Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1999, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1999 15 Skáldskapur - lögmál og frelsi Atriði úr Dómsdegi, sjónvarpsleikriti Sjónvarps á jóladag. - „Var Einar Ben. t.d. það höktandi og slefandi gamalmenni sem Egill hugsar sér eða hélt hann meiru af fornri reisn sinni?“ spyr greinarhöfundur. Um áramót erum við venju fremur næm á það að við lifum í tím- anum og þar með sög- unni. Af því leiðir m.a. að við reynum að draga lærdóma af fortíðinni, sættast við nútíðina og spá fyrir um hið ókomna. í glímu okkar við framtíðina eigum við sjálfsagt flest okkar eigin spásagnaraðferð- ir. í átökum við nútíð- ina getum við beitt sál- arfræðinni. Um fortíð- ina fáumst við hins vegar með aðferðum sagnfræðinnar eða skáldskaparins. Dómsdagur Egils Helsti munur á sagnfræði og sögulegum skáldverkum er sá að sagnfræðin fjallar um hið sérstaka en skáldskapurinn um hið al- menna. Sagnfræðingar fjalla því oftast um atvik eða aðstæður sem ríktu á ákveðnum stað á ákveðn- um tíma. Skáldin glima á hinn bóginn við það sem gæti hafa gerst. I þessu felst að fræðingur- inn er bundinn af því sem „sann- ara reynist" um hið liðna. Þegar skáld freista þess að endurskapa eða sviðsetja sögxma eru hendur þeirra hins vega óbundnar. Verk þeirra eru aðeins háð því að þau byggi á sameiginlegri reynslu fólks í þeim mæli að þau skiljist. Það er einhvers staðar hér sem eitt af jólaleikritum rík- issjónvarpsins, þ.e. Dómsdagur Egils Eðvarðssonar, kem- nr inn í myndina. í því verki fléttast í raun saman tvö „drömu“ úr fortíð- inni. Ugglaust hef- ur mörgum öðrum en mér leikið hugur á að vita hvað var verið að „fela“ suð- ur í Herdísarvík á sínum tíma. Var Einar Ben. t.d. það höktandi og slef- andi gamalmenni sem Egill hugsar sér eða hélt hann meiru af fornri reisn sinni? Færri hafa sjálfsagt glímt við atburðina norður á Sval- barði 1892-3 sem þó eru alirar at- hygli verðir. Þar spyr Egill ekki hvað gerðist heldur beitir skáldaleyfi og spyr: Hvað gæti hafa gerst? Svar hans gengur út frá árekstri tveggja vinnuhjúa við húsbónda- valdið, skinhelgi hinnar geistlegu stéttar og réttvís- ina. Inn í atburða- rásina fléttast folskvalausar til- fmningar, öfund, niðurlæging, ör- vænting og spill- ing. Verkið flallar því um mannleg kjör og reynslu eins og háttur er í góðum skáldskap og til þess hefur höfundurinn fúllt frelsi. Það eru ekki til nein „skáldskaparlögmál" sem binda hendur hans varðandi inntak. „Skáldskaparlögmálin", séu þau til, fjalla nefnilega öll um form. Tilvísun til þeirra réttlætir því heldur ekki á neinn hátt að endaskipti séu höfð á vel þekktri atburðarás úr fortíðinni án þess að fleiri atriðum sé breytt. Einföld siðalögmál Skáldinu er frjálst að með- höndla efnivið sinn að mun meiri vild en sagnfræðingnum. Lista- maðurinn er þó ekki alfrjáls. Þar er þó ekki við einhver „skáldskap- arlögmál" að sakast heldur einfold siðalögmál. Það hlýtur t.d. að orka tvímælis að bylta minningu fólks sem lést fyrir aðeins fjórum ára- tugum til þess eins að ævi þess verði safaríkari uppistaða í lista- verk. Með því er hætt við að per- sónulegum tilfinningum allt of margra sé misboðið og það er ein- faldlega ósiðlegt. Verði mönnum slíkt á ber þeim að biðjast afsökunar. Vilji höfund- ar nota þekkt atvik sem kveikju að listaverki verða þeir oftast að af- tengja þau veruleikanum með því að láta þau gerast á óræðum stað og óræðum tíma. Með því móti verða atvikin líka allajafna þén- legri tæki til að nálgast hið sammannlega - viðfangsefni skáldskaparins. Hjalti Hugason Kjallarinn Hjalti Hugason prófessor „ Vilji höfundar nota þekkt atvik sem kveikju aö listaverki veröa þeir oftast aö aftengja þau veru- leikanum meö því aö láta þau gerast á óræöum staö og óræö- um tíma.u í ökkla eða eyra Ég las það í Morgunblaðinu, að á útvarpsstöðinni Bylgjunni hefðu skillitlir menn verið að reyna að drepa niður bókmenntir með því að dæma skáldsögur síðasta árs án þess að lesa þær. Þeir höfðu ein- ungis lesið fyrstu og síðustu máls- grein bókanna sem þeir töluðu um og þóttust meta þær eftir upplýs- ingum sem þannig höfðu fengist. Málsgreinarnar höfðu þeir skrifað upp í bókabúð. Atvikið er skemmtilega afhjúp- andi fyrir stöðuna í íslenskri menn- ingarumræðu um þessi jól. Þar eru menn oftast annað hvort sokknir upp að eyrum í eigin visku og gersamlega óskiljanlegir eða þá að þeir eru að leika sér á ökkladjúpum grynningum eins og litil böm. Ritdómar Fáeinir ritdómar- ar vinna starf sitt alltaf heiðarlega og leggja sig fram um að lesandinn fái góð- ar og gagnlegar upp- lýsingar. Hins vegar ber nokkuð á atvinnusjúkdómum í þessu fagi. Ef ritdómarinn er ungur og ætlar sér stóran hlut getur farið mikið pláss í að sýna þekkingu og/eða dómhörku. Menn komast jafnvel aldrei að því efni sem lesandinn bjóst við að fjallað yrði um - það þarf að nefna svo margt „gáfulegt" í leiðinni. Nýliðar í faginu og þeir sem eldri eru hafa löngum átt það sam- eiginlegt að ragla saman harðri, málefnalegri gagnrýni og leiðin- legum dónaskap. En það er of víð- tækt vandamál í íslenskri menn- ingarumræðu til þess að það verði tekið upp hér. Sé ritdómurinn gamall í hettunni er dómurinn oft sneisafullur af flatneskjulegri speki um að ekkert sé nýtt undir sólinni en það er löngu hætt að koma nokkrum á óvart. í sumar og haust fór fram nokk- ur umræða um stöðu og hlutverk lista- og bókmennta- gagnrýni á íslandi. Allir vora sammála um að hún þyrfti að komast á hærra plan. Enginn vill frasa og klisjur, stjörnur og haus- kúpur en ég held að énginn vilji heldur að ritdómar breytist í samanlamdar bók- menntafræðiritgerð- ir sem hvorki lýsa bókmenntaverkinu né meta það. Stórviðburðir augnabliksins Það rignir yfir okkur fregnum af stanslausum stórviðburðum og baráttan um athygli fer harðnandi. Þetta era erfiðir tímar fyrir fólk sem er mikið á lofti en hefur af litlum manni að má. Sé þetta fólk jafn- framt hatursmenn bókmennta getur það kannski náð örlítiili at- hygli með þvi að setja saman út- varpsþætti um að það hafi ekki lesið neitt. Það segir vissulega sína sögu. í fjölmiðlunum okkar er mikill munur á Jóni og séra Jóni. Umræðan um bók- menntir er gjarnan í skötulíki, bundin við Þorláksmessu, en það er snobbað fyrir stjórn- málamönnum og fjár- málamönnum. Á þeim er gjaman tekið með silkihönskum og þess gætt að spyrja ekki óþægilegra spuminga. Af þvi gæti maður auð- vitað dregið þá ályktun að fjölmiðlafólk dreymi frekar um að verða rikt og voldugt en að skrifa sögur, ljóð eða fræðibækur en það er ef til vill of stór ályktun. Fjölmiðlarnir mótast af sínum kaup- endum. Bókmenntaleikur amlóðanna á Bylgjunni sýnir okkur að dag- skrárstjórn þess fjölmiðils telur að íslenskar bókmenntir tengist ekki auði og völdum samfélagsins, séu þess vegna einskis virði og al- menningi finnist ekki ástæða til að ræða þær. Hins vegar væri það skemmtilegri framkoma hjá þeim Bylgjumönnum að segja það kurt- eisislega frekar en siga hundum á rithöfunda. Kristján Jóhann Jónsson „Bókmenntaleikur amlóöanna á Bylgjunni sýnir okkur aö dagskrár- stjórn þess fjölmiöils telur aö ís- lenskar bókmenntir tengist ekki auði og völdum samfélagsins, séu þess vegna einskis viröi og al- menningi fínnist ekki ástæöa til að ræöa þær.u Kjallarinn Kristján Jóhann Jónsson rithöfundur Með og á móti Er rétt að Osta- og smjör- salan dreifi sjálf smjör og osti til verslana? Óskar Gunnarsson, forstjórí Osta- og smjörsölunnar. Skipulags- atriði „Bónus er ekki eina fyrirtæk- ið sem er í viðskiptum við okkur. Það er alveg útilokað mál að það gengi upp ef allir viðskipta- vinir okkar óskuðu eftir því að senda bíla hérna upp eftir og sækja vörurnar sjálf- ir. Það háttar einfaldlega svo til hjá okkur að við getum ekki tekið við einstökum viðskiptavinum og selt þeim undir húsvegg hjá okk- ur. Þetta er regla sem verður að fara eftir. Við getum ekki selt einum með þessum hætti en hafnaö öðrum. Það má því segja að þetta sé skipulagslegt atriði því við get- um ekki tekiö á móti tugum bíla. Svoleiöis vinnubrögð tíðkast hvergi. Við viljum fá aö keyra vörumar út sjálfir en það hefur aldrei verið tekið illa á því að af- greiða Bónus á einn stað. Einnig má nefna að við erum að láta skoða, ásamt fleiri stór- um fyrirtækjum, stofnun ein- hvers konar dreifingarmiðstöðv- ar og meðan sú skoðun er i gangi breytum- við ekki dreifingarað- ferðum okkar.“ Óskiljanleg afstaða „Við viljum bara hafa sömu hætti á við dreifingu þessara vara og tíðkast við dreifingu á al- mennum mat- vöram til okk- ar verslana, annaðhvort eru vörumar sendar á einn stað eða við sækjum þær sjálfir. Við náum meiri hagkvæmni í dreifingu með þvi að einn bíll sækir pantanir sem fylla hann allan. í dag er bílinn að fara á tuttugu og fimm staði. Með því að fylla bilinn sjálfir getum við aukið vinnuhagræði og boöið ferskari vörar vegna þess að verslanir okkar geta pantað dag- lega af lagernum okkar í stað þess að panta tvisvar eða þrisvar í viku frá Osta- og smjörsölunni. í framtíðinni myndi þessi dreif- ingaraðferð þýða lægra vöruverð. Osta- og smjörsalan ber nú kostn- aðinn af því að dreifa vörunum í verslanir okkar og það eina sem við erum að fara fram á er að við fáum greitt fyrir að dreifa sjálfir í okkar verslanir eins og við höfum samið um við aðra heildsala. Það að Osta- og smjörsalan vilji ekki taka þátt í hagræðingu mat- vörudreifingar á íslandi er alveg óskiljanlegt. Maður hlýtur að spyrja samkeppnisyfirvöld hvort eðlilegt sé að einokunarfyrirtæki eins og Osta- og smjörsalan geti hindrað eðlilega þróun í dreifingu matvara á islandi." -GLM Jón Ásgeir Jóhann- esson, forstjóri Baugs. Kjallarahöfundar Athygli kjallarahöfunda er vakin á því að ekki er tekið við greinum í blaðið nema þær ber- ist á stafrænu formi, þ.e. á tölvu- diski eða á Netinu. Netfang ritstjórnar er: dvritst@centrum.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.