögreglu fyrir meira en þremur mánuðum. Rithöfundamorð Yfirvöld í íran tilkynntu í gær að nokkrir leyniþjónustumenn hefðu verið handteknir vegna að- ildar að morðum á rithöfundum að undanfómu. Árás gegn fjölskyldu Hellt: var bensíni í gegnum bréfalúgu og kveikt í hjá konu og þremur bömum hennar í Umeá í Svíþjóð í gær. Konunni og börnum hennar tókst að bjarga. Smitaði dreng Danskur alnæmissmitaður kennari í bardagaíþróttum hefur viðurkennt að hafa haft samfarir viö tvo drengi. Annar drengjanna er alnæmissmitaður. Lögreglan í Kaupmannahöfn grunar kennar- ann um að hafa misnotað fimm drengi til viðbótar. Réttarhöld möguleg Forsætisráðherra Ítalíu, Massimo D’Alema, sagði í gær að kúrdíski skæru- liðaleiðtoginn Abdullah Öcalan ætti á hættu rétt- arhöld á Ítalíu yrði hann um kyrrt í landinu. Sagði ítalski for- sætisráðherrann að vænta mætti ákvörðunar innan 20 daga og yrði stuðst við skjöl frá Tyrklandi. Hegðunarvandi hunda Lyfja- og matvælaeftirlitið í Bandaríkjunum hefur samþykkt lyf við hegðunarvandamálum hunda. Vita hvar Tayeb felur sig Sænska lögreglan telur sig vita í hvaða landi alnæmissmitaði íran- inn Mehdi Tayeb felur sig. Tayeb er grunaður um að hafa haft mök viö á annað hundrað kvenna án þess að segja þeim frá smitinu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.