Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 19 DV íþróttir ■3 Nú bendir ekkert til annars en aö keppni í bandarísku NBA-deildinni í körfuknattleik þetta árið verði aflýst. Ekkert hefur þokast í samkomulags- átt á milli eigenda félaganna og leik- mannasamtakanna og David Stern, framkvæmdastjóri NBA, hefur mælt með því við eigendur félaganna að keppninni þetta tímabil verði aflýst. Málið skýrist endanlega á morgun en þá rennur fresmrinn út sem deilu- aðilar höfðu gefiö sér til að ná saman í deilunni. Bert Paton, knattspyrnustjóra skoska úrvalsdeildarliðsins Dunfermline, var vikið úr starfi í gærkvöld. Liðið er í neðsta sæti deildarinnar. Taekwondo-deild Ármanns stóð fyr- ir nýársmóti sem fram fór i Haga- skóla sunnudaginn 3. jan. Hátt í 40 keppendur reyndu með sér frá 4 fé- lögum og urðu úrslit eftirfarandi: Karlaflokkur: -70 kg 1. Eggert Gunnarsson, Þór (Þ) 2. Sverrir Amarsson, Þ 3-4. Kristinn A. Níelsson, ÍR 3-4. Ásgeir Ásgeirsson, F Karlaflokkur: +70 kg 1. Viktor Bjöm Óskarsson, F 2. Bjartur Guðmundsson, Þ 3-4. Andri Níelsson, A 3-4. Einar M. Friðriksson, Þ Kvennaflokkur: 1. Svava Kristinsdóttir, A 2. Björg Amalía Sverrisdóttir, A 3. Sara HaUdórsdóttir, F Meistaraflokkur: 1. Gauti Már Guönason, F 2. Ragnar Karel Gunnarsson, A 3-4. Normandy Rosario, A 3-4. Sveinn Kjartansson, A Gefln vom 7 stig fyrir gull, 5 fyrir silfur og 3 fyrir brons. Stigin urðu því eftirfarandi: Fjölnir: 66, Ármann: 34, Þór: 20, ÍR: 3 -GH/JKS wk(CBI íslandsmótiö í handknattleik kvenna: Halla jafnaði Vlkingar og Haukar gerðu jafn- tefli, 23-23, í gærkvöld í 1. deild kvenna. Heimastúlkur byrjuðu bet- ur í leiknum og komust í 6-4 í fyrri hálfleik. Haukar náðu að jafna leik- inn í 6-6 og eftir það var jafrit þang- að til staðan var 8-8, þá náðu Hauk-. ar góðum leikkafla og höfðu þriggja marka forskot í leikhléi, 10-13. Víkingar skoruðu ekki mark fyrstu átta mínútumar í seinni hálf- leik en Haukar gerðu fjögur og náðu sjö marka forskoti. Eftir þennan af- leita leikkafla brugðu Víkingar á það ráð að láta Höflu Mariu inn á. Það gaf meiri breidd í sóknarleik- inn og þá losnaði meira um Kristinu Guðmundsdóttir, skyttu Vikinga, sem átti mjög góðan leik. Halla María jafnaði úr vítakasti þegar 30 sek. voru eftir af leiknum. Haukar þurfa að athuga sinn gang því liðið hefur aðeins uimið einn af síðustu sex leikjum sínum. Víkingar sýndu mikinn baráttuvflja og karakter tfl að vinna upp forskot- ið. „Okkur virtist vanta vfljann til að klára leikinn. Við gleymdum okkur í tíu mínútur í seinni hálfleik og eftir það voram við í strögli. Meiðsli sem urðu i haust hafa sett strik í reikninginn og liðið vantar samæfingu," sagði Andrés Guð- laugsson, þjálfari Hauka, eftir leik- inn. Kristin Guðmundsdóttir, leik- maður Víkings, sagði við DV að í seinni hálfleik hafi liðið farið að berjast og vann bolta og markvörð- urinn fór að verja. Allar tóku sig saman í andlitinu og náðu með mik- ifli baráttu að vinna liðið aftur inn í leikinn og jafna metin, 23-23. Mörk Víkings: Kristín Guðmunds- dóttir 8/2, Halla María 5/4, Svava Sigurðardóttir 3, Guðmunda Kristjánsdóttir 3, Eva Halldórsdóttir 2, Helga Brynjólfsdóttir 1, Anna Kristín 1. Mörk Hauka: Judit Estergal 7/4 Hekla Daðadóttir 5, Hanna G Stef- ánsdóttir 5, Harpa Melsted 5, Telma Ámadóttir 1. Öruggur sigur FH gegn ÍR í Kaplakrika FH-stúlkur áttu ekki í miklum vandræðum með að leggja ÍR að velli í Kaplakrika. Lokatölur leiks- ins urðu 28-13 eftir að staðan í hálf- leik var 15-8. Það sem öðru fremur stóð upp úr í þessum leik var stór- góð markvarsla hjá Jolantu Slapiki- eh í marki FH. Hún varði alls 27 skot. Mörk FH: Þórdís Brynjólfsdóttir 8, Gunnur Sveinsdóttir 5, Drífa Skúladóttir 4, Guðrún Hólmgeirs- dóttir 4, Hafdís Hinriksdóttir 3, Dag- ný Skúladóttir 2, Katrín Gunnars- dóttir 1, Harpa Vífilsdóttir 1. Mörk ÍR: Elín Sveinsdóttir 5, Ingibjörg Jóhannsdóttir 3, Katrín Guðmundsdóttir 3, Heiða Guð- mundsdóttir 1, Anna Sigurðardóttir 1. Þriggja marka sigur Framara á Nesinu Fram sigraði Gróttu/KR, 23-27, á Nesinu. Fram náði undirtökunum um miðjan síðari hálfleik og hélst þriggja marka munur á liðunum aflt til loka. Hugrún Þorsteinsdóttir varði 11 skot hjá Fram og Þóra Hlíf Jónsdóttir 10 skot og eitt víti hjá Gróttu/KR. Mörk Gróttu/KR: Helga Orms- dóttir 7, Ágústa Björnsdóttir 7, Eva Hlöðversdóttir 2, Kristín Þórðar- dóttir 2, Ragna Sigurðardóttir 2, Anna Steinsen 2. Mörk Fram: Jóna Pálmadóttir 10, Marina Zoveva 6, Díana Guð- jónsdóttir 5, Steinunn Tómasdóttir 3, Olga Pvohovova 2. Valur sterkari á lokasprettin- um í Eyjum Valur sigraði ÍBV, 17-19, í Eyjum. Leikurinn var lengstum í járnum en Valsstúlkur reyndust sterkari á lokasprettinum. Amela Hegic skoraði níu mörk fyrir ÍBV og Guðbjörg Guðmanns- dóttir 4. Gerður Jóhannsdóttir skor- aði 6 mörk fyrir Val og Hafrún Kristjánsdóttir 5. -JKS/GH/BB Anja enn í vandræðum Anja Andersen, besta hand- knattleikskona heims, á enn í útistöðum við norska dómara. Hún sýndi einum þeirra ógnandi tilburði eftir að hann stoppaði leikinn þegar hún var komin í dauðafæri í leik Bækkelaget gegn Tertnes í norsku A-deild- inni um síðustu helgi. Dómarinn gaf Önju fyrst að- vörun og rak hana síðan af velli í tvær mínútur. Þetta þykir mörgum væg refsing því tilþrif dönsku skyttunnar hefðu verð- skuldað rautt spjald. Tvö félög hafa kvartað sér- staklega við norsku dómara- nefndina og telja að Anja fái að komast upp með alltof mikið. Fyrir mánuði var fellt niður mánaöarkeppnisbann sem hún hafði verið dæmd í fyrir að viö- hafa niðrandi ummæli um dóm- ara í sjónvarpsviðtali. -VS I. DEILÐ KVENNA Stjarnan 12 10 1 1 339-253 21 Fram 13 10 1 2 343-283 21 Haukar 12 8 2 2 272-246 18 Valur 12 8 1 3 265-221 17 Vikingur 12 5 4 3 276-266 14 FH 12 4 2 6 277-249 10 Grótta/KR 11 3 2 6 219-242 8 ÍBV 11 3 1 7 247-260 7 KA 11 1 0 10 200-288 2 ÍR 12 0 0 12 191-323 0 t. Arnar Grétarsson: Viðræður hjá AEK og Southampton - en forsetinn vill ekki selja Enska knattspymufélagið Southampton hefur enn hug á að krækja í Arnar Grétarsson frá AEK í Aþenu en forseti AEK er ekki á því að selja íslendinginn. „Forsetinn talaði við mig á dögunum og sagði að Southampton og AEK væru enn að ræða saman. Hann vill hins vegar fyrst og fremst bjóða mér nýjan samning en það skýrist ekki fyrr en hann hefur fundað með stjórn- armönnum enska fyrirtækisins Enic sem á meirihlutann í AEK,“ sagði Arnar við DV í gærkvöld. Ósætti stjórnar AEK og Enic Staðan er þannig að Enic vill að AEK selji einn leikmann en forseti fé- lagsins vill komast hjá því í lengstu lög. Hans markmið er að koma AEK í meistaradeild Evrópu og félagið á góða möguleika á að ná þvi. Sam- kvæmt grískum blöðum era það tveir leikmenn sem helst koma til greina að verða seldir, Arnar og gríski landsliðsmaðurinn Georgis Don- is. „Forsetinn sagði mér að hann vildi heldur selja Donis og helst hvorag- an. Ég verði þvi að bíða enn um sinn og einbeita mér að fótboltanum sjálfum," sagði Amar. Hann hefur verið i jólafríi frá 21. desember því fyrstu umferð ársins, sem fram átti að fara um síðustu helgi, var frestað vegna deilumála milli gríska knattspymusambandsins og íþróttasambandsins. Allt bendir tfl þess að umferðinni sem fram átti að fara um næstu helgi verði líka frestað. -VS Patrick Holzer á fleygiferð í brautinni í Kranjaska Gora í Slóveníu i gær. Símamynd-Reuter Helga Brynjólfsdóttir úr Víkingi reynir að brjótast í gegnum vörn Hauka í leik liðanna í gærkvöldi en þar er hún stöðvuð af Berglindi Sigurðardóttur og Hörpu Melsted. DV-mynd Hilmar Þór Stórsvig í heimsbikarnum: Loksins ítali Italinn Patrick Holzer bar sigur úr býtum í stórsvigi í heimsbikar- keppninni á skíðum í Kranjaska Gora í Slóveníu í gærkvöld. Þetta var annar sigur Holzers á ferlinum í heimsbikarkeppni. Frábær síðari ferð hjá ítalanum Eftir fyrri umferðina var útlitið ekki alltof bjart hjá ítalanum en þá var hann í sjötta sæti. Holzer keyi-ði á fullum krafti i síðari umferðinni, tók vissa áhættu, en skíðaði af ör- yggi og fagnaði kærkomnum sigri. Þetta er fyrsti sigur ítala í stór- svigi frá því að sól Alberto Tomba skein sem hæst. Holzer, sem er 28 ára gamall, vann sinn fyrsta sigur í heimsbikarkeppni í Þýskalandi 1992. Austurríksmaðurinn Christian Mayer varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð landi hans, Hans Knauss. Norðmennimir Lasse Kjus og Kjetil Andre Aamodt urðu i 6.-7. sæti. Finninn Sami Uotila kom á óvart og var í sjöunda sæti eftir fyrri um- ferðina en keyrði út úr brautinni i síðari umferðinni og var þar með úr leik. -JKS SKEIFUNNI17 • 108 REYKJflVÍK SÍIVII 581-4515 • FflX 581-4510

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.