Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 17 Iþróttir DV íþróttir „ Þetta var óvenjuþægilegt" - FH vann mjög öruggan sigur á Fram, 30-25 „Þetta var óvenjuþægilegur leik- ur fyrir okkur. Við byrjuðum mjög vel og Framararnir náðu aldrei að ógna okkur að ráöi. Þaö var ánægju- legt að sjá hversu vel ungu strák- amir stóðu sig enda em þeir smátt og smátt að taka við hlutverki okk- ar reyndari í liðinu. Sigurinn var mjög mikilvægur upp á framhaldið hjá okkur og vonandi höldum við áfram á þessari braut,“ sagði Gunn- ar Beinteinsson, FH-ingur, eftir sig- urinn á Fram í Krikanum, 30-25. FH-ingar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik. Þeir léku Framarana grátt og opnuðu hvað eftir annað vöm þeirra bláklæddu upp á gátt. Þegar flautað var til leikhlés var munurinn 7 mörk og ljóst í hvað stefndi. Framarar náðu aðeins að klóra í bakkann með tveimur ágæt- um leikköflum í síðari hálfleik en sigur FH-inga var aldrei í hættu. Það var fyrst og fremst sterk liðs- heild FH-inga sem skóp sigurinn. Knútur og Sigurgeir voru sterkir í skyttuhlutverkunum, Gunnar Bein- teinsson sýndi gamalkunna takta í hægra horninu og þeir Valur og Láms Long léku vel fyrir liðið. Það kom ekki að sök að „gömlu“ menn- imir Guðjón Ámason og Hálfdán Þórðarson gátu ekki tekið þátt í leiknum vegna meiðsla og það segir að góð breidd er í FH-liðinu. Framarar era mjög vængbrotnir Bumbubolti - jólajafntefli í leik Vals og Gróttu/KR Hann var ekki rismikill handbolt- inn sem leikmenn Vals og Gróttu/KR buðu upp á að Hlíðar- enda í gærkvöldi. Liösmenn beggja liða hafa greinilega haft það gott um jólin og sennilega fengið bæði góðan mat og auk þess eitthvað af fríi frá handboltanum. Valur hafði undirtökin í fyrri hálfleik en baráttugleði Gróttu/KR í þeim síöari, frábær markvarsla Sigurgeirs Höskuldssonar og mark Gísla Kristjánssonar tveimur sek- úndum fyrir leikslok færðu þeim verðskuldað jafntefli. Það dugar þeim þó ekki til að færast upp úr næstneðsta sætinu og Valsmenn I lás hjá Jónasi - og Haukar unnu „Það var ekkert annað en frá- bær markvarsla í lokin sem skapaði þennan sigur," sagði Guömundur Karlsson, þjálfari Hauka, eftir glæsilegan sigur þeirra á Selfossi í gær. Leikur- inn var jafh í heildina en á síð- ustu mínútunum skellti Jónas Stefánsson, markvörður Hauka, í lás og lagði þannig grunninn að sigrinum, 30-33. „Það má segja að taktík Sel- fyssinga hafi gengið upp en min hafi haldið," sagði Guðmundur. „Ég vissi að þeir myndu mæta okkur framarlega og keyra upp hraðann því við spilum ekki mjög hratt. Við héldum hins veg- ar okkar striki og ég er mjög ánægður með það.“ Selfyssingar fóru hratt af stað og náðu fljótlega fjögurra marka forskoti. Jólasteikin sat enn þá í Haukum sem voru seinir af stað en undir lok hálfleiksins vom þeir búnir að melta steikina og komnir þremur mörkum yflr. Selfyssingar héldu uppi miklum hraða sem varð til þess að bæði lið gerðu mistök en markaskor- un var einnig mjög mikil. í síðari hálfleik var meira jafnræði þó að Haukamir væru yfirleitt skrefinu á undan. Sel- fyssingar náðu þó að jafna þegar þeir fengu þrjú hraðaupphlaup í röð. Haukar voru fljótir að rétta úr kútnum og náöu aftur tveggja marka forskoti sem þeir héldu. Lokakaflinn var mjög spennandi því þá fengu Selfyssingar hvert tækifærið af öðru tii að jafna en Jónas varði eins og vitlaus væri. Jónas var besti maður vallar- ins en eini Selfyssingurinn sem olli honum vandræðum var Valdimar Þórsson sem skoraði örugglega úr 9 vítaskotum og klikkaði aldrei. Þá var Þorkell Magnússon frískur í horninu hjá Haukum með 100% skotnýtingu og 8 mörk. -GKS halda fjórða sætinu. Mistök á mistök ofan einkenndu þennan leik og á það sérstaklega við um óagaðan sóknarleik beggja liða. Það gerði þó það að verkum að leik- ur, sem lengst af leit út fyrir að falla Valsmönnum í vil, varð jafh og spennandi í lokin. Þá var við öllu að búast, menn töpuðu boltanum í hraðaupphlaupum og skutu fram hjá úr opnum færum. Mistökin urðu þó þess valdandi að gera leik- inn bæði slakan en spennandi í senn og það gefur áhorfendum til- efni til að fá útrás og taka þátt í leiknum, til þess mæta jú margir á völlinn. -ih Valur (9)17 Grótta/KR (8)17 1-0, 2-2, 4-4, 7-5, 7-7, (9-8), 9-9, 10-12, 13-13, 16-14, 16-16, 17-17. Mörk Vals: Davíð Ólafsson 6, Ari Allansson 3, Kári Guðmundsson 2, Einar Örn Jónsson 2, Daníel Ragnars- son 1, Markús Michaelsson 1 og Júli- us Gunnarsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafn- kelsson 16/1. Mörk Gróttu/KR: Aleksander Peterson 5, Einar B. Ámason 4, Zolt- an Belánýi 4/2, Gylfi Gylfason 2, Armandas Melderis 1 og Gísli Krist- jánsson 1. Varin skot: Sigurgeir Höskulds- son 24/1. Brottvísanir: Valur 12 mín., Grótta/KR 6 mín. Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Gunnlaugur Hjálmarsson, slakir. Áhorfendur: Um 100. Maður leiksins: Sigurgeir Hösk- uldsson, markvörður Gróttu/KR, hélt sínum mönnum á floti með frábærri markvörslu. (H)Klúður - aftur missti HK niöur unninn leik Það á ekki af HK að ganga þessa dagana í 1. deildinni í handbolta. Annan leikinn í röð misstu þeir nið- ur, unninn leik í jafntefli, þegar þeir heimsóttu ÍR-inga í Austurberg í gær. Lokatölur urðu 26-26 en I síðasta leik gegn FH misstu þeir niður 2 mEirka mun síðustu 2 mínútur leiks- ins. í gær klúðmðu þeir 2 marka forustu á aðeins 20 sekúndum. Ólafur Sigurjónsson minnkaði muninn i 25-26 þegar 20 sekúndur vora eftir, HK fór í sókn en Stefán Guðmundsson lét verja frá sér ótímabært skot 5 sekúndum fyrir leikslok, ÍR brunaöi upp og Finnur Jóhannsson sveif inn í teig og jafh- aði á síðasta sekúndubroti leiksins. Eftir stóðu liðsmenn sem vissu varla hvað hafði gerst, hvemig var hægt að klúðra unnum leik. ÍR bjargaði andlitinu í þessum leik en deyfð var einkennandi hjá liðinu og menn ekki mættir til leiks á nýju ári eftir jólafrí. Ungir menn komu ferskir inn í lokin og þeim Ingimundi, Erlendi og Björgvini Þorgeirssyni má ÍR þakka stigið í gær. Lykilmenn á borð við Ragnar Óskarsson brugðust i gær en hann skoraði aðeins 2 mörk úr 11 skotum. Sigurður Sveinsson var í strangri gæslu og skoraði aðeins 3 mörk úr 9 skotum, klúðraði meðal annars 2 vítum, en ógnun af honum var þó til staðar og sendi kappinn þannig 10 stoðsendingar í leiknum auk 4 send- inga sem gáfu víti. Skotin hans þurfa líklega tíma til að komast aft- ur í gang. Hlynur varði vel í mark- inu, Stefán var búinn að eiga góðan leik fram að mistökunum afdrifa- ríku og Helgi Arason fór á kostum í seinni hálfleik er hann gerði öll mörkin sín 6. -ÓÓJ 1-0, 5-1, 6-5, 8-7, 11-9, 12-15, (14-17), 16-20, 21-21, 22-25, 24-26, 27-28, 29-30, 30-33. Mörk Selfoss: Valdimar Þórsson 11/9, Sigurjón Bjarnason 6, Robertas Pauzolis 6, Björgvin Rúnarsson 4, Arturas Vilemas 2, Ármann Sigur- vinsson 1. Varin skot: Jóhann Guðmunds- son 13. Mörk Hauka: Þorkell Magnússon 8, Óskar Ármannsson 8/2, Kjetil Ell- ertsen 6, Einar Jónsson 5, Jón Karl Bjömsson 2, Jón Freyr Egilsson 2, Petr Baumruk 1, Sigurður Þórðarson 1. Varin skot: Jónas Stefánsson 19, Magnús Sigmundsson 2. Brottvísanir: Selfoss 6 mín., Haukar 8 mín. Dómarar: Tómas Sigurdórsson og Guðmundur Erlendsson. Áhorfendur: Tæplega 200. Maður leiksins: Jónas Stefáns- son, Haukum. ÍR (10) 26 HK (9)26 1-0, 1-2, 4-3, 4-6, 7-6, 9-7, 10-8, (10-9), 10-10, 11-14, 14-16, 17-19, 19-22, 22-25, 24-25, 24-26, 26-26. Mörk ÍR: Ólafur Sigurjónsson 7/3, Róbert Rafnsson 5, Erlendur Stefáns- son 5, Finnur Jóhannsson 3, Bjartur Sigurðsson 2, Ragnar Óskarsson 2/1, Ingimundur Ingimundarsson 2. Varin skot: Hrafn Margeirsson 9/1. Mörk HK: Helgi Arason 6, Stefán Guðmundsson 6, Alexander Amars- son 4, Hjálmar Vilhjálmsson 4, Sig- urður Sveinsson 3/2, Guðjón Hauks- son 2, Ingimundur Helgason 1. Varin skot: Hlynur Jóhannesson 16/1. Brottvísanir: ÍR 10 mín., HK 12 min. Dómarar: Hlynur Leifsson og Ant- on Pálsson. Ágætir en þó Hlynur mun betri. Áhorfendur: Um 200 Maður leiksins: Helgi Arason HK. þegar í lið þeirra vantar bæði Gunn- ar Berg Viktorsson og Oleg Titov og það kom berlega í ljós í þessum leik að án þeirra geta Safamýrarpiltam- ir ekki verið. Framarar gerðu sig seka um mörg mistök í þessum leik. Vörnin var eins og vængjahurð og sóknin á köflum mjög ráðleysisleg. Línumaðurin ungi, Róbert Gunn- arsson, og Björgvin Björgvinsson stóðu helst upp úr í liði Fram. -GH FH (17) 30 Fram (10) 25 1-0, 4-1, 8-4, 12-6, 14-10, (17-10), 19-12, 21-17, 26-19, 28-20, 28-24, 30-25. Mörk FH: Knútur Sigurðsson 7, Gunnar Beinteinsson 6, Sigurgeir Ægisson 5, Valur Arnarson 4, Láms Long 3, Guðmundur Pedersen 3/1, Gunnar Narft Gunnarsson 1, Sverrir Þórðarson 1. Varin skot: Magnús Ámason 6, Elvar Guðmundsson 3/1. Mörk Fram: Björgin Þór Björg- vinsson 6, Róbert Gunnarsson 5, Magnús A. Amgrimsson 4, Guð- mundur H. Pálsson 4, Kristján Þor- steinsson 3, Andrei Astaflev 1, Njörð- ur Ámason 1, Vilhelm Sigurðsson 1. Varin skot: Sebastian Alexander- son 1, Þór Bjömsson 10. Brottvísanir: FH 6 mín., Fram 8 min. Dómarar: Þorlákur Kjartansson og Einar Sveinsson. Áhorfendur: Um 600. Maður leiksins: Knútur Sigurðs- son, FH. Gintaras Savukynas lék vel með Aftureldingu í gærkvöld og er hér á leiö í gegnum vörn Garðbæinga. Til varnar af hálfu Stjörnumanna eru hvít-rússneska tröllið Aliaksandr Shamkuts og Jón Þórðarson. DV-mynd Hilmar Þór Toppliðið í 1. deild karla í handknattleik lagt að velli: - sigurmark Arnars á lokasekúndu þegar Stjarnan vann Aftureldingu Stjaman er komin í annað sæti 1. deildctr eftir sigur á toppliði Aftureld- ingar, 24-23, i hörkuleik í Garðabæ í gærkvöld. Arnar Pétursson skoraði sigurmarkið með langskoti eftir auka- kast þegar ein sekúnda var eftir en tíu sekúndum áður leit út fyrir að Gint- aras Savukynas hefði tryggt Mosfell- ingum stig þegar hann jafnaði metin. „Það er ótrúlegt að vinna leik á þennan hátt. Ég lét bara vaða á mark- ið, það var ekkert annað að gera. Við sýndum í þessum leik að við eigum fullt erindi í toppbaráttuna og þar ætl- um við að vera áfram," sagði Arnar Pétursson við DV eftir leikinn, og tók fram að Stjörnumenn tileinkuðu Pat- reki Jóhannessyni, leikmanni Essen, sigurinn. Þetta var fimmti sigur Garðbæinga í röð og þeir virðast vera tilbúnir að blanda sér fyrir alvöru í slaginn á toppnum í 1. deildinni og jafnvel um sjálfan meistaratitilinn síðar í vetur. Leikur þeirra í gærkvöld var þó glopp- óttur en liðið sýndi mikinn sigurvilja allan tímann, nokkuð sem stundum hefur vantað í ágæt Stjörnulið fyrri ára. Þá hefur Stjarnan styrkst mikið við að fá Birki ívar Guðmundsson í markið. Þar er á ferð efnilegasti mark- vörður sem fram hefur komið hérlend- is lengi. Birkir ívar stóð upp úr í jöfnu Stjömuliði. Shamkuts var öflugur á línunni og Heiðmar Felixson og Kon- ráð Olavson vom liðinu mikilvægir eftir því sem á leið. Afturelding var mun betri aðilinn fyrstu 20 mínútumar en missti þá taktinn og náði honum aldrei fyllilega aftur. Mosfellingar virtust þó vera með stig í höndunum í lokin en stóðu uppi tómhentir. Miðað við topplið gerðu leikmenn Aftureldingar sig seka um alltof mikið af mistökum. Savukynas var þeirra besti maður, Ás- mundur Einarsson varði markið mjög vel og Magnús Þórðarson var öflugur á línunni. Einar Gunnar Sigurðsson lék sinn annan leik og á eftir að styrkja liðið svo um munar. Hann gaf tóninn í vöminni í gærkvöld og ljóst er að Mosfellingar verða ekki árenni- legir þar seinni part vetrar. -VS Góð byrjun hjá JóniArnari Jón Amar Magnússon tugþrautarkappi keppti á sínu fyrsta móti á hinu nýbyrjaða ári á Sauðárkróki í fyrradag. Jón Arnar fór yfir tvo metra i hástökki, stökk 4,50 metra í stangarstökki og varpaði kúlu 15,65 metra. Að sögn Gísla Sigurðssonar, þjálfara Jóns, undirbýr hann sig nú af kappi undir stórmót ÍR sem fram fer í Laugardalshöllinni 24. jan- úar. Unnið er hörðum höndum að því að fá bestu tugþrautarmenn heims til mótsins og munu þeir gefa svar á næstu dögum. Ljóst er að spennandi mót er fyrir höndum. -JKS KR-stúlkur sannfærandi Topplið KR sótti Grindavík heim í 1. deild kvenna í körfuknatt- leik í gær og sigraði örugglega, 37-64. Gestimir byrjuðu betur, komust í 0-3, en eftir 6 mín. leik var staðan 6-10. Þegar 5 mín. vora til hlés var staðan 19-20 og UMFG meö boltann en sóknin brást og KR skoraði 9 stig gegn 4 það sem eftir lifði hálfleiksins. Staðan í hléi var 23-29 og mikil barátta UMFG hafði sett toppliðið nokkuð úr jafhvægi. KR nýtti leikhléið afar vel, stúlkurnar léku prýðilega pressu- vöm í upphafi seinni hálfleiks sem UMFG réð ekkert við og um miðjan háífleikinn höfðu KR-ingar skorað 21 stig gegn aðeins 4 og breytt stöðunni í 27-50 og aðeins formsatriði að klára leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu en KR-liðið var einfaldlega klassa fyrir ofan og stefnir hátt í vetur. Stigahæstar hjá UMFG vora Sólveig Gunnlaugsdóttir (10), Stef- anía Ásmundsdóttir (9) og Olexandra Siniakova (7). Stigahæstar KR-inga voru Guðbjörg Norðfjörð (21), Linda Stefánsdóttir (13), Hanna Kjartansdóttir (8) og Kristín Jónsdóttir (8). -bb IBiltaimd I RRSWI Ólympiumeistarinn Tom Dolan frá Banda- ríkjunum varð að láta sér lynda þriðja sætið í 400 metra fjórsundi á heimsbikarmóti í Peking i gærkvöld. Xie Xufeng frá Kina sigraði á frá- bærum tíma, synti á 4:14,32 sekúndum og kom sex sekúndum á undan Dolan í mark. Þór sigraói Völsung, 33-21, í 2. deild karla í handknattleik á Akureyri i gærkvöld. Hermann Hreidarsson og félagar i Brentford unnu stórsigur á útivelli, 1-4, á C deildar iiði Wycombe í bikarkeppni neðri deildar liðanna í ensku knattspymunni í gærkvöld. Hermann skoraði ekki að þessu sinni. Tore Andre Flo, norski knattspymumaðurinn hjá Chelsea, verður skorinn upp í dag vegna ökklameiðsla og frá keppni næstu vikumar. -JKS/VS iJJEILD KARLA \ Afturelding 14 10 1 3 376-337 21 Stjarnan 14 9 1 4 348-342 19 Fram 14 9 0 5 384-352 18 Valur 14 8 1 5 321-299 17 KA 14 8 0 6 359-347 16 ÍBV 14 7 2 5 331-321 16 FH 14 6 1 7 347-341 13 Haukar 14 6 1 7 383-378 13 ÍR 14 5 1 8 348-373 11 HK 14 3 4 7 332-361 10 Grótta/KR 14 2 4 8 339-369 8 Selfoss 14 2 2 10 325-373 6 Valsmenn rétt sluppu vió að setja miður skemmtilegt félagsmet i gær. Valsmenn voru búnir fyrir þennan leik gegn Gróttu/KR að tapa 2 heima- leikjum í röð en aldrei frá því að lið- ið hóf að leik heimaleiki sína að Hlið- arenda hafði liðið tapað þremur heimaleikjum i röð. Alls hefur Valsslióiö unnið 83 leiki af 122 á Hlíðarenda og aðeins tapað 19. HK haföi aldrei unniö ÍR á útivelli í Seljaskóla en vann aftur móti fyrstu tvo leiki félaganna 1979 og 1980 þegar IR iék í Laugardalshöllinni. Þaö var sem breyttar aðstæður væm að skila sigri i fyrsta sinn í 18 ár en klúður í lokin kom í veg fyrir það. Framarar hafa aldrei náð að vinna deildarleik gegn FH í Kaplakrika. Alls hafa Framarar mætt sjö sinnum i Kaplakrikann í deildinni og ávallt tapaö. Fram vann FH síðast á útivelli fyrir tæpum 14 árum en þá lék FH í Strandgötunni. Guömundur Þóröarson ÍR-ingur náði afar merkum árangri í gær er hann lék sinn fyrsta leik á árinu 1999 því þá er hann búinn að leika hand- bolta á 24 ár eða allt síðan 1975. Sjö sigra ÍBV í röö á heimavelli má ekki síst þakka frábærri markvörslu Sigmars Þrastar Óskarssonar sem hefur varið 117 skot, þar af 10 víti í þessum sjö leikjum í Eyjum. -ÓÓJ Oleg Titov, leikmaður ársins á síð- asta keppnistímabili, lék i fyrsta skipti með Fram á þessari leiktíö gegn FH í gærkvöld en hann gekkst sem kunnugt er undir brjósklosað- gerð. Titov á ekki góðar minningar frá þessum leik. Hann tók 3 vítaköst og misnotaði þau öll. Tvö þeirra röt- uðu í stöng og eitt varði Elvar Guó- mundsson. Guömundur Guömundsson, þjálfari Fram, tók greinilega enga áhættu með Titov. Eftir þriðja vítakastið sem Rússinn misnotaði náði Titov ekki að skipta út af og hann þurfti því aö leika i vöminni. Guömundur var ekki lengi að skipta Titov þegar færi gafst en Titov virtist ekki sáttur við þá ákvörðun þjálfarans og lengi á eft- ir áttu þeir orðaskipti á varamanna- bekknum. Guöjón Árnason er meiddur i hné og gæti þurft að fara í aðgerð á liö- þófa. Hann sat á varamannabekk FH- inga allan tímann í gær og það sama gerði Hálfdán Þóröarson sem er meiddur i ökkla. Gunnar Berg Viktorsson er enn frá vegna meiðsla í baki en hann lék ekki síðustu leiki Framliðsins fyrir jólafríið af sömu ástæðum. Guömundur Karlsson, þjálfari Hauka, varð 35 ára í gær. Auk þess að vinna fyrir hann leikinn gegn Sel- fossi sungu strákamir hans afmælis- sönginn i sturtu eftir leik. Skotnýting Hauka í gær var 64,7%. Þorkell Magnússon og Kjetil Ellert- sen voru báðir með 100% nýtingu. Selfyssingar voru hins vegar með 52,6% nýtingu. Valdimar Þórsson var með 91,6% nýtingu en stórskytt- an Robertas Pauzolis aðeins 35,2%. Selfyssingar fengu 14 hraðaupp- hlaup og nýttu 9 þeirra. Haukar fengu 4 og nýttu öll. Jón Andri Finnsson lék ekki með Aftureldingu gegn Stjörnunni í gærkvöld vegna meiðsla. -GH/GKS/VS Markvarslan - réð úrslitum þegar ÍBV vann KA DV, Eyjum: Ekki tókst KA-mönnum frekar en öðrum það sem af er þessu tímabili að sigra Eyjamenn á heimavelli þeirra. ÍBV sigraði, 27-23, í leik þar sem markvarslan var það sem helst skildi liðin að. Eyjamenn byrjuðu leikinn betur og náðu snemma 2 marka forskoti sem þeir héldu að mestu fram að hálfleik. KA tók þó smákipp þegar Hafþór kom í markið undir lok hálf- leiksins en þá haföi Sigtryggur ekki varið tuðru á meðan Sigmar í marki ÍBV hafði varið 8 skot, þar af 1 víti. í upphafi seinni hálfleiks náði KA að jafna en það stóð stutt yfir og ÍBV komst aftur yfir. Eftir að Hilm- ar Bjamason fékk sína 3. brottvísun var sem allur vindur væri úr KA. Stjarnan (12)24 Aftureld. (10)23 ÍBV jók forskotið hægt og örugg- lega, á kafla þar sem Guðfinnur og Rakanovic gerðu 9 mörk og Simmi hélt áfram að verja. Það var síöan undir lok leiksins að KA minnkaði muninn en tíminn var ekki nægur. Þegar Simmi varði víti vora þeim allar bjargir bannaðar. Eyjamenn komu ákveðnari til leiks og ætluðu sér ekki að fara að tapa heimaleik og með sama áfram- haldi gæti orðið bið á því. Sigmar Þröstur fór fyrir sínum mönnum sem oft áður, einnig áttu Svavar og Guðfinnur góðan leik. Hjá KA var Hilmar yfirburðamað- ur og er greinilega að komast á skrið á ný. Annars háðu léleg mark- varsla og varnarleikur KA-mönnum mest þrátt fyrir að oft hafi sést betri dómgæsla í Eyjum. -gf 0-3, 1-4, 2-5, 4-5, 4-7, 8-7, 10-8, 11-9, (12-10), 13-10, 14-11, 14-13, 16-13, 16-15, 18-16, 18-19, 19-20, 20-21, 22-21, 23-22, 23-23, 24-23. Mörk Stjörnunnar: Konráð Olav- son 7/3, Aliaksandr Shamkuts 5, Heiðmar Felixson 5, Amar Pétursson 3, Hilmar Þórlindsson 2, Jón Þórðar- son 1, Einar Einarsson 1. Varin skot: Birkir ívar Guð- mundsson 15/1. Mörk Aftureldingar: Bjarki Sig- urðsson 7/4, Gintaras Savukynas 4, Magnús Þórðarson 4, Sigurður Sveinsson 3, Gintas Galkauskas 2, Hafsteinn Hafsteinsson 2, Einar Gunnar Sigurðsson 1. Varin skot: Ásmundur Einarsson 15, Bergsveinn Bergsveinsson 1/1. Brottvísanir: Stjaman 4 mín., Aft- urelding 4 mín.. Dómarar: Ólafur Haraldsson og Guðjón L. Sigurðsson, ágætir. ÁJiorfendur: Um 250. Maður leiksins: Amar Péturs- son, Stjörnunni. ÍBV (13) 27 KA (12) 23 1-1, 5-3, 7-5,11-7, (13-12), 14-14,18-16, 21-17, 25-19, 25-22, 27-23. Mörk ÍBV: Guðflnnur Krist- mannsson 7/2, Valgarð Thoroddsen 5/3, Svavar Vignisson 4, Slavisa Rakanovic 4, Haraldur Hannesson 2, Daði Pálsson 2, Sigurður Bragason 2, Davið Hallgrímsson 1. Varin skot: Sigmar Þ. Óskarsson 19/3. Mörk KA: Hilmar Bjamason 7/2, HaUdór Sigfússon 4/3, Sævar Áma- son 4, Sverrir Bjömsson 3, Jóhann G. Jóhannsson 3, Heimir Öm Árnason 2. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 1, Hafþór Einarsson 5. Brottvísanir: ÍBV 8 min., KA 14 min. Dómarar: Bjarni Viggósson og Valgeir Egill Ómarsson. Áhorfendur: 300. Maður leiksins: Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.