Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SlMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverö á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Fljótt fennir í sporín Svavar Gestsson, fyrrum formaður Alþýðubanda- lagsins og ráðherra, hefur ákveðið að hætta í pólitík. Það var skynsamleg ákvörðun. Ekkert er nöturlegra fyrir gamla refi í stjómmálum en að missa stjóm á eig- in tilveru - verða leiksoppar duttlunga og tilviljana. í því umróti sem vinstri menn ganga nú í gegnum er fátt líklegra en að sósíalisti af gamla skólanum verði með- al fyrstu fómarlambanna. Hvort Svavar haslar sér, einn og óstuddur, völl á nýj- um vettvangi fjarri stjórnmálum á eftir að koma í ljós. Hafi hann staðist freistingu samtryggingar íslenskra stjómmálamanna, sem staðið hefur óhögguð í áratugi, er hann maður að meiri. Svavar verður í ágætum hópi fýrrum stjórnmála- manna á komandi vori. Margir tóku, líkt og Svavar, ákvörðun um sín eigin örlög, enda sumum tryggðar góðar stöður. Aðrir bíða dóms kjósenda í komandi kosningum. Fáir þeirra manna sem annaðhvort hafa ákveðið sjálfir að hætta í stjórnmálum eða verða til þess neydd- ir þegar talið er upp úr kjörkössunum hafa markað djúp spor í stjórnmálasögu þjóðarinnar og í þau spor mun fenna fremur fljótt. Það er helst að manna verði minnst fyrir að flytja ríkisstofnanir milli hreppa, þvert á lög sem er einfaldlega breytt eftir að dómur fellur. Nokkurra verður minnst fýrir að hafa lengt í henging- aról íslenskra bænda á kostnað neytenda. Það á eftir að koma í ljós hvort og þá hvaða áhrif ákvörðun Svavars Gestssonar hefur á framboð sam- fylkingarinnar í Reykjavík. Hún opnar óhjákvæmilega leið fýrir nýja frambjóðendur sem af einhverjum ástæðum vilja hasla sér völl í pólitík. Hún gerir sam- fýlkingunni kleift að setja upp nýrra og ferskara andlit en áður. Vandinn í íslenskum stjórnmálum er sá að erfitt er að átta sig á því fyrir hvað þeir einstaklingar standa sem sækjast eftir frama og stuðningi kjósenda. Þetta hefur orðið til þess að lítill munur verður á stjórnmála- flokkunum í hugum kjósenda, enda stjórnmálamenn- imir flestir búnir að gleyma sínum helstu baráttumál- um. Það er helst að stjórnmálamenn hengi sig á sértæk mál sem skipta þegar upp er staðið litlu en eiga það eitt sammerkt að vera á kostnað almennings. Prófkjör sjálfstæðismanna á Reykjanesi á liðnu ári leiddi þetta berlega í ljós. Þar var ekki tekist á um hug- myndir heldur tvöföldun Reykjanesbrautar. Og ekki skyldu menn halda að fýlgismenn Sjálfstæðisflokksins á Suðurlandi velji á milli frambjóðenda vegna þess að hugmyndafræði þeirra liggi fyrir. í komandi prófkjöri Framsóknarflokksins í Reykjavík verður það ekki hug- myndafræði frambjóðenda sem skiptir máli. Hið sama má segja um væntanlegt prófkjör samfylkingarinnar, hvemig sem því verður annars háttað. Staðreyndin er sú að hugmyndafræði og skýrar hug- sjónir skipta æ minna máli í íslenskum stjórnmálum. Áferð frambjóðenda skiptir meiru - hvort þeir em „fjölmiðlavænir“ eða ekki ræður úrslitum. Þeir sem hafa skoðanir og heilsteyptar hugmyndir eru álitnir sérlundaðir og skrýtnir. Einföld og skiljanleg dægur- mál, sem auðvelt er að matreiða í ljósvakamiðlum, og þekkilegt yfirbragð er lausnarorð umbúðastjórnmál- anna. Þannig eru íslensk stjórnmál að hrærast saman í einn graut, í sömu skálinni. Óli Bjöm Kárason 1 1 H 1 Hmmt „Stór hluti fíkniefna sem flutt eru til landsins kemur frá Evrópu, fyrst og fremst með farþegum sem fara um Keflavíkurflugvöll." - Ráðamenn funda um Schengen-málið. Fíkniefnavandinn vex með Schengen líklegum áhrifum Schengen-aðildar á ólög- legan innflutning fíkni- efha til landsins. Þessa tillögu endurfluttum við Kristín Ástgeirsdóttir í byrjun þings í haust og er hún nú í höndum allsherjamefndar. Afar brýnt er að slík úttekt liggi fyrir áður en stjómvöld leita staðfest- ingar þingsins á aðild ís- lands að Schengen-kerf- inu og til þess er enn ráðrúm. Reynsla frá öðrum Norðurlöndum hvetur til slíkrar úttekt- ar, en aðstæður íslend- inga til að fylgjast með ferðum manna til og frá „Það þarfað auðvelda þeim sem glíma við sölumenn dauðans störfín. Afnám vegabréfaeftir- lits gagnvart hluta umheimsins er hégóminn einber í saman- burði við þann vágest sem hér um ræðir.“ Kjallarinn Hjörleifur Guttormsson alþingismaður í desembermán- uði slðastliðnum tókst löggæslu og tollvörðum hér heima og erlendis að hafa upp á óvenju miklu magni flkniefna sem smygla átti til landsins. í DV hirt- ist 28. desember ágætur leiðari þar sem hvatt var til árvekni og að beitt verði öllum tiltæk- um ráðum til að hafa hendur i hári fíkniefnasmyglara og burðardýra þeirra. Þetta þjóðfé- lagsböl kostar okk- ur mikla fjármuni en fyrst og fremst færir það okkur óhamingju, heilsu- brest og dauða,“ segir fréttastjóri blaðsins. Ekkert er ofmælt í þessari ritstjórn- argrein. Hitt er dap- urlegra að íslensk stjómvöld em nú á fullri ferð með að innleiða hér kerfi, sem margt bendir til að gera muni það erfið- ara en nú er að hafa hendur í hári þeirra sem reyna að smygla fikni- efnum til landsins. Ég á hér við af- nám vegabréfaeftirlits til megin- lands Vestur-Evrópu samkvæmt svonefndu Schengen-fyrirkomu- lagi, sem samið hefur verið um að ísland gerist aöili að. Eftir er að leggja viðkomandi samning fyrir Alþingi og án samþykkis þingsins verður hann ekki staðfestur. Ótrúlegt andvaraleysi Á síðasta þingi flutti ég tillögu um að gerð verði sérstök úttekt á landinu eru líka um margt einstak- ar að óbreyttum reglum. Sú sérstaða glatast verði íslend- ingar hluti af Schengen-svæðinu. Þá verður ekki lengur heimilt að hafa neitt vegabréfaeftirlit með fólki sem ferðast til og frá landinu frá allri Vestur-Evrópu utan Bret- landseyja, írlands og Sviss. Sam- kvæmt Schengen-reglum er ekki einu sinni heimilt að taka stikkprufur í vegabréfaeftirliti. Stór hluti af gagnaöflun toll- varða á Keflavíkurflugvelli er nú i gegnum vegabréfaeftirlit sem þar fer fram. Sú skipan sem hér á að innleiða er altækari og víðfeðmari en tíðkast hefur um afnám vega- bréfaeftirlits milli Norðurland- anna og því ekki sambærileg. Það væri ótrúlegt andvaraleysi af Al- þingi að fjalla um aðild íslands að Schengen án þess að gerð hafi ver- ið rækileg og hlutlaus úttekt á áhrifum hennar á eftirlit með ólöglegum innflutningi, sérstak- lega að því er fíkniefni varðar. Löggæsluyfirvöld hafa áhyggjur Mér er kunnugt um að lög- gæsluyfirvöld og tolleftirlit hafa áhyggjur af þeirri stöðu sem upp kann aö koma við Schengen-aðild. Þessum aðilum er hins vegar ekki ætlað neitt frumkvæði í umfjöllun um málið. Þeim mun brýnna er að allir hlutaðeigandi, ráðuneyti, lög- gæsla, tolleftirlit og samtök sem berjast gegn fikniefnum, fari sam- eiginlega yfir stöðuna og skili Al- þingi áliti hið fyrsta, áður en Schengen-aðild kemur þar form- lega á dagskrá. Stór hluti fikniefna sem flutt eru til landsins kemur frá Evr- ópu, fyrst og fremst með farþeg- um sem fara um Keflavíkurflug- völl. Tollyfirvöldum verður með Schengen-aðild gert langtum erf- iöara en áður að fylgjast með ferðum manna til og frá megin- landinu. Hert eftirlit á ytri landa- mærum svæðisins vegur þar eng- an veginn upp á móti. Því verður ekki trúað að íslendingar vilji að þarflausu innleiða sér skipan sem torveldað geti baráttuna gegn inn- flutningi fikniefna. Árvekni þeirra sem berjast gegn þessum vágesti hefur sannað gildi sitt. Það þarf að auðvelda þeim sem glíma við sölumenn dauðans störfin. Afnám vegabréfaeftirlits gagnvart hluta umheimsins er hé- góminn einber í samanburði viö þann vágest sem hér um ræðir. Hjörleifur Guttormsson Skoðanir annarra Störf sjómanna „Veiðireynsla á skip væri engin ef sjómanna nyti ekki við ... Það er ljóst að vegna dugnaðar og atorku sjómanna eru fjárfestingar og veiðitækni útgerðar- innar nú mikils virði. Störf sjómanna hafa skapað þá veiðireynslu sem lögð er til grundvallar við út- hlutun aflahlutdeildar til útgerðarinnar. Ekki verð- ur því sagt að það hafi verið „leitast við að gæta rétt- lætis“ við úthlutun aflahlutdeilda. Kvótakerfið hefur þannig ekki tryggt öllum sanngjarna hlutdeild í ís- lenskum sjávarútvegi." Guðmundur Hallvarðsson í Mbl. 5. jan. Farsímar og höfuðverkur „Þegar er hafið eins konar áróðursstríð milli vís- indamanna, sem telja að líkur bendi til að farsím- arnir séu skaðlegir heilsu þeirra sem þá nota. Fjár- sterkir framleiðendur og símafélög beita sinum sér- fræðingum fyrir sig til að sanna hið gagnstæða... Nú eru að koma fram á sjónarsviöið einstaklingar, sem líkur benda til að orðið hafi fyrir heilsutjóni af völd- um mikillar notkunar farsíma ... Örbylgjur og geisl- un eiga greiðan aðgang að heilanum úr farsímum sem haldið er nánast upp að honum. Þótt ekki hafi tekist að sanna á óyggjandi hátt, að símar þessir geti valdið heilaskaða benda rannsóknir til að langvar- andi höfuðverkur og annars konar óþægindi geta stafað af óhóflegri notkun farsíma." Oddur Ólafsson í Degi 5. janúar. Ómarktæk bókmenntaverðlaun „Þegar haft er í huga að obbinn af þeim bókum sem lagðar eru fram til verðlaunanna eru fyrst að koma úr prentsmiðjunni í lok október má ljóst vera að dómnefhdarmenn geta einungis lagt afar yfir- borðslegt mat á verkin (sem voru síðast ríflega 40 talsins í flokki fagurbókmennta). Vinnubrögð sem þessi gera það að verkum að íslensku bókmennta- verðlaunin eru ekki marktæk. Ættu íslenskir útgef- endur að hafa hugrekki og metnað til að lagfæra þessa augljósu galla á framkvæmd verðlaunanna.“ Þröstur Helgason í Mbl. 5. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.