Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 6. JANUAR 1999 11 Fréttir Spenna rlkir fyrir prófkjör samfylkingarinnar í Reykjavík: Leiðtogaslagur hafinn Ljóst er að barátta er fram und- an um fyrsta sæti samfylkingar- innar í Reykjavík fyrir komandi alþingiskosningar. Össur Skarp- héðinsson, fyrsti þingmaður jafn- aðarmanna í Reykjavík, stefnir á fyrsta sætið og það sama gerir Bryndís Hlöðversdóttir, annar þingmaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík, en hún tilkynnti form- lega um ákvörðun þess efnis í fyrradag. Jóhanna Sigurðardóttir fylgdi svo í kjölfar þeirra tveggja og tilkynnti í gær að hún sæktist eftir fyrsta sætinu. Eftir að Svavar Gestsson tilkynnti að hann hygðist draga sig í hlé frá stjórnmálum og gæfi þ.a.l. ekki kost á sér í próf- kjörinu, opnaðist möguleiki fyrir Bryndísi. Össur Skarphéðinsson hefur í dag þó nokkurt forskot á bæði Jóhönnu og Bryndísi en margt getur gerst fram að kosning- um. Jóhönnu var boðið fjórða sæt- ið í prófkjörinu en tók í gær þá ákvörðun að sækja umboð til setu á listanum til kjósenda. Fleiri en Jóhanna, Bryn- dís og Össur eru nefnd sem hugs- anlegir fram- bjóðendur í efstu sæti sinna flokka en frest- ur til að skila inn framboðum er út vikuna. Flestir með Alþýðuflokknum Líklega munu flestir frambjóð- endur taka þátt í hólfi Alþýðu- flokksins eins og málin standa í dag. Óvíst er þó með nokkra fram- bjóðendur sem taldir eru líklegir til að bjóða fram í hólfi Alþýðu- þandalagsins. Hjá Alþýðuflokkn- um ætlar Ásta Ragnheiður Jó- hannesdóttir, alþingismaður jafn- aðarmanna, að stefna á eitt af tveimur efstu sætunum og Magnús Árni Magnússon, sem sest á þingstól sem þingmaður jafnaðar- manna nú þegar þing kemur sam- 0\ 1 iflE Össur Ásla R. Skarphéðinsson. Jóhannesdótti. an, ætlar að taka þátt og tilkynnti í gær að hann stefndi á annaö og þriðja sætið. Gamalgróinn krati, Jakoþ Frimann Magnússon, hefur einnig verið nefndur sem hugsan- legur þátttakandi í prófkjörinu. Hann þekkir vel til í gamla stuðn- ingsmannahópi Jóns Baldvins Hannibalssonar og á þar mikinn stuðning. Einnig er talið að Mörð- ur Árnason, íslenskufræðingur og varaþingmaður, sé að íhuga þátt- töku og sömuleiðis Þórunn Svein- björnsdóttir, formaður Sóknar og varaþingmaöur. Þá er talið að í hólfi Alþýðu- bandalagsins muni Árni Þór Sigurðsson, að- stoðarmaður borgarstjóra, og Heimir Már Pétursson, framkvæmda- stjóri Alþýðubandalagsins, gefa kost á sér í fyrsta sætið. Reyndar hefur Árni ekki tilkynnt enn að hann gefi kost á sér en talið er nán- ast öruggt að hann geri það. Það er einnig talið að Árni muni njóta stuðnings Svavars Gestssonar ákveði hann að fara fram. Aðrir sem hafa verið nefndir eru Svanur Kristjánsson prófessor og Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson, laganemi og fyrrv. formaður stúdentaráðs, sem er alvarlega að íhuga þátttöku. Hjá Kvennalistanum eru einkum nefnd-. ar tvær konur sem hugsanlegir þátt- takendur í prófkjörinu. Annars veg- ar Guðný Guðbjömsdóttir og hins vegar Hulda Ólafsdóttir. — Frétlaljós Magnús Árni Jakob Frímann Magnússon.- Magnússon. Guðný Hulda Guðbjörnsdóttir. Ólafsdóttir. Frambjóðendur eftir flokkum Alþýöubandalag: Heimir Már Pétur|son Bryndís Hlöðversdóttir Árni Þór Sigurðsson? . Svanur Kristjánsson? VilhjálmiirsH. Villjjálmsson? JllP1 Ös Jóh Magi Ásta R. Jóban Jakob Frímann Magnússon? v i jnm vennalisti: GUS^y Guöbjö|h§dóttir Hulda ÓlafsÓðttir Fólk fjölmennti á brennur á gamlárskvöld og krakkarnir héldu á stjörnuljósum „ Þrettándinn á Suöurnesjum og Akureyri: Aramótabrennur og flugeldasýningar DV, Suðurnesjum: Þrjár brennur voru i Reykjanesbæ á gamlárskvöld. Sú stærsta var í Njarðvík sem Björgunarsveitin Suð- umes sá um og vakti flugeldasýning þeirra við þrennuna mikla athygli. Aðrar minni brennur voru síðan við Heiðargil og Bragavelli i Keílavík. Þá voru einnig brennur í Vogum á Vatnsleysuströnd og í Garðinum. Veð- ur var mjög ákjósanlegt, logn og heið- skirt, og því gott til að skjóta upp flug- eldum og var fjöldi fólks við brenn- urnar. Að sögn Sigmundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðumesja, fór allt vel fram og var lögð áhersla á að fylgt yrði eftir regl- um um brennur. Nokkuð var þó um aö kveikt væri á flugeldum og blysum á meðal fólks við brennurnar og hefði slíkt getað valdið slysum. Þrjú brunaútköll voru á nýársnótt en öll smávægileg og tvö útköll við sjúkraflutninga en að öðru leyti voru áramótin róleg hjá Brunavörnum Suðumesja. Á þrettándanum verður haldin álfa- brenna og flugeldasýning í Reykjanes- bæ fyrir ofan Iðavelli. Akureyri Árleg þrettándagleði íþróttafélags- ins Þórs á Akrueyri fer fram í kvöld og hefst á svæði félagsins við Hamar kl. 20. Þórsarar hafa haldiö þrettándagleði áratugum saman og í kvöld verða að venju á ferðinni jólasveinar, álfar, púkar, tröU, álfakóngur, álfadrottning og aðrar vættir. Þá mætir Rummung- ur ræningi hinn ógurlegi á svæðið, kirkjukór Glerárkirkju mun leiða sönginn og ung söngkona, Erna Hrönn Ólafsdóttir, mun syngja. Þrett- ándagleðinni lýkur með brennu og mikiUi flugeldasýningu. -gk/-A.G. Jóhanna Árni Þór Sigurðardóttir. Sigurðsson. Heimir Már Bryndís Pétursson. Hlöðversdóttir. Vilhjálmur H. Svanur Vilhjálmsson. Kristjánsson. Prófkjörsreglur Reglur í prófkjörinu kveða á um að hver frambjóðandi verður að bjóða sig fram í hólfi annaðhvort Alþýðuflokks eða Alþýðubandalags og svo Kvennalista verði hann með í prófkjörinu. Sá flokkur sem fær svo flest atkvæði í heildina fær efsta manninn á listanum og svo koU af kolli. Þátttakendur í prófkjörinu kjósa flokk og raða frambjóðendum þess flokks í ákveðna röð. Atkvæðin eru svo talin þannig að sá sem hlýt- ur flest atkvæði á hverjum lista í 1. sæti er fyrsti maður listans og sá sem hlýtur flest atkvæði í 1. og 2. sætið telst annar maður o.s.frv. í samkomulagi flokkanna er gert ráð fyrir því að hver sem er geti tekið þátt í prófkjörinu, svo fremi sem hann hafi lögheimili í Reykjavík. Kosið er um níu efstu sætin í Reykjavík en vinstri menn höfðu 10 þingmenn, Ögmundur Jónasson hef- ur gengið tU liðs við nýjan stjórn- málaflokk og Kristín Ástgeirsdóttir hefur tilkynnt að hún fari ekki með samfylkingunni. Óvíst er með þátt- töku Kvennalistans en í drögum að samkomulagi var gert ráð fyrir því að Kvennalistinn fengi tvö af átta efstu sætunum. Kvennalistinn gerði hins vegar kröfu um það að fá þriðja og sjöunda sætið og á það var ekki faUist af A-flokkunum. Margir telja líklegt að Kvennalistinn taki ákvörðun nú þegar ljóst er að Jó- hanna ætlar fram. Hörð barátta Baráttan verður snörp og hörð. Hún er reyndar hafin með því að frambjóðendur eru farnir að þreifa fyrir sér og leita að húsnæði undir kosningamiðstöð. Fleiri eiga eftir að bætast við enda rennur frestur tU að tilkynna þátttöku í prófkjör- inu nú á fostudag. Búist er við mikiUi þátttöku í prófkjörinu enda getur hvaða Reykvíkingur sem er tekið þátt. Litið er á þátttöku 1 prófkjörinu sem stuðningsyfirlýs- ingu við framboð vinstri flokk- anna. Um 8.500 manns tóku þátt í prófkjöri Reykjavíkurlistans nú síðast og var þátttakan mikUvæg fyrir sigur listans í kosningunum. Enn er ekki útséð með hvernig auglýsingum frambjóðenda verður háttað, en búist er við að magn auglýsinga verði takmarkað með einhverjum hætti. Þetta gæti tak- markað áhuga almennings á próf- kjörinu en aðeins eru um 2.000 manns flokksbundnir í Alþýðu- flokknum og Alþýðubandalaginu í Reykjavík í dag. Prófkjörið fer að öUum líkindum fram 30. janúar og margt getur gerst fram að þeim tíma, en ljóst er að spennan verður mikil. Úrslitin eru ekki ráðin. Útsalan hefist á morgun Allt að 45% afsláttur Skór, töskur, hanskar, belti og herrabindi. Skó- og töskuverslun, Kringlunni. Sími 553 2888.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.